Bandaríkin munu girða fyrir fjárfestingar styrkþega í Kína

Bandarísk yfirvöld munu veita tugum milljarða dollara í að niðurgreiða framleiðslu á tölvukubbum á næstu árum. Fyrirtækin sem hljóta styrki mega á sama tíma ekki opna nýjar hátækniverksmiðjur á kínverskri grundu, samkvæmt viðskiptaráðherra landsins.

Tölvukubbar eru bráðnauðsynlegir í langflest raftæki, stór og smá. Bandaríkin ætla að setja mikið fé í að auka framleiðslu á þeim innanlands.
Tölvukubbar eru bráðnauðsynlegir í langflest raftæki, stór og smá. Bandaríkin ætla að setja mikið fé í að auka framleiðslu á þeim innanlands.
Auglýsing

Banda­rískum tækni­fyr­ir­tækjum sem þiggja ákveðnar nið­ur­greiðslur frá hinu opin­bera verður bannað að byggja nýjar hátækni­verk­smiðjur í Kína næsta ára­tug­inn. Þetta hefur Biden-­stjórnin í Banda­ríkj­unum gefið út, en kvað­irnar tengj­ast nýjum áætl­unum um að auka fram­leiðslu á hálf­leið­urum (e. sem­icond­uct­or­s), sem í dag­legu tali eru ein­fald­lega kall­aðir tölvukubb­ar, þar inn­an­lands.

Banda­rísk stjórn­völd ætla, sam­kvæmt lög­gjöf sem sam­þykkt var í ágúst, að setja tugi millj­arða banda­ríkja­dala af opin­beru fé í það að auka fram­leiðslu á tölvukubbum í Banda­ríkj­unum á næstu árum, en í dag eru rúm 10 pró­sent tölvukubba í heim­inum öllum fram­leidd þar í landi, á meðan að þorri fram­leiðsl­unnar fer fram í löndum Aust­ur-Asíu.

Skortur á tölvukubbum eftir að virð­is­keðjur hikst­uðu eða rofn­uðu í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum hefur valdið marg­vís­legum vand­ræðum hjá fram­leiðslu­fyr­ir­tækjum um allan heim. Hafa vand­ræðin sem af þessu hlut­ust orðið hvati fyrir ríki til að setja púður í að styðja við fram­leiðslu á þessum íhlut­um, sem eru nauð­syn­legir í stór og smá raf­tæki.

Á vef Guar­dian er fjallað um þessi mál og haft eftir að Ginu Raimondo, við­skipta­ráð­herra Banda­ríkj­anna, að settar verði upp kvaðir til að tryggja að þau fyr­ir­tæki sem hljóta nið­ur­greiðslu á grund­velli Chips-lög­gjaf­ar­inn­ar, eins og hún er köll­uð, ógni ekki á sama tíma þjóðar­ör­yggi.

„Þeim verður ekki heim­ilt að nýta þetta fé til þess að fjár­festa í Kína, þau mega ekki þróa hátækni sína í Kína og mega ekki senda nýj­ustu tækni úr land­i,“ er haft eftir Raimondo á vef Guar­di­an.

Auglýsing

Við­skipta­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna mun úthluta alls 39 millj­arða doll­ara nið­ur­greiðslum til fyr­ir­tækja sem setja á fót nýjar tölvukubba­verk­smiðjur á banda­rískri grundu á næstu árum. Það jafn­gildir tæpum 5.600 millj­örðum íslenskra króna á gengi dags­ins í dag.

Þetta er þó ein­ungis einn angi Chips-lög­gjaf­ar­inn­ar, sem alls felur í sér 280 millj­arða doll­ara fjár­út­lát til hátækni­fram­leiðslu og rann­sókna, með það fyrir augum að auka sam­keppn­is­hæfni Banda­ríkj­anna gagn­vart Kína.

Er Joe Biden Banda­ríkja­for­seti skrif­aði undir lög­gjöf­ina snemma í ágúst­mán­uði kall­aði hann lög­gjöf­ina mik­ils­verða „fjár­fest­ingu í Amer­íku sjálfri“ af því tagi sem ein­ungis ætti sér stað einu sinni á hverri mannsævi.

Þrátt fyrir þau stóru orð hefur verið bent á að all­langur tími kann að líða þar til ábat­inn af þess­ari umfangs­miklu nið­ur­greiðslum banda­rískra stjórn­valda til hátækni­fram­leiðslu komi í ljós. Í frétt Axios segir að verk­smiðj­urnar sem þarf að byggja fyrir fram­leiðsl­una séu afar flókn­ar, og að þrjú til fimm ár geti tekið að koma nýrri verk­smiðju af þessu tagi á lagg­irn­ar.

Það þýði að lík­lega verði fyrstu rík­is­styrktu tölvukub­b­arnir í Banda­ríkj­unum ekki til­búnir til notk­unar fyrr en árið 2025.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent