„Óviðunandi tap“ HB Granda

Forstjórinn segir sterkt gengi krónunnar og hækkandi kostnað ráða miklu um ekki nægilega góða afkomu.

HB Grandi
Auglýsing

Tap HB Granda, næst stærsta útgerð­ar­fé­lags lands­ins á eftir Sam­herja, nam 252 þús­und evrum á öðrum árs­fjórð­ungi, sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri HB Granda, sem til­kynnt var um í gær. Tapið er um 30 millj­ónir króna, en Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri og stærsti eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, segir afkom­un­andi „óvið­un­and­i“.

 Í  til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands segir Guð­mundur að það hafi einnig slæm áhrif á afkom­una að veiði­gjöldin skuli miðuð við afkomu í grein­inni árið 2015. „­Skýr­ing­ar eru m.a. hátt gengi ís­­lensku krón­unn­ar sem dró úr arð­semi fisk­vinnsl­unn­­ar. Þá taka veiði­gjöld ekki til­­lit til arð­semi af veiðum ein­stakra fisk­teg­unda, því grunn­ur veiði­gjalds­ins er af­koma grein­­ar­inn­ar árið 2015,“ segir í Guð­mundur í til­kynn­ing­u. „Veiðar má auka með aukn­um veiði­heim­ild­um og arð­sem­ina má bæta með breyt­ing­um á skip­um og flota. Verið er að skoða fjár­­­fest­ing­ar í vinnslu og tækn­i­­bún­aði sem ættu að hafa já­­kvæð áhrif á rekst­­ur­inn þegar fram í sæk­ir,“ seg­ir Guð­mund­ur, og nefn­ir einnig að í at­hug­un sé að auka sam­­starf á sviði mark­aðs- og sölu­­mála og jafn­­vel fjár­­­festa í er­­lend­um sölu­­fé­lög­­um.

HB Grandi er eina útgerð­ar­fé­lagið á Íslandi sem skráð er á markað aðal­l­ista kaup­hall­ar­innar en mark­aðsvirði félags­ins nemur nú tæp­lega 60 millj­örðum króna.

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent