Mynd: Landsvirkjun

Hvernig minnkum við kolefnisfótspor Íslendinga?

Hvernig geta heimili og fyrirtæki minnkað kolefnisfótspor sitt? Hér er þriðja greinin í greinaröð á vegum Circular Solutions um umhverfismál á Íslandi.

Mót­væg­is­að­gerðir heim­ila

Í grein eftir Jack Clar­ke, Jukka Heinonen og Juu­dit Ottelin (1) er kolefn­is­fót­spor neyslu­menn­ingar íslend­inga lýst og talað er um þann sýnd­ar­veru­leika sem er hið umhverf­is­væna Ísland. Þar sem mestu máli skiptir er mengun frá sam­göng­um, sem og inn­fluttum mat­væl­um, vörum og fatn­aði. Mót­væg­is­að­gerðir fyrir Par­ís­ar­sátt­mál­ann taka á sam­göngu­mál­unum en hann snertir ekki á áhrifum neyslu Íslend­inga á mengun sem á upp­runa sinn í öðrum löndum við fram­leiðslu og flutn­ing á þeim vörum sem enda hér á landi. Í þeirri grein var einnig nefnt að meiri­hluti umhverf­is-birgða sem neysla Íslend­inga setur á önnur lönd eru í þró­un­ar­lönd­um. Í heim­il­is­haldi eru það mat­væli sem hafa mest áhrif á kolefn­is­fót­spor fyrir utan sam­göngur (1). En þegar borið er saman við Evr­ópu þá er kolefn­is­fót­spor á mat­væli svipað en það er magnið sem er meira hér, það ber því við að minnkun á neyslu og/eða á mat­ar­sóun getur haft mikil áhrif.

Mynd 1. Gróðurhúsaáhrif á hverja orkueiningu frá ýmsum svæðum og löndum.

Einnig eru aðrar lausnir nefndar í grein­inni, t.d. að auka neyslu á mat sem er fram­leiddur inn­an­lands og inn­leiða stefnur varð­andi umhverf­is­vænan mat (1). Aukin neysla á vörum sem eru fram­leiddar inn­an­lands á ekki aðeins við um mat­væli, heldur einnig elds­neyti, föt og aðrar vör­ur. Ástæðan er að gróð­ur­húsa­á­hrif á hverja fram­leidda orku­ein­ingu er lítil hér á landi í sam­an­burði við flest lönd sem við flytjum þessar vörur inn frá (smá mynd 1). Ef ekki er hægt að fram­leiða vörur sem nýttar eru hér á landi má aðstoða þau lönd sem við höfum áhrif á með jákvæðum fjár­fest­ingum í „grænum innvið­um“ og þró­un­ar­að­stoð.

Í því sam­hengi er einnig vert að nefna að sam­kvæmt bók­inni „Drawdown: The most comprehensive plan ever proposed to reverse global warm­ing“ (2) er eitt af því sem fólk og fyr­ir­tæki geta gert til þess að hafa áhrif á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda að styrkja menntun stúlkna í þró­un­ar­lönd­um. Þar sem aukin menntun stúlkna leiðir af sér færri og heil­brigð­ari börn sem getur hjálpað til að stemma stigu við fólks­fjölg­un. Það eru fjöl­margar stofn­anir á Íslandi og erlendis sem hægt er að styrkja í þessum til­gangi.

Ein­föld jafna er oft sett fram í umræðum um lofts­lags­breyt­ingar og hvað þurfi til þess að ná böndum á það vanda­mál. Hún er marg­feldi og seg­ir; fjöldi fólks marg­fald­aður með þjón­ustu á hverja mann­eskju marg­faldað með orku á hverja þjón­ustu marg­faldað með gróð­ur­húsa­loft­teg­undum á hverja orku­ein­ingu er jafnt og heild­ar­út­blástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Jafnan sem kennd er við Bill Gates.

Það er skemmti­legt að skoða þessa jöfnu fyrir okkur Íslend­inga, því við erum fámenn þjóð. Hins veg­ar, eins og nefnt hefur hér að ofan, þá er bæði þjón­usta á hverja mann­eskju mikil og hugs­an­lega orka á hverja þjón­ustu sem á bæði við um inn­lenda orku og orku sem er notuð í að fram­leiða inn­fluttar vörur erlend­is. Lítið magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er við hverja orku­ein­ingu, það er að segja þá orku sem er notuð hér á landi við fram­leiðslu á vöru eða þjón­ustu sem við neyt­um, en ekki endi­lega á inn­fluttum varn­ingi sem er um 60 pró­sent af kolefn­is­spori neyslu okkar sam­kvæmt tölum frá OECD. (4)

Mót­væg­is­að­gerðir fyr­ir­tækja

Líkt og fyrir heim­ilin – sé ekki ein­ungis litið til beins rekst­urs fyr­ir­tækja heldur þátta ofar í virð­is­keðju þeirra (líkt og fram­leiðslu á hrá­efn­um) – eru umhverf­is­á­hrif oft tölu­vert meiri en gert er ráð fyrir í fyrstu. Þar skiptir máli hvert land fram­leiðsl­unnar er líkt og bent var á hér að ofan; Flutn­ings­leið­ir, hvernig vör­unni er fargað og fleira. Slík vit­neskja er oft ekki á reiðum hönd­um, en fáir þekkja fram­leiðslu íslenskra fyr­ir­tækja betur en starfs­fólk og sér­fræð­ingar innan þeirra eigin raða.

Það eru margir mögu­leikar sem birt­ast þegar fyr­ir­tæki skoða fyrir alvöru umfang starf­semi þess og hvernig það hefur áhrif á umhverfið hér á landi og erlend­is. Hug­mynda­fræði hring­hag­kerfis (e. circular economy) getur komið að góðum notum fyrir fyr­ir­tæki þar sem hægt er að ná utan um sóun á hrá­efnum og auð­lind­um, upp­götvað nýtt líf fyrir vörur og hrá­efni með end­ur­nýt­ingu og end­ur­nýj­un. Einnig geta fyr­ir­tækið farið á mis við verð­mæti úrgangs og svo fram­veg­is.

Vindtúrbínur í dögun
Gradert / Unsplash

Utan­að­kom­andi ráð­gjöf getur því ein­ungis aðstoðað við útreikn­inga á slíkum umhverf­is­á­hrif­um, en það er ein­ungis í nánu sam­starfi við þá sem þekkja sína vöru best sem raun­hæfum nið­ur­stöðum er náð. Hér er ekki hægt að hafa eina lausn sem hentar öll­um, því lang flest fyr­ir­tæki eru gríð­ar­lega ólík, jafn­vel frá hörð­ustu sam­keppn­is­að­ilum sín­um. Séu umhverf­is­á­hrif af rekstri fyr­ir­tækis þekkt opn­ast heimur mögu­leika (5). Aðgengi opn­ast að mörk­uðum með strangt reglu­verk og sem inn­legg í mark­aðs­starf svo fátt eitt sé nefnt. Það mik­il­væg­asta er þó að með slíka vit­neskju í fartesk­inu geta fyr­ir­tæki tekið með­vit­aða ákvörðun um hvaða aðgerðir skal taka til að lág­marka umhverf­is­á­hrif sín, ákvarð­anir byggðar á rök­föstum grunni og vís­inda­legri nálgun (6).


Þessi grein er þriðja af sex í greina­röð um umhverf­is­mál á Íslandi. Í næstu greinum munum við fjalla hvernig hægt er að minnka umhverf­is­á­hrifin og um umhverf­is­mál í sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og svo fram­veg­is.

Um höf­unda

Hafþór Ægir Sigurjónsson er doktor í verkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Hann er nýdoktor við Háskóla Íslands og DTU og einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.
Reynir Smári Atlason er doktor í umhverfis og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Hann er lektor við Háskólann í Suður Danmörku (SDU) og einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.

Heimildir

[1] Clarke, J., Heinonen, J., & Ottelin, J. (2017). Emissions in a decarbonised economy? Global lessons from a carbon footprint analysis of Iceland. Journal of Cleaner Production, 166, 1175-1186.

[2] Hawken, P., 2017. Drawdown: The most comprehensive plan ever proposed to reverse global warming.

[3] Climte for life; http://climateforlife.se/2016/06/

[4] OECD inter country input-output tables (2016 edition); oe.cd/icio

[5] Nidumolu, R., Prahalad, C. K., & Rangaswami, M. R. (2009). Why sustainability is now the key driver of innovation. Harvard business review, 87(9), 56-64.

[6] Circular Solutions. Consulting. https://www.circularsolutions.is/

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar