Sýrlandsstríðið og við

Varaformaður utanríkismálanefndar kallar eftir því að Evrópa stígi inn í sína yfirburðastöðu í alþjóðasamhengi til að vinna að friði í Sýrlandi. Hún segir að bæði Bandaríkin og Rússland séu vanhæf til þess. Bæði hafi tekið virkan þátt í átökunum.

Auglýsing

„Ég er frá Douma“ sagði dökk­hærði, brosmildi strák­ur­inn þegar ég spurði hann hvaðan hann kæmi. Ég stirðn­aði upp. Douma er í Aust­ur-G­houta í Sýr­landi og var lýst sem „hel­víti á jörðu“ í febr­úar síð­ast­liðnum af  Sam­ein­uðu þjóð­unum þar sem almennum borg­urum var hrein­lega slátrað af stríð­andi fylk­ing­um. Ég og dökk­hærði strák­ur­inn erum stödd í Zaat­ari-flótta­manna­búð­unum í Jórdan­íu. Hann er 13 ára og er búinn að vera í búð­unum í 5 ár. Ég gef honum gamlan skrúf­blý­ant og hann ljómar af gleði.

Sýr­lands­stríðið hefur staðið yfir í 7 ár og talið er að um hálf milljón manna hafi lát­ist í stríð­inu sem er lýst sem mestu hörm­ungum okkar kyn­slóð­ar. Um 6 millj­ónir Sýr­lend­inga hafa flúið land sitt sam­kvæmt  Flótta­manna­hjálp S.Þ. sem segir enn fremur að 13, 1 millj­ónir Sýr­lend­inga búi við neyð í land­inu sjálfu. 6,1 milljón manna eru á flótta innan landamæra Sýr­lands og 2,9 millj­ónir manna búa á svæðum Sýr­lands sem erfitt er fyrir hjálp­ar­sam­tök að koma hjálp til. Þessar tölur eru svo risa­vaxnar að mann­legur hugur getur varla náð utan um þær. Eða áttað sig fylli­lega á því að á bak við þær eru mann­eskjur og líf þeirra. Flest eru börn og kon­ur.  

En kemur þetta fjar­læga stríð okkur Íslend­ingum við í raun og veru ? Heldur bet­ur.

Auglýsing

Nýlegar upp­ljóstr­anir um að íslensk stjórn­völd hafi ítrekað veitt íslensku flug­fé­lagi leyfi fyrir vopna­flutn­ingum til Sádi-­Ar­ab­íu, þaðan sem sterkur grunur leikur á að vopn endi í Sýr­landi eða Jem­en, færa íslensk stjórn­völd og almenn­ing miklu nær beinum afskiptum af  verstu stríðs­á­tökum heims. Þátt­taka Hauks Hilm­ars­sonar í stríðs­á­tök­unum í Afrin á landa­mærum Sýr­lands og Tyrk­lands, og óupp­lýst hvarf hans þar, færir okkur líka nær beinni þátt­töku í skelfi­legum og flóknum stríðs­á­tökum í Sýr­landi.

Síð­ast en ekki síst, þá hefur fólk á flótta undan stríð­inu í Sýr­landi leitað til okkar Íslend­inga eftir alþjóð­legri vernd. Sumum þeirra hefur verið veitt land­vist­ar­leyfi, dval­ar­leyfi og jafn­vel rík­is­borg­ara­rétt­ur.  

Evr­ópa hefur brugð­ist vænt­ingum

Nágranna­ríki Sýr­lands ( fyrir utan Ísr­ael ) finna lang­mest fyrir Sýr­lands­stríð­inu, fyrir utan Sýr­lend­inga sjálfa. Þó mætti ætla af bæði við­brögðum Evr­ópu­ríkja og sam­fé­lags­legri umræðu þar að Evr­ópa beri lang­mestan hita og þunga af afleið­ingum stríðs­ins og mót­töku sýr­lenska flótta­manna. Því fer svo sann­ar­lega fjarri. Evr­ópu­ríki hafa aðeins tekið á móti 10% flótta­manna sem flúið hafa Sýr­lands­stríð­ið. Evr­ópu­ríki hafa líka fallið á póli­tíska og diplómat­íska próf­inu í því að koma með virkum hætti að frið­ar­ferli í Sýr­lands­stríð­inu. Þessu verður að snúa við. Evr­ópa verður að stíga inn í sína yfir­burða­stöðu í alþjóða­sam­hengi, nú með van­hæfni Banda­ríkj­anna og Rússa til að vinna að friði í Sýr­landi þar sem bæði ríkin hafa verið í virkri þátt­töku í stríðs­á­tök­un­um.  

Nágrannar axla ábyrgð með herkjum

Tyrk­land hýsir nú 63% flótta­manna sem flýja frá Sýr­landi eða 3,2 milljón Sýr­lend­inga. Í Líbanon er fjöldi flótta­manna frá Sýr­landi 1 millj­ón, þar af er helm­ingur börn. Í Írak eru 225 þús­und flótta­manna frá Sýr­landi. Í Jórdaníu eru í dag 658 þús­und Sýr­lend­inga sem hafa leitað þangað vegna stríðs­ins. Af þeim eru rúm­lega helm­ingur börn. Að auki er talið að 650.000 óskráðra flótta­manna frá Sýr­landi séu í Jórdan­íu.  Þessi lönd hýsa að auki hund­ruð þús­unda flótta­manna frá öðrum átaka­svæðum eins og Jem­en, Írak, Súd­an, Sómalíu og Palest­ínu.

Jórd­anir hafa sögu­lega og menn­ing­ar­lega reynslu af því að vera griða­staður fólks sem flýr stríðs­á­tök og er í 5-6 sæti ríkja í heim­inum þegar kemur að mót­töku flestra flótta­manna. Palest­ínu­menn fengu skjól í Jórdaníu í kjöl­far inn­rása Ísra­els­manna 1948 og 1967. Líb­anir flúðu undan borg­ara­stríði yfir til Jórdaníu 1975-1990 og 1991 flúðu Írakar til Jórdaníu í Íraks­stríð­inu. En þrátt fyrir mikla reynslu Jórdana af mót­töku flótta­manna, og mun opn­ari faðm en flestir evr­ópskir stjórn­mála­leið­togar gagn­vart Sýr­lend­ingum sem leita eftir alþjóð­legri vernd, lýstu ráð­herrar og hæstu yfir­menn jórdanska stjórn­kerf­is­ins á fundi með flótta­manna­nefnd Evr­ópu­ráðs­þings­ins sem und­ir­rituð sat í Amman, Jórdaníu í síð­ustu viku, Sýr­lands­stríð­inu sem algjörum ham­förum: flóð­bylgju sem drekkir jór­dönsku sam­fé­lagi ef ekki er gætt að.

Sýr­lands­stríðið hefur ekki bara haft gríð­ar­leg félags­leg áhrif á jórdanskt sam­fé­lag, og önnur nágranna­lönd, heldur mikil efna­hags­leg áhrif. Hag­vöxtur hefur minnkað og atvinnu­leysi auk­ist í Jórdaníu frá því að nágranna­landið varð borg­ara­stríði að bráð. Við bæt­ist svokölluð „mann­úð­ar­þreyta“ eða „human-aid fat­ique“ á svæð­inu og víð­ar, sem dregur úr áhuga fólks á að láta stríðið í Sýr­landi sig varða eins og áður. En ef sterkt land með góðan vilja stjórn­valda á borð við Jórdaníu kiknar undan álag­inu, hvaða áhrif getur það haft þá á Mið­aust­ur­lönd og önnur lönd í leið­inni ?

Hvað getum við Íslend­ingar gert?

Þar til póli­tísk lausn finnst á stríð­inu í Sýr­landi – sem er því miður ekki í sjón­máli - þarf að leysa stöð­una í mann­úð­ar­mál­um.  Og það gerum við öll saman og öllum ríkjum ber að deila þeirri ábyrgð jafnt. Evr­ópu­ríki, og þar með Ísland, verða að axla meiri ábyrgð með nágranna­ríkj­unum Sýr­lands.

Ísland sem her­laus þjóð á ávallt að beita sér með virkum hætti á alþjóða­vett­vangi fyrir frið­ar­um­leit­unum og tala skýrt gegn stríðs­á­tök­um. Við eigum að sýna að við virðum vopna­við­skipta­samn­ing S.Þ. og alþjóð­leg mann­úð­ar­lög og að við förum eftir þeim í hví­vetna. Íslandi ber sið­ferð­is­leg skylda að auka fram­lag sitt í þró­unar – og mann­úð­ar­mál, sér­stak­lega til stríðs­svæða á borð við Sýr­land. Ísland á að beita sér alþjóð­lega fyrir efna­hags­legum jöfn­uði á milli fólks sem dregur úr líkum á því að átök brjót­ist út. Íslend­ingar þurfa að halda úti fem­inískri utan­rík­is­stefnu. Leggja áfram áherslu á kynja – og jafn­rétt­is­mál á alþjóða­vett­vangi, auka okkar fram­lag til jafn­rétt­is­mála í alþjóð­legu sam­hengi og breikka okkar aðkomu enn frekar í þeim mál­um.

Við eigum að taka á móti fleiri flótta­mönnum en við gerum nú, búa til alvöru stefnu í mál­efnum flótta­manna og byggja upp reynslu og fag­lega þekk­ingu á því sviði. Mennta börn og ung­linga í fjöl­menn­ingu og menn­ing­ar­læsi í því skyni að auka umburð­ar­lyndi og skiln­ing gagn­vart öðrum trú­ar- og menn­ing­ar­svæð­um.

En umfram allt, þá eigum við að halda af öllu afli í mann­úð­ina. Það er mann­úðin sem gerir okkur að mann­eskj­um, það er hún sem drífur áfram sam­kennd­ina sem tengir okkur öll saman svo við getum leyst okkar erf­ið­ustu vanda­mál á borð við skelfi­leg stríð, hörm­ungar og fátækt.

Höf­undur er vara­for­maður utan­rík­is­mála­nefndar Alþing­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar