Fangar í friðarskyldu

Katrín Baldursdóttir, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir launafólk þurfa að sætta sig við nánast allt sem gerist á milli kjarasamninga í nafni friðarskyldu.

Auglýsing

Þrátt fyrir að ­launa­fólk telji á sér brot­ið, sé mjög ósátt við kjör sín, rétt­indi, fram­ferði atvinnu­rek­enda á vinnu­mark­aði og ástandið í þjóð­fé­lag­inu þá ger­ist það lög­brjótar ef það mót­mælir með vinnu­stöðvun eða verk­föll­um. Ef kjara­samn­ingur hefur verið sam­þykktur og er í gildi, jafn­vel í mörg ár, þá setur það bæði beisli og múl á hinar vinn­andi stétt­ir. Það er nefni­lega frið­ar­skylda. Launa­fólk verður bara að sætta sig við nán­ast allt sem ger­ist á milli kjara­samn­inga. Þetta á líka við um atvinnu­rek­endur en það reynir lítið á það. Því hvenær fara atvinnu­rek­endur í verk­föll? Ef það hefur komið fyrir þá er það svo sjald­gæft að ég efast um að ein­hver muni eftir því.

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur sætt sig við þetta í áranna rás. Þegar hreyf­ingin var hætt að vera raun­veru­legt bar­áttu­tæki fyrir launa­fólk og í tengslum við þjóð­ar­sátt­ar­samn­ing­ana árið 1990 var fundið upp þetta nafn Frið­ar­skylda til að merkja þetta valda­leysi launa­fólks með fal­legum stimpli.

Efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar núna í fram­haldi af Covid hafa ekki spornað við því að þús­undir manna hafa misst vinn­una, búa við slæm lífs­skil­yrð­i og fátækt. Ég hef spurt verka­lýðs­for­ingja hinna ýmsu stétt­ar­fé­laga hvort verka­lýðs­hreyf­ingin verði ekki að beita sér. Líka vegna þess að ber­lega hefur komið í ljós hversu verka­lýðs­hreyf­ingin er valda­laus og höfð út á túni þegar teknar eru risa­stórar ákvarð­anir sem varða afkomu launa­fólks. En svarið er að nú séu í gildi kjara­samn­ingar og því frið­ar­skylda og lítið hægt að beita sér.

Afstaða Alþýðu­sam­bands­ins gagn­vart frið­ar­skyldu virð­ist jákvæð sem kemur mér á óvart. Á heima­síðu ASÍ seg­ir: „Með kjara­samn­ingum semja menn um kaup og kjör vinn­andi fólks á hverjum tíma. Eitt mik­il­væg­asta hlut­verk þeirra er að skapa frið á vinnu­mark­aði og setja niður kjara­deil­ur. Kjara­samn­ingar hafa stundum verið kall­aðir frið­ar­samn­ing­ar, og vísar það heiti sem fest­ist við heild­ar­kjara­samn­ing­ana í febr­úar 1990, þjóð­ar­sátt­ar­samn­ing­anna, til þessa hlut­verks.” Og á heima­síðu Rík­is­sátta­semj­ara er svip­aður texti og sagt að frið­ar­skyldan sé eitt mik­il­væg­asta hlut­verk kjara­samn­inga. Hugsið ykkur að þetta skuli standa á vef Rík­is­sátta­semj­ara. Maður skildi ætla að mik­il­væg­asta hlut­verk kjara­samn­inga sé að semja um kaup og kjör.

Eld­gömul lög

Í 14. grein laga um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deilur frá því 1938 er fjallað um heim­ildir til verk­falla og verk­banna. Þetta eru eld­gömul lög og löngu tíma­bært að skoða hversu vel þau eiga við vinnu­markað sam­tím­ans. Atvik á vinnu­mark­aði síð­ustu ára, und­ir­boð, launa­þjófn­að­ur­, ­mannsal, vændi, hús­næð­is­mál og fleira hafa sýnt að mjög erfitt er að verja kjör og rétt­indi sem þó hefur verið samið um.

Auglýsing
Friðarskyldan leggur ekki sömu höft á atvinnu­rek­endur og launa­fólk. Atvinnu­rek­endur geta, í krafti yfir­burða­stöðu sinnar gengið á hags­muni launa­fólks tak­marka­lítið og notað hið sterka vopn ótta­stjórn­un. Atvinnu­rek­andi getur ein­hliða ráðskast með starf­svið og starfs­þætti þannig að starfs­mað­ur­inn er þá far­inn að gera eitt­hvað annað en hann er ráð­inn til. Og togað og teygt aðstæð­ur­ ­launa­manns­ins að eigin geð­þótta.

Launa­greið­andi getur jafn­framt svipt launa­mann grund­vall­ar­rétt­indum með því að skapa ótta um röskun á ráðn­ing­ar­sam­bandi og jafn­vel hótað brott­rekstri. Því miður eru allt of mörg dæmi um svo slæma fram­komu gagn­vart launa­fólki að vart er hægt að túlka það öðru­vísi en ofbeldi af hálfu eig­enda og stjórn­enda fyr­ir­tækja og stofn­anna. Bæði and­legt og lík­am­legt. Það er ekk­ert til í reglu­verk­inu sem veitir launa­fólki vörn gegn slíkri fram­komu. Þetta er auð­vita ó­þol­andi ástand og verka­lýðs­hreyf­ing­unni til hnjóðs að hafa ekki gripið í tauma í þessu máli í þágu launa­fólks.

Ef upp koma ágrein­ings­mál meðan að kjara­samn­ingur er í gildi er málum vísað til Félags­dóms. Þá er alveg heiglum hent hvernig nið­ur­staðan verður og venju­lega er það svo að málin sem tekin eru fyr­ir, eru mál þar sem launa­fólk á að hafa brotið af sér­. Friða­skyld­an virð­ist því virka nær alfarið ein­hliða og verka­lýðs­hreyf­ingin hlýtur að krefj­ast þess að hún verði end­ur­skoðuð þannig að eitt­hvað rétt­læti fáist fyrir launa­fólk. Enda byggir hún á hund­gömlum lögum sem ætti að vera búið að end­ur­skoða frá grunni fyrir löngu síðan eins og áður seg­ir.

Atvinnu­rek­end­ur ­með allan rétt

Ef atvinnu­rek­andi stundar launa­þjófnað gagn­vart sínum starfs­mönnum þá brjóta starfs­menn­irnir lög ef þeir neita að vinna við þær aðstæður og leggja niður vinnu. Atvinnu­rek­and­inn hefur allan rétt sín meg­in. Hann getur byrjað á því að beita ofbeld­inu: „Ég segir þér upp starf­inu ef þú vogar þér að vera með vesen og klaga í stétt­ar­fé­lag­ið.“ Oft er það svo að heilu fjöl­skyld­urnar vinna hjá sama atvinnu­rek­and­anum og eru jafn­vel í hús­næði sem hann útveg­ar, þannig að staða starfs­manns­ins eru mjög veik og þarna er atvinnu­rek­and­inn að beita ofbeldi og kúgun ofan á launa­þjófn­að­inn. Og þó að starfs­mað­ur­inn manni sig upp í að láta stétt­ar­fé­lagið vita af launa­þjófn­að­inum þá gengur atvinnu­rek­and­inn sem sig­ur­veg­ari frá borði því hann þarf í mesta lagi að greiða launa­skuld­ina en ekk­ert meir. Engar fjár­sektir eða refs­ing­ar. Þetta þrífst allt í nafni frið­ar­skyldu. Og þetta er bara eitt dæmi af ótal mörg­um.

Að vísu mætti túlka þetta öðru­vísi. Starfs­menn­irnir geta mætt til vinnu án þess að vera með neitt vinnu­fram­lag en vera samt til taks, sem er nokk­urs konar setu­verk­fall og gæti verið lög­legt. Þetta er þó allt mjög loðið og alls óvíst að slíkt væri dæmt starfs­mönnum í hag. Á vef ASÍ stend­ur: „Um þetta kunna þó að vera skiptar skoð­anir en þar sem hér er ekki um verk­falls­að­gerð að ræða heldur ein­ungis að vinnu­fram­lag er fellt niður verður að upp­fylla aðrar skyld­ur. Sé ein­ungis deila um ein­hvern hluta launa eða orlof verður að fara með þann ágrein­ing eins og annan rétt­ará­grein­ing.” Og það stendur líka: „Sé aðeins óveru­legur hluti launa ógreiddur er ekki heim­ilt að beita vinnu­stöðv­un.” Oft­ast er launa­þjófn­aður einmitt um ein­hvern hluta af launa­greiðsl­um.

Launa­fólk er í fjötrum frið­ar­skyldu og verka­lýðs­hreyf­ingin hefur sam­þykkt þetta fyrir sitt fólk með aðgerða­leysi sínu og vilja­leysi til krefj­ast þeirra breyt­inga sem þarf til að frelsa fólk úr þessu fang­elsi.

Höf­undur er atvinnu­lífs­fræð­ingur og félagi í Sós­í­alista­flokki Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar