Auglýsing

Íslend­ingar hafa búið við nán­ast for­dæma­lausa efna­hags­lega vel­sæld á und­an­förnum árum. Hag­vöxtur hefur verið hér á hverju ári frá árinu 2011. Mestur var hann í fyrra, þegar hag­vöxtur var 7,4 pró­sent. Það er einn mesti hag­vöxtur sem mæld­ist í heim­inum það árið.

Sam­hliða hefur íslenska krónan styrkst um tugi pró­senta og verð­bólga hald­ist undir mark­mið­um, sem hefur leitt af sér mikla kaup­mátt­ar­aukn­ingu. Það er ein­fald­lega góð­æri. Mesta góð­æri sem Íslend­ingar hafa upp­lif­að.

Lítil breyt­ing virð­ist fram und­an. Í nýrri Þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands er gert ráð fyrir að hag­vöxtur hér­lendis verði 4,9 pró­sent í ár og 3,1 pró­sent á næsta ári. Á árunum 2019-2023 er því spáð að hann verði 2,6 pró­sent árlega að með­al­tali. Gangi sú spá eftir hefur verið góður hag­vöxtur á Íslandi sam­fleytt í 13 ár. Veislan á að halda áfram.

Auglýsing

Tvær meg­in­á­stæður eru fyrir þessum mikla vexti. Og hvorug þeirra hefur nokkuð með stjórn­mál að gera. Sú fyrri er mak­ríll, sem synti inn í íslenska land­helgi í feiki­legu magni þegar við þurftum mest á ein­hverju óvæntu að halda til að bjarga þjóð­ar­skút­unni. Hin síð­ari, og sú stærsta, er síðan gríð­ar­legur vöxtur í ferða­þjón­ustu sem hefur skilað því að sú stoð hag­kerf­is­ins er orðin sú stærsta sem það hvílir á.

Útlend­ingum fjölgar gríð­ar­lega hratt

En það er líka hægt að kafa aðeins dýpra eftir ástæð­unni. Þessi mikli vöxtur hefur nefni­lega útheimt mikið vinnu­afl. Vinnu­afl sem var ekki til staðar á Íslandi og þurfti því að sækja ann­að. Eða rétt­ara sagt til útlanda.

Í lok árs 2011 voru erlendir rík­is­borg­arar sem bjuggu á Íslandi 20.957 tals­ins. Þeim hafði fækkað árin á undan í ljósi þess að hrunið hafði skilið eftir sig atvinnu­leysi sem slag­aði upp í tveggja stafa tölu, verð­bólgu sem fór hæst upp í um 18 pró­sent og tug­pró­senta geng­is­fall íslensku krón­unn­ar.

Um síð­ustu ára­mót voru erlendir rík­is­borg­arar 30.275 tals­ins. þeim fjölg­aði því um 9.318 á sex árum. Mest var fjölg­unin í fyrra, þegar fjöldi þeirra jókst um 3.790.

Í nýbirtri mann­fjölda­spá Hag­stofu Íslands er því spáð, sam­kvæmt mið­spá, að alls muni aðfluttum íbúum á Íslandi umfram brott­flutta fjölga um 23.385. Sam­kvæmt háspá yrði sá fjöldi 33.734.  Þeir eru nær ein­vörð­ungu erlendir rík­is­borg­ar­ar. Erlendum rík­is­borg­urum sem hér búa ætti því að fjölga um 77-111 pró­sent á fimm ára tíma­bili. Það eru ótrú­legar breyt­ing­ar.

En lík­lega er þessi mann­fjölda­spá að van­meta fjölgun útlend­inga. Að minnsta kosti miðað við tölur árs­ins í ár. Það hefur nefni­lega orðið spreng­ing í komu erlendra rík­is­borg­ara. Á fyrstu níu mán­uðum þessa árs fjölg­aði þeim um 6.310 tals­ins, eða um tæp­lega 21 pró­sent. Á níu mán­uð­um!

Það er langt yfir háspá Hag­stof­unnar fyrir árið 2017.

Gætu orðið fleiri en við eftir átta ár

Fyrir liggur að uppi­staðan í þessum hópi er að koma hingað til lands til að starfa í t.d. ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði. Þar verða flest störf til á Íslandi þessi miss­erin og þau er nauð­syn­legt að manna til að svala eft­ir­spurn. Einnig er um að ræða, í mörgum til­vik­um, lág­launa­störf sem Íslend­ingar sækja ekki mikið í að vinna. Fyrir utan að það eru ein­fald­lega ekki nógu margir Íslend­ingar til svo hægt sé að manna þau.

Í grein í síð­ustu Tíund, eftir Pál Kol­beins rekstr­ar­hag­fræð­ing, var fjallað um álagn­ingu skatta á ein­stak­linga á síð­asta ári. Þar kemur fram að erlendum skatt­greið­endum á Íslandi fjölg­aði um 27,3 pró­­sent í fyrra. Á því ári var einn af hverjum átta fram­telj­endum til skatts erlendur rík­­is­­borg­­ari. Þá eru ekki með­­taldir þeir útlend­ingar sem hlutu íslenskan rík­­is­­borg­­ara­rétt árið 2016, en hluti fjölg­unar á íslenskum skatt­greið­endum er rakin til þeirra. Um síð­­­ustu ára­­mót voru erlendir rík­­is­­borg­­arar á skatt­grunn­­skrá 35.414 tals­ins, eða 12,4 pró­­sent skatt­greið­enda.

Er­­lendir rík­­is­­borg­­arar á meðal íslenskra skatt­greið­enda hafa aldrei verið jafn margir og þeir voru þá. Í grein Páls kemur fram að ef útlend­ingum á skatt­­skrá heldur áfram að fjölga jafn mikið og þeim fjölg­aði í fyrra, um 27,3 pró­­sent á ári, þá verða þeir orðnir fleiri en Íslend­ingar eftir átta ár. Það er árið 2024.

Líkt og áður sagði þá liggur þegar fyrir að útlend­ingum mun að öllum lík­­indum fjölga meira hér­­­lendis í ár en þeim fjölg­aði í fyrra. Því gæti orðið styttra í þessa stöðu en boðuð átta ár.

Jákvæð áhrif

Hvaða áhrif hefur þessi mikla fjölgun haft á íslenskt vel­ferð­ar­kerfi? Hafa útlend­ing­arnir sem hingað flytja lagst eins og mara á það? Töl­urnar benda ekki til þess.

Þvert á móti dróg­ust greiðslur sveit­ar­fé­laga vegna félags­legrar fram­færslu saman í fyrra. Þá námu greiðslur sveit­­ar­­fé­laga í húsa­­leig­u­bæt­­ur, félags­­­lega aðstoð og styrki alls 2,6 millj­­örðum króna. Það er 848 millj­­ónum krónum minna en árið áður og sam­­dráttur í slíkum greiðslum upp á 24,4 pró­­sent.

Sömu sögu er að segja af útgreiðslu atvinnu­leys­is­bóta. Árið 2009 fengu tæp­lega 28 þús­und manns sam­tals 23,2 millj­arða króna greiddar í slík­ar. Í fyrra fengu tæp­lega tíu þús­und manns 7,8 millj­arða króna í atvinnu­leys­is­bæt­ur. Heild­ar­kostn­aður vegna þeirra lækk­aði um millj­arð króna á milli ára og árlegur kostn­aður hefur lækkað um 15,4 millj­arða króna á sjö árum. Þá fækkar þeim sem þiggja bæt­urnar ár frá ári, og hefur alls fækkað um 18 þús­und frá árinu 2009. Frá þeim tíma hefur erlendum rík­is­borg­urum sem búa á Íslandi fjölgað um 15 þús­und.

En hvað með glæpi? Fylgja þessum aukna fjölda útlend­inga ekki aukin glæpa­tíðni? Nei, ekki sam­kvæmt afbrota­töl­fræði.

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu birti í síð­ustu viku skýrslu um framin hegn­ing­ar­laga­brot á svæð­inu á árinu 2016. Þar kom fram að til­kynn­ingum um hegn­ing­ar­laga­brot hafa fækkað á því ári í sam­an­burði við árið á und­an. Til­kynnt brot eru miklu færri en þau voru árið 2009. Þá voru þau rúm­lega fjórð­ungi fleiri en í fyrra.

Óum­flýj­an­legar sam­fé­lags­breyt­ingar

Haldi þessi þróun áfram munum við upp­lifa meiri sam­fé­lags­breyt­ingar á örfáum árum en nokkru sinni áður hér­lend­is. Útlend­ingum mun fjölga um tugi pró­senta á skömmum tíma.

Nokkur dæmi er hægt að taka því til stuðn­ings. Stærsti hópur erlendra rík­is­borg­ara sem hér búa eru Pól­verj­ar. Þeir voru 13.795 í byrjun þessa árs og hafði þá fjölgað um 7.799 á einum ára­tug, eða 130 pró­sent.  Það eru aðeins færri en búa á öllu Vest­ur­landi og fleiri en búa á öllu Aust­ur­landi. Á sama tíma­bili hefur Lit­háum á Íslandi fjölgað um eitt þús­und, eða 110 pró­sent. Það búa nú um 200 fleiri Lit­háar á Íslandi en búa í öllum Sand­gerð­is­bæ. Ekk­ert bendir til ann­ars en að áfram muni fjölga í þessum tveimur hóp­um.

Í Reykja­nesbæ einum saman hefur íbúum fjölgað mikið á und­an­förnum árum, sér­stak­lega vegna návígis við alþjóða­flug­völl­inn þar sem fjöl­mörg störf verða til á hverju ári. Á árinu 2016 einu saman urðu til um 1.300 störf á því svæði. Búist er við því að þau verði 1.045 í ár. Þessi störf eru mönnuð fyrst og síð­ast með útlend­ing­um.

Áætlað er að íbúar Reykja­nes­bæjar verði 17.300 í lok þessa árs. Þeim hefur þá fjölgað um rúm­lega 3.300 frá árinu 2011. Á sama tíma hefur erlendum rík­is­borg­urum sem búa í sveit­ar­fé­lag­inu fjölgað úr 1.270 í 2.660. Því er 42 pró­sent af íbúa­fjölgun í Reykja­nesbæ á und­an­förnum árum til­komin vegna erlenda rík­is­borg­ara. Því er spáð að störfum á Kefla­vík­ur­flug­velli muni fjölga um 2.513 á næstu fjórum árum. Þau þarf að manna með erlendum rík­is­borg­urum sem flytja hing­að, annað hvort einir eða með fjöl­skyldum sín­um. Því má búast við að erlendum íbúum Reykja­nes­bæjar fjölgi um mörg þús­und í nán­ustu fram­tíð og verði allt að 30 pró­sent íbúa sveit­ar­fé­lags­ins.

Flestir Íslend­ingar hræð­ast ekki útlend­inga lengur

Sem betur fer virð­ast Íslend­ingar verða frjáls­lynd­ari og opn­ari með hverju árinu. Og betur í stakk búnir til að takast á við þessar mestu breyt­ingar á sam­setn­ingu íbúa lands­ins sem nokkru sinni hafa átt sér stað hér­lend­is. Í nið­­ur­­stöðum íslensku kosn­­inga­rann­­sókn­­ar­innar töldu 34,6 pró­­sent Íslend­inga að inn­­flytj­endur væru alvar­­leg ógn við þjóð­­ar­ein­­kenni okkar árið 2007. Í fyrra var það hlut­fall komið niður í 17,8 pró­sent, og hafði því helm­ing­ast. Ein­ungis kjós­endur Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks eru enn jafn hræddir við útlend­inga í dag og þeir voru fyrir ára­tug síð­an.

Íslenska góð­ærið er til­komið að stóru leyti vegna þess að hingað til lands hefur flutt gríð­ar­lega stór hópur af harð­dug­legu fólki sem hefur verið til­búin að ganga í þau störf sem við annað hvort höfum ekki mann­skap í eða viljum ein­fald­lega ekki vinna.

Því fylgja eðli­lega miklar breyt­ingar á okkar eins­leita sam­fé­lagi. Við þurfum að vera undir þessar breyt­ingar búin og þurfum að aðlaga öll kerfin okkar að þeim áskor­unum sem fylgja svona mik­illi fjölgun útlend­inga.

En við eigum líka að vera þessu fólki ákaf­lega þakk­lát. Það hefur leikið lyk­il­hlut­verk í íslenska góð­ær­inu. Takk fyrir okk­ur.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari