Borgarlínan komin á fjármálaáætlun

Í frumvarpi að fimm ára fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarstjórn í byrjun mánaðar er gert ráð fyrir að 4,7 milljörðum króna verði veitt til uppbyggingar Borgarlínu.

Borgarlína Malmö kort grafík
Auglýsing

Í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár er hins vegar aðeins gert ráð fyrir að 100 milljónir króna renni í verkefni tengd Borgarlínunni. Þess vegna má gera ráð fyrir að þungi framkvæmda við fyrsta áfanga Borgarlínunnar verði í lok fimm ára áætlunarinnar.

Borgarlínan er heiti á samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um afkastamikið almenningssamgöngukerfi. Búið er að kortleggja helstu samgönguása á höfuðborgarsvæðinu þar sem þetta nýja samgöngukerfi mun liggja. Borgarlínan mun teygja sig í gegnum öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og vera allt að 57 kílómetrar að lengd. Ekki verða allir kílómetrarnir lagðir í einu heldur verður verkefnið áfangaskipt.

Jafnvel þó tillögur um hvar Borgarlínan skuli liggja hafi verið samþykktar á enn eftir að ganga frá ýmsum þáttum innan stjórnsýslu sveitarfélaganna svo hægt sé að byrja að leggja brautir fyrir almenningsvagnana. Gera þarf nýtt svæðisskipulag þar sem gert er ráð fyrir þessari nýju samgönguæð. Í því samhengi hefur verið talað um að taka þurfi frá svæði í borgarlandinu fyrir Borgarlínuna.

Borgarstjóri ræddi Borgarlínu í þætti Kjarnans á Hringbraut


Við ákvörðun um legu Borgarlínunnar var tekið mið af valkostagreiningu sérfræðinga sem unnin hafði verið fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Þær leiðir sem fýsilegast er talið að fara byggja á atriðum sem mikilvægt er að uppfylla svo hægt sé að skapa hagkvæmt samgöngukerfi.

Þar skipta mestu máli atriði eins og raunþéttleiki byggðar, íbúafjöldi, hvort um sé að ræða atvinnusvæði eða íbúðabyggð og svo framtíðaráform á svæðinu. Þessum þáttum var svo stillt upp til þess að betur mætti greina hugsanlega nýtingu nýja samgöngukerfisins.

Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 verður að endingu uppfært með þetta í huga og framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári.

Auglýsing

Hagkvæmasta lausnin

Aukinn samgönguvandi á höfuðborgarsvæðinu hefur verið til umræðu á undanförnum árum og um leið lausnir við þeim vanda. Verkfræðistofan Mannvit vann kostnaðarmat á samgöngusviðsmyndum fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu árið 2014. Þar kemur í ljós að fjárfesting í bættum almenningssamgöngum og fjárfesting í vegakerfisins er hagkvæmasta lausnin. Það er jafnframt sú lausn sem skilar bestum árangri.

Ef ráð­ast á í upp­bygg­ingu stofn­vega innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ein­göngu til þess að takast á við auka bíla­um­ferð innan og á milli sveit­ar­fé­lag­anna á suð­vest­ur­horni lands­ins, mun það verða mun óhag­kvæmara en að blanda saman upp­bygg­ingu almenn­ings­sam­gangna-, bíla­um­ferð­ar- og hjól­reiða­inn­viða.

Kostnaður við Borgarlínuna mun á endanum verða á bilinu 63 til 70 milljarðar króna. Sá kostnaður mun dreifast yfir nokkur ár.

Á aðalfundi SSH 3. nóvember síðastliðinn kom fram að ef ráðist verði í framkvæmdir við helming Borgarlínunnar í fyrsta áfanga yrði það fjárfesting upp á 30 til 35 milljarða króna.

Fimm vandamál enn til staðar

Jafnvel þó búið sé að ákveða hvar Borgarlínan eigi að liggja eru enn fimm hlutar leiðakerfisins sem enn á eftir að taka ákvörðun um. Þar eru augljósar hindranir eða mismunandi valmöguleikar sem á eftir að taka tillit til.

Í Hafnarfirði stendur valið um hvernig farið verður úr miðbæ Hafnarfjarðar að Hafnarfjarðarvegi. Valið stendur um að fara um Fjarðargötu og Reykjavíkurveg eða um Lækjargötu, Álfaskeið og Fjarðahraun.

Í Garðabæ og Kópavogi eru mismunandi valkostir um hvernig farið verður frá Arnarneshálsi að Hamraborg. Hægt er að fara áfram eftir Hafnarfjarðarvegi yfir Kópavogslæk eða hafa viðkomu í Smáralind eftir Arnarnesvegi og Fífuhvamsvegi eða Smárahvamsvegi.

Úr Fossvoginum eru lagðar til tvær leiðir að Kringlunni. Önnur heldur áfram eftir núverandi legu Hafnarfjarðarvegar en hin tekur krók að Landspítalanum, og liggur svo eftir Háaleitisbraut og Listabraut.

Á milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar er lagt til að mögulega mætti tengja leiðirnar áfram eftir Kringlumýrarbraut.

Fimmti og síðasti valkosturinn fjallar þá um hvernig Borgarlínan fer frá BSÍ að Fríkirkjuvegi. Annar möguleikinn væri að línan lægi eftir Sóleyjargötu en hinn möguleikinn er að Borgarlínan fari eftir Hringbraut, fram hjá Háskóla Íslands og eftir Suðurgötu og yfir Tjörnina á Skothúsvegi.

Borgarlínan mun liggja eftir þessum ásum á höfuðborgarsvæðinu.

Í tillögunum er gert ráð fyrir að ein leið liggi út á Kársnes og þveri svo Fossvoginn að Háskólanum í Reykjavík og gangi svo yfir Vatnsmýrina þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nú. Í aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir blandaðri byggð í Vatnsmýrinni og að flugvallarstarfsemin hverfi þaðan.

Engin lest til að byrja með

Þeir Íslendingar sem muna eftir starfhæfri lest á höfuðborgarsvæðinu eru orðnir fáir. Tvær eimreiðar gengu á milli Öskjuhlíðar og niður á ströndina undir Arnarhóli þegar framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn stóðu yfir árin 1913 til 2017. Árið 1928 var hætt að nota síðustu eimreiðina og síðustu teinarnir hurfu í heimsstyrjöldinni.

Lestir hafa hins vegar víðar verið notaðar á Íslandi í takmarkaðan tíma og þá helst í tengslum við stórar framkvæmdir. Lestir var til dæmis notaðar til að ferja fólk og nauðsynjar í tengslum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar á síðasta áratug, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt.

Borgarlínunni verður gefið pláss í skipulagsrýminu svo að leið vagnanna sé ávalt greið. Ekki er gert ráð fyrir að lest gangi eftir Borgarlínunni, enda dugar íbúafjöldi á Íslandi ekki til þess að réttlæta fjárfestingar við slíkt. Mynd: John Niklasson

Ekki er gert ráð fyrir að lestarteinar verði lagðir á höfuðborgarsvæðinu fyrir Borgarlínuna fyrst um sinn. Þéttleiki byggðarinnar og fjöldi farþega uppfyllir einfaldlega ekki þau þarfaviðmið sem þurfa að vera til staðar fyrir járnbrautalestir. Þess vegna verða vagnarnir sem þjóna á Borgarlínunni hefðbundnir strætisvagnar.

Helsti munurinn verður hins vegar að vagnarnir stoppa tíðar á hverri stoppistöð fyrir sig og hafa greiða leið um borgarlandið, enda verður Borgarlínan aðskilinn frá annarri bílaumferð. Hönnun kerfisins á hins vegar ekki að útiloka að hægt verði að breyta því í léttlestarkerfi síðar meir ef þess gerist þörf.

Jákvæð áhrif á samfélag

Nið­ur­stöður umhverf­is­mats vegna fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda við Borg­ar­lín­una benda til þess að áhersla sveit­ar­fé­lag­anna á breyttar ferða­venjur íbúa þétt­býl­is­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni aðeins hafa jákvæð áhrif. Þá er ekki aðeins horft til umhverfistengdra þátta heldur einnig til efna­hags­legra og sam­fé­lags­legra þátta og einnig dag­legs lífs fólks.

Sam­fé­lag Breyttar ferða­venjur eru lík­legri til að hafa veru­leg jákvæð áhrif á sam­fé­lag þar sem hægt er að auka aðgengi að sam­göngu­kerf­inu og stuðla að fjöl­breyttu fram­boði hús­næð­is. Hver ferð mun stytt­ast og hver ein­stak­lingur eyða minni tíma í umferð.

Efna­hagur Breyttar ferða­venjur eru lík­legri til að hafa jákvæð áhrif á efna­hag þar sem Borg­ar­línan styður við upp­bygg­ingu og þróun íbúð­ar- og atvinnu­hús­næðis á sam­göngu­mið­uðum þró­un­ar­svæð­um. Val­kost­ur­inn dregur úr heild­arakstri og álagi á stofn­brauta­kerfið sam­an­borið við val­kost með óbreyttum ferða­venj­um.

Athafnir dag­legs lífs Sam­göngu­val­kostur með Borg­ar­línu er lík­legur til að hafa jákvæð áhrif á athafnir dag­legs lífs þar sem val­kost­ur­inn er lík­legur til að stuðla að breyttum ferða­venjum og 12% hlut­deild almenn­ings­sam­gangna, en þróun án Borg­ar­línu er ekki lík­leg til að stuðla að því mark­miði.

Mann­gert umhverfi Borg­ar­línan er metin lík­leg til að draga úr umferð­ar­há­vaða og stuðla að jákvæðum áhrifum á loft­gæði og minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en val­kostur með óbreyttum ferða­venj­um.

Nátt­úru­legt umhverfi Bygg­ing­ar­heim­ildir á þró­unar­ásum eiga ekki við um svæði sem njóta verndar vegna nátt­úru­minja eða eru skil­greind hverf­is­vernd­ar­svæði. Breyt­ingin er því talin hafa óveru­leg áhrif á nátt­úru­legt umhverfi.

Aðrar áætl­anir Sam­göngu­val­kostur um breyttar ferða­venjur er í sam­ræmi við aðrar áætl­anir t.d Land­skipu­lags­stefnu og Svæð­is­skipu­lag, en val­kostur með óbreyttum ferða­venjum er í ein­hverjum til­fellum í ósam­ræmi við áætl­an­ir. Val­kostur með breyttum ferða­venjum er lík­legur til að styðja við mark­mið sem sett hafa verið í öðrum áætl­unum stjórn­valda, en val­kostur með óbreyttum ferða­venjum metin veru­lega nei­kvæð með til­liti til ann­arra áætl­ana.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar