Segja handaband vera skilyrði fyrir dönskum ríkisborgararétti

Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkur Danmerkur telja rétt að neita innflytjendum um ríkisborgararétt vilji þeir ekki taka í höndina á öðrum Dönum.

Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins.
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins.
Auglýsing

Tveir íhalds­flokkar í Dan­mörku vilja neita dönskum inn­flytj­endum um rík­is­borg­ara­rétt vilji þeir ekki taka í hönd á öðrum Dön­um. Flokk­arnir búast ekki við and­stöðu frá rík­is­stjórn­inni í þessu máli og búast við að skil­yrð­inu verði fram­fylgt á næst­unni. Þetta kemur fram í frétt frá Danska rík­is­út­varp­inu.

Í frétt­inni er vikið að nýjum reglum sem danska rík­is­stjórnin inn­leiddi fyrr í sumar um skil­yrði fyrir dönskum rík­is­borg­ara­rétt. Sam­kvæmt þeim skil­yrðum þarf hver umsækj­andi að taka þátt í sér­stakri athöfn í sínu umdæmi og skuld­binda sig til að hafa dönsk gildi í heiðri. Sam­kvæmt Danska þjóð­ar­flokknum og Íhalds­flokknum í Dan­mörku mun athöfnin einnig inni­halda handa­band við sýslu­mann umdæm­is­ins. 

„Maður tekur í hönd­ina í Dan­mörku“

Sam­kvæmt Mart­in Hen­riksen, tals­manni útlend­inga­mála Danska þjóð­ar­flokks­ins, reyndu flokk­arnir að gera handa­bandið að form­legu skil­yrði fyrir rík­is­borg­ara­rétt, en samið hafi verið um að umsækj­endur skuli sýna almenna hátt­vísi á athöfn­inni. „Og ég reikna nátt­úru­lega með að rík­is­stjórnin og Sós­í­alde­mókrat­arnir muni styðja Danska þjóð­ar­flokk­inn þegar regl­urnar verða teknar í gild­i,“ segir Mart­in.

Auglýsing

Naser Kader, tals­maður útlend­inga­mála Íhalds­flokks­ins tekur undir mál­flutn­ing Mart­ins og seg­ist enn fremur ekki búast við neinni and­stöðu við eft­ir­far­andi skil­yrði. „Maður á að taka við öllum pakk­an­um, og pakk­inn inni­heldur athöfn þar sem maður lýsir yfir tryggð og tekur í hönd­ina á öðr­um. Maður tekur í hönd­ina í Dan­mörku,“ bæt­ir Na­ser við.

Hvers vegna tekur fólk ekki í hend­ur?

Sam­kvæmt danska blað­in­u Politi­ken er óþarfa snert­ing ein­stak­linga af gagn­stæðu kyni utan hjóna­bands litin horn­auga í íslam. Margir múslimar telja þann sið ­sýna litla viðr­ingu, hóg­værð og heiður og kjósa því frekar að sleppa hon­um. Íslamski rit­höf­und­ur­inn A­m­ina­h Tønn­sen ­segir tregðu við að taka í hönd­ina hins vegar ekki snú­ast um kynja­for­dóma eða virð­ing­ar­leysi gagn­vart þeim sem eru ekki múslim­ar.

Handa­bönd milli ókunn­ugra eru ekki ein­ungis litin horn­auga í íslam, en þau eru til dæmis bönnuð meðal strang­trú­aðra gyð­inga. Í öðrum Asíu­löndum eru handa­bönd einnig ekki sér­stak­lega við­ur­kennd, sér­stak­lega ekki meðal fólks af gagn­stæðu kyni. Þess í stað heils­ast gjarnan fólk með því að hneigja sig. Á síð­ustu ára­tugum hafa handa­böndin þó rutt sér til rúms meðal við­skipta­manna í Asíu eftir aukin sam­skipti við Vest­ur­landa­búa, en á öðrum stöðum bera handa­bönd vott um virð­ing­ar­leysi.

Frétta­stof­a BBC greindi frá því í gær að múslím­sku pari hefði verið neitað um rík­is­borg­ara­rétt í Sviss eftir að þau vildu ekki taka í hönd­ina á emb­ætt­is­mönnum þar í landi á meðan á við­tali þeirra stóð. Pi­er­re-Antoine Hil­brand, með­limur nefnd­ar­innar sem tók við­tal við parið, sagði sviss­nesku stjórn­ar­skrána tryggja rétt milli karla og kvenna og ríkja yfir „for­dóm­um.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent