Vaxtaverkir

Almennir vextir á Íslandi eru himinháir miðað við önnur Vesturlönd og líkari því sem þekkist á eyjum í Karíbahafinu. Hver er ástæða þess og hvernig er hægt að breyta því?

Miklar breytingar, bæði innanlands og alþjóðlega, á allra næstu árum munu að öllum líkindum skila íslenskum neytendum betri fjármálaþjónustu og lægri vöxtum. Það er umhverfi sem börnin okkar ættu að geta búið við þegar þau komast á fullorðinsár.
Miklar breytingar, bæði innanlands og alþjóðlega, á allra næstu árum munu að öllum líkindum skila íslenskum neytendum betri fjármálaþjónustu og lægri vöxtum. Það er umhverfi sem börnin okkar ættu að geta búið við þegar þau komast á fullorðinsár.
Auglýsing

Vaxt­ar­stigið á Íslandi hefur verið áber­andi í umræðu stjórn­mála­manna  úr öllum flokkum und­an­farin miss­eri. Allir virð­ast sam­mála um að lækka þurfi raun­vexti, en þeir eru langtum hærri hér á landi heldur en í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Ástæður hárra raun­vaxta eru fjöl­þættar og sumum þeirra verður erfitt að breyta. Hins vegar eru ýmsar vís­bend­ingar á lofti um að þeir muni lækka umtals­vert á næstu árum.

Stærsta vel­ferð­ar­málið

Íslenska hag­kerfið hefur siglt nokkuð lygnan sjó und­an­farin ár með auknum hag­vexti og minnk­andi verð­bólgu. Sam­hliða bjart­ari horfum hefur póli­tísk umræða um efna­hags­mál á Íslandi einnig tekið nokkrum breyt­ingum og snýst nú í auknum mæli um háa vexti á íbúða­lán­um, en lækkun þeirra hefur gjarnan verið nefnd „stærsta vel­ferð­ar­mál Íslend­inga“.

Þessa þróun mátti sér­stak­lega sjá í nýlið­inni kosn­inga­bar­áttu, en þar var lækkun vaxta í ein­hverri mynd á stefnu­skrá allra stjórn­mála­flokk­anna. Aðferðir flokk­anna við lækkun vaxta voru marg­vís­legar en sneru flestar að raun­vöxtum og hvernig mætti gera þá sam­bæri­lega því sem þekk­ist í nágranna­löndum okk­ar.

Auglýsing

Ísland í Karí­ba­haf­inu

Vexti má líta á sem verð á fjár­mála­þjón­ustu, þ.e. hversu mikið við þurfum að borga til þess að geta tekið lán. Raun­vextir mæla sama hlut­inn en taka þó til­lit til almennrar verð­hækk­unar í fram­tíð­inni og eiga því að gefa betri mynd af kostn­að­inum af lán­töku.

Ef lítið er um fjár­magn eða mikið um lán­tökur í ákveðnu landi eru lánin þar verð­mæt­ari og vextir hærri. Þetta tvennt er dæmi­gert fyrir þró­un­ar­lönd sem standa í mik­illi upp­bygg­ingu og því eru vextir þar gjarnan hærri en í iðn­ríkj­um. Þess vegna virð­ist sér­kenni­legt að almennir vextir hér­lend­is, á skand­in­av­ískri eyju með öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi, séu him­in­háir miðað við Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku og lík­ari því sem þekk­ist á eyjum í Karí­ba­haf­inu.                                          

Fjórar ástæður

Háir raun­vextir hafa fylgt Íslend­ingum í ára­bil og eru því langt frá því að vera nýtt vanda­mál. Margar ástæður liggja þar að baki, en eft­ir­far­andi fjórar eru lík­lega veiga­mest­ar: Óstöðugt fjár­málaum­hverfi, upp­söfnuð fjár­fest­inga­þörf, lágur með­al­aldur og óhag­kvæmni íslenskra banka.

Sveiflu­kennt hag­kerfi með gjald­eyr­is­höftum og fall­valta krónu hefur rýrt traust erlendra aðila og gert þeim erf­ið­ara fyrir að fjár­festa hér á landi. Þar af leið­andi er fjár­magns­flæði til Íslands veru­lega heft og minna um láns­fjár­magn en ann­ars hefði ver­ið.

Inn­lend fjár­fest­ing hefur einnig setið á hak­anum árin eftir hrun, á sama tíma og spreng­ing í komu ferða­manna hefur sett sinn svip á hús­næð­is­mark­að­inn og inn­viði lands­ins. Nú er svo komið að veru­leg þörf er á upp­bygg­ingu nýrra íbúða og við­haldi inn­viða víða um land, sem eykur eft­ir­spurn eftir frek­ari fjár­magni.

Sömu­leiðis hefur lágur með­al­aldur þjóð­ar­innar stuðlað að háum vöxt­um. Vegna hans eru hlut­falls­lega margir Íslend­ingar á aldr­inum 20-40 ára sem þurfa að skuld­setja sig, meðal ann­ars fyrir skóla­göngu og til íbúð­ar­kaupa. Þannig er eft­ir­spurn eftir slíkum lánum meiri hér en í öðrum Evr­ópu­löndum þar sem með­al­aldur er hærri.

Að lokum má svo nefna fákeppni á banka­mark­aði. Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki eru allir örlitlir í alþjóð­legu sam­hengi og hafa ekki þurft að standa í neinni sam­keppni erlendis frá. Þannig er hag­kvæmni í rekstri þeirra ábóta­vant, en lána­kjör bank­anna eru tölu­vert verri en hjá stærri evr­ópskum bönkum sem starfa í virku sam­keppn­isum­hverfi.

Spenn­andi tímar fram undan

Eins og sést ræðst hátt vaxt­ar­stig Íslands af fjöl­mörgum djúpum þáttum sem erfitt er að breyta skyndi­lega. Hins vegar ekki þar með sagt að það sé óbreyt­an­legt. Háir vextir í litlum ríkjum er ekk­ert nátt­úru­lög­mál, þvert á móti eru vís­bend­ingar á lofti um að þeir eigi eftir að lækka á Íslandi á næstu miss­er­um.  

Með losun gjald­eyr­is­hafta má vænta þess að erlendar fjár­fest­ingar taki að aukast hér­lendis og sömu­leiðis virð­ast flestir stjórn­mála­flokkar sam­mála um að ráð­ast eigi í fjár­fest­ingar í innviðum og upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis á næstu árum. Einnig er ljóst að hlut­fall ungs fólks  á Íslandi muni lækka á næstu árum en það skilar sér að öllum lík­indum í minni eft­ir­spurn eftir íbúða- og náms­lán­um, sé tekið til­lit til mann­fjölda.

Til við­bótar við mögu­legar auknar fjár­fest­ingar og minni lán­töku er lík­legt að banka­þjón­usta á Íslandi muni taka stakka­skiptum í náinni fram­tíð. Sam­kvæmt nýlegri úttekt Sopra Bank­ing er mik­illi hag­ræð­ingu spáð í fjár­mála­fyr­ir­tækjum á heims­vísu og á Íslandi, en þar að auki þykir senni­legt að erlend stór­fyr­ir­tæki komi til með að bjóða lána­þjón­ustu sína á Íslandi. Hvort tveggja yrði til mik­illa hags­bóta fyrir íslenska neyt­endur og myndi skila sér í betri þjón­ustu auk lægri vaxta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar