110 ár frá sögulegum fundi kvenna sem leiddi til kvennaframboðs

Í ljósi úrslita nýlegra kosninga er ekki úr vegi að rifja upp fyrstu kosningarnar þar sem konur komust í bæjarstjórn. Þann 2. nóvember 1907 boðaði Kvenréttindafélag Íslands til fundar með stjórnum kvenfélaganna í Reykjavík þar sem framboð var ákveðið.

Fyrstu konurnar í bæjarstjórn - Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir.
Fyrstu konurnar í bæjarstjórn - Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir.
Auglýsing

Fyrir 110 árum, þann 2. nóv­em­ber árið 1907, boð­aði Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands til fundar með stjórnum kven­fé­lag­anna í Reykja­vík vegna bæj­ar­stjórn­ar­kosn­inga sem halda skyldi árið 1908. Þar var ákveðið að hvert félag skyldi kjósa nefnd til að und­ir­búa kosn­ing­arnar og til­nefna eina konu eða fleiri til fram­boðs.

Listi kven­fé­lag­anna fékk lang­flest atkvæðin í kosn­ing­unum 1908 eða 345 og voru það 21,8 pró­sent greiddra atkvæða. Hann kom öllum sínum fjórum full­trúum að. Sá listi sem næstur var að atkvæða­tölu fékk 235 atkvæði.

Efst á list­anum var Katrín Magn­ús­son, for­maður Hins íslenska kven­fé­lags, í öðru sæti var Þór­unn Jónassen, for­maður Thor­vald­sens­fé­lags­ins, í því þriðja Bríet Bjarn­héð­ins­dótt­ir, for­maður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands og í því fjórða Guð­rún Björns­dótt­ir, sem var félagi í Kven­rétt­inda­fé­lagi Íslands.

Auglýsing

Kven­fé­lögin með sér­stakan lista

Þann 24. jan­úar 1908 fóru fam kosn­ingar til bæj­ar­stjórnar í Reykja­vík og átti að kjósa 15 full­trúa. Kosn­ingin fór fram í Barna­skól­anum sem er gamli Mið­bæj­ar­skól­inn. Á kjör­skrá voru 2.838 en bæj­ar­búar voru alls 11.016. Konur á kjör­skrá voru 1.209 og karlar 1.629. Atvæð­is­réttar neyttu 593 konur og 1.027 karlar eða 57 pró­sent kjós­enda og hafði þátt­takan aldrei verið meiri.

Í kosn­ing­unum voru bornir fram 18 list­ar. Kven­fé­lögin í bænum báru fram sér­stakan lista og fékk hann bók­staf­inn F.

Heim­sóttu hverja ein­ustu konu með kosn­inga­rétt

Á vef­síðu Kvenna­sögu­safns Íslands kemur fram að kon­urnar hafi unnið geysi­vel fyrir kosn­ing­una. Þær efndu til fyr­ir­lestra um laga­lega stöðu kvenna, um nýju kosn­inga­lögin og um bæj­ar- og sveit­ar­stjórn­ar­mál. 

Þær skiptu bænum í níu hverfi og kusu nefndir sem höfðu það hlut­verk að heim­sækja hverja ein­ustu konu með kosn­inga­rétt og hvetja hana til að kjósa. Þær opn­uðu kosn­inga­skrif­stofu og gáfu út kosn­inga­stefnu­skrá. Í stuttu máli má segja að þær hafi verið upp­hafs­menn að skipu­lögðum kosn­inga­á­róðri i Reykja­vík.

Árið 

1908 var kosið um 15 full­trúa en síðan átti að draga út 5 full­trúa á 2ja ára fresti og kjósa aðra 5 í þeirra stað. Það voru því kosn­ingar annað hvert ár. Kven­fé­lög í Reykja­vík buðu fram lista í öllum kosn­ingum fram til árs­ins 1918 að þau buðu fram með karl­mönnum í fyrsta sinn. Konur sem kjörnar voru af kvenna­lista eða fyrir kven­fé­lögin sátu í bæj­ar­stjórn til árs­ins 1922.

Fylgi kvenna­list­anna 1908 til 1916:


1908: 21,8%


1910: 21,3%


1912: 21,8%


1914: 14,5%


1916: 10,2%


Bríet Bjarn­héð­ins­dóttir átti hug­mynd­ina að því að kven­fé­lögin í Reykja­vík byðu fram sér­stakan kvenna­lista árið 1908. Kven­fé­lögin sem stóðu að baki list­anum voru alls fimm: Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Hið íslenska kven­fé­lag, Thor­vald­sens­fé­lag­ið, Hvíta­bandið og Kven­fé­lagið Hring­ur­inn (öll starfa þessi félög enn þann dag í dag nema Hið íslenska kven­fé­lag).

Heim­ild: Kvenna­sögu­safn Íslands

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag
Ekki verður tekin ákvörðun um lögbann á vefsíðuna tekjur.is í dag en Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vefinn.
Kjarninn 16. október 2018
Skiptastjóri félags Björgólfs Thors og Róberts stefnir Glitni
Björgólfur Thor Björgólfsson ábyrgist greiðslu kostnaðar í riftunarmáli félags sem á engar eignir gegn Glitni HoldCo. Hann er annar af tveimur kröfuhöfum sem lýstu samtals 13,9 milljörðum króna í búið. Hinn er stefndi í málinu, Glitnir HoldCo.
Kjarninn 16. október 2018
Reykjanesbær ófær um að þjónusta fleiri hælisleitendur
Velferðarráð Reykjanesbæjar hafnaði beiðni um að sjá um þjónustu við fleiri hælisleitendur en bærinn aðstoðar nú allt að 70 hælisleitendur. Útlendingastofnun bætir við húsnæði í Reykjanesbæ vegna fjölda hælisumsókna.
Kjarninn 16. október 2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Samfylkingin tapar fylgi og ábyrgðin sögð Dags í Braggamálinu
Meirihlutinn í borgarstjórn bætir við sig fylgi þó að Samfylkingin dali. Þriðjungur telur borgarstjóra bera ábyrgð í Braggamálinu.
Kjarninn 16. október 2018
Hugmyndamaðurinn Paul Allen látinn
Paul Allen er fallinn frá, 65 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skammvinn veikindi. Banamein hans var krabbamein, en hann greindist nýlega með það, í fjórða sinn á ævinni.
Kjarninn 15. október 2018
Magnús Halldórsson
Ísland í miðpunkti áhættuáhrifa loftslagsbreytinga
Kjarninn 15. október 2018
Samkeppniseftirlitið óskar eftir umsögnum vegna fyrir hugaðs samstarfs Árvakurs og 365 miðla
Morgunblaðið og Fréttablaðið vilja efla útgáfustarfsemi sína með samstarfi á sviði prentunar og dreifingar.
Kjarninn 15. október 2018
Melkorka Mjöll Kristinsdóttir
Ísland og alþjóðleg kjarnorkuafvopnun
Kjarninn 15. október 2018
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar