Greiðslur vegna atvinnuleysis og félagslegrar framleiðslu hríðlækka

Greiðslur vegna húsaleigubóta, félagslegrar aðstoðar og styrki drógust saman um 24,4 prósent milli áranna 2015 og 2016. Útgreiddar atvinnuleysisbætur voru milljarði lægri en árið áður og hafa ekki verið lægri frá hruni.

Atvinnuleysi hefur hríðfallið á Íslandi á undanförnum árum og þeim sem þurfa á félagslegri framfærslu að halda hefur fækkað mikið.
Atvinnuleysi hefur hríðfallið á Íslandi á undanförnum árum og þeim sem þurfa á félagslegri framfærslu að halda hefur fækkað mikið.
Auglýsing

Greiðslur sveit­ar­fé­laga vegna félags­legrar fram­færslu halda áfram að drag­ast saman ár frá ári. Í fyrra náum greiðslur sveit­ar­fé­laga í húsa­leigu­bæt­ur, félags­lega aðstoð og styrki alls 2,6 millj­örðum króna. Það er 848 millj­ónum krónum minna en árið áður og sam­dráttur í slíkum greiðslum upp á 24,4 pró­sent.

Vinnu­mála­stofnun greiddi alls tæp­lega tíu þús­und ein­stak­lingum 7,8 millj­arða króna í atvinnu­leys­is­bætur á síð­asta ári. Til sam­an­burðar þá fengu alls tæp­lega 28 þús­und manns 23,2 millj­arða króna greiddar í atvinnu­leys­is­bætur árið 2009, þegar áhrif hruns­ins voru hvað mest hér­lend­is. Á sjö árum lækk­uðu árs­greiðslur vegna atvinnu­leys­is­bóta því um 15,4 millj­arða króna og þeim sem þiggja slíkar bætur fækk­aði um lið­lega 18 þús­und.

Þetta kemur fram í nýjasta tölu­blaði Tíundar, frétta­blaðs rík­is­skatt­stjóra.

Auglýsing

Lækk­uðu um 848 millj­ónir á milli ára

Greiðslur sveit­ar­fé­laga vegna húsa­leigu­bóta, félags­legrar aðstoðar og styrkja juk­ust ár frá ári eftir hrun. Á milli áranna 2007 og 2010 hækk­uðu þessar greiðslur um 87,2 pró­sent og héldu áfram að hækka allt fram til árs­ins 2015. Það ár greiddu sveit­ar­fé­lögin 3,4 millj­arða króna  í húsa­­leig­u­bæt­­ur, félags­­­lega aðstoð og styrki. Það var 365 millj­­ónum krónum minna en árið áður og greiðsl­­urnar lækk­­uðu því um 9,6 pró­­sent á milli ára.

Og það var í fyrsta sinn í átta ár sem þessi liður lækk­aði.

Í fyrra sást tók þessi kostn­að­ar­liður svo stakka­skipt­um. Greiðslur sveita­fé­laga í húsa­leigu­bæt­ur, félags­lega aðstoð og styrki voru 2,6 millj­arðar króna árið 2016. Það er 848 millj­ónum krónum minna en árið áður, eða 24,4 pró­sent minna.

Á síð­asta ári þáðu alls 3.865 manns ofan­greinda styrki en þegar verst lét eftir hrun­ið, á árinu 2013, voru þeir sem þá fengu alls 5.724 tals­ins. Þeim hefur því fækkað um tæp­lega tvö þús­und á þremur árum.

Árlegur kostn­aður vegna bóta lækkað um 15,4 millj­arða

Atvinnu­leysi á Íslandi er mjög lít­ið. Sam­kvæmt Hag­stofu Íslands var það 2,2 pró­sent á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2017 og ef ekki væri fyrir stór­kost­legan inn­flutn­ing á erlendum rík­is­borg­urum – þeim fjölg­aði um 6.630 á fyrstu níu mán­uðum árs­ins – væri atvinnu­leysið hér nei­kvætt. Þ.e. mun meira fram­boð væri af atvinnu en eft­ir­spurn.

Fyrir banka­hrun var atvinnu­leysi hér líka afar lít­ið. Árið 2007 fengu sam­tals 4.560 manns greiddar 4,9 millj­arða króna frá Vinnu­mála­stofnun í atvinnu­leys­is­bæt­ur. Á árinu 2009 fór atvinnu­leysið mest upp í níu pró­sent á meðal Íslend­inga á aldr­inum 16-74 ára. Það ár fengu alls 27.639 manns greiddar atvinnu­leys­is­bætur upp á sam­tals 23,2 millj­arða króna.

Algjör við­snún­ingur hefur orðið í þessum efnum á und­an­förnum árum, enda efna­hags­á­standið hér­lendis batnað veru­lega og mik­ill hag­vöxtur verið ár eftir ár. Ekk­ert lát virð­ist á þeirri þróun en sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands er gert ráð fyrir 4,9 pró­sent hag­vexti í ár og 3,1 pró­sent á næsta ári.

Árið 2015 greiddi Vinn­u­­mála­­stofnun alls 8,8 millj­­arða króna í atvinn­u­­leys­is­bæt­­ur, sem er 2,2 millj­­örðum króna minna en hún gerði árið áður. Alls fengu 10.864 greiddar bætur úr Atvinn­u­­leys­is­­trygg­inga­­sjóði á árinu 2015, sem er 16.774 færri en fengu bætur árið 2009. Í fyrra héldu þessar greiðslur áfram að drag­ast sam­an. Þá fengu alls 9.722 ein­stak­lingar tæp­lega 7,8 millj­arða króna í atvinnu­leys­is­bæt­ur, eða millj­arði minna en árið áður. Það er sam­dráttur um 13 pró­sent milli ára og þeir sem fengu greiddar bætur í fyrra voru 1.142 færri en á árinu 2015.

Sam­tals hafi verið  greiddir um 131 millj­­arðar króna í atvinn­u­­leys­is­bætur frá hruni og fram til loka síð­­asta árs.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar