Fjórir af hverjum tíu nýjum útlendingum setjast að í Reykjavík

Gríðarleg fjölgun hefur orðið á fjölda þeirra erlendra ríkisborgara sem flust hafa til Íslands það sem af er árinu 2017. Langflestir þeirra hafa sest að í Reykjavík og á Suðurnesjunum. Erlendir ríkisborgarar eru hins vegar sárafáir í Garðabæ.

Hlutfall erlendra ríkisborgara er líka mismunandi eftir hverfum. Þannig eru um 30 prósent íbúa Efra-Breiðholts innflytjendur og rúmlega 22 prósent íbúa í Bakkahverfinu.
Hlutfall erlendra ríkisborgara er líka mismunandi eftir hverfum. Þannig eru um 30 prósent íbúa Efra-Breiðholts innflytjendur og rúmlega 22 prósent íbúa í Bakkahverfinu.
Auglýsing

Fjórir af hverjum tíu erlendum rík­is­borg­urum sem sest hafa að á Íslandi það sem af er árinu 2017 hafa gert það í Reykja­vík. Alls hefur erlendum rík­is­borg­urum sem búa í höf­uð­borg­inni fjölgað um 5.580 á tæpum fimm árum. Á þessu ári einu saman fjölg­aði þeim um 2.460. Því hefur tæp­lega helm­ingur þeirrar fjölg­unar sem orðið hefur á erlendum íbúum Reykja­víkur átt sér stað í ár.

Önnur svæði eru einnig vin­sæl á meðal nýrra íbúa lands­ins sem fæðst hafa í öðrum lönd­um. Þannig stefnir í að hlut­fall erlendra íbúa í Reykja­nesbæ verði um eða yfir 30 pró­sent á allra næstu árum.

Svo eru það sveit­ar­fé­lögin þar sem útlend­ing­arnir eru sjald­séð­ir. Af stórum þétt­býl­is­kjörnum lands­ins sker Garða­bær sig úr. Þar eru ein­ungis fjórir af hverjum hund­rað íbúum erlendir rík­is­borg­ar­ar.

Þessi frétta­skýr­ing birt­ist fyrst í nóv­em­ber­út­gáfu Mann­lífs.

Fjölgað um 60 pró­sent á fimm árum

Erlendum rík­is­borg­urum hefur fjölgað gíf­ur­lega á Íslandi á und­an­förnum árum. Sú aukn­ing hefur verið sér­stak­lega mikil í ár. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins jókst fjöldi þeirra um 6.310. Það er aukn­ing á fjölda erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi um 21 pró­sent frá því sem var um síð­ustu ára­mót. Frá 2010 til sept­em­ber­loka 2017 hafði erlendum rík­is­borg­urum fjölgað um 9.318 í 36.585, eða um 74 pró­sent.

Þessi hópur nýrra íbúa lands­ins dreif­ist ekki jafnt milli sveit­ar­fé­laga á land­inu. Lang­flestir setj­ast að í höf­uð­borg­inni Reykja­vík. Í lok árs 2012 bjuggu 9.380 erlendir rík­is­borg­arar í Reykja­vík. Í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins voru þeir orðnir 14.960 tals­ins. Þeim hefur því fjölgað um 60 pró­sent á innan við fimm árum. Lang­mest hefur aukn­ingin verið þeim tíma sem liðin er af árinu 2017, en erlendum rík­is­borg­urum sem búa í Reykja­vík hefur fjölgað um 2.460 á þeim tíma. Það þýðir að fjórir af hverjum tíu útlend­ingum sem flytja til lands­ins það sem af er ári búa í höf­uð­borg­inni.

Auglýsing
Raunar er líka umtals­verður munur milli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ann­ars vegar og lands­byggð­ar­innar hins vegar þegar kemur að fjölgun útlend­inga. Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem búa á lands­byggð­inni er nú 14.410 og hefur tvö­fald­ast frá því í byrjun árs 2011. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru útlend­ing­arnir nú 22.290 tals­ins og hefur fjölgað um 60 pró­sent á tæp­lega sjö árum.

Verða yfir 30 pró­sent af íbúum Suð­ur­nesja

Utan Reykja­víkur virð­ist fjölgun erlendra rík­is­borg­ara vera lang­mest á Suð­ur­nesj­un­um. Í Reykja­nes­bæ, stærsta sveit­ar­fé­lagi þess svæð­is, hefur fjöldi útlend­inga á meðal íbúa þre­fald­ast frá því í byrjun árs 2011 og var 3.510 í lok sept­em­ber. Þegar öll sveit­ar­fé­lögin á Suð­ur­nesj­unum eru skoðuð saman – en þau eru Reykja­nes­bær, Grinda­vík, Sand­gerði, Garður og Vogar – þá kemur í ljós að erlendum rík­is­borg­urum á svæð­inu hefur fjölgað úr 1.920 í 4.780 frá lokum árs 2010. Þá voru útlend­ingar um níu pró­sent af íbúum Suð­ur­nesja. Í dag eru þeir um 19 pró­sent þeirra.

Ástæðan er fyrst og síð­ast sú mikla aukn­ing í umsvifum sem orðið hefur á Kefla­vík­ur­flug­velli sem stað­settur er á Suð­ur­nesj­um. Ferða­mönnum sem heim­sækja Íslands hefur endað fjölgað úr um 500 þús­und árið 2010 og í um 2,3 millj­ónir á þessu ári, sam­kvæmt spám.Mikil aukning ferðamanna hefur búið til fjöldamörg störf á Keflavíkurflugvelli. Nýjasta viðbygging hans sést hér á myndinni. Þau störf eru fyrst og síðast mönnum með útlendingum.

Í nýlegri sam­an­tekt sem unnin var fyrir bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar um stöðu og horfur í sveit­ar­fé­lag­inu, var lögð fram spá um að störfum á Kefla­vík­­­ur­flug­velli myndi fjölga um 2.513 á næstu fjórum árum. Þau þarf að óbreyttu að manna með erlendum rík­­is­­borg­­urum sem flytja hing­að, annað hvort einir eða með fjöl­­skyldum sín­um, í ljósi þess að atvinnu­leysi hér­lendis er sára­lítið og í raun ríkir skortur á vinnu­afli.

Því má búast við að erlendum íbúum Reykja­­nes­bæjar fjölgi um mörg þús­und í nán­­ustu fram­­tíð og verði að minnsta kosti 30 pró­­sent íbúa sveit­­ar­­fé­lags­ins.

Garða­bær sker sig úr

Það er ekki sama fjölg­unin í öllum sveit­ar­fé­lög­um. Þvert á móti.

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er staðan til að mynda þannig að tólf pró­sent íbúa Reykja­víkur eru erlendir rík­is­borg­ar­ar, 9,4 pró­sent íbúa Hafn­ar­fjarðar og 8,3 pró­sent íbúa Kópa­vogs.  Á Sel­tjarn­ar­nesi eru þeir 6,4 pró­sent íbúa og í Mos­fellsbæ ein­ungis 5,9 pró­sent.

En það sveit­ar­fé­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem sker sig mest úr í þessum tölum er Garða­bær. Þar búa ein­ungis 640 erlendir rík­is­borg­arar og þeir eru ein­ungis fjögur pró­sent íbúa sveit­ar­fé­lags­ins. Það þýðir að það eru 23,4 erlendir rík­is­borg­arar í Reykja­vík fyrir hvern erlendan rík­is­borg­ara í Garða­bæ. Það búa tvö þús­und færri í Garðabæ en Reykja­nesbæ alls. Samt búa 2.870 fleiri erlendir rík­is­borg­arar í Reykja­nes­bæ, sem er í um 40 mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Garða­bæ, en þar.

Fjölgun erlendra rík­is­borg­ara í Garðabæ hefur verið mjög hæg. Á síð­ustu tæpu sjö árum hefur íbúum sveit­ar­fé­lags­ins fjölgað um 4.730. Af þeim eru ein­ungis 290 erlendir rík­is­borg­ar­ar.

Mismunandi staða sveitarfélaga

Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara í Reykja­vík er: 14.960

Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara á Suð­ur­nesj­un­um: 4.780

Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara í Garða­bæ: 640

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar