110 ár frá sögulegum fundi kvenna sem leiddi til kvennaframboðs

Í ljósi úrslita nýlegra kosninga er ekki úr vegi að rifja upp fyrstu kosningarnar þar sem konur komust í bæjarstjórn. Þann 2. nóvember 1907 boðaði Kvenréttindafélag Íslands til fundar með stjórnum kvenfélaganna í Reykjavík þar sem framboð var ákveðið.

Fyrstu konurnar í bæjarstjórn - Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir.
Fyrstu konurnar í bæjarstjórn - Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir.
Auglýsing

Fyrir 110 árum, þann 2. nóv­em­ber árið 1907, boð­aði Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands til fundar með stjórnum kven­fé­lag­anna í Reykja­vík vegna bæj­ar­stjórn­ar­kosn­inga sem halda skyldi árið 1908. Þar var ákveðið að hvert félag skyldi kjósa nefnd til að und­ir­búa kosn­ing­arnar og til­nefna eina konu eða fleiri til fram­boðs.

Listi kven­fé­lag­anna fékk lang­flest atkvæðin í kosn­ing­unum 1908 eða 345 og voru það 21,8 pró­sent greiddra atkvæða. Hann kom öllum sínum fjórum full­trúum að. Sá listi sem næstur var að atkvæða­tölu fékk 235 atkvæði.

Efst á list­anum var Katrín Magn­ús­son, for­maður Hins íslenska kven­fé­lags, í öðru sæti var Þór­unn Jónassen, for­maður Thor­vald­sens­fé­lags­ins, í því þriðja Bríet Bjarn­héð­ins­dótt­ir, for­maður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands og í því fjórða Guð­rún Björns­dótt­ir, sem var félagi í Kven­rétt­inda­fé­lagi Íslands.

Auglýsing

Kven­fé­lögin með sér­stakan lista

Þann 24. jan­úar 1908 fóru fam kosn­ingar til bæj­ar­stjórnar í Reykja­vík og átti að kjósa 15 full­trúa. Kosn­ingin fór fram í Barna­skól­anum sem er gamli Mið­bæj­ar­skól­inn. Á kjör­skrá voru 2.838 en bæj­ar­búar voru alls 11.016. Konur á kjör­skrá voru 1.209 og karlar 1.629. Atvæð­is­réttar neyttu 593 konur og 1.027 karlar eða 57 pró­sent kjós­enda og hafði þátt­takan aldrei verið meiri.

Í kosn­ing­unum voru bornir fram 18 list­ar. Kven­fé­lögin í bænum báru fram sér­stakan lista og fékk hann bók­staf­inn F.

Heim­sóttu hverja ein­ustu konu með kosn­inga­rétt

Á vef­síðu Kvenna­sögu­safns Íslands kemur fram að kon­urnar hafi unnið geysi­vel fyrir kosn­ing­una. Þær efndu til fyr­ir­lestra um laga­lega stöðu kvenna, um nýju kosn­inga­lögin og um bæj­ar- og sveit­ar­stjórn­ar­mál. 

Þær skiptu bænum í níu hverfi og kusu nefndir sem höfðu það hlut­verk að heim­sækja hverja ein­ustu konu með kosn­inga­rétt og hvetja hana til að kjósa. Þær opn­uðu kosn­inga­skrif­stofu og gáfu út kosn­inga­stefnu­skrá. Í stuttu máli má segja að þær hafi verið upp­hafs­menn að skipu­lögðum kosn­inga­á­róðri i Reykja­vík.

Árið 

1908 var kosið um 15 full­trúa en síðan átti að draga út 5 full­trúa á 2ja ára fresti og kjósa aðra 5 í þeirra stað. Það voru því kosn­ingar annað hvert ár. Kven­fé­lög í Reykja­vík buðu fram lista í öllum kosn­ingum fram til árs­ins 1918 að þau buðu fram með karl­mönnum í fyrsta sinn. Konur sem kjörnar voru af kvenna­lista eða fyrir kven­fé­lögin sátu í bæj­ar­stjórn til árs­ins 1922.

Fylgi kvenna­list­anna 1908 til 1916:


1908: 21,8%


1910: 21,3%


1912: 21,8%


1914: 14,5%


1916: 10,2%


Bríet Bjarn­héð­ins­dóttir átti hug­mynd­ina að því að kven­fé­lögin í Reykja­vík byðu fram sér­stakan kvenna­lista árið 1908. Kven­fé­lögin sem stóðu að baki list­anum voru alls fimm: Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Hið íslenska kven­fé­lag, Thor­vald­sens­fé­lag­ið, Hvíta­bandið og Kven­fé­lagið Hring­ur­inn (öll starfa þessi félög enn þann dag í dag nema Hið íslenska kven­fé­lag).

Heim­ild: Kvenna­sögu­safn Íslands

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar