Jakup Kapusnak / Unsplash

Loftslagsbreytingar og fiskveiðar á Íslandi

Íslenskur sjávarútvegur er einn verðmætustu geira íslensks samfélags. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í sjávarútvegi er ekki síst mikilvæg þegar kemur að loftslagsbreytingum. Hér er fjórða greinin í greinaröð á vegum Circular Solutions um umhverfismál á Íslandi.

Breyt­ingar á lofts­lagi jarðar munu hafa áhrif á fisk­veiðar á heims­vísu, ekki síst hér á Íslandi. Þó virð­ist það vera að Íslend­ing­ar, ásamt nokkrum öðrum þjóð­um, geti mögu­leika búist við meiri afla sam­hliða þess­ari þró­un. Ástæða þessa virð­ist vera sú að ýmsar teg­undir flytja sig frá hlýrri sjó yfir í kald­ari, nær Íslandi, Græn­landi og Nor­egi (1, 2, 3).

Gangi þetta eftir – sem það virð­ist gera eins og raunin er með mak­ríl – má gera ráð fyrir að íslensk fram­leiðsla á sjáv­ar­af­urðum muni aukast með breyttu lofts­lagi og mögu­leikar Íslend­inga á fisk­mörk­uðum aukast. Þetta eru jákvæð en mögu­lega tíma­bundin teikn í þeirri ann­ars döpru sviðs­mynd sem nýlegar lofts­lags­spár sýna fram á.

Íslenskur sjáv­ar­út­vegur virð­ist almennt vera lit­inn jákvæðum augum erlend­is. Sam­starf Haf­rann­sókna­stofn­unar og sjáv­ar­út­vegs­ins hefur gert það að verkum að íslenskir fiski­stofnar eru að mestu sjálf­bærir og nýt­ing afl­ans hefur stór­auk­ist á und­an­förnum árum sem er afrakstur sam­starfs sjáv­ar­út­vegs­ins, tækni- og rann­sókna­fyr­ir­tækja. Sú sjálf­bæra, jákvæða ímynd íslensks sjáv­ar­út­vegs er mik­il­væg og getur fært auknar tekjur í þjóð­ar­bú­ið.

Hvernig má upp­lýsa neyt­end­ur?

Ein leið til þess að upp­lýsa neyt­endur um að hér sé sjálf­bær vara á ferð er að merkja hana sem slíka. Sú leið er raunar þegar nýtt. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa not­ast við merk­ingu Mar­ine Stewards­hip Council, eða MSC, sem hefur sett reglu­verk saman til að meta fyr­ir­tæki hvort þau séu verðug til þess að hljóta hið eft­ir­sótta MSC merki. Í þessum hópi er langur listi íslenskra fyr­ir­tækja sem af aug­ljósum ástæðum vilja sýna neyt­endum að hér sé um fyrsta flokks vöru að ræða (4). Íslenskur sjáv­ar­út­vegur hefur einnig stuðst við sína eigin vottun að ein­hverju leiti, Iceland Responsi­ble Fis­heries (IRF).

Merkin sem nefnd eru hér að ofan leggja hins vegar ein­vörð­ungu mat á hvort afl­inn sem um er að ræða komi úr sjálf­bært nýttum stofn­um; Það er að segja hvort veiði­að­ferð­irnar séu sjálf­bærar og hvort þau skaði vist­kerf­in. Þessar vott­anir meta hins vegar ekki umhverf­isá­lag veið­anna eða var­anna í heild, svo sem orku­notk­un, umbúða­not, útblástur og kolefn­is­spor, end­ur­nýt­ingu og svo fram­veg­is.

Gæðavottun Marine Stewardship Council um fiskafurðir má til dæmis finna á umbúðum um fiskborgara á McDonalds.
Mynd: McDonalds

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn á heims­vísu stendur nú ekki aðeins frammi fyrir því að nýta stofna hafs­ins á sjálf­bæran hátt, heldur einnig að lág­marka öll þau umhverf­is­á­hrif sem verða til við veið­ar, vinnslu og flutn­inga. Sem sagt virð­is­keðj­unni allri. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, eins og flest fyr­ir­tæki í dag, vilja sýna sam­fé­lags­lega- og umhverf­is­lega ábyrgð í sínum rekstri og ættu að sækj­ast eftir því að greina og meta öll áhrif af sínum rekstri og draga úr þeim. Það er ljóst að fyr­ir­tækin sjálf bera skyldu til þess að segja neyt­endum frá umhverf­is­á­hrifum vör­unnar sem þeir versla.

Hvaða leiðir eru í boði?

Grein­ing á umhverf­is­á­hrifum vöru má gera með líf­fer­ils­grein­ingu (e. Life cycle assess­ment, LCA). Slíkar grein­ingar eru ISO staðl­aðar (ISO 14040) og því gjarnan sam­an­burð­ar­hæf­ar. LCA hefur verið notað síðan á átt­unda ára­tugnum af mörgum af stærstu fyr­ir­tækjum heims með nákvæm­lega þetta að mark­miði; Að útskýra fyrir neyt­endum hver umhverf­is­á­hrifin eru af þeirra vöru. Toyota, Coca-Cola, Nestlé og fjöl­mörg önnur fyr­ir­tæki stóla á líf­fer­ils­grein­ingu við slíka útreikn­inga.

Í til­viki fisk­veiða tekur LCA ekki ein­ungis til­lit til útblást­urs fiski­skipa við veið­arnar sjálfar heldur greinir líka vinnslu fisks­ins, flutn­ing og geymslu. Líf­fer­ils­grein­ing gengur því mun lengra en flest þau umhverf­is­merki sem eru í boði í dag og veitir dýpri inn­sýn í mögu­leg umhverf­is­á­hrif fisk­veiða heldur en mæl­ingar sem skoða ein­ungis beinan útblástur skipa. Nið­ur­stöður LCA grein­inga má líka setja fram á skilj­an­legan máta, svo neyt­endur skilji hver umhverf­is­á­hrif vör­unnar eru.

Íslend­ingar hafa þegar haf­ist handa við að greina umhverf­is­á­hrif í sjáv­ar­út­vegi með notkun líf­fer­ils­grein­inga (5, 6, 7). Hjá Matís til að mynda hefur slík vinna verið unn­in, ásamt því að þróun á staðli við útreikn­inga á umhverf­is­á­hrifum frá fisk­fram­leiðslu hefur átt sér stað innan fyr­ir­tæk­is­ins. Í verk­efni Matís sem styrkt var af AVS kom til dæmis í ljós að þegar fiskur frá Íslandi er fluttur til Evr­ópu með flugi er heildar kolefn­is­spor vör­unnar marg­falt hærra en þegar varan er flutt með skipi.

Með gagn­rýni á þær helstu vott­anir sem not­aðar eru í dag og með auk­inni umhverf­is­vit­und neyt­enda og kaup­enda verða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að sýna fram á umhverf­is­á­hrif vöru sinnar sjálf. Þetta eru í raun jákvæðar fréttir því á Íslandi má finna mikla sér­fræði­þekk­ingu á aðferða­fræði og fram­kvæmd lífs­fer­ils­grein­inga, bæði innan ráð­gjafa­fyr­ir­tækja en einnig innan ýmissa fyr­ir­tækja sem eru bein­tengd sjáv­ar­út­vegi. Lítil fyr­ir­staða er því fyrir íslensk fyr­ir­tæki að sýna það svart á hvítu hvað það þýðir fyrir neyt­endur að versla íslenskar fiskaf­urð­ir.


Þessi grein er fjórða af sex í greina­röð um umhverf­is­mál á Íslandi. Í næstu greinum munum við fjalla hvernig hægt er að minnka umhverf­is­á­hrifin og um umhverf­is­mál í sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og svo fram­veg­is.

Um höf­unda

Daði Hall er umhverfis og auðlindafræðingur og einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.
Reynir Smári Atlason er doktor í umhverfis og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Hann er lektor við Háskólann í Suður Danmörku (SDU) og einn meðstofnenda Circular Solutions ehf.

Heimildir

[1] Cheung, W. W., Lam, V. W., Sarmiento, J. L., Kearney, K., Watson, R. E. G., Zeller, D., & Pauly, D. (2010). Large‐scale redistribution of maximum fisheries catch potential in the global ocean under climate change. Global Change Biology, 16(1), 24-35.

[2] Daw, T., Adger, W. N., Brown, K., & Badjeck, M. C. (2009). Climate change and capture fisheries: potential impacts, adaptation and mitigation. Climate change implications for fisheries and aquaculture: overview of current scientific knowledge. FAO Fisheries and Aquaculture Technical Paper, 530, 107-150.

[3] Shelton, C. (2014). Climate change adaptation in fisheries and aquaculture. FAO Fisheries and Aquaculture Circular (FAO) eng no. 1088.

[4] Icelandic Sustainable Fisheries, Partners. http://www.icelandsustainable.is/isf-partners.html

[5] Guttormsdóttir, A. B. (2009). Life cycle assessment on Icelandic cod product based on two different fishing methods. University of Iceland.

[6] Smárason, B. Ö., Ögmundarson, Ó., Árnason, J., Björnsdóttir, R., & Davíðsdóttir, B. (2017). Life Cycle Assessment of Icelandic Arctic Char Fed Three Different Feed Types. Turkish Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 17(1), 79-90.

[7] Smárason, B. Ö., Viðarsson, J, R., Þórðarson, G., Magnúsdóttir, L. (2014). Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod loins. Matís skýrsla 25-14, ISSN: 1670-7192.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar