Fyrrum öldungaráð Zúista hvetur meðlimi til að skrá sig úr félaginu

Eftir tveggja ára baráttu fyrir yfirráðum í félagi Zúista hefur fyrrum öldungaráð gefið frá sér yfirlýsingu.

zuistar
Auglýsing

Fyrrum öld­unga­ráð Zúista harmar þá stöðu sem nú er uppi í trú­fé­lag­inu Zuism og hvetur alla með­limi til að skrá sig úr félag­inu í síð­asta lagi fyrir 1. des­em­ber í yfir­lýs­ingu sem þeir sendu frá sér í morg­un. „Við þökkum fylgj­endum okkar fyrir þol­in­mæði og stuðn­ing und­an­farin ár en nú er því miður komið að leikslokum hjá okk­ur,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Sam­kvæmt nýj­ustu tölum Hag­stof­unnar eru 2.845 með­limir skráðir í félag­ið.

Upp­haf þessa máls var fjöl­miðlaum­fjöllun vorið 2015 um trú­fé­lagið Zuism sem eng­inn virt­ist gang­ast við og hafði ein­ungis fjóra með­limi. Þar kom fram að emb­ætti sýslu­manns á Norð­ur­landi eystra hefði með aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blað­inu skorað á með­limi félags­ins að gefa sig fram. Að öðrum kosti yrði félagið lagt niður þar sem lág­marks­fjöldi með­lima var langt frá því að upp­fylla við­mið í reglu­gerð ráðu­neytis um skrán­ingu opin­berra trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga.

Auglýsing

„Við, sem köll­uðum okkur öld­unga­ráð Zúista, fórum fyrir stórum hópi fólks sem vildi umbætur á lagaum­hverfi trú­fé­laga. Vegna þess hversu erfitt er að fá ný trú­fé­lög við­ur­kennd sáum við tæki­færi í þeirri stöðu sem var uppi í trú­fé­lag­inu Zúism. Við söfn­uðum því lág­marks­fjölda með­lima og gáfum okkur fram við sýslu­mann svo að félagið yrði ekki afskráð. Við litum á þetta sem tæki­færi til að skapa umræðu um hið gall­aða og órétt­láta trú­fé­laga- og sókn­ar­gjalda­kerf­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Í kjöl­farið fengu þau leið­bein­ingar frá emb­ætti sýslu­manns um hvernig þau ættu að taka við stjórn félags­ins sem þau segj­ast hafi farið eftir og skilað öllum til­hlýði­legum gögnum sem óskað var eft­ir. Þann 1. júní 2015 fékk full­trúi þeirra opin­bera við­ur­kenn­ingu emb­ættis sýslu­manns að hann væri for­stöðu­maður trú­fé­lags­ins og að þau færu með völd í þessu umkomu­lausa trú­fé­lagi.

„Nið­ur­staða hug­mynda­vinnu okkar var að bjóða félags­mönnum að fá sókn­ar­gjöldin end­ur­greidd eða gefa þau aftur til sam­fé­lags­ins með því að styrkja góð­gerð­ar­mál. Í krafti hinnar opin­beru við­ur­kenn­ingar hófum við svo í nóv­em­ber 2015 gjörn­ing­inn þar sem við aug­lýstum zúista­fé­lagið og end­ur­greiðslu­leið­ina. Á ein­ungis tveimur vikum fengum við um 3000 nýja með­limi og vakti félagið athygli langt út fyrir land­stein­ana. Þann 1. des­em­ber 2015 var félagið orðið eitt stærsta trú­fé­lag lands­ins.

Snemma í des­em­ber 2015 hófst svo stjórn­sýslu­martröð, sem hefur nú loks­ins tekið enda. Þá kom í ljós að upp­haf­legu stofn­endur trú­fé­lags­ins, sem voru algjör­lega ótengdir okkur og okkar áform­um, voru enn í for­svari fyrir rekstr­ar­fé­lag á bak við trú­fé­lag­ið. Þetta kom okkur á óvart svo ekki sé meira sagt, sér­stak­lega í ljósi þess að leið­bein­ingar stjórn­valds­ins til okkar höfðu ávallt verið að þetta væri alls ekki vanda­mál, trú­fé­lag í skiln­ingi lag­anna væri sjálf­stæð ein­ing og óháð rekstr­ar­fé­lag­inu á bak við það. Það væri því ein­falt mál að stofna nýtt rekstr­ar­fé­lag fyrir trú­fé­lag­ið, enda værum við opin­ber­lega við­ur­kenndir for­ráða­menn trú­fé­lags­ins.

Í jan­úar 2016 hóf­umst við því handa við að stofna nýtt rekstr­ar­fé­lag til að taka við sókn­ar­gjöld­unum svo við gætum í kjöl­farið greitt þau út til okkar með­lima eins og við höfðum gert ráð fyr­ir. Þá kom í ljós að innan stjórn­kerf­is­ins var hreint ekki alls staðar sami skiln­ingur lagður í lög um skráð trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Þrátt fyrir skýrar fyrri leið­bein­ingar þess efnis þá var okkur nú synjað um stofnun nýs rekstr­ar­fé­lags þar sem ekki væri hægt að aðgreina trú­fé­lög og rekstr­ar­fé­lög. Það var ljóst að án rekstr­ar­fé­lags­ins gætum við hvorki mót­tekið né ráð­stafað þeim fjár­munum sem félagið átti til­kall til. Í febr­úar 2016 óskuðum við því eftir því að allar greiðslur frá Fjár­sýslu rík­is­ins til trú­fé­lags­ins yrðu frystar til að vernda hags­muni með­lima trú­fé­lags­ins. Fjár­sýslan varð við þeirri beiðni og voru fjár­munir félags­ins í fryst­ingu hjá rík­is­sjóði fram á haust 2017.

Nú í byrjun nóv­em­ber, eftir um tveggja ára bar­áttu okkar fyrir yfir­ráðum í félag­inu, er end­an­lega ljóst að málið er tap­að. Ágúst Arnar Ágústs­son er nú for­stöðu­maður félags­ins og sú opin­bera við­ur­kenn­ing sem okkur var látin í té af yfir­völdum í júní 2015 hefur verið felld úr gildi. Við höfum því engin ítök eða völd lengur í trú­fé­lag­inu Zuism og getum þar af leið­andi ekki borið ábyrgð á því að sókn­ar­gjöld verði end­ur­greidd eða gefin til góð­gerð­ar­mála. Við frá­biðjum okkur einnig til­raunir núver­andi for­ráða­manna félags­ins til að eigna sér upp­haf­leg mark­mið okkar með gjörn­ingn­um, enda komu þeir hvergi að þeirri hug­mynda­vinn­u,“ segir jafn­framt í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Þau segja að nið­ur­staðan í þessu máli sé afleið­ing stjórn­sýslu­mistaka sem skrif­ast á þá lagaum­gjörð sem þau hafi upp­haf­lega verið að gagn­rýna með gjörn­ingi þeirra. Þau segj­ast vona að þessi fjar­stæðu­kenndu mála­lok verði til þess að lagaum­hverfi kerf­is­ins verði breytt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent