Segja handaband vera skilyrði fyrir dönskum ríkisborgararétti

Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkur Danmerkur telja rétt að neita innflytjendum um ríkisborgararétt vilji þeir ekki taka í höndina á öðrum Dönum.

Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins.
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins.
Auglýsing

Tveir íhaldsflokkar í Danmörku vilja neita dönskum innflytjendum um ríkisborgararétt vilji þeir ekki taka í hönd á öðrum Dönum. Flokkarnir búast ekki við andstöðu frá ríkisstjórninni í þessu máli og búast við að skilyrðinu verði framfylgt á næstunni. Þetta kemur fram í frétt frá Danska ríkisútvarpinu.

Í fréttinni er vikið að nýjum reglum sem danska ríkisstjórnin innleiddi fyrr í sumar um skilyrði fyrir dönskum ríkisborgararétt. Samkvæmt þeim skilyrðum þarf hver umsækjandi að taka þátt í sérstakri athöfn í sínu umdæmi og skuldbinda sig til að hafa dönsk gildi í heiðri. Samkvæmt Danska þjóðarflokknum og Íhaldsflokknum í Danmörku mun athöfnin einnig innihalda handaband við sýslumann umdæmisins. 

„Maður tekur í höndina í Danmörku“

Samkvæmt Martin Henriksen, talsmanni útlendingamála Danska þjóðarflokksins, reyndu flokkarnir að gera handabandið að formlegu skilyrði fyrir ríkisborgararétt, en samið hafi verið um að umsækjendur skuli sýna almenna háttvísi á athöfninni. „Og ég reikna náttúrulega með að ríkisstjórnin og Sósíaldemókratarnir muni styðja Danska þjóðarflokkinn þegar reglurnar verða teknar í gildi,“ segir Martin.

Auglýsing

Naser Kader, talsmaður útlendingamála Íhaldsflokksins tekur undir málflutning Martins og segist enn fremur ekki búast við neinni andstöðu við eftirfarandi skilyrði. „Maður á að taka við öllum pakkanum, og pakkinn inniheldur athöfn þar sem maður lýsir yfir tryggð og tekur í höndina á öðrum. Maður tekur í höndina í Danmörku,“ bætir Naser við.

Hvers vegna tekur fólk ekki í hendur?

Samkvæmt danska blaðinu Politiken er óþarfa snerting einstaklinga af gagnstæðu kyni utan hjónabands litin hornauga í íslam. Margir múslimar telja þann sið sýna litla viðringu, hógværð og heiður og kjósa því frekar að sleppa honum. Íslamski rithöfundurinn Aminah Tønnsen segir tregðu við að taka í höndina hins vegar ekki snúast um kynjafordóma eða virðingarleysi gagnvart þeim sem eru ekki múslimar.

Handabönd milli ókunnugra eru ekki einungis litin hornauga í íslam, en þau eru til dæmis bönnuð meðal strangtrúaðra gyðinga. Í öðrum Asíulöndum eru handabönd einnig ekki sérstaklega viðurkennd, sérstaklega ekki meðal fólks af gagnstæðu kyni. Þess í stað heilsast gjarnan fólk með því að hneigja sig. Á síðustu áratugum hafa handaböndin þó rutt sér til rúms meðal viðskiptamanna í Asíu eftir aukin samskipti við Vesturlandabúa, en á öðrum stöðum bera handabönd vott um virðingarleysi.

Fréttastofa BBC greindi frá því í gær að múslímsku pari hefði verið neitað um ríkisborgararétt í Sviss eftir að þau vildu ekki taka í höndina á embættismönnum þar í landi á meðan á viðtali þeirra stóð. Pierre-Antoine Hilbrand, meðlimur nefndarinnar sem tók viðtal við parið, sagði svissnesku stjórnarskrána tryggja rétt milli karla og kvenna og ríkja yfir „fordómum.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent