Ms. Martens

Nichole Leigh Mosty segir að það megi ekki bíða lengur með það að virða alvöru og „all inclusive“ jafnrétti og mannréttindi á vinnumarkaði.

Auglýsing

Þegar ég var 16 ára gekk ég í Dr. Mart­ens stíg­vélum með klút um hálsinn, hlust­aði á „The Clash“ og reif kjaft við for­eldra mína, sér­stak­lega pabba! Hann vissi alltaf best og það var í hans valdi að ráða því hvaða tæki­færi ég nýtti og hvenær. Auð­vitað elskaði hann mig og meinti vel. Ég fann hins vegar fyr­ir­ ­mik­illi þörf fyrir að ­sýna „­feðra­veld­inu“ fing­ur­inn og finna mína eigin rödd. Ég tengi þetta við „Know Your Rights“ með Clash þar sem Joe Strum­mer lýsir alls kyns rétt­indum og skyldum sem við eigum að þekkja sem borg­arar en ein­göngu vald­hafar fá þó að njóta. Lagið er í raun köllun til sam­fé­lags­ins um að vakna til lífs­ins. Und­an­farna viku hef ég samt aftur fundið þörf fyrir að dusta rykið af Dr. Mart­ens, Clash plötum og að senda feðra­veld­inu fing­ur­inn aft­ur. 

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að við, konur af erlendum upp­runa, erum farnar að mynda tengsl og rjúfa ein­angrun sem allt of margar okkar hafa upp­lifað of lengi. Það er jákvætt að við erum farnar að styðja hver aðra og efla félags­leg tengsl okkar á milli. Sam­fé­lagið hlýtur einnig að gera ráð fyrir því að við séum farnar að bera saman bækur okkar og tala um rétt­indi og skyld­ur. Áskorun okkar til sam­fé­lags­ins var ósk um að fólk átti sig á að ábyrgð hvílir á þeim sem stjórna og gæta sam­fé­lags­ins, kerf­anna og atvinnu­líf­inu. Mér finnst hægt að segja að feðra­veldið hafi brugð­ist okk­ur. Okkar hlutur af #MEtoo bylt­ing­unni nær lengra en til kynja­mis­mun­un­ar, áreitni og ofbeldi á heim­ilum og vinnu­stöð­um. Okkar sögur eru lit­aðar af kyn­þátta­for­dóm­um, mis­munun og vald­níðslu sem hefur verið beitt gegn okkur á kerf­is­bund­inn hátt. Þessi mis­munun kemur í veg fyrir að við getum nýtt okkur rétt­indi og njótum tæki­færa til að fóta okkur og vera full­gildir þátt­tak­endur í sam­fé­lag­inu. 

Við veltum því fyrir okkur hvort vald­hafar átta sig á hvaða ábyrgð þeir bera á að mæta, upp­lýsa og taka þátt í að gefa okkur sann­gjörn tæki­færi til að verða full­gildir þátt­tak­endur í íslensku sam­fé­lagi. Við veltum því líka fyrir okkur hvort menn átta sig á því að þegar þessi ábyrgð er hundsuð og við ekki upp­lýst, skap­ist rými til að beita mis­munun og mis­notkun með þeim afleið­ingum að við hættum að reyna að taka virkan þátt. Sum okkar hrein­lega upp­lifa að tæki­færum og mögu­leikum til að dafna og þroskast hafi verið rænt af okk­ur. 

Auglýsing

Við höfum rætt mikið okkar á milli um kerf­is­bundna mis­munun og vald­níðslu í garð inn­flytj­enda. Mig langar til að deila með ykkur smá sög­um, dæmi um mis­munun á vinnu­mark­aði sem hefur þær afleið­ingar við við segjum „ég er hætt að nenna þessu, ég er hætt að reyna og ég get ekki meira.“ 

  • Ég hef starfað í tvö ár án samn­ings og hef ekk­ert starfs­ör­yggi. Ég veit ekki hvort ég hef ein­hver rétt­indi á vinnu­staðnum mín­um.  

  • Mér hafa aldrei verið kynnt rétt­indi á vinnu­staðnum og hef ekki hug­mynd um hvort eða hver trún­að­ar­mað­ur­inn er.

  • Ég hef heyrt um launa­mis­mun en þori ekki að spyrja yfir­mann­inn minn um það. Ég veit ég verð rek­in.

  • Menntun mín verður aldrei met­in. Ég er ekki nógu góð til þess að starfa við það sem ég hef lagði mig fram að læra en er nógu góð til að sinna íslenskum börnum og gömlu fólki.

  • Ég var ráðin til starfa sem aupair og sá um þríf í hús­um, í fjósi, hest­um, þvott, börn og elda­mennsku dag og nótt fyrir heilar 15.000 kr. á viku.

  • Það hefur alltaf dregið af laun­unum mínum þegar ég er með veikt barn eða er ég látin vinna það upp með ógreiddri yfir­vinnu.

  • Ég var rekin vegna þess að lækn­ir­inn minn sagði mér að fara í fimm vikna veik­inda­leyfi. 

  • Mér er sagt upp starf­inu hvert ein­asta sumar í stað­inn fyrir að fá greitt sum­ar­frí. Ég fæ launa­lækkun og þarf að fara atvinnu­leys­is­bætur í þrjá mán­uði.

  • Það er alltaf dregið af laun­unum mínum ef ég fer til lækn­is, í for­eldra­við­töl eða Útlend­inga­stofnun til að end­ur­nýja papp­íra.

  • Ég heyrði yfir­mann­inn minn segja um dag­inn að hún læsi aldrei umsóknir frá inn­flytj­end­um, það skap­aði bara álag á vinnu­staðnum að ráða mörg okkur til starfa.

  • Ef ég er veik ég þarf að finna ein­hvern til þess að vinna fyrir mig.

  • Ég spurði yfir­mann­inn minn hvað gerð­ist ef eitt­hvað kemur fyrir mig þegar ég er að þrífa alein á nótt­unni. Hún bara hló og sagð­ist vona að ekk­ert gerð­ist.

  • Þegar ég byrj­aði í starf­inu vorum við þrír að vinna sam­an. Nú hafa hinir tveir verið rekn­ir, ég vinn einn að gera allt sem við gerðum þrír áður og fæ ekki launa­hækk­un. Mér er bara sagt vinna hrað­ar.

  • Ég til­kynnti ein­elti á vinnu­staðnum og var sagt „er það ekki bara vegna þess að þú talar ekki nóga góð íslensku. Læra bara íslensku og þetta mun lag­ast.“ Samt fæ ég ekki leyfi að fara á nám­skeið á vinnu­tíma.

Það er mik­il­vægt að fólk átti sig á því að sum okkur fá ein­ungis tæki­færi til að læra íslensku og um íslenskt sam­fé­lag þar sem við störfum og meðal þeirra sem við störfum með. Ef okkar reynsla á vinnu­mark­aði gefur okkur skýr skila­boð um að við séum und­ir, séum minna virði og höfum ekki sömu rétt­indi og þeir sem við störfum við hlið­ina á, hvað ger­ist þá þegar við mætum erf­ið­leikum heima við eða í öðrum kerf­um? 

Ég spyr líka hvort fólk á að sætta sig við svona fram­komu. Félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra hyggst leggja aftur fram frum­varp til laga um jafna með­ferð óháð kyn­þætti eða þjóð­ern­is­upp­runa (heild­ar­lög) og frum­varp til laga um jafna með­ferð á vinnu­mark­aði (jafn­rétti á vinnu­mark­aði) nú í febr­ú­ar. Ég vona að nefndin taki málin til vinnslu. Þegar þessi mál komu inn í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd í apríl í fyrra voru þessi sömu frum­vörp ekki snert. Ráð­herr­ann á einnig að leggja fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum nr. 45/2007, um rétt­indi og skyldur erlendra fyr­ir­tækja sem senda starfs­menn tíma­bundið til Íslands og starfs­kjör þeirra starfs­manna. Við tókum það mál til vinnslu í vel­ferð­ar­nefnd í fyrra en þaðan var það sent aftur í ráðu­neytið til frek­ari vinnslu þar sem ákvæði þess voru á skjön við lög um per­sónu­vernd. 

Það mál ekki bíða lengur með það að virða alvöru og „all inclusive“ jafn­rétti og mann­rétt­indi á vinnu­mark­aði. Ef þessi frum­vörp verða að lögum þýðir það að í fyrsta sinn hér­lendi yrði ein­stak­ling­um, sem telja sér mis­munað á grund­velli kyn­þáttar eða þjóð­ern­is­upp­runa utan vinnu­mark­að­ar, veitt heim­ild til að leita réttar síns hjá úrskurð­ar­nefnd innan stjórn­sýsl­unn­ar. 

Ég ætla að hinkra aðeins með­ Dr. Mart­ins og háls­klút­inn. Ég ætla líka geyma fing­urna í vas­anum og leggja mitt traust á feðra­veldið í þeirri trú að yfir­völd sýni ekki sýnd­ar­mennsku við sam­þykkt þess­arra laga. Ég ætla að trúa því að þeir sem bera ábyrgð á að fylgja þessum lögum verði sýnt aðhald og eft­ir­lit. Ég ætla að trúa því að Jafn­rétt­is­stofa, Per­sónu­vernd og kæru­nefndin verði fjár­mögnuð til sam­ræmis við eðli og umfang verk­efn­anna, að starfs­mönnum verði fjölgað til muna og að horft verði til lands­ins alls, ekki ein­göngu hér í Reykja­vík. Ég ætla einnig að hafa trú á því að sér­fræð­ing­ar, með sér­þekk­ingu á mál­efnum inn­flytj­enda og mann­rétt­indum verði ráðnir til starfa í þessi mik­il­vægu verk­efni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar