110 ár frá sögulegum fundi kvenna sem leiddi til kvennaframboðs

Í ljósi úrslita nýlegra kosninga er ekki úr vegi að rifja upp fyrstu kosningarnar þar sem konur komust í bæjarstjórn. Þann 2. nóvember 1907 boðaði Kvenréttindafélag Íslands til fundar með stjórnum kvenfélaganna í Reykjavík þar sem framboð var ákveðið.

Fyrstu konurnar í bæjarstjórn - Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir.
Fyrstu konurnar í bæjarstjórn - Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir.
Auglýsing

Fyrir 110 árum, þann 2. nóv­em­ber árið 1907, boð­aði Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands til fundar með stjórnum kven­fé­lag­anna í Reykja­vík vegna bæj­ar­stjórn­ar­kosn­inga sem halda skyldi árið 1908. Þar var ákveðið að hvert félag skyldi kjósa nefnd til að und­ir­búa kosn­ing­arnar og til­nefna eina konu eða fleiri til fram­boðs.

Listi kven­fé­lag­anna fékk lang­flest atkvæðin í kosn­ing­unum 1908 eða 345 og voru það 21,8 pró­sent greiddra atkvæða. Hann kom öllum sínum fjórum full­trúum að. Sá listi sem næstur var að atkvæða­tölu fékk 235 atkvæði.

Efst á list­anum var Katrín Magn­ús­son, for­maður Hins íslenska kven­fé­lags, í öðru sæti var Þór­unn Jónassen, for­maður Thor­vald­sens­fé­lags­ins, í því þriðja Bríet Bjarn­héð­ins­dótt­ir, for­maður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands og í því fjórða Guð­rún Björns­dótt­ir, sem var félagi í Kven­rétt­inda­fé­lagi Íslands.

Auglýsing

Kven­fé­lögin með sér­stakan lista

Þann 24. jan­úar 1908 fóru fam kosn­ingar til bæj­ar­stjórnar í Reykja­vík og átti að kjósa 15 full­trúa. Kosn­ingin fór fram í Barna­skól­anum sem er gamli Mið­bæj­ar­skól­inn. Á kjör­skrá voru 2.838 en bæj­ar­búar voru alls 11.016. Konur á kjör­skrá voru 1.209 og karlar 1.629. Atvæð­is­réttar neyttu 593 konur og 1.027 karlar eða 57 pró­sent kjós­enda og hafði þátt­takan aldrei verið meiri.

Í kosn­ing­unum voru bornir fram 18 list­ar. Kven­fé­lögin í bænum báru fram sér­stakan lista og fékk hann bók­staf­inn F.

Heim­sóttu hverja ein­ustu konu með kosn­inga­rétt

Á vef­síðu Kvenna­sögu­safns Íslands kemur fram að kon­urnar hafi unnið geysi­vel fyrir kosn­ing­una. Þær efndu til fyr­ir­lestra um laga­lega stöðu kvenna, um nýju kosn­inga­lögin og um bæj­ar- og sveit­ar­stjórn­ar­mál. 

Þær skiptu bænum í níu hverfi og kusu nefndir sem höfðu það hlut­verk að heim­sækja hverja ein­ustu konu með kosn­inga­rétt og hvetja hana til að kjósa. Þær opn­uðu kosn­inga­skrif­stofu og gáfu út kosn­inga­stefnu­skrá. Í stuttu máli má segja að þær hafi verið upp­hafs­menn að skipu­lögðum kosn­inga­á­róðri i Reykja­vík.

Árið 

1908 var kosið um 15 full­trúa en síðan átti að draga út 5 full­trúa á 2ja ára fresti og kjósa aðra 5 í þeirra stað. Það voru því kosn­ingar annað hvert ár. Kven­fé­lög í Reykja­vík buðu fram lista í öllum kosn­ingum fram til árs­ins 1918 að þau buðu fram með karl­mönnum í fyrsta sinn. Konur sem kjörnar voru af kvenna­lista eða fyrir kven­fé­lögin sátu í bæj­ar­stjórn til árs­ins 1922.

Fylgi kvenna­list­anna 1908 til 1916:


1908: 21,8%


1910: 21,3%


1912: 21,8%


1914: 14,5%


1916: 10,2%


Bríet Bjarn­héð­ins­dóttir átti hug­mynd­ina að því að kven­fé­lögin í Reykja­vík byðu fram sér­stakan kvenna­lista árið 1908. Kven­fé­lögin sem stóðu að baki list­anum voru alls fimm: Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Hið íslenska kven­fé­lag, Thor­vald­sens­fé­lag­ið, Hvíta­bandið og Kven­fé­lagið Hring­ur­inn (öll starfa þessi félög enn þann dag í dag nema Hið íslenska kven­fé­lag).

Heim­ild: Kvenna­sögu­safn Íslands

Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar