Fyrrum öldungaráð Zúista hvetur meðlimi til að skrá sig úr félaginu

Eftir tveggja ára baráttu fyrir yfirráðum í félagi Zúista hefur fyrrum öldungaráð gefið frá sér yfirlýsingu.

zuistar
Auglýsing

Fyrrum öld­unga­ráð Zúista harmar þá stöðu sem nú er uppi í trú­fé­lag­inu Zuism og hvetur alla með­limi til að skrá sig úr félag­inu í síð­asta lagi fyrir 1. des­em­ber í yfir­lýs­ingu sem þeir sendu frá sér í morg­un. „Við þökkum fylgj­endum okkar fyrir þol­in­mæði og stuðn­ing und­an­farin ár en nú er því miður komið að leikslokum hjá okk­ur,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Sam­kvæmt nýj­ustu tölum Hag­stof­unnar eru 2.845 með­limir skráðir í félag­ið.

Upp­haf þessa máls var fjöl­miðlaum­fjöllun vorið 2015 um trú­fé­lagið Zuism sem eng­inn virt­ist gang­ast við og hafði ein­ungis fjóra með­limi. Þar kom fram að emb­ætti sýslu­manns á Norð­ur­landi eystra hefði með aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blað­inu skorað á með­limi félags­ins að gefa sig fram. Að öðrum kosti yrði félagið lagt niður þar sem lág­marks­fjöldi með­lima var langt frá því að upp­fylla við­mið í reglu­gerð ráðu­neytis um skrán­ingu opin­berra trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga.

Auglýsing

„Við, sem köll­uðum okkur öld­unga­ráð Zúista, fórum fyrir stórum hópi fólks sem vildi umbætur á lagaum­hverfi trú­fé­laga. Vegna þess hversu erfitt er að fá ný trú­fé­lög við­ur­kennd sáum við tæki­færi í þeirri stöðu sem var uppi í trú­fé­lag­inu Zúism. Við söfn­uðum því lág­marks­fjölda með­lima og gáfum okkur fram við sýslu­mann svo að félagið yrði ekki afskráð. Við litum á þetta sem tæki­færi til að skapa umræðu um hið gall­aða og órétt­láta trú­fé­laga- og sókn­ar­gjalda­kerf­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Í kjöl­farið fengu þau leið­bein­ingar frá emb­ætti sýslu­manns um hvernig þau ættu að taka við stjórn félags­ins sem þau segj­ast hafi farið eftir og skilað öllum til­hlýði­legum gögnum sem óskað var eft­ir. Þann 1. júní 2015 fékk full­trúi þeirra opin­bera við­ur­kenn­ingu emb­ættis sýslu­manns að hann væri for­stöðu­maður trú­fé­lags­ins og að þau færu með völd í þessu umkomu­lausa trú­fé­lagi.

„Nið­ur­staða hug­mynda­vinnu okkar var að bjóða félags­mönnum að fá sókn­ar­gjöldin end­ur­greidd eða gefa þau aftur til sam­fé­lags­ins með því að styrkja góð­gerð­ar­mál. Í krafti hinnar opin­beru við­ur­kenn­ingar hófum við svo í nóv­em­ber 2015 gjörn­ing­inn þar sem við aug­lýstum zúista­fé­lagið og end­ur­greiðslu­leið­ina. Á ein­ungis tveimur vikum fengum við um 3000 nýja með­limi og vakti félagið athygli langt út fyrir land­stein­ana. Þann 1. des­em­ber 2015 var félagið orðið eitt stærsta trú­fé­lag lands­ins.

Snemma í des­em­ber 2015 hófst svo stjórn­sýslu­martröð, sem hefur nú loks­ins tekið enda. Þá kom í ljós að upp­haf­legu stofn­endur trú­fé­lags­ins, sem voru algjör­lega ótengdir okkur og okkar áform­um, voru enn í for­svari fyrir rekstr­ar­fé­lag á bak við trú­fé­lag­ið. Þetta kom okkur á óvart svo ekki sé meira sagt, sér­stak­lega í ljósi þess að leið­bein­ingar stjórn­valds­ins til okkar höfðu ávallt verið að þetta væri alls ekki vanda­mál, trú­fé­lag í skiln­ingi lag­anna væri sjálf­stæð ein­ing og óháð rekstr­ar­fé­lag­inu á bak við það. Það væri því ein­falt mál að stofna nýtt rekstr­ar­fé­lag fyrir trú­fé­lag­ið, enda værum við opin­ber­lega við­ur­kenndir for­ráða­menn trú­fé­lags­ins.

Í jan­úar 2016 hóf­umst við því handa við að stofna nýtt rekstr­ar­fé­lag til að taka við sókn­ar­gjöld­unum svo við gætum í kjöl­farið greitt þau út til okkar með­lima eins og við höfðum gert ráð fyr­ir. Þá kom í ljós að innan stjórn­kerf­is­ins var hreint ekki alls staðar sami skiln­ingur lagður í lög um skráð trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Þrátt fyrir skýrar fyrri leið­bein­ingar þess efnis þá var okkur nú synjað um stofnun nýs rekstr­ar­fé­lags þar sem ekki væri hægt að aðgreina trú­fé­lög og rekstr­ar­fé­lög. Það var ljóst að án rekstr­ar­fé­lags­ins gætum við hvorki mót­tekið né ráð­stafað þeim fjár­munum sem félagið átti til­kall til. Í febr­úar 2016 óskuðum við því eftir því að allar greiðslur frá Fjár­sýslu rík­is­ins til trú­fé­lags­ins yrðu frystar til að vernda hags­muni með­lima trú­fé­lags­ins. Fjár­sýslan varð við þeirri beiðni og voru fjár­munir félags­ins í fryst­ingu hjá rík­is­sjóði fram á haust 2017.

Nú í byrjun nóv­em­ber, eftir um tveggja ára bar­áttu okkar fyrir yfir­ráðum í félag­inu, er end­an­lega ljóst að málið er tap­að. Ágúst Arnar Ágústs­son er nú for­stöðu­maður félags­ins og sú opin­bera við­ur­kenn­ing sem okkur var látin í té af yfir­völdum í júní 2015 hefur verið felld úr gildi. Við höfum því engin ítök eða völd lengur í trú­fé­lag­inu Zuism og getum þar af leið­andi ekki borið ábyrgð á því að sókn­ar­gjöld verði end­ur­greidd eða gefin til góð­gerð­ar­mála. Við frá­biðjum okkur einnig til­raunir núver­andi for­ráða­manna félags­ins til að eigna sér upp­haf­leg mark­mið okkar með gjörn­ingn­um, enda komu þeir hvergi að þeirri hug­mynda­vinn­u,“ segir jafn­framt í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Þau segja að nið­ur­staðan í þessu máli sé afleið­ing stjórn­sýslu­mistaka sem skrif­ast á þá lagaum­gjörð sem þau hafi upp­haf­lega verið að gagn­rýna með gjörn­ingi þeirra. Þau segj­ast vona að þessi fjar­stæðu­kenndu mála­lok verði til þess að lagaum­hverfi kerf­is­ins verði breytt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent