Facebook-síða Barger.

Vítisengill genginn – „Til andskotans með Harley-Davidson“

Vélhjólaklúbburinn og glæpasamtökin Hells Angels eiga sér langa sögu en einn þekktasti meðlimur samtakanna Sonny Bar­ger lést fyrir stuttu. Líf hans var litað af glæpum en hann sagði alla tíð að það væri ofsögum sagt að klúbburinn stundaði skipulagða glæpastarfsemi. Sitt sýnist hverjum um þær fullyrðingar en ljóst er að það er ákveðinn lífsmáti fólginn í því að vera meðlimur í klúbbnum – og dauðans alvara.

Ég hef hef lifað löngu og góðu lífi sem var ævin­týra­legt. Og það hafa verið for­rétt­indi að vera partur af undra­verðum klúbb­i.“

Þetta var ritað á Face­book-­síðu Ralph Hubert „Sonny“ Bar­­ger, and­lits vél­hjóla­klúbbs­ins og glæpa­sam­tak­anna Hells Ang­els, eftir and­lát hans í lok júní en hann lést 83 ára að aldri eftir stutta bar­áttu við krabba­mein.

Sam­tökin Hells Ang­els þarf vart að kynna enda fyrir löngu orðin alræmd fyrir glæp­a­starf­semi. Þrátt fyrir frægð og langa sögu er margt varð­andi sam­tökin enn hjúpað leynd. Saga geng­is­ins og með­lima­tal eru leynd­ar­dóms­full umfjöll­un­ar­efni og það sem á sér stað innan húsa­kynna klúbbs­ins er ekki látið frétt­ast þar fyrir utan, enda vilja þessir vél­hjóla­menn hafa það þannig.

The Hells Ang­els Motorcycle Cub varð til í Font­ana í Kali­forníu árið 1948 þegar umfram­fram­leiðsla hers­ins gerði það að verkum að vél­hjól urðu ódýr­ari og mörgum fyrr­ver­andi her­mönnum þótti kyrrð eft­ir­stríðs­ár­anna hvim­leið og þeir þráðu ævin­týri. Haft er fyrir satt að fyrr­ver­andi her­maður að nafni Otto Friedli hafi stofnað klúbb­inn eftir klofn­ing frá einum af fyrstu vél­hjóla­klúbbum eft­ir­stríðs­áranna, The Pis­sed Off Bast­ards, í kjöl­far hat­rammrar deilu við óvina­klúbb.

Eitt pró­sent vand­ræða­geml­inga svertir mann­orð 99 pró­senta virð­ing­ar­verðra vél­hjóla­manna

Sveitir sprengju­flug­manna í heims­styrj­öld­unum tveimur voru gjarnan kall­aðar Vít­isenglar – „Hell's Ang­els“ – og það var einnig heitið á kvik­mynd Howard Hug­hes frá árinu 1930 um hinar kon­ung­legu flug­sveit­ir. Úrfell­ing­ar­komman hvarf úr heit­inu með tíð og tíma.

Árum saman var HAMC, eins og með­lim­irnir kalla klúbb­inn, ein­göngu í Kali­forn­íu. Fyrsta deildin utan við Kali­forn­íu­ríki var stofnuð í Auckland í Nýja-­Sjá­landi árið 1961. Um síðir teygði klúbb­ur­inn svo anga sína út í flest ríki, 30 tals­ins, og til fleiri landa, í krafti ímyndar með­li­manna sem kæru­lausra útlaga sem lúta engum reglum nema sínum eig­in.

Popp­menn­ingin treysti í sessi þessa tákn­mynd, sér í lagi kvik­myndin The Wild One frá árinu 1953 með Mar­lon Brando í aðal­hlut­verki og skrif Hunters S. Thomp­son frá 1966 um árið sem hann bjó með gengi í Norð­ur­-Kali­forn­íu. Sam­tökin segja að dæmi­gert sé að með­limir keyri 20.000 mílur á ári, sem er rúm­lega 30.000 kíló­metra, vana­lega á þeim öku­tækjum sem Englarnir kunna best að meta, Harley-Da­vid­son vél­hjól­um. Og með­limir kalla sig enn „one percenter­s“. Það er hálfrar aldar gam­alt gort sem vísar til þess orðs­kviðar að eitt pró­sent vand­ræða­geml­inga sverti mann­orð 99 pró­senta virð­ing­ar­verðra vél­hjóla­manna.

Samt vilja Englarnir meina að orð­spor klúbbs­ins sem glæpa­sam­tök sé óverð­skuldað og benda í því sam­bandi á tíð fram­lög sín til góð­gerð­ar­mála í þágu barna og fyrr­ver­andi her­manna. Á borða neðst á vef­síðu Hells Ang­els stóð: „Þegar við breytum rétt man það eng­inn, þegar við gerum eitt­hvað rangt gleymir því eng­inn.“ En margir Vít­isenglar hafa svo sann­ar­lega unnið sér inn lög­leys­isí­mynd sína – hand­tökur og dómar fyrir fíkni­efna­sölu, og þá sér­stak­lega á metam­fetamíni, lík­ams­árás­ir, vopna­eign og jafn­vel morð hafa fylgt klúbbnum í ára­tugarað­ir.

Svæsn­asta dæmið um þetta er meint sam­særi Vít­isengla um að drepa rokk­goðið Mick Jag­ger eftir hið alræmda upp­þot árið 1969 á Alta­mont-­kappakst­urs­braut­inni í Kali­forníu þar sem gengið gegndi örygg­is­gæslu. Roll­ing Sto­nes-­söngv­ar­inn hafði gagn­rýnt Englana eftir að vél­hjóla­maður stakk til bana áhorf­anda sem hafði dregið upp byssu á meðan á rysk­ingum stóð. Drápið var úrskurðað sem sjálfs­vörn og kær­urnar voru látnar niður falla. Megnið af atvik­inu var fest á filmu í heim­ild­ar­mynd frá árinu 1970 um Roll­ing Sto­nes.

„Þú potar ekki í geit­ungabú með priki“

Í Skand­in­avíu geis­aði árum saman stríð um yfir­ráða­svæði á tíunda ára­tugnum sem átti sér að sögn stað með vél­byssum, sprengju­vörpum og hand­sprengjum og kost­aði um tíu manns líf­ið. Þrír vél­hjóla­menn voru drepnir í gríð­ar­miklum átökum milli Vít­isengl­anna og óvina­geng­is­ins Mon­gols í spila­víti í Nevada árið 2002.

Árið 2007 fannst kona alvar­lega lemstruð við dyr víg­girtra höf­uð­stöðva klúbbs­ins í aust­ur­hluta Man­hattan í New York borg. Þung­vopnuð lög­reglu­sveit gerði áhlaup á bygg­ing­una með þyrlur á lofti en engar kærur komu upp úr krafs­inu. Þetta hefur orðið til þess að að yfir­völd hafa vök­ult auga með Hells Ang­els. Sér­sveitir hafa fylgst með vél­hjóla­ferðum Hells Ang­els til styrktar góð­gerð­ar­mála til að fyr­ir­byggja vand­ræði og til að sýna styrk sinn mættu lög­reglu­sveitir með­limum sam­tak­anna í Minnesota þegar þeir voru á leið til í Stur­gis um sum­arið 2009. Eins og lög­reglu­þjónn­inn Steve Ovick sagði í við­tali við frétta­miðil á svæð­inu: „Þú potar ekki í geit­ungabú með priki en þú vilt svo sann­ar­lega fá að vita hvar geit­unga­búið er.“

EPA

Hægt er að þekkja Vít­isengla á jökk­unum þeirra úr leðri eða galla­efni, sem bera merki hins rauða, hvíta og vængj­aða „höf­uðs dauð­ans“, staf­ina HAMC og oftar en ekki töl­una 81, sem táknar H, átt­unda staf­inn í staf­róf­inu og A, þann fyrsta. Eins og her­menn sem skarta tákn­myndum á ein­kenn­is­bún­ingum sínum bera Vít­isenglar margar ólíkar ásaum­aðar myndir á jökk­unum sínum sem gefa til kynna stöðu þeirra innan sam­tak­anna en nákvæma merk­ingu þess­ara tákna skilja aðeins aðrir Englar.

Með­limir kalla hver annan ein­göngu dul­nefnum og á minn­ing­ar­síðu á vef­svæði geng­is­ins má finna virð­ing­ar­vott um látna vél­hjóla­menn sem eru aðeins kall­aðir Tri­umph Vik­ing og Fat Ray. Og gangi þér vel að reyna að verða Vit­is­eng­ill án mik­illar fyr­ir­hafn­ar. Upp­lýs­ing­arnar fyrir verð­andi með­limi fela nokkurn veg­inn í sér þessi skila­boð: „Ef þú þarft að spyrja muntu lík­lega ekki skilja svar­ið.“

End­ur­vöktu gamla klúbb­inn í Oakland

Aftur að Sonny Bar­ger – einu þekktasta and­liti sam­tak­anna í gegnum árin. Hann fædd­ist í bænum Modesto í Kali­forníu í Banda­ríkj­unum árið 1938. Móðir hans yfir­gaf fjöl­skyldu hans þegar hann var ein­ungis fjög­urra mán­aða gam­all. Hann ólst því upp með systur sinni hjá trú­aðri ömmu sinni og drykkju­sjúkum föð­ur. Þegar Bar­ger var barn var honum vísað nokkrum sinnum úr skóla og þótti hann heldur óstýri­lát­ur.

Sextán ára skráði hann sig í her­inn en var leystur frá störfum með sæmd þegar þegar upp komst að hann hefði falsað fæð­ing­ar­vott­orð sitt til þess að geta skráð sig í her­inn fjórtán mán­uðum seinna.

Eftir veru í hernum sinnti hann hinum ýmsu störfum en hann bjó með föður sínum fyrst um sinn á hót­eli og flutti síðar til eldri systur sinn­ar.

Bar­ger gekk í fyrsta sinn í vél­hjóla­klúbb sem bar nafnið Oakland Panthers árið 1956. Eftir að sá klúbbur leyst­ist upp fór hann að keyra með öðrum mönnum með sama áhuga­mál en einn þeirra hét Don „Boots“ Reeves. Sá var með ásaumað merki af flug­manns­hjálmi innan um vængi – merki gam­als vél­hjóla­klúbbs í Norð­ur­-Sakra­mentó sem hafði liðið undir lok.

Merkið hjá Vítisenglum.

Með honum stofn­aði Bar­ger lít­inn klúbb í Oakland í Kali­forníu þann 1. apríl 1957. Allir með­limir í klúbbnum báru fyrr­nefnt merki sem seinna var iðu­lega kallað „höfuð dauð­ans“ og varð lógó klúbbs­ins sem þeir köll­uðu Hells Ang­els.

Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að fleiri klúbbar með sama nafni væru að spretta upp víðs­vegar um fylk­ið. Bager var for­maður klúbbs­ins í Oakland og hjól­uðu þeir um Kali­forníu til þess að sam­eina klúbbana og móta reglur fyrir Hells Ang­els. Þessi þensla klúbbs­ins var þó ekki án árekstra því ágrein­ingur var á milli þeirra og til að mynda ann­ars klúbbs, Gypsy Jokers.

Langur saka­fer­ill

Bar­ger vann sem véla­maður frá 1960 til 1965 eða þangað til hann var rek­inn fyrir lélega mæt­ingu. Saka­fer­ill hans hófst árið 1963 eftir að hann var hand­tek­inn fyrir vörslu mari­júana en það gerð­ist aftur ári síðar og fyrir árás með morð­vopni árin 1965 og 1966. Hóf hann sölu á heróíni nokkrum árum síðar og á svip­uðum tíma varð hann háður kóka­íni. Á árunum 1966 til 1973 þén­aði hann á lög­legan hátt með því að aðstoða við hin ýmsu kvik­mynda­verk­efni. Berger og vél­hjóla­sam­tökin hans, Hells Ang­els voru oft á þessum tíma tengd við svo­kall­aða „and­menn­ingu“ sjö­unda ára­tug­ar­ins.

Í gegnum árin var Bar­ger hand­tek­inn fyrir hin ýmsu brot, á borð við morð­til­raun­ir, mann­rán og vörslu eit­ur­lyfja. Hann var þá ákærður fyrir morð árið 1972 á eit­ur­lyfja­sala en sýkn­aður þegar trú­verð­ug­leiki vitn­is­ins var dreg­inn í efa í rétt­ar­sal. Ári seinna hlaut Bar­ger fang­els­is­vist í 10 ár til lífs­tíðar fyrir eit­ur­lyfja­vörslu og vopna­eign. Eftir fjögur og hálft ár losn­aði hann úr fang­elsi eftir að hann fékk reynslu­lausn.

Á árunum sem fylgdu þarna á eftir var vél­hjóla­klúbb­ur­inn iðu­lega tengdur við glæp­a­starf­semi og þótti Bar­ger það miður en hann hélt því ávallt fram að klúbb­ur­inn gæti ekki borið ábyrgð á hegðun ein­stak­ling­anna sem voru í hon­um.

Árið 1983 greind­ist Bar­ger með krabba­mein í hálsi en hann hafði alla tíð reykt mikið – og verið „þriggja-­pakka“ mað­ur. Hann lét eftir stjórn Hells Ang­els til Michaels O'Farrell sem var næst­ráð­andi í klúbbnum á meðan hann barð­ist við mein­ið. Barka­kýlið var tekið og and­aði hann alla tíð síðan í gegnum plast­ventil á háls­inum sem hann lok­aði fyrir þegar hann tal­aði.

Töluvert hefur verið fjallað um Sonny Barger í fjölmiðlum vestanhafs undanfarna daga vegna andláts hans.
Skjáskot/TIME

Bar­ger átti aftur eftir að hljóta fang­els­is­dóm en seinna á níunda ára­tugnum var hann dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi fyrir sam­særi að fremja ýmsa glæpi, meðal ann­ars morð. Hann sat af sér í þrjú og hálft ár og þegar hann var leystur úr haldi í nóv­em­ber 1992 hélt hann helj­ar­innar partý þar sem um 700 gestir mættu, þar á meðal stjórn­mála­menn.

Vildi hjóla á japönskum hjólum

Bar­ger hélt áfram að vera stór hluti af Hells Ang­els en á seinni árum tal­aði hann fyrir öryggi vél­hjóla­manna í umferð­inni og þrátt fyrir að með­limir klúbbs­ins hafi alla tíð hjólað á Harley-Da­vid­son þá sagði Bar­ger eitt sinn að honum hefði aldrei líkað við þá teg­und af hjól­um. Hann not­aði þau bara vegna þess að sú teg­und af mót­or­hjólum hafði ávallt fylgt ímynd klúbbs­ins. „Ég hjóla á þeim vegna þess að ég er í klúbbn­um, sú er ímynd­in, en ef ég gæti þá myndi ég alvar­lega íhuga að keyra Hondu ST1100 eða BMW. Við misstum af tæki­fær­inu að skipta yfir í japönsku hjóla­teg­und­irnar þegar þeir byrj­uðu að búa til stærri hjól. Ég segi venju­lega: „Til and­skot­ans með Harley-Da­vid­son.““

Hann var fjór­gift­ur. Fyrsta konan hans, Elsie Mae, lést eftir ólög­legt þung­un­ar­rof á sjö­unda ára­tugn­um. Nokkrum árum síðan gift­ist hann Sharon Gru­hlke, þegar hann sat í fang­elsi, en skildi nokkru síð­ar. Þriðja hjóna­bandið var storma­samt en Bar­ger var meðal ann­ars dæmdur í nokk­urra daga fang­elsi fyrir að ráð­ast á Beth Noel árið 2003. Þau skildu í kjöl­far­ið. Hann gift­ist fjórðu kon­unni, Zor­ana, tveimur árum síðar og voru þau saman þar til hann lést. Hún var með honum á dauða­stund­inni ásamt öðrum ást­vinum hans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar