Segja handaband vera skilyrði fyrir dönskum ríkisborgararétti

Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkur Danmerkur telja rétt að neita innflytjendum um ríkisborgararétt vilji þeir ekki taka í höndina á öðrum Dönum.

Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins.
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins.
Auglýsing

Tveir íhalds­flokkar í Dan­mörku vilja neita dönskum inn­flytj­endum um rík­is­borg­ara­rétt vilji þeir ekki taka í hönd á öðrum Dön­um. Flokk­arnir búast ekki við and­stöðu frá rík­is­stjórn­inni í þessu máli og búast við að skil­yrð­inu verði fram­fylgt á næst­unni. Þetta kemur fram í frétt frá Danska rík­is­út­varp­inu.

Í frétt­inni er vikið að nýjum reglum sem danska rík­is­stjórnin inn­leiddi fyrr í sumar um skil­yrði fyrir dönskum rík­is­borg­ara­rétt. Sam­kvæmt þeim skil­yrðum þarf hver umsækj­andi að taka þátt í sér­stakri athöfn í sínu umdæmi og skuld­binda sig til að hafa dönsk gildi í heiðri. Sam­kvæmt Danska þjóð­ar­flokknum og Íhalds­flokknum í Dan­mörku mun athöfnin einnig inni­halda handa­band við sýslu­mann umdæm­is­ins. 

„Maður tekur í hönd­ina í Dan­mörku“

Sam­kvæmt Mart­in Hen­riksen, tals­manni útlend­inga­mála Danska þjóð­ar­flokks­ins, reyndu flokk­arnir að gera handa­bandið að form­legu skil­yrði fyrir rík­is­borg­ara­rétt, en samið hafi verið um að umsækj­endur skuli sýna almenna hátt­vísi á athöfn­inni. „Og ég reikna nátt­úru­lega með að rík­is­stjórnin og Sós­í­alde­mókrat­arnir muni styðja Danska þjóð­ar­flokk­inn þegar regl­urnar verða teknar í gild­i,“ segir Mart­in.

Auglýsing

Naser Kader, tals­maður útlend­inga­mála Íhalds­flokks­ins tekur undir mál­flutn­ing Mart­ins og seg­ist enn fremur ekki búast við neinni and­stöðu við eft­ir­far­andi skil­yrði. „Maður á að taka við öllum pakk­an­um, og pakk­inn inni­heldur athöfn þar sem maður lýsir yfir tryggð og tekur í hönd­ina á öðr­um. Maður tekur í hönd­ina í Dan­mörku,“ bæt­ir Na­ser við.

Hvers vegna tekur fólk ekki í hend­ur?

Sam­kvæmt danska blað­in­u Politi­ken er óþarfa snert­ing ein­stak­linga af gagn­stæðu kyni utan hjóna­bands litin horn­auga í íslam. Margir múslimar telja þann sið ­sýna litla viðr­ingu, hóg­værð og heiður og kjósa því frekar að sleppa hon­um. Íslamski rit­höf­und­ur­inn A­m­ina­h Tønn­sen ­segir tregðu við að taka í hönd­ina hins vegar ekki snú­ast um kynja­for­dóma eða virð­ing­ar­leysi gagn­vart þeim sem eru ekki múslim­ar.

Handa­bönd milli ókunn­ugra eru ekki ein­ungis litin horn­auga í íslam, en þau eru til dæmis bönnuð meðal strang­trú­aðra gyð­inga. Í öðrum Asíu­löndum eru handa­bönd einnig ekki sér­stak­lega við­ur­kennd, sér­stak­lega ekki meðal fólks af gagn­stæðu kyni. Þess í stað heils­ast gjarnan fólk með því að hneigja sig. Á síð­ustu ára­tugum hafa handa­böndin þó rutt sér til rúms meðal við­skipta­manna í Asíu eftir aukin sam­skipti við Vest­ur­landa­búa, en á öðrum stöðum bera handa­bönd vott um virð­ing­ar­leysi.

Frétta­stof­a BBC greindi frá því í gær að múslím­sku pari hefði verið neitað um rík­is­borg­ara­rétt í Sviss eftir að þau vildu ekki taka í hönd­ina á emb­ætt­is­mönnum þar í landi á meðan á við­tali þeirra stóð. Pi­er­re-Antoine Hil­brand, með­limur nefnd­ar­innar sem tók við­tal við parið, sagði sviss­nesku stjórn­ar­skrána tryggja rétt milli karla og kvenna og ríkja yfir „for­dóm­um.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent