73 færslur fundust merktar „innflytjendur“

Kosningaþátttaka í síðustu alþingiskosningum var mest á meðal kosningabærra einstaklinga sem hafa engan erlendan bakgrunn, 83 prósent, en minnst meðal innflytjenda, 42,1 prósent.
42,1 prósent innflytjenda greiddu atkvæði í síðustu alþingiskosningum
Kosningaþátttaka innflytjenda í síðustu alþingiskosningum var 42,1 prósent, um helmingi minni en kosningaþátttaka í heildina, sem var 80,1 prósent. Enginn innflytjandi á sæti á þingi en 3,2 prósent varaþingmanna eru innflytjendur.
21. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir
Við erum fólk í förum
4. nóvember 2022
Birna Gunnarsdóttir
Forréttindagrobb formanns BHM
17. september 2022
Suðurlandið, ásamt Suðurnesjum, virðist heilla marga höfuðborgarbúa.
Höfuðborgarbúar færa sig til Suðurlands og Suðurnesja
Enn flytja mun fleiri til Reykjavíkur heldur en frá henni, en á síðustu árum hefur sá aðflutningur einungis verið erlendis frá. Þeir sem búsettir eru innanlands hafa aftur á móti fært sig frá höfuðborginni og að nærliggjandi landshlutum.
18. apríl 2022
Fangelsun og brottrekstur af þingi
Inger Støjberg er vafalítið umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur á síðari árum. Framganga hennar á ráðherrastóli hefur nú kostað hana tveggja mánaða fangelsi og að líkindum brottrekstur af þingi. Slíkt er fáheyrt í Danmörku.
19. desember 2021
Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um rúmlega einn Hafnarfjörð á áratug
Alls hefur erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgað um rúmlega 33 þúsund frá lokum árs 2011. Flestir þeirra setjast að á höfuðborgarsvæðinu og af þeim velur þorrinn Reykjavík sem nýja heimilið sitt.
8. nóvember 2021
Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur
Vilja takmarka búsetu „ekki-vestrænna“ í völdum hverfum Danmerkur
Danska ríkisstjórnin vill takmarka fjölda íbúa sem ekki hafa „vestrænan bakgrunn“ í fátækrahverfum þar í landi.
19. mars 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
24. janúar 2021
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
27. október 2020
Í mars 2017 fagnaði Inger Støjberg því sérstaklega að þá hefði hún, síðan hún varð ráðherra eftir kosningarnar 2015, samtals 50 sinnum hert reglur um málefni hælisleitenda og flóttafólks.
Rjómaterturáðherrann
Umdeild ákvörðun sem Inger Støjberg fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku tók árið 2016 er nú til sérstakrar rannsóknar. Hún er varaformaður Venstre og kjör hennar í það embætti gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum.
24. maí 2020
Færri vilja fjölga innflytjendum nú en áður
Tæplega þriðjungur landsmanna vill fjölga komum innflytjenda til landsins en nánast sama hlutfall vilja draga úr fjöldanum. Meirihluti landsmanna telur þó að innflytjendur hafi góð áhrif á efnahag landsins og auðgi menningu.
2. janúar 2020
Dælt er heima hvað
Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fer yfir árið sem er að líða en hún segir meðal annars að innflytjendur séu fólk sem situr ekki heima þegar tækifæri eru annars staðar, það sé fólk sem hefur eitthvað fram að færa.
26. desember 2019
Viðhorf til Pólverja breyst á undanförnum árum
Doktor í mannfræði frá HÍ hefur tekið mörg viðtöl við Pólverja hér á landi vegna rannsókna sinna. Einn viðmælandi hennar sagði að Íslendingar kæmu fram við þau eins og varning. Aðrir finna þó ekki fyrir þessu viðhorfi.
24. nóvember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
„Þetta lýsir gríðarlegum fordómum gagnvart innflytjendum á vinnumarkaði“
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir harðlega ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins í pallborðsumræðum um stöðu erlends starfsfólks hér á landi.
4. nóvember 2019
Margt harla líkt með Donald Trump og Boris Johnson
Utanríkisráðherra Íslands gaf lítið fyrir samanburð á Donald Trump og Boris Johnson á dögunum. Kjarninn kannaði málið og komst að því að meira er líkt með þeim en ráðherrann hélt fram.
27. júlí 2019
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Ráðgjafarstofu innflytjenda verður komið á fót
Ráðgjafarstofa innflytjenda mun bjóða upp á ráðgjöf og upplýsingar til innflytjenda um réttindi, þjónustu og skyldur. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt í vikunni en einungis þingmenn innan Miðflokksins greiddu gegn henni.
9. júní 2019
Hægist á fjölgun innflytjenda
Færri erlendir ríkisborgarar fluttust til landsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en fyrsta ársfjórðungi 2018.
24. apríl 2019
Fjöldi erlendra ríkisborgarar sem flutt hefur til landsins hefur aukist mikið á síðustu árum samhliða bættu efnahagsástandi. Þannig er um helmingur félagsmanna Eflingar fólk af erlendum uppruna.
Innflytjendur þiggja minna af félagslegum greiðslum en aðrir íbúar
Þeir íbúar Íslands sem eru flokkaðir sem innlendir þiggja mun meiri félagslega framfærslu en innflytjendur, hvort sem miðað er við meðaltalsgreiðslur eða miðgildi. Samhliða mikilli fjölgun innflytjenda hafa meðaltalsgreiðslur til þeirra dregist saman.
8. apríl 2019
Innflytjendur vinna meira, eiga minna og búa þrengra
Innflytjendur hafa almennt gott aðgengi að íslenskum vinnumarkaði og eru upp til hópa aðilar að stéttarfélagi, samkvæmt Hagstofunni. Aftur á móti eiga þeir erfitt með að sækja sér menntun, fá síður störf við hæfi og búa við þrengri húsnæðiskost.
31. janúar 2019
Móðir, faðir og barn komin í skjól
Auður Jónsdóttir og Bára Huld Beck hittu á ný viðmælendurna, Zöhru Rasouli, Ali og Milad, sem þær töluðu við um síðustu jól en nú horfir heldur betur til betri vegar.
26. desember 2018
Menn við vinnu
Ekkert lát á fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 15,6 prósent á 11 mánuðum. Flestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru frá Póllandi eða 19.025 talsins.
13. nóvember 2018
Pawel Bartoszek
Forystumaður gegn frjálsri för – í boði sósíalista
28. október 2018
Innflytjendur ríflega 40 prósent þeirra sem starfa við rekstur veitinga- og gistihúsa
Starsfólki í ferðaþjónusu hefur fjölgað um 98,5 prósent á Íslandi á síðustu 10 árum. Stór hluti þeirra eru innflytjendur.
8. október 2018
Elín Oddný Sigurðardóttir
Ráðgjafarstofa innflytjenda – heildstæð þjónusta á einum stað
20. september 2018
Vilja koma á fót Ráðgjafastofu innflytjenda
Til stendur að koma á fót Ráðgjafastofu innflytjenda þar sem fólk, sem flytur hingað til lands, getur aflað sér allra þeirra upplýsinga og ráðlegginga á einum stað sem nýtast við flutninginn.
16. september 2018
Fjölmargir innflytjendur koma til Íslands til að vinna í byggingariðnaðinum.
Rúmlega 60 prósent innflytjenda á vinnumarkaði undir fertugu
Sá hópur útlendinga sem kemur til Íslands til að vinna er mun yngri en hópurinn með íslenskan bakgrunn sem fyrir var á vinnumarkaði.
3. september 2018
Innflytjendur tæplega 20 prósent starfandi fólks
Fjöldi erlendra ríkisborgara hefur margfaldast á undarförnum árum. Starfandi innflytjendur voru að jafnaði 37.388 á öðrum ársfjórðungi 2018 eða 18,6 prósent af öllum starfandi.
30. ágúst 2018
Útlendingastofnun
Umsóknarferlið flókið og kerfið óliðlegt
Ungur maður frá Litháen sem búið hefur meirihluta ævi sinnar hér á landi hefur fengið synjun um íslenskan ríkisborgararétt. Hann gagnrýnir umsóknarferlið og telur það vera flóknara og tyrfnara en það þyrfti að vera.
27. ágúst 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins.
Segja handaband vera skilyrði fyrir dönskum ríkisborgararétti
Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkur Danmerkur telja rétt að neita innflytjendum um ríkisborgararétt vilji þeir ekki taka í höndina á öðrum Dönum.
19. ágúst 2018
56% Íslendinga vilja að ríkisstjórnin veiti mörg dvalarleyfi til hælisleitenda sem hingað koma.
Íslendingar jákvæðastir í garð innflytjenda og fjölmenningar
Íslendingar mælast með jákvæðustu viðhorf til innflytjenda og fjölmenningar í Evrópu, auk þess sem meirihluti þeirra vill að ríkisstjórnin veiti mörgum hælisleitendum dvalarleyfi.
25. júlí 2018
Sá mikli uppgangur sem á sér stað á Íslandi útheimtir mikið af nýju vinnuafli. Það vinnuafl þarf að sækja erlendis.
Erlendir ríkisborgarar orðnir 23 prósent íbúa í Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga á Íslandi. Án komu þeirra myndi íbúum landsins fækka. Mjög mismunandi hvar þeir setjast að. Í Reykjanesbæ voru erlendir ríkisborgarar 8,6 prósent íbúa í lok árs 2011. Nú eru þeir 23 prósent þeirra.
22. júlí 2018
OECD vill meðal annars draga úr ólöglegri starfsemi innflytjenda, en hér á landi hefur hún oft verið tengd við byggingarstörf.
OECD vill fleiri störf fyrir innflytjendur
Aðalritari OECD vill greiða leið innflytjenda og flóttamanna að vinnumarkaði og segir atvinnurekendur þurfa að taka þátt í aðlögun þeirra.
3. júlí 2018
Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur og MBA.
Innflytjendur mikilvægir Íslendingum
Koma innflytjenda til landsins er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag, viljum við halda uppi þeim lífsgæðum sem við þekkjum, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
30. júní 2018
Elisabeth Moss í hlutverki Hjáfreð í Handmaid's Tale
Ágúst Ólafur líkir stefnu Trump við Handmaid's Tale
Þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar fordæma innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar flóttamannabarna frá foreldrum sínum.
19. júní 2018
Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað mikið á örfáum árum.
Aðstreymi verkafólks erlendis frá stór ástæða hærri skatttekna
Staðgreiðsluskyldar greiðslur voru 1.525 milljörðum króna árið 2017 og hafa aldrei verið hærri. Ýmislegt bendir til þess að stór hluti tekjuaukningarinnar sé vegna aðstreymis verkafólks erlendis frá til landsins.
15. maí 2018
Fjöldi starfandi innflytjenda eykst enn
Innflytjendur voru að jafnaði 16,5 prósent starfandi fólks árið 2017.
16. apríl 2018
Upplýsingaflæði til eldri innflytjenda ábótavant
Á fundi öldungaráðs Reykjavíkurborgar í dag kom fram að upplýsingaflæði til eldri innflytjenda sé ábótavant.
10. apríl 2018
Stór hluti þeirra flóttamanna sem fá hæli á Íslandi koma frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum svæðum.
Færri flóttamenn sóttu um hæli í fyrra en árið áður
Fækkun flóttamanna sem sækja um hæli á Íslandi heldur áfram. Færri komu í byrjun árs 2018 en á sama tíma 2017. Um tíu prósent þeirra sem sækja um hæli fá slíkt og flóttamönnum í þjónustu hefur fækkað um þriðjung á einu ári.
3. apríl 2018
Tungumálaskrúðgangan á Ísafirði 2017
Börn af erlendum uppruna mótast af viðhorfinu sem tekur við þeim
Með sívaxandi fjölda fólks af erlendum uppruna sem flytur til landsins hefur hópur tekið sig saman á Ísafirði og þróað námskeið til að styrkja sjálfsmynd barna og örva málvitund þeirra í nýjum heimkynnum.
30. mars 2018
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Sýrlandsstríðið og við
27. mars 2018
Hallfríður Þórarinsdóttir
Mismunun á vinnumarkaði
21. mars 2018
Rúnar Helgi Haraldsson
Heima
7. mars 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
„Farðu heim hóra! Við viljum ekkert við þig gera á okkar þjóðþingi“
Fyrrverandi þingmaður segir í sjónvarpsþætti Kjarnans á Hringbraut að á margan hátt sé komið fram við konur af erlendum uppruna sem annars flokks borgara.
8. febrúar 2018
„Það eru engir brúnir krakkar á KrakkaRÚV“
Erlendum ríkisborgurum sem búa hérlendis er að fjölga meira en nokkru sinni fyrr. Um er að ræða mestu samfélagsbreytingu sem átt hefur sér stað. Sú breyting er efni Kjarnans á Hringbraut í kvöld. Gestir eru Edda Ólafsdóttir og Nichole Leigh Mosty.
7. febrúar 2018
Nichole Leigh Mosty
Ms. Martens
5. febrúar 2018
Reykjavíkurborg bregst við stöðu kvenna að erlendum uppruna
Höfuðborgin ætlar að vinna að uppbyggingu þekkingar um þjónustu við innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk með sérstakri fræðslu. Þá verður gert átak í því að koma öllum verkferlum vegna áreitni og ofbeldis á vinnustöðum á erlend tungumál.
5. febrúar 2018
Sprenging í fjölgun útlendinga í Reykjavík í fyrra
Erlendum ríkisborgurum sem búa í Reykjavík fjölgaði um 25 prósent á árinu 2017. Þeir eru nú 12,4 prósent íbúa höfuðborgarinnar á meðan að útlendingar eru fjögur prósent íbúa í Garðabæ. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 41 prósent Í Reykjanesbæ.
31. janúar 2018
Þúsundir erlendra ríkisborgara ákveða á ári hverju að koma til Íslands og setjast þar að, að minnsta kosti um stundarsakir.
Útlendingum fjölgaði um tæplega átta þúsund á árinu 2017
Alls fluttu 7.910 fleiri útlendingar til Íslands en frá landinu í fyrra. Þeim fjölgaði um 25 prósent. 78 prósent af allri fjölgun hérlendis á árinu 2017 var vegna útlendinga. Um síðustu áramót voru erlendir ríkisborgarar 37.950 talsins.
29. janúar 2018
#Metoo: Konur af erlendum uppruna stíga fram
Konur af erlendum uppruna segja frá kynferðisofbeldi, fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun í 34 frásögnum. Staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti og öðlast betra líf er verri en margra annarra.
25. janúar 2018
#Metoo áskorun kvenna af erlendum uppruna á íslensku og ensku
660 konur eru í Facebook-hópi þar sem reynslusögum og undirskriftum kvenna af erlendum uppruna er safnað saman. 97 þeirra skrifa undir áskorun til íslensks samfélags vegna stöðu þeirra.
25. janúar 2018
Af hverju finn ég hvergi jólatilfinninguna?
Nichole Leigh Mosty skrifar um flóttamenn og hælisleitendur.
20. desember 2017
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis.
Austurríki grípur til refsiaðgerða gegn innflytjendum
Þjóðarflokkur Austurríkis og Frelsisflokkurinn, sem nú sitja við völd þar í landi, hafa sett á stefnuskrá sína að refsa útlendingum sem aðlagast samfélaginu ekki nægilega mikið.
20. desember 2017
Langflestir þeirra sem fá hæli hérlendis koma frá Afganistan, Írak eða Sýrlandi.
Fjöldi þeirra sem sóttu um hæli á Íslandi í ár er nánast sá sami og í fyrra
Útlit er fyrir að fjöldi hælisleitenda hérlendis á þessu ári verði nánast sá sami og hann var í fyrra. Búist hafði verið við mun fleirum. Alls hafa fimm fleiri fengið hæli á árinu 2017 en fengu árið 2016.
19. desember 2017
Frelsisflokkurinn ætlar að bjóða fram í vor
Flokkur sem segist berjast gegn íslamvæðingu Íslands, gegn opnum landamærum og fyrir því að verja íslenska þjóðmenningu, ætlar að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor.
18. desember 2017
Ísland, samfélag þar sem allir fái að lifa með reisn
Nichole Leigh Mosty skrifar um málefni innflytjenda og þá viðhorfsbreytingu sem þarf að eiga sér stað hérlendis gagnvart þeim.
12. desember 2017
Börn af erlendum uppruna eru einnig hluti af framtíð Íslands
Nichole Leigh Mosty segir að augljóst sé að eitthvað sé að klikka hjá okkur þegar brotfall er hæst meðal nemenda með annað móðurmál en íslensku hér á landi.
6. desember 2017
Er Ísland land þitt?
Hvernig á fólk utan EES að setjast að á Íslandi til frambúðar?
26. nóvember 2017
Sabine Leskopf
Rödd makrílsins
13. nóvember 2017
Útlendingagóðærið
7. nóvember 2017
Hluti þeirra erlendu ríkisborgarar sem koma til Íslands gera það til að starfa í byggingaiðnaði.
35 þúsund erlendir ríkisborgarar greiddu skatta á Íslandi í fyrra
Ef fjölgun erlendra ríkisborgara á meðal skattgreiðenda á Íslandi verður áfram jafn hröð og hún var í fyrra verða þeir fleiri en Íslendingar eftir átta ár. Pólverjum sem greiða skatta hér á landi fjölgaði um 3.254 á árinu 2016.
3. nóvember 2017
Færri Íslendingar telja innflytjendur vera ógn en áður
Hlutfall þeirra Íslendinga sem telja innflytjendur vera ógn við þjóðareinkenni okkar hefur helmingast á tæpum áratug. Kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks telja ógnina meiri en kjósendur annarra flokka.
26. október 2017
Páll Valur Björnsson
„Samlíðunin er uppspretta hins æðsta saungs“
25. október 2017
Svafar Helgason
Innflytjendahagkvæmni
20. október 2017
Smári McCarthy
Opnum dyrnar meira
13. september 2017
Ríkislögreglustjóri vill fresta ákvörðun um að senda Abrahim og Haniye úr landi
Formgalli á birtingarvottorði er ástæða þess að ákvörðuninni verður mögulega frestað.
11. september 2017
Norska rapphljómsveitin Karpe Diem.
Innflytjendur blása lífi í norska tónlistarmenningu
Margir vinsælustu tónlistarmenn Noregs eru af erlendum uppruna, en tónlist flestra þeirra er afsprengi hip-hop bylgju innflytjenda í Austur-Osló.
5. ágúst 2017
Kjartan Þór Ingason
Opið bréf til Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mannréttindi
2. ágúst 2017
Hlutfall innflytjenda í Mýrdalshreppi er hæst allra sveitarfélaga.
53% íbúa Kjalarness eru innflytjendur
Hlutfall innflytjenda af íbúafjölda er langhæst á Kjalarnesi af öllu höfuðborgarsvæðinu, eða 53%. Í Mýrdalshreppi er hæsta hlutfall innflytjenda af öllum sveitarfélögunum, en það er 28%.
20. júní 2017
Búist er við því að innflytjendur verði fjórðungur þjóðarinnar eftir hálfa öld.
Innflytjendur orðnir 10,6% Íslendinga
Aldrei hafa verið fleiri innflytjendur á Íslandi, en þeir voru tæplega 36 þúsund manns í ársbyrjun.
19. júní 2017
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýnir aftur kostnað við hælisleitendur
Ásmundur Friðriksson segist hafa heyrt að kostnaður vegna móttöku hælisleitenda á Íslandi verði 3-6 milljarðar króna í ár. Það sé á við ein til tvö Dýrafjarðargöng.
13. júní 2017
Ísland setur innflytjendum meiri skorður en önnur lönd
Innflytjendamál eru á dagskrá sjónvarpsþáttar Kjarnans í kvöld. Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er gestur þáttarins.
30. maí 2017
Þrír af hverjum fjórum nýjum skattgreiðendum eru erlendir
Erlendum ríkisborgurum sem greiða skatta á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Greiðslur ríkis vegna atvinnuleysisbóta hafa dregist verulega saman og kostnaður vegna félagslegrar framfærslu líka.
17. ágúst 2016