Innflytjendur tæplega 20 prósent starfandi fólks

Fjöldi erlendra ríkisborgara hefur margfaldast á undarförnum árum. Starfandi innflytjendur voru að jafnaði 37.388 á öðrum ársfjórðungi 2018 eða 18,6 prósent af öllum starfandi.

Verkamenn á palli - Hafnartorg
Auglýsing

Á öðrum árs­fjórð­ungi árið 2018 voru að jafn­aði 200.798 starf­andi á Íslandi á aldr­inum 16 til 74 ára. Af þeim voru konur 93.884 eða 46,7 pró­sent og karlar 106.914 eða 53,2 pró­sent. Starf­andi inn­flytj­endur voru að jafn­aði 37.388 á öðrum árs­fjórð­ungi 2018 eða 18,6 pró­sent af öllum starf­and­i. Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unn­ar.

Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á sama tíma voru starf­andi með skráð lög­heim­ili á Íslandi að jafn­aði 194.673 eða 96,9 pró­sent allra starf­andi. Alls höfðu 163.410 lög­heim­ili hér á landi og ein­hvern íslenskan bak­grunn eða 83,9 pró­sent. Af inn­flytj­endum voru 32.110 með lög­heim­ili á Íslandi eða 85,9 pró­sent en 5.278 höfðu ekki lög­heim­ili á Íslandi eða 14,1 pró­sent.

Sam­kvæmt aðferðum Hag­stof­unnar telst ein­stak­lingur inn­flytj­andi sem fæddur er erlendis og á for­eldra og báða afa og báðar ömmur sem einnig eru fædd erlend­is. Aðrir telj­ast hafa ein­hvern íslenskan bak­grunn.

Auglýsing

Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara fjór­fald­ast

Kjarn­inn fjall­aði fyrr í sumar um fjölgun lands­manna á fyrri hluta árs­ins 2018 en rekja má fjölg­un­ina til þess að erlendir rík­­is­­borg­­ara fluttu hingað til lands. Þeir voru orðnir 41.280 tals­ins og fjölg­aði um 3.328 frá ára­­mót­um, eða um 8,7 pró­­sent. Alls fjölg­aði íbúum á Íslandi um 2.360 á tíma­bil­inu og er því ljóst að lands­­mönnum hefði fækkað ef ekki hefði verið fyrir aðflutn­ing erlendra rík­­is­­borg­­ara til lands­ins. Hlut­­falls­­lega setj­­­ast lang­flestir þeirra að í Reykja­­nes­bæ. Fjöldi erlendra rík­­is­­borg­­ara þar hefur tæp­­lega fjór­fald­­ast á örfáum árum.

Alls eru Íslend­ingar rúm­lega 353.000 tals­ins og eru erlendir rík­­is­­borg­­arar tæp­­lega tólf pró­­sent af íbúum lands­ins. Þetta kom í mann­­fjölda­­tölum Hag­­stofu Íslands í júlí síð­ast­liðnum sem sýna stöð­una í lok júní síð­­ast­lið­ins.

Erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um 97 pró­­sent frá lokum árs 2011. Það þýðir að fjöldi þeirra hefur tvö­­fald­­ast á sex og hálfu ári. Þeir hafa aldrei verið fleiri og fjölgun þeirra hefur aldrei verið hrað­­ari en á síð­­­ustu 18 mán­uð­­um.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent