Ráðgjafarstofa innflytjenda – heildstæð þjónusta á einum stað

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, skrifar um samræmda og aðgengilega þjónustu við við innflytjendur hér á landi sem veitt er á einum stað með mannúð að leiðarljósi.

Auglýsing

Lengi hefur verið uppi hávært ákall meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur hér á landi að það vanti samræmda og aðgegnilega þjónustu sem veitt er á einum stað. Vinstri græn hafa verið hjartanlega sammála því ákalli og leggja áherslu á að boðið verði upp á heildstæða þjónustu sem veitt er með mannúð að leiðarljósi.

Þeir sem setjast hér að koma úr öllum áttum og ástæður þess að þeir setjast hér að eru fjölbreyttar. Ekki er hægt að líta á innflytjendur sem einsleitan hóp. Þarfir, óskir og draumar þeirra eru margvíslegir og fjölbreyttir. Þetta verður ávallt að hafa í huga þegar þjónustan er skipulögð.

Staðreyndirnar tala sínu máli. Innflytjendur verða fyrir margskonar mismunum í samfélaginu t.d á vinnumarkaði. Þeir sem hafa nýlega sest hér að vita ekki hver réttindi þeirra eru, hvaða þjónusta stendur til boða eða hvert er hægt að sækja hana.

Auglýsing

Samvinna ríkis og sveitarfélaga – lykilinn að betri þjónustu

Í vor samþykkti borgarstjórn fyrstu heildstæðu stefnu í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Stefnan var unnin undir forystu Vinstri grænna og er ég stolt af niðurstöðunni. Fjölmargar aðgerðir snéru að samvinnu ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum. En slík samvinna er lykilinn að því að veita betri og heilstæðari þjónustu.

Ein mikilvæg forgangsaðgerð snýr að því að opnuð verði upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Í ljósi þessa ber að fagna framkominni þingsályktunartillögu um að sett verði á fót Ráðgjafarstofa innflytjenda sem byggir á samvinnu ólíkra ráðuneyta sem koma að málaflokknum og sveitarfélaga. Slík miðstöð þarf að veita sértæka ráðgjöf sem gengur þvert á verkaskiptingu ríkis og einstakra sveitarfélaga t.d. um helstu borgararéttindi og hvert skuli leita eftir þjónustu sveitarfélaga og ríkis.

Ég tel mikilvægt að vinna málið hratt og vel enda er um forgangsmál að ræða. Ekki þarf að fara í flóknar stjórnkerfisbreytingar til að opna slíka miðstöð. Slíka miðstöð má opna hratt og vel án flókinna stjórnkerfisbreytinga. Fyrir því eru fordæmi t.d með rekstri t.d Bjarkarhlíðar en hún er fjármögnnuð af innanríkis- og velferðarráðuneyti og Reykjavíkurborgar og hefur tekist vel til.

Við viljum saman skapa samfélag án aðgreiningar þar sem allir fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Innflytjendur eru mikilvægur hluti af íslensku samfélagi og hafa fjölmargt fram að færa. Með heildstæðri þjónustu og betri upplýsingagjöf má auðvelda nýjum íbúum sín fyrstu skref og er það öllum til heilla.

Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar