Bæta við, umbreyta og endurnýta

Björn Teitsson skrifar um „Nóbelsverðlaunahafana“ í arkitektúr Lacaton og Vassal og nauðsynlegt erindi þeirra á Íslandi.

grand_parc_umbreyting.jpg
Auglýsing

Stundum upp­lifum við sig­ur­stundir í gegnum annað fólk. Fólk sem á svo inni­lega fyrir því að sigra, er full­kom­lega verð­skuld­aða við­ur­kenn­ingu fyrir að skara fram úr á sínu sviði. Þetta upp­lifðum við Íslend­ingar til dæmis sterkt þegar Hildur Guðna­dóttir hlaut Ósk­arsverð­launin fyrir tón­list­ina í Jókernum og þetta upp­lifir lík­lega flest tennis­á­huga­fólk í hvert sinn sem Roger Federer hampar sigri.

Björn Teitsson.

Önnur slík stund varð fyrir ekki svo löngu þegar frönsku arki­tekt­arnir og skipu­lags­fræð­ing­arnir Anne Lacaton og Jean-P­hil­ippe Vas­sal hlutu Pritzker-verð­launin eft­ir­sóttu. Til ein­föld­unar má segja að Pritzker­inn sé nokk­urs konar Nóbels­verð­laun í arki­tektúr. Í þetta sinn eru hand­haf­arnir full­trúar ein­stakrar og nútíma­legrar fag­ur­fræði, umhverf­is­vernd­ar, sjálf­bærni og félags­legs rétt­læt­is. Sem er ansi gott. En hvað er það í fari þeirra Lacaton og Vas­sal sem gerir þau að jafn verð­skuld­uðum sig­ur­veg­urum og raun ber vitni? Skoðum mál­ið. 

Anne Lacaton og Jean-Philippe Vassal taka við Mies van der Rohe verðlaunum ESB árið 2019. Mynd: EPA/Alejandro Garcia.

End­ur­nýta, end­ur­skil­greina, end­ur­hanna

Lacaton og Vas­sal kynnt­ust í Bor­deaux í Frakk­landi á fyrri hluta 9. ára­tugar síð­ustu ald­ar, störf­uðu saman að skipu­lags­málum í Níger og stofn­uðu síðan sam­eig­in­lega arki­tekta­stofu árið 1987. Þau flutt­ust síðan til Par­ísar um alda­mótin 2000 og hafa verið þar síð­an, eða nánar til­tekið í úthverf­inu Montreuil. Frá upp­hafi hafa þau haft sjálf­bærni og umhverf­is­vernd að leið­ar­ljósi, þá hug­mynd að allar bygg­ingar hafi burði til þess að verða end­ur­upp­götv­að­ar, í þær megi blása nýju lífi, hlut­verk þeirra end­ur­skil­greint með nýja fram­tíð og hlut­verk í huga. Þannig hafa þau starfað frá upp­hafi og skapað sér nafn, hannað og byggt hag­kvæmt en vand­að, end­ur­bæta bygg­ingar og rými, þannig ekki þurfi að rífa og byrja upp á nýtt. Þetta á sér­stak­lega við þegar kemur að því að end­ur­skil­greina atvinnu­rými með nýtt hlut­verk í huga – að þar sé bjart og skjól­ríkt, að allt fólk, óháð upp­runa eða stétt, hafi efni á því að búa í hreinu og fal­legu hús­næði með greiðum aðgangi að helstu lífs­gæðum borg­ar­sam­fé­lags, að menntun og atvinnu, að nátt­úru, menn­ingu og almenn­ings­sam­göng­um, verslun og þjón­ustu. Höfum í huga, að þegar allt kemur til alls, er nefni­lega ekk­ert mik­il­væg­ara fyrir líf okk­ar, lífs­gæði og ham­ingju, heldur en hvar við búum, hvernig við búum og hvernig umhverfið í kringum okkur er hann­að.

Umbreyting Bois le Prêtre-turnsins í 17. Hverfi Parísar frá árinu 2011 er einkennandi fyrir stíl Lacaton og Vassal, í þetta sinn í samstarfi við franska arkitektinn Frederic Druot. Myndir: Philippe Ruault

Kall­ast á við Bauhaus

Mark­mið þeirra Lacaton og Vas­sal um að tryggja fal­legt og hreint hús­næði handa öllum sem vilja kall­ast að miklu leyti við stefnu Bauhaus-há­skól­ans sem var stofn­aður af Walter Gropius í Weimar fyrir rétt rúmri öld, árið 1919. Þá hafði ný tækni og með­höndlun á bygg­ing­ar­efnum eins og málmi, gleri og steypu, umbylt bygg­ing­ar­hönnun og fram­kvæmd­um, þar sem fjölda­fram­leiðsla til­bú­inna ein­inga hafði djúp­stæð og var­an­leg áhrif á hús­næð­is­upp­bygg­ingu. Nú var hægt að byggja fjöl­býl­is­hús til að létta á hús­næð­iskreppu sem var land­læg í flestum evr­ópskum ríkjum og víð­ar, fólk gat loks­ins tryggt sér eigið hús­næði á félags­legum mark­aði, á góðum kjörum, þar sem var renn­andi vatn og raf­magn, þar sem voru gluggar og jafn­vel sval­ir, þar sem fólk gat búið með reisn.

Auglýsing
Þessi hug­sjón birt­ist síðan fag­ur­fræði­lega með ein­kunn­ar­orðum þýska arki­tekts­ins Lud­wig Mies van der Rohe, sem varð svo skóla­meist­ari Bauhaus á eftir þeim Gropius og Hannes Mayer, minna er meira. „Less is mor­e.“ Þau Lacaton og Vas­sal fengu einmitt arki­tekta­verð­laun Evr­ópu­sam­bands­ins, nefnd eftir Mies van der Rohe, árið 2019, á afmæl­is­ári Bauhaus. Þau sögðu þá við til­efnið að minna er vissu­lega meira. En einnig: „ódýrt er meira.“ Það er nefni­lega ódýr­ara að vinna með það sem fyrir er, það er ódýr­ara og umhverf­is­vænna að rífa ekki allt til að byrja frá grunni og hefja bygg­ingu á glæ­nýju mann­virki. Þannig er hægt að lækka kostnað og draga veru­lega úr umhverf­is­á­hrif­um, ein­fald­lega með því að fylgja þessum leið­ar­stef­um: Aldrei rífa, aldrei skipta út. Heldur bæta við, umbreyta og end­ur­nýta (ne jamais démol­ir, ne jamais remplacer. Tou­jo­urs ajouter, trans­for­mer et uti­l­iser). Skila­boð sem hafa lík­lega aldrei verið mik­il­væg­ari þegar bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn er um þessar mundir ábyrgur fyrir um 39% af heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í heim­inum (UNEP, Global Status Report).

Grand Parc í Bordeaux eru félagslegar íbúðir sem fengu endurnýjun lífdaga árið 2017 svo eftir var tekið.

Erindið á Íslandi

Það sem er svo virki­lega heill­andi við þau Lacaton og Vassal, þeirra boð­skap og þeirra verk, er einmitt hve mikið erindi þau hafa í nútíma­sam­fé­lagi, í bar­áttu við lofts­lags­breyt­ing­ar, en einnig í fag­ur­fræði­legu til­liti til að leyfa bygg­ingum og rými að halda í eitt­hvað sem talist getur „upp­runa­leg­t“, að halda í per­sónu­leg ein­kenni sem setja svip sinn á umhverfi sitt. Raunar eru þessar áherslur áber­andi um alla Evr­ópu. Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB, kall­aði einmitt eftir nýrri Bauhaus-­stefnu, sem hluta af grænni fram­tíð álf­unn­ar, að nýta ætti tækni og þekk­ingu til að fram­kvæma nýja hús­næð­is­stefnu, byggða á gömlum grunni Bauhaus - um að allt fólk, óháð stétt, óháð stöðu, eigi rétt á fal­legu, hreinu og heilsu­sam­legu hús­næði sem er um leið sjálf­bært og umhverf­is­vænt. 

Hús­næð­is­stefna Reykja­vík­ur­borgar er æsispenn­andi um þessar mundir og ber mörg ein­kenni þessa alþjóð­legu strauma. Áform eru um ný, glæsi­leg hverfi, þar sem hug­myndir þeirra Lacaton og Vas­sal eiga einkar vel við. Þetta á ekki síst við um atvinnu­hverfi í Múl­um, Vog­um, Skeif­unni og nýju hverfi við Ártúns­höfða. Í öllum þessum til­fellum þarf að end­ur­skil­greina rými, breyta mikið af atvinnu­hús­næði í íbúð­ar­hús­næði, með tak­mörk­uðum inn­grip­um, til að bæði spara fé og efni og draga um leið úr umhverf­is­á­hrif­um. Þannig mætti halda í ein­kenn­i/­sér­kenni stað­anna - skapa sögu­lega dýpt sem gæfi svæð­inu karakter sem ekki er að finna í öðrum nýjum hverf­um.  Reykja­vík­ur­borg, ásamt sam­starfs­að­ilum í hönnun og bygg­ingu, eru þar í kjör­stöðu til að draga úr kostn­aði á því ferli sem þarf að ganga í gegnum til að breyta atvinnu­rými í íbúð­ar­rými, sem hefur verið afar dýrt og tíma­frekt fram til þessa, mest­megnis vegna skrif­finnsku og leyf­is­veit­inga. Sömu­leiðis má ímynda sér að hug­mynda­fræði Lacaton og Vas­sal eigi vel við, t.d. Í Breið­holti þar sem hverf­is­skipu­lag Árbæj­ar, Neðra-Breið­holts og Selja­hverfis fær nú and­lits­lyft­ing­u. 

Atvinnurými fær nýtt hlutverk. FRAC nýlistasafnið í Dunkirk í Norður-Frakklandi var skipasmíðastöð/slippur sem fékk andlitslyftingu árið 2013. Tilkomumikið í rökkrinu. Myndir: Philippe Ruault.

Sýnum metnað og upp­skerum

Blokkar­í­búð­irn­ar, U-blokk­irn­ar, í Bökk­unum gætu þannig fengið stærri sval­ir, meira skjól, aðgang að gróðri og mat­væla­fram­leiðslu (urban gar­den­ing), allt sem hefur verið áber­andi í aðgerðum Lacaton og Vas­sal þegar kemur að end­ur­bótum á félags­legu hús­næði. En þar komum við e.t.v. að því sem hamlar að miklu leyti end­ur­bótum á reyk­vískum hverf­um, hið flókna eign­ar­hald sem stafar meðal ann­ars af því að félags­legt íbúð­ar­kerfi hefur ekki verið til í sömu mynd á Íslandi og t.d. Í Frakk­landi, þar sem íbúðir eru í raun í eigu rík­is, sveit­ar­fé­laga eða einka­að­ila og þá nið­ur­greitt (Habita­tions à loyer mod­éré) en gefur þá eig­endum sínum tæki­færi á að semja um heild­ar­end­ur­bætur á blokkar­í­búðum eða hús­næði sem er ætlað nýtt hlut­verk. Á Íslandi er þetta tals­vert flókn­ara, yfir­leitt vegna eign­ar­halds, vegna ávöxt­un­ar­kröfu fjár­festa, eig­enda og/eða bygg­ing­ar­að­ila, vegna þess að í týpískri blokk þarf alla eig­endur íbúða blokkar til að sam­þykkja slíkar breyt­ing­ar. Á Íslandi ræður fjár­magnið för en með auk­inni kröfu um gæði hús­næðis mætti fag­ur­fræði­legur og umhverf­is­vænn metn­aður íslenskra arki­tekta njóta sín bet­ur. Þar væri gam­an, og í raun alger­lega nauð­syn­legt, að sjá hags­muna­að­ila taka meiri ábyrgð - sem gæti þá strax skilað sér í ódýr­ara, umhverf­is­vænna og fal­legra hús­næði, þar sem ekk­ert væri slegið af gæð­um. Þau frekar aukin ef eitt­hvað er. Það er for­múla sem þú styður til sig­urs. Það er alslemma hjá Hildi Guðna og Roger Feder­er, þannig hús­næði viljum við. Ekki rífa, ekki skipta út. Heldur bæta við, umbreyta og end­ur­bæta. 

Studio Granda hlaut Hönnunarverðlaun Íslands árið 2020 fyrir verkefnið Drangar, glæsileg endurhönnun á sveitabýli ásamt útihúsum sem er svo sannarlega innan sömu endurnýtingarstefnu og Lacaton og Vassal aðhyllast. Mynd: Pancho Gallardo/Studio Granda



Höf­undur er meist­ara­nemi í borg­ar­fræðum við Bauhaus-Uni­versität Weim­ar. Andri Gunnar Lyng­berg, arki­tekt, og Borg­hildur Sturlu­dótt­ir, arki­tekt, fá bestu þakkir fyrir yfir­lestur og sömu­leiðis Phil­ippe Ruault fyrir leyfi fyrir notkun ljós­mynda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar