Við erum fólk í förum

Biskup Íslands styður að vel sé tekið á móti flóttafólki og hælisleitendum en vill ekki að fólki sem hingað er komið sé vísað úr landi.

Auglýsing

Þannig er fyrsta línan í öllum þremur versum píla­gríma­sálms­ins sem við syngjum í kirkj­unn­i. 

Við erum fólk í för­u­m. 

Ef ferðin er erfið og löng,

við setj­umst við læki og lindar

og leitum þín, Guð, í söng.

Ekki veit ég hvort þau sem dregin voru út úr húsi aðfara­nótt fimmtu­dags­ins leit­uðu Guðs í aðstæðum sínum en það gera þau mörg sem leitað hafa skjóls hér á land­i. ­Mörg þeirra leita í sam­fé­lag alþjóð­lega safn­að­ar­ins í Breið­holts­kirkju þar sem þjóð­kirkjan hefur tvo presta og nokkra sjálf­boða­liða í þjón­ust­u. Þar kemur saman hin biðj­andi, boð­andi og þjón­andi kirkja eins og í öðrum söfn­uðum lands­ins. 

Því miður er það svo að fólk er á flótta í heim­in­um. ­Sam­kvæmt tölum frá flótta­manna­stofnun SÞ er talið að um 103 millj­ónir manna hafi neyðst til að yfir­gefa heim­kynni sín. 5,3 millj­ónir séu á ver­gangi í landi sínu, 4,9 millj­ónir séu hæl­is­leit­end­ur, 32,5 millj­ónir flótta­menn og 5,3 millj­ónir sé fólk sem þarfn­ast alþjóð­legrar vernd­ar. Á bak við þessar tölur eru ein­stak­lingar á öllum aldri, börn og full­orðn­ir, fólk sem þráir frið, ham­ingju og allt það besta sem lífið hefur upp á að bjóða. 

Auglýsing
Mannskilningur krist­innar trúar bygg­ist á því að mað­ur­inn er skap­aður í Guðs mynd, eins og segir í 1. Móse­bók 1. kafla. Líf hvers ein­stak­lings er gjöf og bygg­ist til­vist manns­ins á því að Guð sé til­. ­Mað­ur­inn er skyn­sem­is­vera með sjálfs­vit­und, ábyrgð og gagn­rýna hugs­un. Það er sið­ferði­legt jafn­ræði manna í milli sem þýðir að allir menn hafa sama gild­i. Það felur í sér skyldu hvers manns til að huga að fleirum en sjálfum sér eins og fram kemur í tvö­falda kær­leiks­boð­inu um að elska Guð og náung­ann eins og sjálfan sig (Matt.22:34-40).

Hver er ábyrgð okkar gagn­vart fólki sem hér leitar hæl­is? Hún er sú sama og gagn­vart náunga okkar almennt. Ef fólk þarf hjálp og skjól eigum við að bregð­ast við þannig að við­kom­andi haldi sinni reisn og geti haldið lífi sínu áfram sem sjálf­stæður ein­stak­ling­ur.

Það eru lög í land­in­u. Í grunn­inn eru þau byggð á kristnum gild­um. ­At­burðir þeir sem áttu sér stað þegar hæl­is­leit­endur eru leiddir út um miðja nótt eru ekki byggðir þeirri mis­kunn og mildi sem ég vil hafa að leið­ar­ljósi í mann­legum sam­skipt­u­m. Þeir eru byggðir á lögum lands­ins. Lögin standa ekki í óum­breyt­an­legum texta. Þau eru sett á Alþingi Íslend­inga sem getur breytt þeim. ­Megi þing­heimi auðn­ast að breyta þeim þannig að fólk sé ekki flutt um nótt til ann­ars lands þar sem þess bíður ekki betra líf og alls ekki líf sem tryggir skjól og veitir þann frið í sál og sinn­i. 

Ég styð að vel sé tekið á móti flótta­fólki og hæl­is­leit­endum en ég vil ekki að fólki sem hingað er komið sé vísað úr land­i. Það á líka að koma vel fram við þau sem fyrir eru. Ef ætl­unin með þess­ari brott­vísun er að fæla aðra frá því að beið­ast hér hælis þá er þetta ekki gott ráð til að draga úr þeim fjölda sem hingað leit­ar. Það hlýtur að vera hægt að gera bet­ur. Það á að gera bet­ur. 

Höf­undur er biskup Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar