Tíu ára rússíbanareið

Áratug eftir að hruntíminn hófst er staðan á Íslandi mjög góð. Freistnivandi gæti hins vegar verið til staðar fyrir stjórnmálamenn til að greiða ekki niður skuldir heldur eyða peningum í vinsæl verkefni.

Iðnaðarmenn framkvæmdir fólk smiðir
Auglýsing

Um þessar mundir eru tíu ár frá því að fyrstu alvar­legu ein­kennin komu fram um það - opin­ber­lega - að ekki væri allt með felldu í íslensku hag­kerfi. Hluta­bréfa­verð féll í kaup­höll­inni í októ­ber 2007, fast­eigna­við­skiptum snar­fækk­aði og gengi krón­unnar hóf að gefa eft­ir.

Það þarf ekki að rekja í smá­at­riðum það sem gekk á fram á haust 2008. Hrun­ið, með neyð­ar­laga­setn­ingu 6. októ­ber og síðan fjár­magns­höftum í nóv­em­ber sama ár, kom eins og sprengja inn í íslenskt efna­hags­líf með til­heyr­andi erf­ið­leik­um. Gengið hrundi, atvinnu­leysi rauk upp. Nýr veru­leiki blasti við. Við­spyrna frá botni blasti við.

Heppni og rót­tækar aðgerðir

En núna, tíu árum eftir að hrun­tím­inn hófst í reynd, er staðan allt önnur og betri. Hag­vöxtur hefur verið við­var­andi frá árinu 2010 og var kröft­ugur í fyrra, yfir sjö pró­sent. 

Auglýsing

Allt frá árinu 2011 hefur vöxtur ferða­þjón­ust­unnar knúið áfram öfl­ugan hag­vöxt. Ferða­mönnum á ári hefur fjölgað úr innan við 450 þús­und árið 2010 í 2,3 millj­ónir á þessu ári. Flestar spár gera ráð fyrir áfram­hald­andi vexti og fjölgun ferða­manna. Merki um að aðeins sé að hægja á hag­vexti hafa komið fram en spár Seðla­banka Íslands gera þó ráð fyrir 3,7 pró­sent hag­vexti á þessu ári.

Atvinnu­leysi er lítið sem ekk­ert, eða á milli 2 til 4 pró­sent, og launa­hækk­anir hafa verið miklar und­an­farin ár. Þá hefur mik­ill afgangur verið á við­skiptum við útlönd, þökk sé ferða­þjón­ust­unni að miklu leyti, og verð­bólga hefur í næstum fjögur ár hald­ist undir 2,5 pró­sent. Hún mælist nú 1,9 pró­sent á árs­grund­velli.

Fast­eigna­verð hefur rokið upp, einkum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en verð­hækk­unin nemur um 18 til 20 pró­sentum á und­an­förnu ári. Spár gera ráð fyrir áfram­hald­andi hækk­unum næstu þrjú ár, en nýleg spá grein­enda Íslands­banka gerir ráð fyrir 12 pró­sent hækkun á næsta ári og 5 pró­sent árið þar á eft­ir. Þetta teljst miklar hækk­anir í sögu­legu sam­hengi, og mjög miklar í alþjóð­legum sam­an­burði.

Með öðrum orð­um; staðan er góð á flesta mæli­kvarða.

Varir ekki að eilífu

Jafn­vel þó margt bendi til þess að hag­vaxt­ar­skeiðið muni halda áfram næstu árin, þá eru samt blikur á lofti í ákveðnum hlut hag­kerf­is­ins. Einkum og sér í lagi í útflutn­ingi og í hinum svo­nefnda alþjóða­geira. Fyr­ir­tæki sem eru að selja vörur og þjón­ustu úr landi glíma nú við erf­ið­leika vegna þess hve gengi krón­unnar er orðið sterkt, og greina má kæl­ing­ar­á­hrif í ferða­þjón­ustu sömu­leið­is. 

Ferða­menn finna vel fyrir því hvað verð­lag á Íslandi er hátt, þessi miss­er­in. 

Til lengdar litið virð­ist blasa við að þessi upp­gangur sem hefur ein­kennt efna­hags­málin á Íslandi und­an­farin miss­eri getur ekki varað að eilífu. Spennan í hag­kerf­inu er mikil og vöntun á vinnu­afli víða, ekki síst í mann­virkja­geir­an­um. Ný rík­is­stjórn stendur frammi fyrir krefj­andi hag­stjórn­ar­verk­efni þar sem þarf að passa að spennan verði ekki of mik­il, á sama tíma og það þarf að huga að mennta-, nýsköp­un­ar-, sam­göng­u-, og heil­brigð­is­mál­um, ekki síst. 

Allt kostar það pen­inga að bæta stöð­una sem fyrir er en stjórn­völd munu vafa­lítið þurfa að meta hvað telj­ist hinn gullni með­al­veg­ur. Stjórn­ar­sátt­mál­inn ber þetta með sér. Þar er ekki full­yrt mikið um hvað eigi að gera.

Freistni­vandi?

Annað sem má telja jákvæðan vanda er að arð­greiðslur frá dótt­ur­fé­lögum rík­is­ins munu vafa­lítið aukast mikið á næstu árum. Tugir millj­arða eru lík­legir til að koma frá dótt­ur­fé­lög­un­um, þar helst Íslands­banka, Lands­bank­anum og Lands­virkj­un, í rík­is­kass­ann. Í því árferði sem nú ríkir - þar sem mikil spenna er í hag­kerf­inu - þá gæti þetta skapað hálf­gerðan freistni­vanda fyrir stjórn­mála­menn. Þeir gætu freist­ast til að greiða ekki niður skuldir heldur frekar stuðla að fjár­fest­ingum og ýmsum vin­sælum verk­efnum sem gætu fært þeim atkvæði í kass­ann í kosn­ing­um. 

Það er um margt merki­legt að hugsa til þess hvernig til hefur tek­ist við end­ur­reisn­ina á íslenska hag­kerf­inu. Íslend­ingar ættu þó að muna, að það er ekki á vísan að róa, þegar kemur að góðu gengi í hag­kerf­inu. Þá má heldur ekki gleyma að neyð­ar­laga­setn­ingin og fjár­magns­höft­in, fyrir um níu árum, sköp­uðu ein­stakar aðstæður til að bæta úr afar erf­iðri stöðu. Þetta gátu aðrar þjóðir ekki gert. Ekki síst þess vegna ættu stjórn­völd að fara að öllu með gát, sýna auð­mýkt og var­færni, frekar en að leggja upp í nýja rús­sí­ban­areið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar