Segja handaband vera skilyrði fyrir dönskum ríkisborgararétti

Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkur Danmerkur telja rétt að neita innflytjendum um ríkisborgararétt vilji þeir ekki taka í höndina á öðrum Dönum.

Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins.
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins.
Auglýsing

Tveir íhalds­flokkar í Dan­mörku vilja neita dönskum inn­flytj­endum um rík­is­borg­ara­rétt vilji þeir ekki taka í hönd á öðrum Dön­um. Flokk­arnir búast ekki við and­stöðu frá rík­is­stjórn­inni í þessu máli og búast við að skil­yrð­inu verði fram­fylgt á næst­unni. Þetta kemur fram í frétt frá Danska rík­is­út­varp­inu.

Í frétt­inni er vikið að nýjum reglum sem danska rík­is­stjórnin inn­leiddi fyrr í sumar um skil­yrði fyrir dönskum rík­is­borg­ara­rétt. Sam­kvæmt þeim skil­yrðum þarf hver umsækj­andi að taka þátt í sér­stakri athöfn í sínu umdæmi og skuld­binda sig til að hafa dönsk gildi í heiðri. Sam­kvæmt Danska þjóð­ar­flokknum og Íhalds­flokknum í Dan­mörku mun athöfnin einnig inni­halda handa­band við sýslu­mann umdæm­is­ins. 

„Maður tekur í hönd­ina í Dan­mörku“

Sam­kvæmt Mart­in Hen­riksen, tals­manni útlend­inga­mála Danska þjóð­ar­flokks­ins, reyndu flokk­arnir að gera handa­bandið að form­legu skil­yrði fyrir rík­is­borg­ara­rétt, en samið hafi verið um að umsækj­endur skuli sýna almenna hátt­vísi á athöfn­inni. „Og ég reikna nátt­úru­lega með að rík­is­stjórnin og Sós­í­alde­mókrat­arnir muni styðja Danska þjóð­ar­flokk­inn þegar regl­urnar verða teknar í gild­i,“ segir Mart­in.

Auglýsing

Naser Kader, tals­maður útlend­inga­mála Íhalds­flokks­ins tekur undir mál­flutn­ing Mart­ins og seg­ist enn fremur ekki búast við neinni and­stöðu við eft­ir­far­andi skil­yrði. „Maður á að taka við öllum pakk­an­um, og pakk­inn inni­heldur athöfn þar sem maður lýsir yfir tryggð og tekur í hönd­ina á öðr­um. Maður tekur í hönd­ina í Dan­mörku,“ bæt­ir Na­ser við.

Hvers vegna tekur fólk ekki í hend­ur?

Sam­kvæmt danska blað­in­u Politi­ken er óþarfa snert­ing ein­stak­linga af gagn­stæðu kyni utan hjóna­bands litin horn­auga í íslam. Margir múslimar telja þann sið ­sýna litla viðr­ingu, hóg­værð og heiður og kjósa því frekar að sleppa hon­um. Íslamski rit­höf­und­ur­inn A­m­ina­h Tønn­sen ­segir tregðu við að taka í hönd­ina hins vegar ekki snú­ast um kynja­for­dóma eða virð­ing­ar­leysi gagn­vart þeim sem eru ekki múslim­ar.

Handa­bönd milli ókunn­ugra eru ekki ein­ungis litin horn­auga í íslam, en þau eru til dæmis bönnuð meðal strang­trú­aðra gyð­inga. Í öðrum Asíu­löndum eru handa­bönd einnig ekki sér­stak­lega við­ur­kennd, sér­stak­lega ekki meðal fólks af gagn­stæðu kyni. Þess í stað heils­ast gjarnan fólk með því að hneigja sig. Á síð­ustu ára­tugum hafa handa­böndin þó rutt sér til rúms meðal við­skipta­manna í Asíu eftir aukin sam­skipti við Vest­ur­landa­búa, en á öðrum stöðum bera handa­bönd vott um virð­ing­ar­leysi.

Frétta­stof­a BBC greindi frá því í gær að múslím­sku pari hefði verið neitað um rík­is­borg­ara­rétt í Sviss eftir að þau vildu ekki taka í hönd­ina á emb­ætt­is­mönnum þar í landi á meðan á við­tali þeirra stóð. Pi­er­re-Antoine Hil­brand, með­limur nefnd­ar­innar sem tók við­tal við parið, sagði sviss­nesku stjórn­ar­skrána tryggja rétt milli karla og kvenna og ríkja yfir „for­dóm­um.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent