Mynd: Bára Huld Beck

#Metoo: Konur af erlendum uppruna stíga fram

Konur af erlendum uppruna segja frá kynferðisofbeldi, fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun í 34 frásögnum. Staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti og öðlast betra líf er verri en margra annarra sökum þess að margar þeirra kunna ekki tungumálið, þekkja ekki réttindi sín eða eru upp á kvalara sína komnar. Þetta eru frásagnir þeirra.

Konur af erlendum upp­runa á Íslandi er hópur sem hefur þurft að upp­lifa heim­il­is­of­beldi, grófar kyn­ferð­is­of­beldi, hópnauðg­anir, nauð­ung og innan hóps­ins eru fórn­ar­lömb mansals. Þær hafa þurft að lifa með and­legu ofbeldi, ein­elti, mis­rétti og nið­ur­læg­ingu. Þær stíga nú fram og segja sögur sínar undir merkjum #Metoo-­bylt­ing­ar­inn­ar.

Fyrir nokkrum dögum var stofn­aður hópur á Face­book þar sem konum að erlendum upp­runa var gert kleift að að segja sögur sínar um kyn­ferð­is­of­beldi, áreitni og mis­munun sem þær hafa orðið fyr­ir. Á örfáum dögum fjölg­aði kon­unum í hópnum úr nokkrum tugum í 660. Allar eru þær annað hvort af fyrstu eða ann­ari kyn­slóð inn­flytj­enda. Hér að neðan má lesa sögur þeirra. Þær eru settar fram með þeim hætti sem kon­urnar skrif­uðu þær, meðal ann­ars til að vekja athygli á mætt­inum sem fylgir því að kunna tungu­mál þess sam­fé­lags sem við­kom­andi býr í og það mátt­leysi sem fylgir því að kunna það ekki.

Hægt er að lesa frá­sagnir kvenn­anna hér.

Konur af erlendum upp­runa eru margar hverjar í mun erf­ið­ari aðstöðu til að losna úr sínum aðstæðum en íslenskar kyn­systur þeirra. Þær kunna margar hverjar ekki tungu­mál­ið, þekkja ekki rétt­indi sín og eru upp á kval­ara sína komn­ar. Margar þeirra eru, eða hafa ver­ið, fang­ar.

Mark­visst haldið í við­kvæmri stöðu

Í yfir­lýs­ingu kvenn­anna, sem fylgir með frá­sögnum þeirra og und­ir­skrifta­lista þeirra 97 sem treystu sér til þess að stíga fram undir nafni, segir að konur af erlendum upp­runa hafi átt erfitt með að finna sér stað innan #Metoo-­bylt­ing­ar­inn­ar.

Þær velta fyrir sér hvort það sé vegna þess að þær séu hafðar út undan eða hvort að þær kjósi sjálfar að standa hjá. Mik­il­vægt sé að leita svara við þessum spurn­ingum og skilja af hverju það þurfi að svara þeim. „Frá­sagnir kvenna af erlendum upp­runa eru ofnar úr for­dóm­um, mis­mun­un, mark­vissu nið­ur­broti, van­rækslu, úti­lokun og mis­notk­un. Margar okkar hafa upp­lifað það að hafa verið yfir­gefnar og ein­angr­aðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sam­ein­ast um frá­sagnir hafa augu okkar hins vegar opn­ast fyrir því að sam­fé­lagið hefur um langa hríð snúið blinda aug­anu að ýmsu mis­jöfnu sem átt hefur sér stað gagn­vart konum af erlendum upp­runa. Fram­komu sem hefur leitt til þess að margar okkar upp­lifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til vernd­ar, aðstöðu og rétt­inda í íslensku sam­fé­lag­i.“

Kon­urnar segja að það sé mik­il­vægt að setja á dag­skrá ástæður for­dóma, mis­mun­unar og nið­ur­brots sem konur af erlendum upp­runa upp­lifa á Íslandi. „Sumum okk­ar, sem hafa orðið fórn­ar­lömb heim­il­is­of­beld­is, kyn­ferð­is­of­beldis og jafn­vel mansals, er mark­visst haldið í við­kvæmri stöðu sem jafn­vel er notuð gegn þeim. Gáf­að­ar, mennt­að­ar, sterkar og fal­legar konur flytja hingað til lands ala með sér sömu drauma og vonir og íslenskar konur um bjarta fram­tíð og vel­gengni. Þegar þessar konur sjá drauma og vonir verða að engu vegna kerf­is­bund­inna for­dóma, van­rækslu og mis­mun­un­ar, er þeim þröngvað í hlut­verk fórn­ar­lambs sem oftar en ekki er upp á kval­ara sinn kom­ið.“

Hægt er að lesa yfir­lýs­ingu kvenn­anna og und­ir­skriftir þeirra hér.

Fjöl­margar frá­sagnir af nauðg­unum

Frá­sagnir þeirra eru átak­an­leg­ar. Ein fjallar um það að eig­in­maður hafi litið á eig­in­konu sína sem hlut sem hann gat notað þegar hann vildi. Nán­ast alltaf var um að ræða kyn­ferð­is­legt athæfi og mað­ur­inn kom fram vilja sínum þrátt fyrir kona hans segði skýrt nei.

Önnur frá­sögn er af því þegar kona sem ráðin var til að þrífa heima hjá auð­ugum íslenskum hjónum verður fyrir kyn­ferð­is­of­beldi af hendi vinnu­veit­anda síns sem hélt henni nauð­u­gri, sleikti í framan og niður að brjóstum henn­ar. Í kjöl­farið sagði mað­ur­inn að honum hafi alltaf langað til að vita hvernig lituð kona bragð­að­ist. Tveimur dögum síðar var konan rekin úr starfi af eig­in­konu manns­ins.

Ein konan segir frá því að hún hafi þurft að „borga“ fyrir að kom­ast til Íslands með því að stunda kyn­líf með mann­inum sem flutti hana hing­að. Hún var einnig neydd til þess að stunda kyn­líf með tveimur vinum hans. Þetta ástand hafi staðið yfir í þrjú ár, eða þar til að kval­ari hennar fann sér yngri inn­flytj­anda í hennar stað. Hún seg­ist hata karl­menn í dag og að hún muni aldrei geta notið kyn­lífs eftir reynslu sína. „Ég vil aldrei fæða barn inn í heim þar sem svona hlutir geta átt sér stað,“ segir konan í frá­sögn sinni.

Frásagnir kvenna af erlendum uppruna eru settar fram sem hluti af #Metoo-byltingunni.
Mynd: Pexels.com

Önnur kona segir frá því að fyrstu fimm árin sem hún hafi búið á Íslandi hafi hún upp­lifað ein­angrun og nið­ur­læg­ingu að versta tagi. Hún hafi ekki talað íslensku og búið með manni úti á landi. „Hann var alltaf að minna mig á hversu mikið það kost­aði honum að fá mig hingað og gifta mig og bara að ég væri hrein­lega aukin kostn­aði fyrir hon­um. Sjáið þið til hann leyfði mér ekki einu sinni vinna eða sækja íslenska­kennslu svo að ég gæti fara að vinna. Það var ömur­leg. Einu sinni hann let mig já það er rétt hót­aði mig og píndi mér að sofa hjá bróðir hans því að þeir voru að djúsa saman heima hjá okkur og bróðir hans vildi bara prófa mig. Mág­konan mín vissi af þessu og sagði ekk­ert við mig ekki einu sinni fyr­ir­gefðu. Sjúkt.“

Í frá­sögn einnar konu greinir hún frá því hvernig að nágrannar hennar hafi ekki gert neitt þrátt fyrir að öskur og hár­reysti hafi ítrekað heyrst úr íbúð hennar þegar eig­in­maður hennar var að berja hana.

[Ein konan starf­aði við ræst­ingar þegar maður af vinnu­staðnum nauðg­aði henni. „ann sagði ég má ekki segja frá ég má ekki hugsa hann vildi meiða mig hann var bara vildi prófa útlensk kona eins og mig ég var fal­leg og góð. Ég for aldrei aftur að vinna. Ég spurði vin­kona mín að þrífa fyrir mig næstu dag. Þegar hún for í geymslu hvar ég geyma skúr­ingu dót það var umslag með nafnið mitt á. Hún kom með það til mín. Inní umslag var 100.000 kr pen­inga."

Vilja finna leiðir til að brúa bilið

Kon­urnar óska eftir því í yfir­lýs­ingu sinni að frá­sagnir þeirra séu lesnar af virð­ingu, skiln­ingi og var­færni. „Þessar hug­rökku konur hafa valið að deila þessum sárs­auka­fullu frá­sögnum undir nafn­leysi. Við biðjum um að les­endur nýti þær til­finn­ingar sem kunna að vakna við lest­ur­inn til að finna leiðir til að bæta stöðu okkar og brúa það bil sem mynd­ast hefur á milli okkar og ann­arra í sam­fé­lag­in­u.“

Með fylgir eft­ir­far­andi áskorun til íslensks sam­fé­lags:

  • Við skorum á sam­fé­lagið að við­ur­kenna að konur af erlendum upp­runa hafa mis­mun­andi þarfir sem þarf að mæta á vinnu­stöðum þeirra, í sam­fé­lag­inu og af hálfu þeirra sem veita sam­fé­lags­lega þjón­ustu.

  • Við skorum á sam­fé­lagið að við­ur­kenna að konur af erlendum upp­runa eru við­kvæmur hópur sem er útsettur fyrir kerf­is­bund­inni mis­mun­un, ofbeldi og nið­ur­broti.

  • Við skorum á sam­fé­lagið að innan allra áætl­ana og ferla sem snú­ast um að útrýma kyn­bund­inni mis­mun­un, áreiti og ofbeldi sé gert ráð fyrir vald­efl­ingu kvenna af erlendum upp­runa.

  • Við skorum á stjórn­völd, bæði ríki og sveit­ar­fé­lög að tryggja eft­ir­lit og vernd kvenna af erlendum upp­runa.

  • Við skorum á stjórn­völd, bæði ríki og sveit­ar­fé­lög að tryggja öruggar boð­leiðir og far­vegi til að rétt­indi kvenna af erlendum upp­runa séu virt.

  • Við und­ir­ritum þessa beiðni í þeirri von að þátt­taka okkar í #MEtoo bylt­ing­unni styrki bönd milli allra þegna sam­fé­lags­ins og styrki bar­átt­una gegn kyn­bund­inni mis­mun­un, áreiti og ofbeldi í sam­fé­lag­inu. Með því leggjum við okkar lóð á vog­ar­skálar þess að búa til betra og örugg­ara sam­fé­lag fyrir okkur öll.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar