„Farðu heim hóra! Við viljum ekkert við þig gera á okkar þjóðþingi“

Fyrrverandi þingmaður segir í sjónvarpsþætti Kjarnans á Hringbraut að á margan hátt sé komið fram við konur af erlendum uppruna sem annars flokks borgara.

Auglýsing

Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, segir að mörg dæmi séu um að komið sé fram við erlendar konur sem annars flokks borgara. Hún hafi til að mynda upplifað það þegar hún sat á Alþingi. „Berið saman hvernig var komið fram við mig og Pawel [Bartoszek]. Ég er alveg viss um að hann hefur ekki fengið sent á sitt Facebook: Farðu heim hóra! Við viljum ekkert við þig gera á okkar þjóðþingi.“ Nichole segir að þessum skilaboðum hafi verið beint til hennar bæði sem konu og sem útlendingi, en hún og Pawel voru tveir fyrstu innflytjendurnir til að verða kosnir sem þingmenn í kosningunum 2016. Þau náðu hvorug endurkjöri haustið 2017.

Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali við Nichole í sjónvarpsþætti Kjarnans sem var á dagskrá Hringbrautar í gær. Hægt er að horfa á stiklu úr þættingu í vafranum hér að ofan.

Konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi stigu fram í lok janúar undir merkjum #metoo-byltingarinnar. Þar lýstu þær kynferðisofbeldi, fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun í á fjórða tug átakanlegra frásagna.

Auglýsing

Þessi hópur kvenna sker sig úr öðrum hópum sem hafa stigið fram undir formerkjum #metoo vegna þess að það staða þeirra til að sækja hjálp og öðlast betra líf er verri en margra annarra.

Í þættinum segir Nichole það vanti breytta nálgun gagnvart konum að erlendum uppruna á mörgum sviðum. Það þurfi að breyta kerfislegum þáttum eins og upplýsingagjöf en líka hugsunarhætti. Íslendingar þurfi að opna sig meira gagnvart útlendingum.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent