Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?

Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.

Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Auglýsing

Saka­málið sem allir unn­endur saka­mála­hlað­varpa þekkja, mál Adnan Syed, komst í hámæli í vik­unni þegar Syed var sleppt úr haldi eftir 22 ára fang­els­is­vist.

Þakka má sam­spili klókinda lög­fræð­inga og vina Syed og laga­breyt­inga á dómum yfir sak­born­ingum undir lög­aldri fyrir að dómur yfir Syed var ógilt­ur, að ógleymdum tugum millj­óna hlað­varps­hlust­enda.

Adnan Syed, sem setið hefur í fang­elsi í 22 ár fyrir morðið á Hae Min Lee, fyrr­ver­andi kær­ustu sinni og bekkj­ar­fé­laga, var sleppt úr haldi í vik­unni eftir að dóm­ari ógilti dóm yfir honum vegna nýrra upp­lýs­inga. Syed hefur ekki verið lýstur sak­laus og verður í stofu­fang­elsi þar til frek­ari ákvarð­anir verða tekn­ar.

Auglýsing

Mál Syed er um margt áhuga­vert, ekki síst vegna umfjöll­unar um rann­sókn­ina og sak­fell­ing­una sjálfa. Fjallað var um málið í hlað­varps­þætt­inum Ser­ial árið 2014, fyrsta saka­mála­hlað­varp­inu sem byggir á sönnum saka­málum (e. true cri­me). Ser­ial greiddi götu saka­mála­hlað­varpa sem hlaupa nú á hund­ruðum en óhætt er að full­yrða að ekk­ert þeirra hefur náð jafn miklum vin­sældum og Ser­i­al.

Adnan Syed var 18 ára þegar hann hlaut lífs­tíð­ar­dóm fyrir morðið á Hae Min Lee, fyrr­ver­andi kær­ustu sinni, árið 1999. Lee, sem var 18 ára, sást síð­ast yfir­gefa Wood­lawn-fram­halds­skól­ann í Baltimore 13. jan­úar 1999. Lík hennar fannst um mán­uði seinna, grafið í almenn­ings­garði. Rann­sókn lög­reglu beind­ist fljótt að Syed sem var hand­tek­inn, grun­aður um morð­ið, en hann hefur frá upp­hafi haldið fram sak­leysi sínu og farið fram á end­ur­upp­töku­beiðni án árang­urs, síð­ast fyrir þremur árum.

Hae Min Lee og Adnan Syed voru bekkjarfélagar og um tíma kærusutpar. Skjáskot: HBO

Í rétt­ar­höld­unum yfir Syed árið 1999 sögðu sak­sókn­arar Syed vera „fyr­ir­lit­legan elsk­huga“ sem kyrkti Lee og hafi, með hjálp frá vini, falið lík hennar í Leak­in-al­menn­ings­garð­inum í Baltimore. Sak­sókn­arar studd­ust að hluta við stað­setn­ing­ar­gögn úr far­síma. Nýjar rann­sóknir hafa sýnt fram á að gögnin eru óáreið­an­leg. Það er einmitt aðal­á­stæða þess að Mari­lyn Mos­by, yfir­sak­sókn­ari í Baltimore, fór fram á að dóm­ur­inn yfir Syed yrði ógilt­ur.

Upp­hafið af vin­sældum saka­mála­hlað­varpa

Tíu árum eftir að lífs­tíð­ar­dómur var kveð­inn upp yfir Syed hafði Rabia Chaudry, lög­maður og fjöl­skyldu­vinur Syed, sam­band við blaða­mann­inn Sarah Koenig og bað hana að rann­saka morðið á Lee. Koenig vissi lítið sem ekk­ert um málið á þessum tíma en það vakti athygli henn­ar. Rann­sókn­ar­vinna hennar skil­aði sér í hlað­varps­þátt­unum Ser­i­al, sem hófu göngu sína haustið 2014, þar sem mark­miðið var að setja saman tíma­línu um það sem átti sér stað kvöldið sem Lee var myrt.

Ser­ial ýtti undir vin­sælda hlað­varpa, á því leikur eng­inn vafi. Stíl­bragð Koenig og við­fangs­efn­ið, nýlegt saka­mál, urðu til þess að hlust­endum fjölg­aði í hverri viku. Fyrstu þátta­röð­inni af Ser­i­al, þar sem fjallað er um mál Syed, hefur verið halað niður meira en 300 milljón sinnum sem setur það í hóp vin­sæl­ustu hlað­varpa í heimi. Þátt­arað­irnar þar á eftir nutu ekki jafn mik­illa vin­sælda en Koen­ing og teymi hennar greiddu engu að síður leið ann­arra saka­mála­hlað­varpa.

Slík teg­und hlað­varpa, þar sem fjallað er um sönn saka­mál, njóta gríð­ar­legra vin­sælda. Með þeim getur hver sem er sett sig í spor rann­sókn­ar­lög­reglu með auknu upp­lýs­inga­flæði og leiðum til að miðla efni, ekki síst á sam­fé­lags­miðl­um, allt frá Face­book til TikT­ok.

Heil­inn veitir ógn­væn­legu efni meiri athygli

Kjarn­inn ræddi við Mar­gréti Valdi­mars­dótt­ur, doktor í afbrota­fræði og dós­ent í lög­reglu­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri, síð­asta haust um breyttan veru­leika við umfjöllun saka­mála.

„Heil­inn á okkur er hann­aður til að veita því sem er ógn­væn­­legt meiri athygli en því sem er gott og jákvætt. Til að forða okkur frá hættu. Við ofmetum hætt­una eða lík­­­urnar á því að vera drepin af morð­ingja eða maka til dæm­­is. Í ljósi hver við erum sem mann­eskjur er þessi áhugi ekk­ert skrýt­inn, þetta er bara meira spenn­andi núna. En fyrir marga er þetta bara spenn­u­­saga en þetta gefur okkur meira af því þetta er að ger­­ast núna og þetta er alvöru og því meira spenn­and­i,“ sagði Mar­grét meðal ann­ars í sam­tali við Kjarn­ann í fyrra.

Að hennar sögn er engin ástæða til að ótt­ast þennan breytta veru­leika, það er þegar hver sem er virð­ist geta sett sig í spor rann­sókn­ar­lög­reglu, en að mik­il­vægt sé að gera grein­ar­mun á saka­málum sem afþr­ey­ingu og lög­reglu­rann­sókn.

Koenig virð­ist hafa tek­ist að feta ein­hvers konar milli­veg með Ser­i­al. Hún rann­sak­aði málið sjálf og það, auk laga­breyt­ing­ar, varð til þess að dómur yfir Syed var ógilt­ur.

Í hlað­varps­þátt­unum er meðal ann­ars varpað ljósi á fjöl­mörg Brady-brot (e. Brady violations), það er brot þar sem ákæru­valdið neit­aði að afhenda sönn­un­ar­gögn sem hefði mögu­lega getað leitt til sýknu í aðdrag­anda rétt­ar­hald­anna yfir Syed.

Laga­breyt­ing sem skipti sköpum

Syed var hins vegar alltaf neitað um end­ur­upp­töku. En í októ­ber í fyrra tók laga­breyt­ing gildi í Mar­yland, rík­inu sem Syed afplánar lífs­tíð­ar­dóm sinn, sem kveður á um að fangar geti farið fram á mild­ari dóm ef þeir hafa setið inni í að minnsta kosti 20 ár fyrir glæpi sem þeir frömdu þegar undir lög­aldri. Lög­fræð­ingar Syed voru ekki lengi að vísa máli hans til Mari­lyn Mos­by, yfir­sak­sókn­ara í Baltimore. Þá loks fór bolt­inn að rúlla.

Marilyn Mosby, yfirsaksóknara í Baltimore, ávarpar fjölmiðla eftir að dómur yfir Syed var ógiltur. Mynd:EPA

Við yfir­ferð máls­ins kom ýmis­legt nýtt í ljós, meðal ann­ars ný sönn­un­ar­gögn sem sýndu fram á að ákæru­valdið vissi af tveimur öðrum mönnum sem voru mögu­legar grun­aðir um morð­ið. Þeim upp­lýs­ingum var ekki komið til verj­enda Syed. Sönn­un­ar­gögnin sýna meðal ann­ars að annar mann­anna hót­aði að láta Lee „hverfa“ og „drepa hana“.

Melissa Phinn, dóm­ari við svæð­is­dóm­stól í Baltimore, sagði við dóms­upp­kvaðn­ingu á mánu­dag að úrskurður hennar byggi á „sann­girni og rétt­læti“ og sagði hún rík­is­valdið hafa brugð­ist í að leggja fram sönn­un­ar­gögn sem hefðu varið hann fyrir dóm­stól­um.

Syed, sem er 41 árs í dag, er þó ekki laus allra mála, síður en svo, þar sem ekki er búið að lýsa hann sak­laus­an. Sak­sókn­ara­emb­ættið hefur 30 daga til að taka ákvörðun um hvort Syed verði ákærður að nýju eða fallið verði frá öllum mála­til­bún­aði.

„Við erum ekki búin að lýsa Adnan Syed sak­lausan,“ sagði Mosby yfir­sak­sókn­ari í sam­tali við fjöl­miðla fyrir utan dóms­húsið eftir að dóm­ari fyr­ir­skip­aði lausn Syed.

Ekki hlað­varp heldur martröð

Young Lee, bróðir Hae Min Lee, var við­staddur þegar dómur yfir Syed var ógiltur í vik­unni

„Þetta er ekki hlað­varp fyrir mér. Þetta er alvara lífs­ins sem mun engan endi taka. Þetta hefur verið staðan í yfir 20 ár. Þetta er martröð,“ sagði Young Lee.

Fjöl­skylda Lee neit­aði frá upp­hafi að taka þátt í hlað­varps­þátt­unum og hafa ávallt haldið því fram að Syed sé sek­ur. Young Lee seg­ist samt sem áður hafa trú á rétt­ar­kerf­inu og styðji það ferli sem nú er fram und­an: Að vita fyrir víst hver myrti systur hans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent