Ólína og pabbi

Hildur Eir Bolladóttir segir að Guð sé kannski með ADHD, en hann láti það samt ekki stjórna gjörðum sínum. Og hún hvetur fólk til að vera í víðfeðma samskiptum.

Auglýsing

Mun­ur­inn á að verða fyrir áfalli tví­tugur að aldri eða fimm­tugur er að tví­tugur verður maður senni­lega frekar reiður en fimm­tugur meira sorg­mædd­ur. Ástæðan fyrir því er sú að þegar mann­eskjan er orðin fimm­tug hefur hún yfir­leitt náð þeim þroska að sjá að lífið skuldar henni ekki neitt. Þegar við erum ung finnst okkur ein­hvern veg­inn líf og heilsa nokkuð sjálf­sögð rétt­indi, þið vit­ið, þessi ung­gæð­ings­lega ódauð­leika­til­finn­ing sem er auð­vitað eðli­leg á ákveðnum aldrei og raunar hvati þess að maður upp­lifi, reki sig á og læri af líf­inu. Síðan líður tím­inn og við förum að sjá að það er ekk­ert sjálf­sagt að halda góðri heilsu eða yfir­höfuð bara að vera til, þeirri upp­götvun getur reyndar stundum fylgt ákveðin krísa sem er nefnd mið­ald­ur­skrísa og birt­ist þannig að fólk telur sig annað hvort vera að missa af ein­hverju eða hafi jafn­vel sóað fyrri hálf­leik í tóma vit­leysu. En það er önnur saga.

Ég minn­ist þess hvað faðir minn sál­ugi sótti mikið í að umgang­ast sér mun eldra fólk. Framan af hafði ég talið það stafa af óbilandi áhuga hans á þjóð­legum fróð­leik, gömlum kvæðum og fornum siðum en eftir því sem ég sjálf eld­ist og grána hall­ast ég frekar að því að hann hafi lað­ast að æðru­leysi hins lífs­reynda manns. Pabbi var nefni­lega oft fer­lega kvíð­inn eins og ég sjálf en tjáði sig þó tölu­vert minna um það, mun­inn má nú senni­lega rekja til þess að hann var fæddur árið 1935 en ég árið 1978.

And­stæða kvíð­ans er æðru­leysi um leið og æðru­leysið er meðal sem gagn­ast í glímunni við kvíð­ann, það er ekk­ert verra og vit­laus­ara en að hafa tvær kvíðnar mann­eskjur saman í aðstæðum þar sem þær geta magnað órök­réttar hugs­anir og kvíða upp hjá hvor annarri. Þess vegna þekki ég það sjálf að upp­lifa oft ein­staka slökun í nálægð við aldrað fólk sem hefur þroskast ríku­lega á lífs­göng­unni og tekst þannig að afrugla mann í til­ætl­un­ar­sem­inni gagn­vart líf­inu. Stundum skil ég ekki alveg  hvað Guð var að hugsa með að láta okkur fæð­ast svona ung og vera síðan orðin pass­lega fær um að lifa í æðru­leysi þegar veisl­unni er um það bil að ljúka. 

Auglýsing

Þetta er reyndar svipuð pæl­ing og fólst í spurn­ingu þjón­anna við brúð­kaupið í Kana þegar Jesús breytti vatni í vín sem reynd­ist síðan miklu betra vín en það sem borið hafði verið fram í upp­hafi veisl­unn­ar. Sú saga kennir okkur reyndar það að blessun Guðs kemur ekki eftir okkar pöntun heldur hans ráð­stöfun því Guð veit hvað okkur er fyrir bestu. Þess vegna ætla ég ekk­ert að fara að rök­ræða þetta við hann um ævi­skeið­in, þau hafa greini­lega öll sinn til­gang og upp­röðun þeirra líka. Það væri reyndar mjög skrýtið ef upp­röð­unin væri önnur og maður fædd­ist til dæmis bólu­graf­inn ung­lingur með stórt nef og bux­urnar á hæl­un­um, ég er ekki viss um að for­eldrar væru eins þol­in­móðir gagn­vart því að vakna til garg­andi ung­lings um miðja nótt og gefa honum að borða svo aðrir í hús­inu myndu ekki vakna. 

Það er ein­hver djúp hugsun á bak við það að láta okkur fæð­ast krútt­leg og ilm­andi en um leið svo skelfi­lega ósjálf­bjarga. Þá hlýtur líka að vera ein­hver svaka­leg pæl­ing á bak við það að hafa okkur yfir­veguð og æðru­laus þegar hallar af degi og ellin tekur við. Guð er kannski með ADHD, hver veit, en hann lætur það samt ekki stjórna gjörðum sín­um, svo mikið er víst. Lífið á að vera eins og það er upp­byggt, með æsku, ung­dóms­árum, mann­dóms­árum, miðjum aldri og elli, akkúrat í þess­ari röð. Það sem okkur síðan skortir er ekki af Guðs völdum heldur okkar og þess vegna finnst okkur lífið oft svo erfitt, við menn­irnir höfum til­hneig­ingu til að skapa skort, hvort sem er með hugsun eða gjörðum og þess vegna er þján­ingin auð­vitað enda­laus hér í heimi sökum fátækt­ar, ofbeldis og órétt­lætis ýmis konar eins og við vitum og þekkj­u­m. 

En svo sköpum við líka hvert og eitt okkar eigin per­sónu­lega skort með því til dæmis að gleyma okkur í vinnu, á sam­fé­lags­miðlum eða í lífs­gæða­kapp­hlaup­inu meðan við gætum svo vel verið að rækta raun­veru­leg tengsl við annað fólk á öllum aldri. Þegar pabbi minn var orðin mjög veikur og illa hald­inn af heila­bilun og kom­inn inn á stofnun fórum við stundum með honum inn í svo­kallað minn­ing­ar­her­bergi en það var lítið her­bergi á Landa­kots­spít­ala sem var eins og smækkuð mynd innan úr íslenskum torf­bæ, þar var gam­all askur og spónn og skil­vinda og strokkur og ýmis gömul verk­færi sem að fólk not­aði í sam­fé­lagi hvert við ann­að, svo voru þar gamlar myndir og bækur sem ætlað var að hafa róandi áhrif á þá kyn­slóð sem hafði alist upp í þessu umhverfi en var nú horfin bak við gler gleymsk­unn­ar. 

Og þá mundi ég einmitt eftir því hvað pabbi hafði oft talað um gömlu hús­freyj­una á Hlíð­ar­enda í Bárð­ar­dal þar sem hann var drengur í sveit. Hús­freyjan hét Ólína og pabbi sat oft á búrkist­unni hjá henni, dingl­aði löpp­unum og lærði að stoppa í sokka með sínum bústnu fingrum á meðan hún spjall­aði við hann og kenndi honum kvæði og alltaf þegar hann tal­aði um frú Ólínu færð­ist yfir hann ein­hver ólýs­an­legur friður og ham­ingja. 

Þess vegna sagði ég yfir­leitt það sama við hann þegar við fórum inn í minn­ing­ar­her­bergið á Landa­koti, sömu setn­ing­una sem ég var búin að upp­götva að jafn­að­ist á við heilt spjald af sobril; „Pabbi þú varst nú mörg sumur í sveit á Hlíð­ar­enda í Bárða­dal, þar lærðir þú að stoppa í sokka hjá frú Ólínu“ og þótt við­brögð hafi kannski orðið minni og minni við hverja heim­sókn merkti ég samt sem áður frið yfir ásjónu hans, bara við það eitt að nefna Hlíð­ar­enda, Bárð­ar­dal og frú Ólín­u. 

Hann hafði verið lít­ill drengur í sveit hjá vanda­lausum þar sem gömul kona sýndi honum áhuga og nær­gætni af því að hann var óvenju­legur dreng­ur, kotrosk­inn, örgeðja en við­kvæmur en hún gömul og æðru­laus og vitur og þegar hann var svo orð­inn heila­bil­að­ur, búinn að þjóna sem prestur og vígslu­biskup innan íslensku þjóð­kirkj­unnar í marga ára­tugi þá var það nafn þess­arar konu sem sef­aði óró­ann í brjósti hans.  

Ekki veit ég hvernig minn­ing­ar­her­bergi minnar kyn­slóðar verður inn á Landa­koti þegar fram líða stundir en það er ljóst að þar verður ekki gam­all askur, skil­vinda eða strokk­ur. Ég vona samt að það verði eitt­hvað annað en tölvur og snap chat, kannski brúni apinn sem fæst í fínum hönn­un­ar­versl­unum og kostar svaka mikið en er samt bara eins og þroska­leik­fang úr IKEA á að líta eða hvít­mál­uðu tré­stafirnir sem hægt er að raða upp í glugga og skrifa LOVE eða FAMILY svona til að minna okkur á að það eitt­hvað til sem heitir tengsl og þarf að rækta svo við verðum ekki of kvíð­inn og hrædd við að deyja.

Ég held sumsé að partur af kvíða okkar og streitu sé fólg­inn í þessum skorti á víð­feðma sam­skipt­um. Það er ekki nóg að börn séu bara í sam­tali við önnur börn og ung­lingar bogri yfir skila­boðum ann­arra ung­linga og gam­alt fólk horfi framan í annað gam­alt fólk yfir mánu­dags ýsunni á Grund. Og það er heldur ekki nóg að við sem erum mið­aldra og höldum uppi tjaldsúlum sam­fé­lags­ins, sem stendur séum bara að tala hvert við ann­að. Þá ger­ist það nefni­lega að okkur fer að skorta tengsl við for­tíð­ina og fram­tíð­ina sem er bara allt annar hlutur en að lifa ein­hverri núvit­und, vissu­lega er það dag­ur­inn í dag sem skiptir máli en hann skiptir samt ekki meira máli en arfur eldri kyn­slóða, lífs­reynsla þeirra og æðru­leysi nú eða þá hug­mynd­ir, draumar og vænt­ingar barn­anna okk­ar. Við höfum gnægð tæki­færa allt í kringum okk­ur, það er eng­inn skortur á mann­eskj­um, verum í víð­feðma sam­skipt­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar