Hvað eiga rasísk ummæli, pólitísk hrossakaup og afsláttur á ríkiseign sameiginlegt?

Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, er í vand­ræð­um. Hann við­hafði rasísk ummæli við Vig­dísi Häsler, fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna á fimmtu­dag þegar hann vís­aði til hennar sem „þeirrar svört­u“. Fregnir herma líka að hann hafi kallað Víg­dísi „stelpu“, en Vig­dís er fer­tug. 

Sig­urður Ingi hefur reyndar ekki viljað end­ur­taka hvað hann sagði nákvæm­lega og ekki útskýrt af hverju aðstoð­ar­maður hans gaslýsti þegar hún var spurð út í orð hans, en hún sagð­ist hafa orðið vitni að atburðum og að það væri „al­gjört bull“ að ummælin hefðu fall­ið.

Vig­dís sendi frá sér yfir­lýs­ingu á mánu­dag þar sem hún sagð­ist vita hvað hún heyrði og hvað var sagt. „Ég hef aldrei látið húð­lit, kyn­þátt, kyn­­ferði eða annað skil­­greina mig. Ég hef alltaf talið að verk mín og gjörðir töl­uðu fyrir sig sjálf, en núna tel ég mig knúna til að tjá mig um það sem gerð­is­t. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráð­herr­ann við­hafði í minn garð. Duldir for­­dómar eru gríð­­ar­­legt sam­­fé­lags­­mein og grass­era á öllum stigum sam­­fé­lags­ins. Þeir smætta verk ein­stak­l­inga og gjörðir niður í lit eða kyn.“

Skýr­ara verður það ekki. ­At­vikið átti sér stað og ummælin sneru að lit og kyni henn­ar.

Reglur og lög sem gilda bara fyrir suma

Í siða­reglum þing­manna, sem voru sam­þykktar í mars 2016, eru til­teknar meg­in­reglur um hátt­erni. Þar segir meðal ann­ars að þing­menn skuli „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinn­i“. Á meðal þeirra sem sam­þykktu þessar siða­reglur voru Sig­urður Ingi, Katrín Jak­obs­dóttir og Bjarni Bene­dikts­son. 

Í des­em­ber 2017 sam­þykkti rík­is­stjórn sem var nýtekin við völdum siða­reglur ráð­herra. Í þeim er grein um hátt­semi og fram­göngu. Á meðal þess sem stendur í þeirra grein er að ráð­herra eigi að gæta „þess að rýra ekki virð­ingu emb­ættis síns með ámæl­is­verðri fram­komu, skeyt­ing­ar­leysi um lög eða virð­ing­ar­leysi við mann­gildi og mann­rétt­ind­i.“ 

Að rík­is­stjórn­inni sem sam­þykkti þessar siða­reglur stóðu Sig­urður Ingi, Katrín og Bjarn­i. 

Sama rík­is­stjórn lagði fram frum­varp til laga um jafna með­ferð óháð kyn­þætti og þjóð­ern­is­upp­runa árið 2018. Þar stendur meðal ann­ars að fyr­ir­mæli um mis­munun vegna kyn­þáttar eða þjóð­ern­is­upp­runa telj­ist mis­munun „og áreitni þegar hún teng­ist kyn­þætti eða þjóð­ern­is­upp­runa.“ Á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með sam­þykkt lag­anna voru Sig­urður Ingi, Katrín og Bjarn­i. 

Auglýsing
Fyrir liggur að Sig­urður Ingi braut gegn siða­reglum þing­manna og siða­reglum ráð­herra með ummælum sínum um Vig­dísi. Fyrir liggur að orð hans geta flokk­ast sem áreitni í skiln­ingi laga um jafna með­ferð óháð kyn­þætti og þjóð­ern­is­upp­runa. 

Það virð­ist hins vegar ekki skipta neinu máli. Sig­urður Ingi baðst afsök­unar á orðum sínum og telur það duga. Þau féllu eftir mik­inn gleð­skap og hann var pirr­að­ur. Aðstoð­ar­maður hans sem laug að blaða­manni útskýrði að hún hefði ein­fald­lega séð eitt­hvað alltaf annað en gerð­ist og telur þá skýr­ingu firra hana ábyrgð. Eng­inn ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar hefur kraf­ist þess að Sig­urður Ingi segi af sér þrátt fyrir að hafa brotið gegn reglum og mögu­lega lög­um.

Fyrir vikið eru siða­reglur þing­manna og ráð­herra marklaus­ar. Fyrir vikið er ljóst að lög um jafna með­ferð óháð kyn­þætti og þjóð­ern­is­upp­runa gilda ekki um ráð­herra og for­menn stjórn­ar­flokka. Bara alla hina í sam­fé­lag­inu.

Ástæða þess að hinir for­menn­irnir fara ekki fram á afsögn Sig­urðar Inga snýst enda ekk­ert um hvað er rétt. Hún snýst ekki um að auka traust almenn­ings á stjórn­mál. Hún snýst um um gler­harða hags­muni. Afsagn­ar­krafa myndi senni­leg­ast leiða til stjórn­ar­slita. Jafn­vel þótt hún gerði það ekki vita allir sem það vilja vita að næst­ráð­endur Sig­urðar Inga í Fram­sókn­ar­flokknum eru ekki vin­sælasta fólk í heimi hjá öðrum ráð­herrum rík­is­stjórnar Íslands, svo vægt sé til orða tek­ið. Á­fram­hald­andi sam­starf án Sig­urðar Inga sem stuð­púða er senni­lega ómögu­legt.

Póli­tísk hrossa­kaup opin­beruð á Klaustri

Það er ýmis­legt annað skrýtið að ger­ast í íslensku sam­fé­lagi þessa dag­ana sem stækur spill­ing­ar­þefur er af.

Í nóv­em­ber 2018 drakk Gunnar Bragi Sveins­son, þá þing­maður Mið­flokks­ins, ótæpi­lega á Klaust­ur­barn­um, þar sem hann sat að sum­bli ásamt nokkrum félögum sínum úr stjórn­mál­um. Ömur­legt tal þeirra var tekið upp af nær­stöddum gesti, og komið til fjöl­miðla. Mesta athygli vakti gróft og niðr­andi kyn­lífs­tal þeirra um nokkrar konur í stjórn­málum en þar voru líka rædd póli­tísk hrossa­kaup. 

Gunnar Bragi var nefni­lega einu sinni utan­rík­is­ráð­herra og skip­aði þá tvo sendi­herra, þá Árna Þór Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi þing­mann Vinstri grænna, og Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í sam­tali sínu við með­drykkju­menn­ina sagði Gunnar Bragi: „Þegar ég ákvað það að skipa Geir H. Haarde send­i­herra í Was­hington […] þá ræddi ég við Sig­­urð Inga. Honum var ekki skemmt enda hafði hann ákært Geir. Ég ræddi þetta auð­vitað við alla flokka. Ég sá það að ég gæti ekki skipað Geir einn. Það yrði of þungur biti fyrir þingið og alla. Það sem ég gerði var að skipa Árna Þór (Sig­­urðs­­son) sem send­i­herra. Hann er nátt­úru­­lega bara […], þó hann sé frændi minn. VG hefðu getað orðið brjál­aðir en Katrín sagði ekki orð. Ég átti fund með henni. Geir slapp í gegnum þetta.“

Síðar bætti Gunnar Bragi við: „At­hyglin fór öll á Árna Þór. Ann­­ars hefði Vinstri græna liðið orðið brjálað [...]Árni var nátt­úru­­lega ekk­ert annað en send­i­­tík Stein­gríms. Plottið mitt var að Geir yrði í skjól­inu hjá Árna og það virk­aði ekki bara 100 pró­­sent heldur 170 pró­­sent því að Árni fékk allan skít­inn. Svo sagði Geir við mig löngu seinna: „Þakka þér fyr­­ir. Það var eng­inn sem gagn­rýndi mig.“ Ég lét Árna taka allan slag­inn.[...]Ég átti fund með Bjarna í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjör­­lega sjálf­­sagt. Auð­vitað geri ég Geir að send­i­herra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sann­­gjarnt að þið horfið til svip­aðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kom­inn út þegar Þórólfur (Gísla­­son) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða send­i­herra?“ Ég var ekki kom­inn út úr ráðu­­neyt­in­u.“

Í frétt RÚV frá því seint á árinu 2018 sagði að á upp­­tök­unum heyr­ist Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra sem var líka í sam­sæt­inu, stað­­festa þessa frá­­­sögn Gunn­­ars Braga. Eftir að upp­­tök­­urnar voru gerðar opin­berar þver­tóku þeir þó báðir fyrir að sagan um lof­orðið hafi verið sönn. Bjarni Bene­dikts­­son neit­aði því sömu­leiðis að hafa veitt slíkt lof­orð og Guð­laugur Þór sagð­ist ekki vita til þess að til stæði að gera Gunnar Braga að send­i­herra.

Til­vilj­unin

Gunnar Bragi hætti í stjórn­málum eftir síð­ustu kosn­ing­ar. Hann var ekki gerður að sendi­herra, enda póli­tískt ómögu­legt að ráð­ast í það í ljósi Klaust­urs­máls­ins. Erfitt var að sjá að hann ætti mörg skýr tæki­færi á störfum á alþjóða­vett­vangi, sem krefj­ast oftar en ekki meistara­gráðu. Æðsta menntun Gunn­ars Braga er stúd­ents­próf frá Fjöl­brauta­skóla Norð­ur­lands vestra frá árinu 1989. 

Auglýsing
Íslensk stjórn­­völd gerðu hins vegar samn­ing á síð­­asta ári við skrif­­stofu samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um aðgerðir gegn eyð­i­­merk­­ur­­myndun (UNCCD) um óskil­yrt kjarna­fram­lag til þriggja ára (2021-2023) sem nemur 200 þús­und Banda­­ríkja­dölum á ári, eða rúm­­lega 25,8 millj­­ónum króna árlega. Fram­lagið er flokkað sem lofts­lags­að­gerð. 

Fyrir algjöra til­viljun var Gunnar Bragi ráð­inn í starf sér­staks ráð­gjafa fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­innar fyrir skemmstu, beint í kjöl­far þess að íslenska ríkið ákvað að greiða, í fyrsta sinn, við­bót­ar­fram­lag til hennar sem nemur sirka launa­kostn­aði Gunn­ars Braga á ári. 

Hinir útvöldu sem fengu að kaupa í banka með afslætti

Að end­ingu er verið að gera upp banka­sölu. Strax og til­kynnt var um söl­una á 22,5 pró­sent hlut almenn­ings í Íslands­banka blasti við að stórum spurn­ingum var ósvar­að. Afsláttur upp á alls 2,25 millj­arða króna var gef­inn af sölu­verð­inu og hann rök­studdur með því að hann væri nauð­syn­legur til að laða „hæfa“ fjár­festa að þátt­töku í útboð­in­u. 

Í lok síð­ustu viku kom í ljós að alls voru 209 aðilar valdir til þátt­töku, þar af nokkrir stórir stofn­ana­fjár­festar á borð við líf­eyr­is­sjóði sem við blasir að telj­ist lang­tíma­fjár­fest­ar. Þeir buðu nægi­lega mikið til að geta keypt allan þann hlut sem var til sölu. Reyndar var umfram­eft­ir­spurn heilt yfir marg­föld. Sölu­ráð­gjafar Banka­sýslu rík­is­ins ákváðu hins vegar að skerða íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina gríð­ar­lega til að hleypa íslenskum og erlendum spá­kaup­mönnum inn í útboðið á til­boðs­verði. Þar á meðal voru 59 ein­stak­lingar sem keyptu fyrir undir 30 millj­ónir króna, og engin þörf var á að hafa með í svona sölu­ferli. Um er að ræða aðila sem sölu­ráð­gjafar Banka­sýsl­unnar hringdu í og buðu inn. 

Í kynn­ingu Banka­­­­sýsl­unnar fyrir ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál síð­­ast­lið­inn föst­u­dag var há hlut­­­­deild einka­fjár­­­­­­­festa rök­studd með því að áskriftir þeirra hefðu verið skertar á kostnað almennra fjár­­­­­­­festa í frumút­­­­­­­boð­inu á hlutum í Íslands­­­­­­­banka, sem fór fram í fyrra­­­­sumar en þá seldi ríkið 35 pró­­­­sent hlut í bank­an­­­­um. Þeir ættu þetta ein­fald­lega inn­i. 

List­inn yfir þá hæfu opin­ber­aður

Eðli­lega hefur verið kallað eftir að allt varð­andi þetta ferli verði opin­ber­að. Að sagt verði frá hvernig hinir útvöldu voru vald­ir, hvað þeir heita, hverjir völdu þá og hvað þeir sem völdu fengu greitt fyr­ir. 

Það tók tvær vikur að fá svör. Þegar list­inn var birtur í gær, eftir miklar mót­bárur Banka­sýslu rík­is­ins, kom hann jafn­vel tor­tryggn­asta fólki í opna skjöldu.

Faðir ráð­herr­ans sem var að selja bank­ann fékk að kaupa. Margir af stærstu eig­endur banka­kerf­is­ins fyrir hrun, sem hafa saman á eftir sér tug­millj­arða króna ógreidda skulda­slóð, fengu að kaupa. Erlendir sjóðir í spá­kaup­mennsku, sem höfðu þegar farið inn og út úr Íslands­banka með umtals­verðan skyndigróða, fengu að kaupa. Útgerðar­að­all­inn fékk að kaupa. Menn sem hafa hlotið dóma fyrir glæpi tengda banka­hrun­inu fengu að kaupa. Nokkrir almennir starfs­menn Íslands­banka fengu að kaupa. Eigna­stýr­ing helsta sölu­ráð­gjafans fékk að kaupa.

Fyrir sím­tölin sem skil­uðu þessu dreifða eign­ar­haldi rukk­uðu ráð­gjaf­arnir næstum 700 millj­ónir króna. Enn á eftir að svara því hvernig þessi hópur var val­inn fram yfir aðra „hæfa fjár­festa“ og hvernig skerð­ingum var útdeilt.

Til­efni er til að rifja upp á ný það sem skrifað var um eign­ar­hald í banka­kerf­inu í Hvít­bók um fjár­mála­kerfið sem birt var í des­em­ber 2018. Þar seg­ir: „Heil­brigt eign­­­­ar­hald er mik­il­væg for­­­­senda þess að banka­­­­kerfi hald­ist traust um langa fram­­­­tíð. Í því felst að eig­endur banka séu traust­ir, hafi umfangs­­­­mikla reynslu og þekk­ingu á starf­­­­semi banka og fjár­­­­hags­­­­lega burði til að standa á bak við bank­ann þegar á móti blæs. Mik­il­vægt er að eig­endur hafi lang­­­­tíma­­­­sjón­­­­ar­mið að leið­­­­ar­­­­ljósi.“

Ætlar ein­hver að halda því fram að ofan­greindur hópur sé það heil­brigða eign­ar­hald sem stefnt var að?

Mis­beit­ing á opin­beru valdi til per­sónu­legs ávinn­ings

Hvað eiga þessi mál sam­eig­in­legt? Eitt snýst um rasísk ummæli for­manns stjórn­ar­flokks og ráð­herra sem munu að öllum lík­indum ekki hafa neinar beinar afleið­ingar fyrir hann vegna þess að það hentar sam­starfs­mönnum hans í rík­is­stjórn ekki póli­tískt.

Annað snýst um fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra með stúd­ents­próf, sem áður hafði gortað sig af því að eiga inni greiða hjá ráða­mönnum vegna póli­tískra hrossa­kaupa, og var svo skip­aður í heima­til­búna, vel­laun­aða og skatt­frjálsa stöðu hjá alþjóða­stofnun beint í kjöl­far þess að íslenskir skatt­greið­endur hófu að greiða sirka launa­kostn­að­inn hans á ári til sömu stofn­un­ar. 

Það þriðja snýst um að lít­ill hand­val­inn hópur fékk að kaupa rík­is­eign með afslætti án þess að nokkur vit­ræn rök voru fyrir því.

Öll eru þessi mál þannig að verið er að mis­beita opin­beru valdi til per­sónu­legs ávinn­ings, með þeim afleið­ingum að traust á stjórn­sýsl­una rýrn­ar. ­Traust hverf­ur. Þau eru orða­bók­ar­skil­grein­ingin á spill­ingu.

Gripið hefur verið til marg­hátt­aðra aðgerða á und­an­förnum árum hér­lendis til að reyna að end­ur­vekja traust á helstu stofn­anir sam­fé­lags­ins, sér­stak­lega stjórn­mál­in. Lög hafa verið sett og siða­reglur inn­leidd­ar. Allar reyn­ast þessar breyt­ingar þó marklausar þegar á reynir vegna þess að það er eng­inn vilji hjá ráða­mönnum til að skapa menn­ingu ábyrgð­ar. Í þær var ráð­ist til að skapa ímynd breyt­inga. Þegar á reynir þá eru þær hins vegar ekki raun­veru­leg­ar, heldur afvega­leið­andi tál­mynd.

Að minnsta kosti þegar þær snú­ast um spillta eða ófor­svar­an­lega hegðun og ákvörð­un­ar­töku æðstu ráða­manna þjóð­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari