Vilja takmarka búsetu „ekki-vestrænna“ í völdum hverfum Danmerkur

Danska ríkisstjórnin vill takmarka fjölda íbúa sem ekki hafa „vestrænan bakgrunn“ í fátækrahverfum þar í landi.

Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur
Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur
Auglýsing

Íbúar í fátækra­hverfum Dan­merkur sem eru ekki með „vest­rænan bak­grunn“ mættu ekki vera fleiri en 30 pró­sent af heild­ar­fjölda íbúa hverf­anna innan tíu ára, sam­kvæmt nýrri áætlun dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Aðgerðin var til­kynnt á mið­viku­dag­inn í þess­ari viku, en einnig var fjallað um það á vef DR.

Sam­kvæmt inn­an­rík­is­ráðu­neyti Dan­merkur er til­gangur útspils­ins að sporna gegn upp­gangi svo­kall­aðra hlið­stæðra sam­fé­laga (d. parall­el­sam­fund) í dönsku sam­fé­lagi.

„Í allt of mörg ár höfum við lokað aug­unum fyrir þró­un­inni sem hefur verið í gangi og fyrst brugð­ist við þegar aðlög­un­ar­vand­inn var orð­inn of stór,“ segir inn­an­rík­is­ráð­herrann, Kaare Dybvad Bek, í frétta­til­kynn­ingu. „Nú viljum við sjá til þess að við stingum ekki höfð­inu í sand­inn enn einu sinni á meðan ný hlið­stæð sam­fé­lög verða til,“ bætti hann við.

Auglýsing

Hvað er „ekki vest­rænt“?

Hag­stofa Dan­merkur hefur í nokkurn tíma haldið utan um töl­fræði um fjölda „vest­rænna“ og „ekki-vest­rænna“ íbúa lands­ins. Sam­kvæmt henni telj­ast íbúar „vest­ræn­ir“ ef upp­runa­land þeirra er úr Evr­ópska efna­hags­svæð­inu (EES), And­orra, Ástr­al­íu, Kana­da, Móna­kó, Nýja-­Sjá­landi, San Mar­ínó, Banda­ríkj­unum og Vatík­an­inu. Því er fjöldi evr­ópskra landa, líkt og Alban­ía, Bosn­ía, Serbía og Úkra­ína, ekki tal­inn „vest­rænn“.

Ef inn­flytj­endur eru af fyrstu kyn­slóð miðar hag­stofan við fæð­ing­ar­land þeirra sem upp­runa­land. Ef þeir eru fæddir í Dan­mörku er hins vegar miðað við upp­runa­land móður þeirra.

Inn­an­rík­is­ráðu­neyti Dan­merkur hefur til­greint alls 58 hverfi í Dan­merku með yfir þús­und íbúum þar sem hlut­fall „ekki-vest­rænna“ er yfir 30 pró­sent. Þeirra á meðal er Fin­land­s­par­ken í Vej­le, þar sem umrætt hlut­fall nær tæpum 74 pró­sent­um. Sam­kvæmt minn­is­blaði sem ráð­herra hefur gefið út sam­hliða til­kynn­ing­unni eru félags­leg vanda­mál algeng í þessum hverf­um, en atvinnu­leysi er víða yfir 30 pró­sentum og meiri­hluti íbúa hafa ein­ungis grunn­skóla­mennt­un.

Bek, sem er þing­maður Sós­í­alde­mókra­ta­flokks Dan­merk­ur, hefur haldið því fram að eng­inn muni verða fluttur úr hverf­unum gegn sínum vilja með útspil­inu. Hins vegar muni yfir­völd hafa auga með því hverjir flytja þangað inn „til að tryggja bland­aða sam­setn­ingu íbúa í öllum hverf­um.“

Upp­fært kl. 13:50: Í fyrri útgáfu frétt­ar­innar var talað um aðgerð rík­is­stjórn­ar­innar sem frum­varp.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent