Upplýsingar eru valdefling

Angelique Kelley veltir því fyrir sér hvað taki við eftir að frásagnir erlendra kvenna komu fram í dagsljósið á dögunum.

Auglýsing

Það er ekki oft sem að umræða íslenskra fjölmiðla beinist að konum af erlendum uppruna. Undanfarnar vikur hafa fyrirsagnir fréttanna verið hræðilegar og þeim hafa fylgt óhugnanlegar sögur af kynferðislegri misnotkun og heimilisofbeldi sem konur af erlendum uppruna hafa þurft að þola á Íslandi af hálfu ókunnugra, maka og yfirmanna, sumir hverjir hafa verið íslenskir en aðrir ekki. Ég velti því fyrir mér, hvernig má það vera að þetta sé að koma fyrir nokkurn í landi sem var í fyrsta sæti árið 2017 að mati Friðarvísitölunnar (e. Global Peace Index og í þriðja sæti samkvæmt skýrslu World Happiness Report? Fyrir þeim sem líta hlutlausum augum á landið okkar virðist það vera paradís.

Ég hef búið á Íslandi í 30 ár, ég er kona af erlendum uppruna! Móðir mín er íslensk og kom ég til landsins 19 ára að aldri í heimsókn. Ég hvorki talaði né skildi íslensku, en ég ákvað að vera um kyrrt. Ólíkt þeim ótalmörgu sögum sem við höfum fengið að heyra síðastliðna viku hefur líf mitt á Íslandi verið gott. Við komu mína til landsins bjó ég yfir tengslaneti sem stóran hluta erlendra kvenna skortir. Ég átti fjölskyldu og að lokum kynntist ég dásamlegum manni sem hjálpaði mér að byggja upp stórkostlegt líf á Íslandi.

Á árunum sem ég hef búið hérna á Íslandi hef ég heyrt hræðilegar sögur af heimilisofbeldi og kynferðislegri misnotkun, en það er ekkert í samanburði við það sem ég hef heyrt frá því að ég hóf störf hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna, þar sem að ég gegni formannsstöðu í dag.

Auglýsing

Samtök kvenna af erlendum uppruna voru stofnuð þann 24. október árið 2003 á kvennafrídeginum. Hlutverk samtakanna er að sameina, takast á við og ljá hagsmunum- og áhugamálum þeirra kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Samtök okkar eru í einu og öllu starfrækt af sjálfboðaliðum og höfum við átt þeirri gæfu að fagna í gegnum tíðina að hljóta styrki og framlög sem halda lífi í samtökunum.

Nicole Mosty hafði samband við samtök okkar þegar #metoo-hreyfingin hreif landann. Konur alls staðar að voru að koma fram með harmþrungnar sögur, þrátt fyrir þetta þögðu konur af erlendum uppruna. Nicole datt þá á það ráð að stofna leynilegan hóp fyrir konur af erlendum uppruna þar sem að þær gætu deilt sögum sínum undir nafnleynd og bað hún okkur um samstarf. Hópurinn óx á ógnarhraða á örfáum dögum og fóru konur að deila sögum sínum með Nicole sjálfri. Þá fór Nicole með þessar sögur í fjölmiðlanna að gefnu samþykki kvennanna sem deilt höfðu sögum sínum.

Stóra spurningin er þá, hvað tekur við? Hvernig höldum við áfram án þess að gleyma því sem við vitum nú? Hvernig finnum við lausnir á þessum vanda?

Þann 8. febrúar munu Nicole Mosty og Samtök kvenna af erlendum uppruna halda #metoo-viðburð fyrir konur af erlendum uppruna undir yfirheitinu „Information is Empowerment“. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Við fáum fulltrúa frá lögreglunni, Kvennaathvarfinu og Bjarkarhlíð sem munu kynna starfsemi sína fyrir þeim konum sem mæta. Það verða einnig hópaumræður þar sem að konurnar verða spurðar að því hvernig þær telja best að halda áfram og hvort að þær búi yfir lausnum. Við hvetjum allar konur af erlendum uppruna til þess að skrá komu sína (metoo@womeniniceland.is), ef ekki fyrir sig, þá fyrir kynsystur sínar sem þurfa á stuðningi að halda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar