Tíu staðreyndir um húsnæðismál á Íslandi

Ungt og/eða efnalítið fólk getur ekki komist inn á húsnæðismarkað, þrátt fyrir langvinnt góðæri. Flestir sem leigja vilja vera í öðrum aðstæðum. Og þeir sem eiga húsnæði græða á þessu öllu saman. Hér eru tíu staðreyndir um þennan snúna markað.

7DM_3141_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

  1. Hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 94 pró­sent frá því í des­em­ber árið 2010. Raun­verð fast­eigna á svæð­inu hefur aldrei í sög­unni verið hærra en það er nú. Þetta hefur meðal ann­ars leitt til þess að fjöldi íbúa á hverja íbúð hér á landi hefur hækkað und­an­farin ár á meðan hann hefur almennt farið lækk­­andi á hinum Norð­­ur­lönd­un­­um. Í dag eru um 2,5 íbúar í hverri íbúð á Íslandi en ann­­ars staðar á Norð­­ur­löndum eru um tveir íbúar í hverri íbúð.
  2. Leigu­verð hefur líka hækkað mik­ið. Alls hefur það hækkað um 78,7 pró­sent frá því i byrjun árs 2011. Á sama tíma er sífellt stærra hlut­fall Íslend­inga á leigu­mark­aði, eða 17 pró­sent. Meiri­hluti leigj­enda, alls 57 pró­sent, er á leigu­mark­aðnum af nauð­syn og 80 pró­sent leigj­enda vilja kaupa sér íbúð, en geta það ekki. Ein­ungis 14 pró­sent leigj­enda vilja vera á leigu­mark­aði. Þriðji hver leigj­andi borgar meira en helm­ing af ráð­­stöf­un­­ar­­tekjum sínum í leigu og fáir tekju­lágir leigj­endur geta safnað sér spari­­­fé. Þetta kom fram í nýlegri könnun Íbúða­lána­sjóðs.

  3. Um þessar mundir eru búa um 20.000 manns á aldr­inum 20 til 29 ára í for­eldra­húsum og hefur sá fjöldi farið vax­andi. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa meira en fjórir af hverjum tíu íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á þrí­tugs­aldri ýmist enn eða á ný í for­eldra­hús­um.

  4. Helsta ástæða þess að íbúða­verð hefur hækkað mikið á skömmum tíma, og erf­ið­ara hefur verið fyrir ungt eða tekju­lágt fólk að kaupa eða leigja, er að eft­ir­spurn er lang­sam­lega meiri en fram­boð. Sam­kvæmt grein­ingu Íbúða­lána­sjóðs, sem gerð var fyrir aðgerð­ar­hóp félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra og birt var í apr­íl, vant­aði nú þegar 4.600 íbúðir og byggja þyrfti níu þús­und íbúðir til loka árs 2018 til að ná jafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar.  

  5. Annar hluti hús­næð­is­vand­ans felst í auk­inni skamm­­tíma­­leigu íbúða til ferða­­manna. Árið 2010 voru ferða­menn sem heim­sóttu Ísland um 500 þús­und. Á þessu ári er búist við 2,3 millj­ónum slíkra. Um 1,2 pró­­sent íbúða á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hafa verið í leigu á Air­bnb í 180 daga eða fleiri á síð­­­ustu 12 mán­uð­­um. Staðan er öðru­­vísi á mörgum öðrum land­­svæðum þar sem minna er um að íbúðir séu í svo mik­illi útleigu á Air­bnb. Sam­kvæmt nýlegri grein­ingu Íslands­banka á íslenskum íbúða­mark­aði voru til að mynda 1.225 heim­ili í heils­ársleigu á Air­bnb í Reykja­vík í ágúst 2016.
  6. Ein ástæða þess að leigu­mark­aður hefur orðið erf­ið­ari á und­an­förnum árum er inn­reið leigu­fé­laga sem rekin eru með hagn­að­ar­sjón­ar­miði. Þau rök­styðja til­veru sína með því að þau tryggi stöð­ug­leika, hús­næð­is­ör­yggi og lang­tíma­leigu sem skort hafi á leigu­mark­aði þar sem hús­næð­is­eig­andi var að leigja sína eign til leigj­enda, oft til skemmri tíma. Stærstu aðil­arnir á þessum mark­aði eru Almenna leigu­fé­lagið (stýrt af GAMMA) og Heima­vell­ir. Frá því að þessir tveir aðilar fóru að kaupa upp þús­undir eigna til að leigja þær út hefur leigu­verð hækkað um tugi pró­senta. Sam­keppn­is­eft­ir­litið greindi frá því í til­kynn­ingu fyrr á þessu ári að sér­­hæfð leig­u­­fé­lög á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu og Suð­­ur­­nesjum ættu allt að 40 pró­­sent íbúð­­ar­hús­næðis í almennri útleigu á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu og á milli 70 til 80 pró­­sent á Suð­­ur­­nesj­­um.

  7. Kjör hús­næð­is­lán­a á Íslandi hafa batnað mikið á und­an­förnum árum. Fyrr á þessu ári fóru að bjóð­­ast í fyrsta sinn íbúða­lána­vextir á Íslandi sem eru undir þrjú pró­­sent, verð­­tryggt. Bestu kjörin eru sem stendur hjá Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins, sem býður 2,77 pró­sent breyti­lega verð­tryggða vexti. End­ur­koma líf­eyr­is­sjóð­anna inn á hús­næð­is­lána­mark­að, sem hófst af alvöru síðla árs 2015, hefur því gjör­breytt vaxtaum­hverf­inu. Þeir geta boðið mun betri kjör en við­skipta­bank­arn­ir. Þá hafa breyt­ingar á lögum um lán­töku­gjöld gert það að verkum að þau hafa lækkað mikið og gert neyt­endum auð­veld­­ara fyrir að færa sig á milli lán­veit­enda með íbúða­lán sín til að fá sem best kjör.

  8. Átta af hverjum tíu Íslend­ingum hafa sagst vera hlynntir afnámi verð­trygg­ing­ar. Samt taka Íslend­ingar nán­ast ein­vörð­ungu verð­tryggð lán þótt aðrir lána­kostir séu í boði. Og ásóknin í verð­tryggðu lánin er bara að aukast. Af nýjum íbúða­lánum sem líf­eyr­is­sjóðir lands­ins veittu á fyrri helm­ingi árs­ins 2017 voru 72,1 pró­sent verð­tryggð. Hlut­­fallið var svipað hjá íslensku við­­skipta­­bönk­­un­­um. Þar hækkar hlut­­fall verð­­tryggðra íbúða­lána sífellt á kostnað óverð­­tryggðra lána. Auk þess eru öll lán Íbúð­­ar­lána­­sjóðs verð­­tryggð. Ástæðan er tví­þætt. Í fyrsta lagi hafa verð­tryggð lán ein­fald­lega verið hag­stæð­ari þar sem verð­bólga hefur hald­ist undir 2,5 pró­­sent mark­miði Seðla­­banka Íslands í 44 mán­uði sam­fleytt og bank­inn hefur verið að lækka meg­in­vexti sína. Það hefur leitt til þess að íbúða­lána­vextir hafa líka lækk­að. Hin ástæðan er sú að greiðslubyrðin af verð­tryggðum lánum er lægri en á óverð­tryggðum og því auð­veld­ara að láta mán­að­ar­mótin ganga upp með því að taka slík.
  9. Fyrir banka­hrun jókst skuld­setn­ing íslenskra heim­ila gríð­ar­lega mik­ið. Almenn­ingur tók út aukn­ingu á eigin fé í hús­næði og fjár­festi fyrir eða eyddi í neyslu. Eftir að ráð­ist var í allskyns til­tekt í skulda­stöðu íslenskra heim­ila á borð við sér­tæka skuld­að­lög­un, 110 pró­sent leið­ina, leið­rétt­ing­una og auð­vitað end­ur­út­reikn­ing á ólög­mætum mynt­körfu­lánum hefur skulda­staða íslenskra heim­ila batnað mik­ið. Þetta, ásamt stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu og hækkun hús­næð­is­verðs, hefur stór­aukið eigið fé þjóð­ar­inn­ar, sem er að mestu bundið í hús­næði. Alls áttu Íslend­ingar 3.343,3 millj­arða króna í eigið fé um síð­ustu ára­mót, og þar af var 77 pró­sent eigið fé í fast­eign. Íslend­ingar virð­ast hafa lært af reynsl­unni og hafa ekki tekið út þetta aukna eigið fé í þess­ari lotu. Skuldir heim­il­anna sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum hafa ekki verið lægri frá alda­mót­um.
  10. 10. Almennar vaxta­bætur vegna vaxta­gjalda af lánum til kaupa á íbúð­ar­hús­næði, sem ein­stak­lingar greiddu af á árinu 2016, námu 4,3 millj­örðum króna. Þær lækk­uðu um 16,8 pró­sent á milli ára. Alls fengu 26.107 þiggj­endur vaxta­bætur á síð­asta ári, eða 12,1 pró­sent færri en árið áður. Um 90 pró­sent þeirra fara til efna­meiri helm­ings þjóð­ar­inn­ar. Vaxta­bætur hafa sam­tals lækkað um 7,7 millj­arða króna síðan árið 2010 og þeim fjöl­skyldum sem fá þær hefur fækkað um rúm­lega 30 þús­und á saman tíma. Á sama tíma og sífellt færri fá vaxta­bætur vegna íbúð­ar­hús­næðis þá hafa fast­eigna­gjöld, sem sveit­ar­fé­lög leggja á, hækkað um 50 pró­sent vegna gríð­ar­legra hækk­ana á hús­næð­is­verði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar