Hættum að þagga niður ofbeldi

Jasmina Crnac fjallar um stöðu erlendra kvenna í íslensku samfélagi og hvernig hægt sé að búa til betri veruleika fyrir þær.

Auglýsing

Nú eru konur af erlendum upp­runa búnar að stíga fram og segja frá kyn­bundnu ofbeldi, kyn­ferð­is­legu ofbeldi, ofbeldi á vinnu­mark­aðnum og sví­virði­legri hegðun í þeirra garð. Ég sjálf er ein af þeim. En ætl­unin er ekki tala um mig heldur heild­stæðu mynd­ina og hvað við öll getum gert sem sam­fé­lag.

Fyrir það fyrsta var ég sjálf hissa á því hversu gróft ofbeldið og birt­ing­ar­mynd­irnar af því eru. Það er gríð­ar­lega óhugn­an­legt hvað margar hverjar konur þurftu og þurfa enn að þola vegna upp­runa síns. Því vil ég ein­blína á það að hugsa frekar í lausnum, svo­leiðis mun umræðan hald­ast á lofti og end­an­lega skila sínu fyrir mál­stað­inn. Þá er mjög mik­il­vægur punktur að við hver og eitt við­ur­kennum að ofbeldi gagn­vart konum af erlendum upp­runa er rót­gró­inn i okkar sam­fé­lagi og það er hrotta­legra en margur gerir sér grein fyr­ir.

Þessi bar­átta okkar snýst ekki bara um skamm­tíma­at­hygli og ein­hverjar til­fallandi sög­ur, heldur kallar hún fram á að hér verði gerðar breyt­ing­ar. Breyt­ingar á hug­ar­fari, við­brögðum og ferlum, hvort sem það eru stofn­arn­ir, þjóðin sjálf eða sam­tök. En fyrst og fremst erum við mennskar, með til­finn­ingar og sál. Við viljum að allir komi fram við okkur af virð­ingu, en ekki að við séum flokk­aðar niður sem 3. klassa mann­eskjur vegna upp­runa, húð­lits eða kyn­ferði. Virð­ing kostar ekki neitt.

Auglýsing

For­dómar byrja hjá okkur sjálfum og ein­kenn­ast af fáfræði. Í upp­lýstu sam­fé­lagi eins og Ísland er í dag þá eru for­dómar algjör­lega óþarfi að mínu mati, þar sem fjöl­menn­ing er mikil og ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að kynna sér aðra menn­ing­ar­heima. Við erlendu kon­urnar erum ekki vanda­málið eins og allt of oft heyr­ist. Við erum tæki­færi, tæki­færi til að gera hlut­ina fjöl­breytt­ari og skemmti­legri. Með útlend­ingum kemur alls konar þekk­ing og fjöl­breyti­leiki sem gerir sam­fé­lagið okkar betra en ekki verr og það eru kost­ir. Við sem þjóð þurfum að ein­beita okkur að því góða.

Flestir sem koma hingað til lands­ins eru frið­sælt og gott fólk. Auð­vitað eru und­an­tekn­ingar en við getum ekki ætl­ast til þess að allir séu full­komn­ir, ekk­ert frekar en að ætl­ast til þess að allir Íslend­ingar séu full­komið fólk. Flest fólk af erlendu bergi brotið er í vinnu, borgar sína skatta, fara eftir lögum og regl­um. Þau virða sam­fé­lagið og reyna að bestu getu að aðlag­ast.

Hins vegar benda sögur þessa 34 kvenna okkur á það hvað íslenska sam­fé­lag­ið, stofn­anir og almúgur bregst ekki alltaf rétt við. Hlut­verk ríkis er að vernda borg­ara sína og veita þeim öryggi. Þar á meðal stendur í stjórn­ar­skrá Íslands að við eigum ekki mis­muna fólki eftir kyni, fötlun og húð­lit svo eitt­hvað sé nefnt. Þess vegna er ég svo inni­lega miður mín yfir því hvað fáar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög, sam­tök, rík­is­stjórn okkar og aðrir ábyrgir aðilar hafa brugð­ist okkar ákalli. Sú stað­reynd segir mér hversu mikið umræðan er þörf í okkar sam­fé­lagi. Við gleym­umst svo fljótt að það er umhugs­un­ar­vert efni.

Við sem sam­fé­lag þurfum að vera ábyrg­ari og með­vit­aðri um ofbeldi. Konur sem lenda í ofbeldi eru oft­ast ein­angr­að­ar, tæp­lega með ein­hver tengsl, jafn­vel engan pen­ing eða tala ekki tungu­mál­ið. Þær kannski geta ekki leitað sér hjálpar sjálfar og það er ábyrgð okkar allra að bregð­ast við. Þær þurfa stuðn­ing í dag­legu lífi og ekki síst opin­beran stuðn­ing.

Ég hvet öll sveit­ar­fé­lög að bregð­ast við þessu með betri upp­lýs­inga­gjöf til erlendra kvenna, betri verk­ferla í stjórn­sýsl­unni og finna lausnir til þess að nálg­ast þennan til­tekna hóp. Ég hvet stofn­arnir einnig að gera hið sama. Þetta á einnig við um félags­legu sam­tökin að bjóða upp á úrræði og aðstoð með við­burðum sem myndu hvetja konur af erlendum upp­runa að koma og ræða mál­in. Fyr­ir­tæki lands­ins þyrftu þar á meðal að bæta sig í upp­lýs­inga­gjöf til dæmis á lögum hvað varðar rétt­indi fólks. Síð­ast en ekki síst þarf Alþingi Íslands og starf­andi flokkar þar að taka þessa umræðu af alvar­leika og finna var­an­lega lausn við þess­ari mis­munun og við­ur­styggi­legu ofbeldi sem hefur verið haldið frá yfir­borð­inu. Það er svo margt sem hægt er að gera, reynum að vera með­vituð um þennan hóp og þau for­rétt­indi sem það er að vera Íslend­ing­ur. Við getum komið í veg fyrir að þetta þrí­fist hérna í okkar samfélagi.

Það er klárt mál að vit­unda­vakn­ing þurfi að eiga sér stað í íslenska sam­fé­lag­inu og við þurfum að hætta að þagga niður í fólki.

Höf­undur er stjórn­mála­fræði­nemi og inn­flytj­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar