Innflytjendur tæplega 20 prósent starfandi fólks

Fjöldi erlendra ríkisborgara hefur margfaldast á undarförnum árum. Starfandi innflytjendur voru að jafnaði 37.388 á öðrum ársfjórðungi 2018 eða 18,6 prósent af öllum starfandi.

Verkamenn á palli - Hafnartorg
Auglýsing

Á öðrum árs­fjórð­ungi árið 2018 voru að jafn­aði 200.798 starf­andi á Íslandi á aldr­inum 16 til 74 ára. Af þeim voru konur 93.884 eða 46,7 pró­sent og karlar 106.914 eða 53,2 pró­sent. Starf­andi inn­flytj­endur voru að jafn­aði 37.388 á öðrum árs­fjórð­ungi 2018 eða 18,6 pró­sent af öllum starf­and­i. Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unn­ar.

Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á sama tíma voru starf­andi með skráð lög­heim­ili á Íslandi að jafn­aði 194.673 eða 96,9 pró­sent allra starf­andi. Alls höfðu 163.410 lög­heim­ili hér á landi og ein­hvern íslenskan bak­grunn eða 83,9 pró­sent. Af inn­flytj­endum voru 32.110 með lög­heim­ili á Íslandi eða 85,9 pró­sent en 5.278 höfðu ekki lög­heim­ili á Íslandi eða 14,1 pró­sent.

Sam­kvæmt aðferðum Hag­stof­unnar telst ein­stak­lingur inn­flytj­andi sem fæddur er erlendis og á for­eldra og báða afa og báðar ömmur sem einnig eru fædd erlend­is. Aðrir telj­ast hafa ein­hvern íslenskan bak­grunn.

Auglýsing

Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara fjór­fald­ast

Kjarn­inn fjall­aði fyrr í sumar um fjölgun lands­manna á fyrri hluta árs­ins 2018 en rekja má fjölg­un­ina til þess að erlendir rík­­is­­borg­­ara fluttu hingað til lands. Þeir voru orðnir 41.280 tals­ins og fjölg­aði um 3.328 frá ára­­mót­um, eða um 8,7 pró­­sent. Alls fjölg­aði íbúum á Íslandi um 2.360 á tíma­bil­inu og er því ljóst að lands­­mönnum hefði fækkað ef ekki hefði verið fyrir aðflutn­ing erlendra rík­­is­­borg­­ara til lands­ins. Hlut­­falls­­lega setj­­­ast lang­flestir þeirra að í Reykja­­nes­bæ. Fjöldi erlendra rík­­is­­borg­­ara þar hefur tæp­­lega fjór­fald­­ast á örfáum árum.

Alls eru Íslend­ingar rúm­lega 353.000 tals­ins og eru erlendir rík­­is­­borg­­arar tæp­­lega tólf pró­­sent af íbúum lands­ins. Þetta kom í mann­­fjölda­­tölum Hag­­stofu Íslands í júlí síð­ast­liðnum sem sýna stöð­una í lok júní síð­­ast­lið­ins.

Erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um 97 pró­­sent frá lokum árs 2011. Það þýðir að fjöldi þeirra hefur tvö­­fald­­ast á sex og hálfu ári. Þeir hafa aldrei verið fleiri og fjölgun þeirra hefur aldrei verið hrað­­ari en á síð­­­ustu 18 mán­uð­­um.

Meira úr sama flokkiInnlent