Bæta við, umbreyta og endurnýta

Björn Teitsson skrifar um „Nóbelsverðlaunahafana“ í arkitektúr Lacaton og Vassal og nauðsynlegt erindi þeirra á Íslandi.

grand_parc_umbreyting.jpg
Auglýsing

Stundum upp­lifum við sig­ur­stundir í gegnum annað fólk. Fólk sem á svo inni­lega fyrir því að sigra, er full­kom­lega verð­skuld­aða við­ur­kenn­ingu fyrir að skara fram úr á sínu sviði. Þetta upp­lifðum við Íslend­ingar til dæmis sterkt þegar Hildur Guðna­dóttir hlaut Ósk­arsverð­launin fyrir tón­list­ina í Jókernum og þetta upp­lifir lík­lega flest tennis­á­huga­fólk í hvert sinn sem Roger Federer hampar sigri.

Björn Teitsson.

Önnur slík stund varð fyrir ekki svo löngu þegar frönsku arki­tekt­arnir og skipu­lags­fræð­ing­arnir Anne Lacaton og Jean-P­hil­ippe Vas­sal hlutu Pritzker-verð­launin eft­ir­sóttu. Til ein­föld­unar má segja að Pritzker­inn sé nokk­urs konar Nóbels­verð­laun í arki­tektúr. Í þetta sinn eru hand­haf­arnir full­trúar ein­stakrar og nútíma­legrar fag­ur­fræði, umhverf­is­vernd­ar, sjálf­bærni og félags­legs rétt­læt­is. Sem er ansi gott. En hvað er það í fari þeirra Lacaton og Vas­sal sem gerir þau að jafn verð­skuld­uðum sig­ur­veg­urum og raun ber vitni? Skoðum mál­ið. 

Anne Lacaton og Jean-Philippe Vassal taka við Mies van der Rohe verðlaunum ESB árið 2019. Mynd: EPA/Alejandro Garcia.

End­ur­nýta, end­ur­skil­greina, end­ur­hanna

Lacaton og Vas­sal kynnt­ust í Bor­deaux í Frakk­landi á fyrri hluta 9. ára­tugar síð­ustu ald­ar, störf­uðu saman að skipu­lags­málum í Níger og stofn­uðu síðan sam­eig­in­lega arki­tekta­stofu árið 1987. Þau flutt­ust síðan til Par­ísar um alda­mótin 2000 og hafa verið þar síð­an, eða nánar til­tekið í úthverf­inu Montreuil. Frá upp­hafi hafa þau haft sjálf­bærni og umhverf­is­vernd að leið­ar­ljósi, þá hug­mynd að allar bygg­ingar hafi burði til þess að verða end­ur­upp­götv­að­ar, í þær megi blása nýju lífi, hlut­verk þeirra end­ur­skil­greint með nýja fram­tíð og hlut­verk í huga. Þannig hafa þau starfað frá upp­hafi og skapað sér nafn, hannað og byggt hag­kvæmt en vand­að, end­ur­bæta bygg­ingar og rými, þannig ekki þurfi að rífa og byrja upp á nýtt. Þetta á sér­stak­lega við þegar kemur að því að end­ur­skil­greina atvinnu­rými með nýtt hlut­verk í huga – að þar sé bjart og skjól­ríkt, að allt fólk, óháð upp­runa eða stétt, hafi efni á því að búa í hreinu og fal­legu hús­næði með greiðum aðgangi að helstu lífs­gæðum borg­ar­sam­fé­lags, að menntun og atvinnu, að nátt­úru, menn­ingu og almenn­ings­sam­göng­um, verslun og þjón­ustu. Höfum í huga, að þegar allt kemur til alls, er nefni­lega ekk­ert mik­il­væg­ara fyrir líf okk­ar, lífs­gæði og ham­ingju, heldur en hvar við búum, hvernig við búum og hvernig umhverfið í kringum okkur er hann­að.

Umbreyting Bois le Prêtre-turnsins í 17. Hverfi Parísar frá árinu 2011 er einkennandi fyrir stíl Lacaton og Vassal, í þetta sinn í samstarfi við franska arkitektinn Frederic Druot. Myndir: Philippe Ruault

Kall­ast á við Bauhaus

Mark­mið þeirra Lacaton og Vas­sal um að tryggja fal­legt og hreint hús­næði handa öllum sem vilja kall­ast að miklu leyti við stefnu Bauhaus-há­skól­ans sem var stofn­aður af Walter Gropius í Weimar fyrir rétt rúmri öld, árið 1919. Þá hafði ný tækni og með­höndlun á bygg­ing­ar­efnum eins og málmi, gleri og steypu, umbylt bygg­ing­ar­hönnun og fram­kvæmd­um, þar sem fjölda­fram­leiðsla til­bú­inna ein­inga hafði djúp­stæð og var­an­leg áhrif á hús­næð­is­upp­bygg­ingu. Nú var hægt að byggja fjöl­býl­is­hús til að létta á hús­næð­iskreppu sem var land­læg í flestum evr­ópskum ríkjum og víð­ar, fólk gat loks­ins tryggt sér eigið hús­næði á félags­legum mark­aði, á góðum kjörum, þar sem var renn­andi vatn og raf­magn, þar sem voru gluggar og jafn­vel sval­ir, þar sem fólk gat búið með reisn.

Auglýsing
Þessi hug­sjón birt­ist síðan fag­ur­fræði­lega með ein­kunn­ar­orðum þýska arki­tekts­ins Lud­wig Mies van der Rohe, sem varð svo skóla­meist­ari Bauhaus á eftir þeim Gropius og Hannes Mayer, minna er meira. „Less is mor­e.“ Þau Lacaton og Vas­sal fengu einmitt arki­tekta­verð­laun Evr­ópu­sam­bands­ins, nefnd eftir Mies van der Rohe, árið 2019, á afmæl­is­ári Bauhaus. Þau sögðu þá við til­efnið að minna er vissu­lega meira. En einnig: „ódýrt er meira.“ Það er nefni­lega ódýr­ara að vinna með það sem fyrir er, það er ódýr­ara og umhverf­is­vænna að rífa ekki allt til að byrja frá grunni og hefja bygg­ingu á glæ­nýju mann­virki. Þannig er hægt að lækka kostnað og draga veru­lega úr umhverf­is­á­hrif­um, ein­fald­lega með því að fylgja þessum leið­ar­stef­um: Aldrei rífa, aldrei skipta út. Heldur bæta við, umbreyta og end­ur­nýta (ne jamais démol­ir, ne jamais remplacer. Tou­jo­urs ajouter, trans­for­mer et uti­l­iser). Skila­boð sem hafa lík­lega aldrei verið mik­il­væg­ari þegar bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn er um þessar mundir ábyrgur fyrir um 39% af heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í heim­inum (UNEP, Global Status Report).

Grand Parc í Bordeaux eru félagslegar íbúðir sem fengu endurnýjun lífdaga árið 2017 svo eftir var tekið.

Erindið á Íslandi

Það sem er svo virki­lega heill­andi við þau Lacaton og Vassal, þeirra boð­skap og þeirra verk, er einmitt hve mikið erindi þau hafa í nútíma­sam­fé­lagi, í bar­áttu við lofts­lags­breyt­ing­ar, en einnig í fag­ur­fræði­legu til­liti til að leyfa bygg­ingum og rými að halda í eitt­hvað sem talist getur „upp­runa­leg­t“, að halda í per­sónu­leg ein­kenni sem setja svip sinn á umhverfi sitt. Raunar eru þessar áherslur áber­andi um alla Evr­ópu. Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB, kall­aði einmitt eftir nýrri Bauhaus-­stefnu, sem hluta af grænni fram­tíð álf­unn­ar, að nýta ætti tækni og þekk­ingu til að fram­kvæma nýja hús­næð­is­stefnu, byggða á gömlum grunni Bauhaus - um að allt fólk, óháð stétt, óháð stöðu, eigi rétt á fal­legu, hreinu og heilsu­sam­legu hús­næði sem er um leið sjálf­bært og umhverf­is­vænt. 

Hús­næð­is­stefna Reykja­vík­ur­borgar er æsispenn­andi um þessar mundir og ber mörg ein­kenni þessa alþjóð­legu strauma. Áform eru um ný, glæsi­leg hverfi, þar sem hug­myndir þeirra Lacaton og Vas­sal eiga einkar vel við. Þetta á ekki síst við um atvinnu­hverfi í Múl­um, Vog­um, Skeif­unni og nýju hverfi við Ártúns­höfða. Í öllum þessum til­fellum þarf að end­ur­skil­greina rými, breyta mikið af atvinnu­hús­næði í íbúð­ar­hús­næði, með tak­mörk­uðum inn­grip­um, til að bæði spara fé og efni og draga um leið úr umhverf­is­á­hrif­um. Þannig mætti halda í ein­kenn­i/­sér­kenni stað­anna - skapa sögu­lega dýpt sem gæfi svæð­inu karakter sem ekki er að finna í öðrum nýjum hverf­um.  Reykja­vík­ur­borg, ásamt sam­starfs­að­ilum í hönnun og bygg­ingu, eru þar í kjör­stöðu til að draga úr kostn­aði á því ferli sem þarf að ganga í gegnum til að breyta atvinnu­rými í íbúð­ar­rými, sem hefur verið afar dýrt og tíma­frekt fram til þessa, mest­megnis vegna skrif­finnsku og leyf­is­veit­inga. Sömu­leiðis má ímynda sér að hug­mynda­fræði Lacaton og Vas­sal eigi vel við, t.d. Í Breið­holti þar sem hverf­is­skipu­lag Árbæj­ar, Neðra-Breið­holts og Selja­hverfis fær nú and­lits­lyft­ing­u. 

Atvinnurými fær nýtt hlutverk. FRAC nýlistasafnið í Dunkirk í Norður-Frakklandi var skipasmíðastöð/slippur sem fékk andlitslyftingu árið 2013. Tilkomumikið í rökkrinu. Myndir: Philippe Ruault.

Sýnum metnað og upp­skerum

Blokkar­í­búð­irn­ar, U-blokk­irn­ar, í Bökk­unum gætu þannig fengið stærri sval­ir, meira skjól, aðgang að gróðri og mat­væla­fram­leiðslu (urban gar­den­ing), allt sem hefur verið áber­andi í aðgerðum Lacaton og Vas­sal þegar kemur að end­ur­bótum á félags­legu hús­næði. En þar komum við e.t.v. að því sem hamlar að miklu leyti end­ur­bótum á reyk­vískum hverf­um, hið flókna eign­ar­hald sem stafar meðal ann­ars af því að félags­legt íbúð­ar­kerfi hefur ekki verið til í sömu mynd á Íslandi og t.d. Í Frakk­landi, þar sem íbúðir eru í raun í eigu rík­is, sveit­ar­fé­laga eða einka­að­ila og þá nið­ur­greitt (Habita­tions à loyer mod­éré) en gefur þá eig­endum sínum tæki­færi á að semja um heild­ar­end­ur­bætur á blokkar­í­búðum eða hús­næði sem er ætlað nýtt hlut­verk. Á Íslandi er þetta tals­vert flókn­ara, yfir­leitt vegna eign­ar­halds, vegna ávöxt­un­ar­kröfu fjár­festa, eig­enda og/eða bygg­ing­ar­að­ila, vegna þess að í týpískri blokk þarf alla eig­endur íbúða blokkar til að sam­þykkja slíkar breyt­ing­ar. Á Íslandi ræður fjár­magnið för en með auk­inni kröfu um gæði hús­næðis mætti fag­ur­fræði­legur og umhverf­is­vænn metn­aður íslenskra arki­tekta njóta sín bet­ur. Þar væri gam­an, og í raun alger­lega nauð­syn­legt, að sjá hags­muna­að­ila taka meiri ábyrgð - sem gæti þá strax skilað sér í ódýr­ara, umhverf­is­vænna og fal­legra hús­næði, þar sem ekk­ert væri slegið af gæð­um. Þau frekar aukin ef eitt­hvað er. Það er for­múla sem þú styður til sig­urs. Það er alslemma hjá Hildi Guðna og Roger Feder­er, þannig hús­næði viljum við. Ekki rífa, ekki skipta út. Heldur bæta við, umbreyta og end­ur­bæta. 

Studio Granda hlaut Hönnunarverðlaun Íslands árið 2020 fyrir verkefnið Drangar, glæsileg endurhönnun á sveitabýli ásamt útihúsum sem er svo sannarlega innan sömu endurnýtingarstefnu og Lacaton og Vassal aðhyllast. Mynd: Pancho Gallardo/Studio GrandaHöf­undur er meist­ara­nemi í borg­ar­fræðum við Bauhaus-Uni­versität Weim­ar. Andri Gunnar Lyng­berg, arki­tekt, og Borg­hildur Sturlu­dótt­ir, arki­tekt, fá bestu þakkir fyrir yfir­lestur og sömu­leiðis Phil­ippe Ruault fyrir leyfi fyrir notkun ljós­mynda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar