Mál Sigurðar Inga vegna rasískra ummæla fellt niður fimm mánuðum eftir að það barst

Hluti forsætisnefndar, þar á meðal einn stjórnarþingmaður, gagnrýnir harðlega afgreiðslu nefndarinnar á erindi sem henni barst vegna rasískra ummæla innviðaráðherra. Málsmeðferðin fari gegn tilgangi og markmiðum siðareglna þingmanna.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Auglýsing

Full­trúar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks í for­sætis­nefnd tóku fyrr í þessum mán­uði ákvörðun um að vísa frá erindi sem nefnd­inni barst um meint brot Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, á siða­reglum fyrir alþing­is­menn. Erindið snéri að meintum rasískum ummælum sem Sig­urður Ingi á að hafa við­haft um Vig­­­dísi Häsler fram­­­kvæmda­­­stjóra Bænda­­­sam­tak­anna á Bún­­að­­ar­­þingi í vor þegar hann vís­aði til hennar sem „þeirrar svört­u“. 

Tveir vara­for­setar nefnd­ar­inn­ar, Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir úr Flokki fólks­ins og Jódís Skúla­dóttir úr stjórn­ar­flokknum Vinstri græn­um, lögðu fram bókun vegna þess­arar ákvörð­unar ásamt áheyrn­ar­full­trú­unum Andr­ési Inga Jóns­syni úr Pírötum og Þor­björgu Sig­ríði Gunn­laugs­dóttur úr Við­reisn. 

Í bók­un­inni er ákvörðun full­trúa Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks um að vísa mál­inu frá mót­mælt og sagt að engin efni hafi verið til að draga afgreiðslu máls­ins í fimm mán­uði, en erindið barst 8. apríl síð­ast­lið­inn. Töf á afgreiðslu mála sem þess­ara hafi áhrif á trú­verð­ug­leika máls­með­ferðar sem og nið­ur­stöðu. „Hinn eðli­legi far­vegur máls­ins hefði verið að fá ráð­gef­andi siða­nefnd sem fyrst til að leggja mat á mál­ið, og hvort um brot var að ræða og gefa álit sitt að því loknu, frekar en að vísa erind­inu nú frá á grund­velli tak­mark­aðra upp­lýs­inga. Fer þessi máls­með­ferð gegn þeim til­gangi og mark­miðum siða­reglna fyrir alþing­is­menn að efla til­trú og traust almenn­ings á Alþing­i.“

Ekki til­efni til frek­ari umfjöll­unar

For­sætis­nefnd Alþingis bar­st, líkt og áður sagði, erindi um meint brot Sig­urðar Inga á siða­reglum fyrir alþing­is­menn þann 8. apríl síð­ast­lið­inn. Þann 7. júní var Sig­urði Inga gef­inn kostur á að koma á fram­færi sjón­ar­miðum sínum við for­sætis­nefnd og upp­lýs­ingum um mál­ið. Hann upp­lýsti nefnd­ina um það í tölvu­pósti sex dögum síðar að hann ætl­aði ekki að bregð­ast frekar við. 

Auglýsing
Niðurstaða for­sætis­nefnd­ar, sem opin­beruð var í dag en var ákveðin á fundi 9. sept­em­ber, var sú að „er­indið gæfi ekki til­efni til frek­ari athug­un­ar“. Það var gert einkum með vísan til þess að í siða­reglum fyrir alþing­is­menn sé til­tekið að for­sætis­nefnd beri að leggja mat á hvort regl­urnar eigi að gilda um þá þing­menn sem séu líka ráð­herr­ar, líkt og Sig­urður Ingi er, þar sem um störf þeirra gildi sér­stakar siða­reglur ráð­herra. 

Í nið­ur­stöð­unni segir að for­sætis­nefnd hafi ekki „borist aðrar upp­lýs­ingar um mála­vexti en komið hafa fram í fjöl­miðl­um. Kemur þar fram að SIJ hafi beðist afsök­unar á ummælum sínum án þess þó að vilja lýsa þeim nánar eða end­ur­taka. Þá hefur sá aðili sem ummælin vörð­uðu lýst því yfir að hún hafi átt fund með SIJ þar sem hann hafi borið fram „ein­læga afsök­un­ar­beiðni“ sem hún hafi með­tek­ið.“ 

Birgir Ármannsson er forseti Alþingis og skrifar undir niðurstöðuna. Mynd: Eyþór Árnason

Því verði ekki séð, að mati for­sætis­nefnd­ar, að ágrein­ingur sé um þessa mála­vexti. Í nið­ur­stöð­unni er einnig vísað til álits ráð­gef­andi siða­nefndar í máli Ágústs Ólafs Ágústs­son­ar, þáver­andi þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem varð­aði kyn­ferð­is­lega áreitni gagn­vart þáver­andi blaða­manni Kjarn­ans. Í því áliti var það talið skipta máli að konan sem hátt­erni Ágúst bitn­aði á hafi ekki leitað til for­sætis­nefndar vegna meints brots á siða­regl­um, heldur ein­hver ann­ar. Sama ætti við í máli Sig­urðar Inga. Þol­and­inn í mál­inu hafi ekki verið sá sem sendi inn erind­ið. Því sé það mat for­sætis­nefndar að erindið gefi ekki til­efni til frek­ari umfjöll­unar og að vísa beri því frá.

Undir nið­ur­stöð­una skrifar Birgir Ármanns­son, for­seti Alþing­is. 

„Afar sær­andi ummæli“

Umrætt atvik átti sér stað síð­­asta dag mar­s­mán­að­­ar. Aðdrag­andi þess var sá að Vig­­dís og starfs­­menn Bænda­­sam­tak­anna vildu fá for­yst­u­­­fólk úr Fram­­­sókn­­­ar­­­flokknum til að taka mynd með sér þar sem hún „plank­aði“ á meðan að það hélt á henni. Sam­­kvæmt umfjöllun fjöl­miðla, sem byggja á sam­­tölum við fólk sem var við­statt, á Sig­­­urður Ingi að vísað til Vig­­­dísar sem „hinnar svört­u“. ­Sig­­urður Ingi hefur aldrei stað­­festa sjálfur hvað hann sagði nákvæm­­lega.

Mynd sem tekin var á Búnaðarþingi. Mynd: Aðsend.

Umfjöllun um upp­­­á­kom­una birt­ist fyrst í Orð­inu á göt­unni á Eyj­unni, slúð­­­ur­vett­vangi sem heyrir undir DV þar sem skrifað er nafn­­­laust, á sunn­u­dag klukkan 15:30. Klukku­­­tíma og þremur mín­útum síðar birt­ist frétt á vef DV þar sem Ing­veldur Sæmunds­dótt­ir, póli­­­tískur aðstoð­­­ar­­­maður Sig­­­urðar Inga til margra ára, þvertók fyrir að yfir­­­­­maður hennar hefði við­haft rasísk ummæli. „Þetta er algjört bull,“ sagði Ing­veld­­­ur. Hún hefði verið edrú og staðið við hlið Sig­­­urðar Inga þegar til stóð að taka umrædda mynd með Vig­­­dísi. Ing­veldur sagði að Sig­­­urði Inga hefði ekki lit­ist vel á hug­­­mynd­ina og sagt að hann vildi ekki halda á Sjálf­­­stæð­is­­­manni.

Þessi við­brögð reynd­ust ekki eld­­­ast vel þegar Vig­­­dís gaf sjálf út yfir­­­lýs­ingu á Face­book þar sem hún sagði að „afar sær­andi ummæli“ hefðu verið látin falla og að hún hefði heyrt þau, sem og fleira starfs­­­­­­fólk Bænda­­­­­­sam­tak­anna. Hún sagði að hún hefði aldrei talið að hún þyrfti að setj­­­­­­­­­ast niður og skrifa yfir­­­­­lýs­ingu af þessu tagi. „Að­­­­stoð­­­­ar­­­­maður ráð­herr­ans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þess­­­­ari mynda­­­­töku sýna það án alls vafa. Það er sær­andi þegar reynt er að gera lítið úr upp­­­­lifun minni og þegar bein­línis rangar skýr­ingar eru not­aðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráð­herr­ann við­hafði í minn garð. Duldir for­­­­dómar eru gríð­­­­ar­­­­legt sam­­­­fé­lags­­­mein og grass­era á öllum stigum sam­­­­fé­lags­ins. Þeir smætta verk ein­stak­l­inga og gjörðir niður í lit eða kyn.“

Auglýsing
Í kjöl­farið baðst Sig­­urður Ingi afsök­unar á „óvið­­ur­­kvæmi­­legum orð­um“ í garð Vig­­dísar í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book. Nokkrum dögum síðar hitt­ust þau á fundi þar sem hún með­­tók afsök­un­­ar­beiðni hans. Vig­­dís hefur nú eytt stöð­u­­upp­­­færsl­unni þar sem hún fjall­aði um „afar sær­andi ummæli“ Sig­­urðar Inga.

„Það hefur tekið þungt á mig, mína fjöl­­­skyldu og mína vini“

Sig­­urði Inga tókst að forð­­ast það að svara fyrir málið að mestu næstu vik­­urnar með því að forð­­ast að veita við­­töl við fjöl­miðla. Í lok apr­íl  var þó komið að inn­­við­a­ráð­herra að mæta í óund­ir­­búnar fyr­ir­­spurnir á Alþingi og þar spurði Arn­­­dís Anna Krist­ín­­­ar­dóttir Gunn­­­ar­s­dótt­ir, þing­­­maður Pírata, Sig­­urð Inga út í ummæl­in. 

­Sig­­­urður Ingi svar­aði að það væri þung­­­bært og þung­­­bær­­­ara en hann bjóst við, eftir að hafa verið svona lengi í stjórn­­­­­mál­um, að upp­­­lifa það dag eftir dag í þing­inu í til­­­­­tek­inn tíma af til­­­­­teknum stjórn­­­­­mála­­­mönnum og af ein­­­stökum fjöl­miðlum að vera bor­inn þungum sökum „um eitt­hvað allt ann­að“.

„Ég hef velt því fyrir mér hvort það sé eitt­hvað í mínu fari per­­­són­u­­­lega eða eitt­hvað sem stjórn­­­­­mála­­­mað­­­ur­inn Sig­­­urður Ingi hefur staðið fyrir sem bendir til að þetta sé svona. Eða er það bara vegna þess að það eru sveit­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ingar eftir hálfan mánuð og Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­­­ur­inn er far­inn að taka fylgi af öðrum flokk­um? Er það virki­­­lega svo? Ég á ekki auð­velt með að grín­­­ast með þetta mál. Það hefur tekið þungt á mig, mína fjöl­­­skyldu og mína vini. Ég hef beðist afsök­un­­­ar. Sú afsök­un­­­ar­beiðni hefur verið með­­­­­tek­in. Við vorum sam­­­mála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk.“

Þann 11. apríl var greint frá því að for­­sæt­is­­nefnd Alþingis hefði borist kæra gagn­vart Sig­­urði Inga fyrir brot á siða­­reglum Alþingis vegna ummæl­anna um Vig­­dísi. Ekki liggur fyrir hvern lagði fram kæruna. 

Í byrjun maí fór Sig­urður Ingi í við­tal við Dag­­mál á mbl.is og sagði að hann hefði ekki íhugað stöðu sína vegna ummæl­anna sem hann lét falla um Vig­dísi. Málið væri að baki og hann vildi ekki ræða það meir. 

Í við­tal­inu sagði hann að ummælin hefðu fallið í gleð­­skap og hvað þar gerð­ist hafi hann og Vig­­dís rætt saman um. „Ég hef beðist bæði opin­ber­­lega afsök­unar sem og við Vig­­dísi. Við erum sam­­mála um að þetta mál sé að baki og við ætlum ekki að ræða það frekar og ég mun ekki gera það.“ Þegar Sig­­urður Ingi var spurður út í fjöl­miðlaum­­fjöllun um orðin sem hann lét falla svar­aði hann: „Það er allt annað að taka umræðu um hluti sem að skipta máli í sam­­fé­lag­inu heldur en um ein­hvern slíkan ein­stakan við­­burð og reyna að gera meira úr honum en var. Ég hef lagt áherslu á það og þetta mál er að baki hvað mig varð­­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar