Greiðslur vegna atvinnuleysis og félagslegrar framleiðslu hríðlækka

Greiðslur vegna húsaleigubóta, félagslegrar aðstoðar og styrki drógust saman um 24,4 prósent milli áranna 2015 og 2016. Útgreiddar atvinnuleysisbætur voru milljarði lægri en árið áður og hafa ekki verið lægri frá hruni.

Atvinnuleysi hefur hríðfallið á Íslandi á undanförnum árum og þeim sem þurfa á félagslegri framfærslu að halda hefur fækkað mikið.
Atvinnuleysi hefur hríðfallið á Íslandi á undanförnum árum og þeim sem þurfa á félagslegri framfærslu að halda hefur fækkað mikið.
Auglýsing

Greiðslur sveit­ar­fé­laga vegna félags­legrar fram­færslu halda áfram að drag­ast saman ár frá ári. Í fyrra náum greiðslur sveit­ar­fé­laga í húsa­leigu­bæt­ur, félags­lega aðstoð og styrki alls 2,6 millj­örðum króna. Það er 848 millj­ónum krónum minna en árið áður og sam­dráttur í slíkum greiðslum upp á 24,4 pró­sent.

Vinnu­mála­stofnun greiddi alls tæp­lega tíu þús­und ein­stak­lingum 7,8 millj­arða króna í atvinnu­leys­is­bætur á síð­asta ári. Til sam­an­burðar þá fengu alls tæp­lega 28 þús­und manns 23,2 millj­arða króna greiddar í atvinnu­leys­is­bætur árið 2009, þegar áhrif hruns­ins voru hvað mest hér­lend­is. Á sjö árum lækk­uðu árs­greiðslur vegna atvinnu­leys­is­bóta því um 15,4 millj­arða króna og þeim sem þiggja slíkar bætur fækk­aði um lið­lega 18 þús­und.

Þetta kemur fram í nýjasta tölu­blaði Tíundar, frétta­blaðs rík­is­skatt­stjóra.

Auglýsing

Lækk­uðu um 848 millj­ónir á milli ára

Greiðslur sveit­ar­fé­laga vegna húsa­leigu­bóta, félags­legrar aðstoðar og styrkja juk­ust ár frá ári eftir hrun. Á milli áranna 2007 og 2010 hækk­uðu þessar greiðslur um 87,2 pró­sent og héldu áfram að hækka allt fram til árs­ins 2015. Það ár greiddu sveit­ar­fé­lögin 3,4 millj­arða króna  í húsa­­leig­u­bæt­­ur, félags­­­lega aðstoð og styrki. Það var 365 millj­­ónum krónum minna en árið áður og greiðsl­­urnar lækk­­uðu því um 9,6 pró­­sent á milli ára.

Og það var í fyrsta sinn í átta ár sem þessi liður lækk­aði.

Í fyrra sást tók þessi kostn­að­ar­liður svo stakka­skipt­um. Greiðslur sveita­fé­laga í húsa­leigu­bæt­ur, félags­lega aðstoð og styrki voru 2,6 millj­arðar króna árið 2016. Það er 848 millj­ónum krónum minna en árið áður, eða 24,4 pró­sent minna.

Á síð­asta ári þáðu alls 3.865 manns ofan­greinda styrki en þegar verst lét eftir hrun­ið, á árinu 2013, voru þeir sem þá fengu alls 5.724 tals­ins. Þeim hefur því fækkað um tæp­lega tvö þús­und á þremur árum.

Árlegur kostn­aður vegna bóta lækkað um 15,4 millj­arða

Atvinnu­leysi á Íslandi er mjög lít­ið. Sam­kvæmt Hag­stofu Íslands var það 2,2 pró­sent á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2017 og ef ekki væri fyrir stór­kost­legan inn­flutn­ing á erlendum rík­is­borg­urum – þeim fjölg­aði um 6.630 á fyrstu níu mán­uðum árs­ins – væri atvinnu­leysið hér nei­kvætt. Þ.e. mun meira fram­boð væri af atvinnu en eft­ir­spurn.

Fyrir banka­hrun var atvinnu­leysi hér líka afar lít­ið. Árið 2007 fengu sam­tals 4.560 manns greiddar 4,9 millj­arða króna frá Vinnu­mála­stofnun í atvinnu­leys­is­bæt­ur. Á árinu 2009 fór atvinnu­leysið mest upp í níu pró­sent á meðal Íslend­inga á aldr­inum 16-74 ára. Það ár fengu alls 27.639 manns greiddar atvinnu­leys­is­bætur upp á sam­tals 23,2 millj­arða króna.

Algjör við­snún­ingur hefur orðið í þessum efnum á und­an­förnum árum, enda efna­hags­á­standið hér­lendis batnað veru­lega og mik­ill hag­vöxtur verið ár eftir ár. Ekk­ert lát virð­ist á þeirri þróun en sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands er gert ráð fyrir 4,9 pró­sent hag­vexti í ár og 3,1 pró­sent á næsta ári.

Árið 2015 greiddi Vinn­u­­mála­­stofnun alls 8,8 millj­­arða króna í atvinn­u­­leys­is­bæt­­ur, sem er 2,2 millj­­örðum króna minna en hún gerði árið áður. Alls fengu 10.864 greiddar bætur úr Atvinn­u­­leys­is­­trygg­inga­­sjóði á árinu 2015, sem er 16.774 færri en fengu bætur árið 2009. Í fyrra héldu þessar greiðslur áfram að drag­ast sam­an. Þá fengu alls 9.722 ein­stak­lingar tæp­lega 7,8 millj­arða króna í atvinnu­leys­is­bæt­ur, eða millj­arði minna en árið áður. Það er sam­dráttur um 13 pró­sent milli ára og þeir sem fengu greiddar bætur í fyrra voru 1.142 færri en á árinu 2015.

Sam­tals hafi verið  greiddir um 131 millj­­arðar króna í atvinn­u­­leys­is­bætur frá hruni og fram til loka síð­­asta árs.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar