Vilja takmarka búsetu „ekki-vestrænna“ í völdum hverfum Danmerkur

Danska ríkisstjórnin vill takmarka fjölda íbúa sem ekki hafa „vestrænan bakgrunn“ í fátækrahverfum þar í landi.

Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur
Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur
Auglýsing

Íbúar í fátækrahverfum Danmerkur sem eru ekki með „vestrænan bakgrunn“ mættu ekki vera fleiri en 30 prósent af heildarfjölda íbúa hverfanna innan tíu ára, samkvæmt nýrri áætlun dönsku ríkisstjórnarinnar. Aðgerðin var tilkynnt á miðvikudaginn í þessari viku, en einnig var fjallað um það á vef DR.

Samkvæmt innanríkisráðuneyti Danmerkur er tilgangur útspilsins að sporna gegn uppgangi svokallaðra hliðstæðra samfélaga (d. parallelsamfund) í dönsku samfélagi.

„Í allt of mörg ár höfum við lokað augunum fyrir þróuninni sem hefur verið í gangi og fyrst brugðist við þegar aðlögunarvandinn var orðinn of stór,“ segir innanríkisráðherrann, Kaare Dybvad Bek, í fréttatilkynningu. „Nú viljum við sjá til þess að við stingum ekki höfðinu í sandinn enn einu sinni á meðan ný hliðstæð samfélög verða til,“ bætti hann við.

Auglýsing

Hvað er „ekki vestrænt“?

Hagstofa Danmerkur hefur í nokkurn tíma haldið utan um tölfræði um fjölda „vestrænna“ og „ekki-vestrænna“ íbúa landsins. Samkvæmt henni teljast íbúar „vestrænir“ ef upprunaland þeirra er úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES), Andorra, Ástralíu, Kanada, Mónakó, Nýja-Sjálandi, San Marínó, Bandaríkjunum og Vatíkaninu. Því er fjöldi evrópskra landa, líkt og Albanía, Bosnía, Serbía og Úkraína, ekki talinn „vestrænn“.

Ef innflytjendur eru af fyrstu kynslóð miðar hagstofan við fæðingarland þeirra sem upprunaland. Ef þeir eru fæddir í Danmörku er hins vegar miðað við upprunaland móður þeirra.

Innanríkisráðuneyti Danmerkur hefur tilgreint alls 58 hverfi í Danmerku með yfir þúsund íbúum þar sem hlutfall „ekki-vestrænna“ er yfir 30 prósent. Þeirra á meðal er Finlandsparken í Vejle, þar sem umrætt hlutfall nær tæpum 74 prósentum. Samkvæmt minnisblaði sem ráðherra hefur gefið út samhliða tilkynningunni eru félagsleg vandamál algeng í þessum hverfum, en atvinnuleysi er víða yfir 30 prósentum og meirihluti íbúa hafa einungis grunnskólamenntun.

Bek, sem er þingmaður Sósíaldemókrataflokks Danmerkur, hefur haldið því fram að enginn muni verða fluttur úr hverfunum gegn sínum vilja með útspilinu. Hins vegar muni yfirvöld hafa auga með því hverjir flytja þangað inn „til að tryggja blandaða samsetningu íbúa í öllum hverfum.“

Uppfært kl. 13:50: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var talað um aðgerð ríkisstjórnarinnar sem frumvarp.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent