Bishop / Unsplash

Hvernig stöndumst við Parísarsáttmálann?

Íslendingar munu að öllum líkindum ekki standast skuldbindingar Kyoto-bókunarinnar og mikið átak þarf að gera til þess að við getum staðist Parísarsáttmálann. Hér er önnur grein í greinaröð á vegum Circular Solutions um umhverfismál á Íslandi.

Íslend­ingar munu að öllum lík­indum ekki stand­ast skuld­bind­ingar Kyoto-­bók­un­ar­innar fyrir árið 2020 og þurfa að hafa mikið fyrir því að stand­ast Par­ís­ar­sátt­mál­ann fyrir árið 2030. Í skýrslu hag­fræði­stofn­unar eru settar fram mót­væg­is­að­gerðir í sjö geirum ásamt land­græðslu, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lendis (1). Geir­arnir sjö eru; orku­fram­leiðsla, sam­göng­ur, fisk­veið­ar, fiski­mjölsvinnsla, land­bún­að­ur, með­ferð úrgangs og iðn­að­ur.

Mót­væg­is­að­gerðir fyrir Par­ís­ar­sátt­mál­ann

Í fyrstu fjórum geir­unum er lagt upp með í skýrsl­unni að draga veru­lega úr notkun jarð­efna­elds­neytis með því að hámarka raf­væð­ingu. Þetta á aðal­lega við um bíla­flot­ann og fisk­mjöls­verk­smiðj­ur. Einnig er lagt upp með að auka notkun elds­neytis sem unnið er úr lífmassa við fisk­veiðar (1). Svo þarf að auka bind­ingu koltví­sýr­ings frá jarð­varma­virkj­un­um. Í land­bún­aði þarf að bæta fóður til þess að draga úr fram­leiðslu met­ans, loft­þétta geymslu búfjár­á­burð­ar, fram­leiða metan­gas úr mykju og að auka notkun búfjár­á­burðar á kostnað köfn­un­ar­efn­is­á­burðar (1). Og helstu leiðir til með­höndl­unar á úrgangi eru urð­un, jarð­gerð, metanga­svinnsla, brennsla og end­ur­vinnsla (1).

Það góða við þessar lausnir er það að þær eru margar hverjar til­búnar og nokkur reynsla er komin á sum þeirra hér inn­an­lands og erlend­is. Það er til dæmis fyrir löngu orðið eðli­legt að sjá raf­magns­bíla á götum lands­ins og notkun búfjár­á­burðar er alda­gömul aðferð. Svo er einnig búið að raf­væða nokkrar fisk­mjöls­verk­smiðj­ur. En til þess að klára þá raf­væð­ingu þarf að styrkja raf­magns­flutn­ing á ákveðnum svæðum lands­ins. Svo hefur metangas­fram­leiðsla verið á Álfs­nesi um þó nokk­urt skeið úr urð­uðu sorpi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og eru all­nokkrir bílar knúnir áfram af þeirri afurð. En hvað varðar elds­neyti úr lífmassa á fisk­veiði­skip vantar meiri reynslu og halda þarf áfram með rann­sóknir á bind­ingu koltví­sýr­ings frá jarð­varma­virkj­un­um.

Það sem er kannski enn skemmti­legra en að þessar lausnir eru til, er að þær tengj­ast hver annarri. Það er hægt að binda koltví­sýr­ing frá jarð­varma­virkj­unum með því að dæla niður og binda í basalt eins og Orka nátt­úr­unnar hefur unnið að (2). En það er líka hægt að fanga hann og búa til met­anól með því að nota raf­magn til þess að raf­greina vetni úr vatni eins og Car­bon Recycl­ing hefur verið að gera (3). Met­anól sem er fram­leitt á þennan máta má einnig kalla raf­elds­neyti (e. elect­rofu­el) og hefur verið nefnt ásamt met­ani frá bæði urð­uðu sorpi og mykju frá land­bún­aði sem fram­tíð­ar­lausn fyrir Dan­mörku og jafn­vel Evr­ópu í held. Þar sem met­anól og metan er notað á þau far­ar­tæki sem ekki er auð­velt að raf­væða, t.d. lang­ferða­bíla, flug­vélar og fiski­skip (4, 5). Þetta á að öllum lík­indum við fram­tíð Íslands í þessum málum sömu­leiðis og tengj­ast því allir þessir geirar saman og það þarf að skipu­leggja heild­stæða vinnu að þeirri fram­tíð með sam­vinnu í öllum þessum geir­um.

Rafmagnsbíll í hleðslu
Nuescheler / Unsplash

Útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá iðn­aði á Íslandi kemur aðal­lega frá álf­ram­leiðslu, kís­il­verum og járn­blendi. Í skýrslu hag­fræði­stofn­unar er ekki tal­inn mik­ill mögu­leiki í því að minnka útblástur frá álverum fyrir árið 2030 (1). En föngun kolefnis og notkun eðal­raf­skauta gæti orðið fýsi­legur mögu­leiki um og eftir árið 2030. Föngun kolefnis getur einnig orðið lausn fyrir útblástur frá járn­blendi­fram­leiðslu og kís­il­verum en fýsi­leiki þess er enn óljós og kallar á rann­sókn­ar- og þró­un­ar­vinnu (1).

Í dag er hægt að auka notkun á timb­ur­k­urli í járn­blendi­verk­smiðjum en í byggðu kís­il­veri og fyr­ir­hug­uðum kís­il­verum stendur til að hámarka notkun lífmassa í fram­leiðsl­unni þar sem starfs­leyfi eru miðuð bestu fáan­legu tækni. Þannig er ólík­legt að útstreymi frá kís­il­verum minnki fyrir árið 2030 miðað við áætl­un. En með mik­illi þró­un­ar­vinnu er fræði­lega hægt að fram­leiða kís­il­málm með raf­grein­ingu. Hins­veg­ar, ef jarð­efna­elds­neyti er ekki notað í fram­tíð­inni í sam­göngum og fisk­veið­um, gæti verið þörf á því kolefni sem hægt er að fanga í iðn­aði til þess að búa til raf­elds­neyti og tryggja þannig 100% inn­lenda fram­leiðslu. Þar sem það er ólík­legt að inn­lend fram­leiðsla á lífmassa sé nægi­lega mikil til þess að svara allri þörf. Þannig gæti stór­iðjan orðið hluti af lausn­inni.

Mót­væg­is­að­gerð­irnar sem eru nefndar í skýrslu hag­fræði­stofn­unar (1) eru ekki ein­skorð­aðar við að minnka losun heldur er mögu­leiki á að auka bind­ingu kolefnis með land­græðslu, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is. En þessa vinnu er líka hægt að nota til þess að styðja við mót­væg­is­að­gerðir í öðrum geirum atvinnu­lífs­ins, til dæmis með því að auka ræktun á lífmassa sem má nota við fram­leiðslu á líf­dísil eins og ráð­gjafa­hópur undir for­ystu Jóns Bern­ód­us­sonar fag­stjóra rann­sókna og þró­unar hjá Sam­göngu­stofu lagði til fyrir um tveimur árum (6), og/eða fram­leiðslu á raf­elds­neyti með því að auka fram­boð á kolefni til þess að vinna með. Það ætti því að vera ljóst að vinna þarf sam­eig­in­lega heild­stæða mynd þar sem allar þessar lausnir og mót­væg­is­að­gerðir eru skipu­lagðar sam­an.

Framtíðarlausnin er samtenging helstu iðnaðargeira landsins
Bengtson / Unsplash

En með öllum þessum mót­væg­is­að­gerðum sem nefndar hafa verið hér að ofan og miðað við núver­andi áætlun í bind­ingu verður heild­ar­út­streymið ein­ungis 18 pró­sent lægra en árið 1990. Aftur á móti ef ráð­ist verður í end­ur­heimt vot­lendis og umfang land­græðslu og skóg­rækt yrði tvö­földuð miðað við núver­andi áætlun og ef aðgerð­ar­hraði á sviði land­notk­unar er fjór­fald­aður er mögu­legt að nettóút­streymið verði 39 pró­sent lægra en árið 1990 (1). Það þarf því gríð­ar­legar fjár­fest­ingar og breyt­ingar í þessum sjö grunn­geirum og gríð­ar­lega aukn­ingu í bind­ingu kolefnis til þess eiga mögu­leika á að minnka nettóút­streymi á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum fyrir árið 2030 í sam­ræmi við Par­ís­ar­sátt­mál­ann.


Þessi grein er önnur af sex í greina­röð um umhverf­is­mál á Íslandi. Í næstu greinum munum við fjalla hvernig hægt er að minnka umhverf­is­á­hrifin og um umhverf­is­mál í sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og svo fram­veg­is.

Um höf­unda

Hafþór Ægir Sigurjónsson er doktor í verkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Hann er nýdoktor við Háskóla Íslands og DTU og einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.
Reynir Smári Atlason er doktor í umhverfis og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Hann er lektor við Háskólann í Suður Danmörku (SDU) og einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.

Heimildir

[1]Hagfræðistofnun. Ísland og loftslagsmál. Skýrsla nr. C17:01

[2] Orka Náttúrunnar; https://www.on.is/koltvisyringi-breytt-i-stein-a-tveimur-arum

[3] Vísir; http://www.visir.is/g/2013130739912/mikil-soknarfaeri-i-metanoli

[4] B.V. Mathiesen, H. Lund, D. Connolly, H. Wenzel, P.A. Østergaard, B. Möller, S. Nielsen, I. Ridjan, P. Karnøe, K. Sperling, F.K. Hvelplund, Smart Energy Systems for coherent 100% renewable energy and transport solutions, In Applied Energy, Volume 145, 2015, Pages 139-154.

[5] D. Connolly, H. Lund, B.V. Mathiesen, Smart Energy Europe: The technical and economic impact of one potential 100% renewable energy scenario for the European Union, Renewable and Sustainable Energy Reviews, Volume 60, July 2016, Pages 1634-1653

[6] Vísir; http://www.visir.is/g/2015151218956

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar