Lágmarkar mikil hagsæld áhrif á umhverfið?

Útblástur gróðurhúsalofttegunda virðist aukast í takt við hagsæld og þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld og hagsmunaaðilar beiti sér fyrir fjárfestingu í grænum lausnum. Hér er síðasta greinin af sex í greinaröð á vegum Circular Solutions um umhverfismál á Íslandi.

Við lifum á áhuga­verðum tímum þar sem umhverf­is­vit­und almenn­ings og fyr­ir­tækja hefur tekið stökk­breyt­ing­um. Í sögu­legu sam­hengi þá er gjarnan talað um þrjár öldur umhverf­is­vit­und­ar. Sú fyrsta var á sjö­unda ára­tugnum þegar umhverf­is­á­hrif frá fram­leiðslu fóru að koma ljós sem vanda­mál og þrýst­ingur fór að mynd­ast frá almenn­ingi. Umhverf­is­stofnun Banda­ríkj­anna (EPA) var síðar stofnuð árið 1970. Á níunda ára­tugnum fóru leið­bein­ingar og reglu­gerðir að myndast, sér í lagi innan Banda­ríkj­anna. P2 (Pollution Prevention) var komið á lagg­irnar innan EPA sem gaf fyr­ir­tækjum leið­bein­andi fyr­ir­mæli um hvernig mætti koma í veg fyrir mengun í stað þess að lág­marka hana. Eftir árið 2000 hefur umhverf­is­vakn­ing almenn­ings verið ráð­andi og fyr­ir­tæki hafa – að ein­hverju leyti – tekið mið af þeirri vakn­ingu (1).

Umhverfiskúrfa Kuz­nets

Ein kenn­ing sem sett hefur verið fram tengir saman hag­sæld og umhverf­is­á­hrif þjóða. Í stuttu máli er sagt að í upp­hafi, þegar hag­sæld er mjög lít­il, sé lít­ill iðn­aður til stað­ar. Þegar iðn­aður fer að aukast og hag­sæld eykst innan við­kom­andi lands, eykst einnig mengun á hvern fram­leiddan doll­ar. Þegar ákveðnu marki er náð heldur hag­sældin áfram að vaxa en umhverf­is­á­hrif á hverja fram­leidda ein­ingu byrja að minnka.

Þessa þróun má útskýra á tvennan hátt. Í fyrsta lagi þá hafa efn­aðri þjóðir frekar mögu­leika á að fjár­festa í umhverf­is­vænni tækninýj­ungum og eru (oftast) viljugri til þess. Í öðru lagi þá eru efn­aðri lönd gjörn á að úthýsa fram­leiðslu – til dæmis til fátæk­ari landa – og verða í leið­inni með þjón­ustu­mið­aðri efna­hag. Með þessa vit­neskju að leið­ar­ljósi ætti eina mark­mið okkar að vera aukin fram­leiðni enda munu umhverf­is­vænni tímar bíða tak­ist okkur að þéna nægi­lega mik­ið. Þessi þróun er kölluð umhverfiskúrfa Kuz­nets (2).

Við nán­ari athugun sést að umhverfiskúrfa Kuz­nets stenst ekki skoðun að mörgu leyti (3). Í hvora átt­ina sem orsaka­sam­hengið snýr þá virð­ist það vera svo að þró­aðri ríki mengi ein­fald­lega meira á hverja fram­leidda ein­ingu en grípi ekki frekar til umhverf­is­vænni tækni. Hér að neðan má sjá mynd sem tekin er saman af höf­undum þess­arar grein­ar. Á mynd­inni er not­ast við gögn frá Alþjóða­bank­anum varð­andi útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (y-ás), þjóð­ar­fram­leiðslu á hvern íbúa (x-ás) og hlut­fall þjóð­ar­fram­leiðslu sem kemur frá fram­leiðslu (stærð kúlna) (4).

Á mynd­inni getur þú ýtt á „Pla­y“-hnapp­inn og séð þróun 198 ríkja með til­liti til þess­ara þátta frá árinu 1990 til 2014. Stand­ist umhverfiskúrfa Kuz­nets ættu þjóð­irnar að ferð­ast yfir hól á miðjum x-ásn­um.

Mynd 1 – Graf­ísk fram­setn­ing umhverfiskúrfu Kuz­nets

Hafir þú nú skoðað þró­un­ina á mynd­rit­inu er auð­séð að slíkt mynstur líkt og spáð er fyrir í umhverfiskúrfu Kuz­nets er ekki sjá­an­legt þegar litið er til útblást­urs á koldí­oxíði. Þvert á móti þá virð­ist það svo vera að mengun á hverja fram­leidda ein­ingu auk­ist við frek­ari hag­sæld! Hvergi er að finna þann punkt (eða hann er mjög veik­ur) þegar þjóðir grípa til sterk­ari aðgerða til að draga úr útblæstri.

Nokkur ríki virð­ast þó vera und­an­skilin þessu, til dæmis Liechten­stein, Sviss og Lúx­em­borg sem þríf­ast að miklu leyti á fjár­mála­mörk­uð­um. Almennt séð þá virð­ist sú hug­mynd að aukin hag­sæld leiði að lokum til umhverf­is­vænni lifn­að­ar­hátta ekki stand­ast skoð­un.

Hvað með Ísland?

Í nýlegri skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands er litið til sama tíma­bils og skoðað er hér að ofan, 1990 til 2014 [5]. Kemur þar fram að „Út­streymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda jókst um 26% frá 1990 til 2014…“ einnig er tekið fram að „út­streymi jókst mest frá iðn­aði og efna­notk­un, eða um 79%. Útstreymi jókst einnig frá orku­fram­leiðslu (69%), úrgangi (52%) og sam­göngum (39%).“

„Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 26% frá 1990 til 2014…útstreymi jókst mest frá iðnaði og efnanotkun, eða um 79%. Útstreymi jókst einnig frá orkuframleiðslu (69%), úrgangi (52%) og samgöngum (39%).“

Almennt séð hafa Íslend­ingar sýnt fram á að umhverfiskúrfa Kuz­nets stand­ist alls ekki. Á mestu góð­ær­is­árum okkar höfum við aukið útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, ekki ólíkt flestum öðrum þjóð­um, nema meira ef eitt­hvað er. Hefði þróun Íslands verið í takt við hug­mynd­ina um umhverfiskúrfu Kuz­nets hefði dregið úr útblæstri á Íslandi á tíma­bil­inu frá 1990. Í nán­ast öllum geirum hefur útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda auk­ist.

Getur verið að þrátt fyrir mikla hag­sæld hafi hinar þró­uðu þjóðir ein­fald­lega ekki náð hápunkti umhverfiskúrfu Kuz­nets? Að þær eigi eftir að menga enn meira og öðl­ast frek­ari hag­sæld þar til að fjár­fest er í lausnum sem draga úr meng­un? Lítum aftur til Íslands.

Í téðri skýrslu Hag­fræði­stofn­unar er bent á að útblástur í sjáv­ar­út­vegi hafi dreg­ist saman um 43%. Í raun er það aug­ljóst afhverju lág­mörkun útblást­urs skipa sé í eðli sínu hag­kvæm enda er útblást­ur­inn bein­tengdur kostn­að­ar­samri olíu­notk­un. En sé aðeins rýnt betur í aðra iðn­að­ar­geira má einnig sjá þætti sem gefa til kynna að Ísland gæti verið á leið­inni niður hinn enda Kuz­nets-kúrf­unn­ar.

Til að mynda hefur Car­bFix-verk­efni Orku­veitu Reykja­víkur lofað virki­lega góðum nið­ur­stöðum varð­andi bind­ingu koldí­oxíðs frá jarð­varma­virkj­unum (6). Auð­linda­garð­ur­inn á Reykja­nesi er einnig ágætt sýni­dæmi um hvernig auka má orku­nýtni með úthugs­aðri stað­setn­ingu fyr­ir­tækja sem nýta afgangs­varma frá jarð­varma­ver­um. Þar má til dæmis nefna Bláa lón­ið, líf­tækni­fyr­ir­tæki og fisk­eldi (í raun hafa hund­ruð starfa skap­ast í tengslum við auð­linda­garð­inn).

Að lokum má benda á að hið opin­bera virð­ist ekki hafa áhuga á að færa okkur niður hægri enda umhverfiskúrfu Kuz­nets með beinum aðgerð­um. Heldur virð­ist það fyrst og fremst vera einka­fram­tak sem drífur áfram umhverf­is­væna nýsköpun og skapar störf tengd henni. Þar spilar mögu­lega inn í þrýst­ingur frá hinu opin­bera og almenn­ingi að ein­hverju leyti. Líkt og bent hefur verið á í fyrri greinum höf­unda (sem finna má hér að neð­an) er valdið í höndum fyr­ir­tækj­anna sjálfra að hámarka virði umhverf­is­vænni hátta, hvort sem þau eru í fram­leiðslu eða þjón­ustu.


Þessi grein er sú síð­asta af sex í greina­röð um umhverf­is­mál á Íslandi. Í næstu greinum munum við fjalla hvernig hægt er að minnka umhverf­is­á­hrifin og um umhverf­is­mál í sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og svo fram­veg­is.

Um höf­unda

Reynir Smári Atlason er doktor í umhverfis og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Hann er lektor við Háskólann í Suður Danmörku (SDU) og einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.
Birgir Örn Smárason er doktorsnemi í umhverfis og auðlindafræði hjá Háskóla Íslands. Hann starfar sem sérfræðingur hjá Matís og er einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.

Heimildir

[1] Scarce, R. (2016). Eco-warriors: Understanding the radical environmental movement. Routledge.

[2] Stern, D. I., Common, M. S., & Barbier, E. B. (1996). Economic growth and environmental degradation: the environmental Kuznets curve and sustainable development. World development, 24(7), 1151-1160.

[3] HStern, D. I. (2004). The rise and fall of the environmental Kuznets curve. World development, 32(8), 1419-1439.

[4] World Bank (2017). Vefsíða. [https://data.worldbank.org/](https://data.worldbank.org/)

[5] Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Skýrsla nr. C17:01. Ísland og loftslagsmál.

[6] Matter, J. M., Stute, M., Snæbjörnsdottir, S. Ó., Oelkers, E. H., Gislason, S. R., Aradottir, E. S., ... & Axelsson, G. (2016). Rapid carbon mineralization for permanent disposal of anthropogenic carbon dioxide emissions. Science, 352(6291), 1312-1314.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar