Vítalía búin að gefa skýrslu hjá lögreglu

Misskilningur olli því m.a. að skýrslutaka í máli Vítalíu Laz­areva gegn þremur áhrifamiklum mönnum í samfélaginu, þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni, dróst.

Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson.
Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson.
Auglýsing

Vítalía Laz­­areva fór í byrjun vik­unnar í skýrslu­töku hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi vegna kyn­ferð­is­brota­kæru á hendur þeim Ara Edwald, Hregg­viði Jóns­­syni og Þórði Má Jóhann­essyni. Þetta stað­festir Kol­brún Garð­ars­dóttir rétt­ar­gæslu­maður Vítalíu í sam­tali við Kjarn­ann.

Hún segir að ferlið hafi tekið svo­lítið langan tíma, að mis­skiln­ings hafi gætt í upp­hafi og aðrir þættir haft áhrif. „En nú er búið að ganga frá því,“ segir hún.

Lög­reglan mun nú rann­saka málið og taka skýrslu af vitnum og sak­born­ing­um. Kol­brún segir að ómögu­legt sé að segja til um hversu langan tíma það muni taka.

Auglýsing

Vítalía birti mynd á Twitt­er-­síðu sinni í mars síð­ast­liðnum þar sem sjá mátti beiðni um tíma hjá kæru­mót­töku lög­regl­unn­ar. Hún sagði í sam­tali við Kjarn­ann á sínum tíma að hún ætl­aði ekki skilja málin eftir í lausu lofti og þetta hefði verið stórt og mik­il­vægt skref í rétta átt fyrir hana. „Hræðsla og óör­yggi er ekki í boði fyrir mig og ég kem til með að standa upp­­rétt og ein­beita mér að rétt­læt­in­u.“

Hún skrif­aði jafn­­framt í opinni færslu á Instagram að það hefði tekið tíma „að safna sér saman í næstu skref“ en hún væri til­bú­in.

Kærðu Vítalíu fyrir til­raun til fjár­kúg­unar

Menn­irnir þrír hafa nú kært Vítalíu og Arnar Grant fyrir til­raun til fjár­kúg­unar en Arnar Þór Stef­áns­son, lög­maður Þórðar Más, sagði í sam­tali við frétta­stofu Stöðvar 2 í síð­ustu viku að hann hefði stað­fest­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra fyrir því að enga kæru vegna máls­ins væri að finna í lög­reglu­kerf­inu Löke.

Arnar Þór sagði það geta skipt máli fyrir með­ferð kærunnar sem nú hefur verið lögð fram að Vítalía hefði ekki kært þre­menn­ing­ana, líkt og hún hafði sagst ætla að gera.

„Það getur alveg skipt máli ef þú ert að láta að því liggja að þú ætlir að kæra og sért þol­andi, en kærir svo ekki. Það er nú ekki mjög trú­verðug fram­ganga,“ sagði Arnar Þór.

Baðst afsök­unar á að hafa ekki vitað betur

Vítalía brást við frétta­flutn­ingnum og skrif­aði í færslu á Twitter í kjöl­farið þar sem hún sagði að hana lang­aði að biðj­ast afsök­unar – afsök­unar á því „að hafa brugð­ist öðrum þolend­um“. Hún bæri jafn­framt ekki ábyrgð á frétta­flutn­ingi um mál­ið. Hún sagð­ist hafa lagt fram bréf til kæru­mót­töku kyn­ferð­is­brota í mars síð­ast­liðnum hjá lög­regl­unni.

„Ég hef alltaf haldið að það að fylla út slíkt blað með fyr­ir­spurnum og spurn­ingum hvað varðar kyn­ferð­is­brot þýddi „eitt­hvað“. Ég hef ekki mætt í skýrslu­töku eins og hefur oft komið fram og hef ég aldrei sagt ann­að. Ég biðst afsök­un­ar. Afsök­unar á að vita ekki bet­ur,“ skrif­aði hún.

Fjöl­margir tjáðu sig í kommentum við færsl­una þar sem fólk sýndi henni stuðn­ing og sagði hana ekki þurfa að biðj­ast afsök­unar á neinu.

Ferlið mis­jafnt milli emb­ætta

Jónas Hall­grímur Ott­ós­son lög­reglu­full­trúi rann­sókn­ar­deildar á Vest­ur­landi sagð­ist í síð­ustu viku eftir sam­ráð við lög­menn emb­ætt­is­ins í sam­tali við Kjarn­ann ekki geta tjáð sig um þetta til­tekna mál en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans lá málið á borði lög­regl­unnar á Vest­ur­landi í nokkurn tíma þar sem meint brot átti sér stað í bústað í Skorra­dal. Hann sagði við Kjarn­ann að ferlið eftir að brot er til­kynnt væri mis­jafnt milli emb­ætta. Alla­jafna færu málin fyrr í gang hjá minni emb­ætt­unum þar sem álagið er ekki eins mikið þar.

„Við reynum alltaf að vinna með mál með brota­þola í huga þannig að ferlið verði ekki mjög mann­fjand­sam­legt. Þetta er alltaf erfitt og það eru miklar til­finn­ingar í gangi. Við reyndum sem sagt að sigla þessu eins þægi­lega í gegn eins og hugs­ast get­ur,“ sagði hann.

Hægt að panta tíma í gegnum tölvu­póst, sím­leiðis eða með því að fylla út eyðu­blað

Á vef­síðu kæru­mót­töku lög­regl­unnar kemur fram að ef ein­hver vill leggja fram kæru vegna brots sé hægt að panta tíma með því að senda þeim tölvu­póst, með því að hringja í síma 444-1000 eða senda þeim beiðni í gegnum sér­staka vef­síðu. Ef brotið er nýaf­staðið eða ennþá yfir­stand­andi þurfi ávallt að hringja í 112.

Í skeyt­inu eða sím­tal­inu þarf að koma fram nafn, kennitala, heim­il­is­fang, sími, kæru­efn­ið, hvað gerð­ist, hvenær gerð­ist það, hvar gerð­ist það, hvaða tími hentar best til að koma á lög­reglu­stöð og hvaða lög­reglu­stöð er best að koma á. Jafn­framt hvort við­kom­andi þurfi aðstoð túlks.

„Gott er að taka fram að við reynum að koma til móts við alla hvað varðar tíma­setn­ingu, en því miður er það ekki alltaf hægt. Ef það er ekki hægt þá er sá tími gef­inn upp sem er laus og við­kom­andi beð­inn um að stað­festa hann. Í svar­skeyti okkar koma einnig fram aðrar upp­lýs­ingar sem snúa að vænt­an­lega kæru­efni, t.d. hvaða gögn þurfi að hafa með­ferð­is,“ segir á vef­síðu lög­regl­unn­ar.

Málið komst í hámæli í jan­úar

Kjarn­inn fjall­aði um málið í byrjun jan­úar en Vítalía steig fram og greindi frá meintu ofbeldi í við­tali hjá Eddu Falak í Eigin konum þann 4. jan­úar síð­­ast­lið­inn.

Að­drag­and­inn var sá að seint í októ­ber birti Vítalía frá­­­­­sögn á sam­­­fé­lags­mið­l­inum Instagram. Frá­­­­­sögnin var af kyn­­­ferð­is­of­beldi sem hún sagði sig hafa orðið fyrir af hendi þriggja manna. Í frá­­­­­sögn­inni lýsti konan því ofbeldi sem hún sagði menn­ina hafa beitt sig í heitum potti og í sum­­­­­ar­­­bú­­­stað, aðdrag­anda þess að hún hefði endað með þeim þennan dag og í lok hennar nefndi hún þá alla þrjá með nafni, þá Ara Edwald, þáver­andi for­­stjóra Ísey Skyr, Hregg­við Jóns­­son, þáver­andi stjórn­­­ar­­for­­mann og aðal­­eig­anda Veritas, og Þórð Má Jóhann­es­­son, þáver­andi stjórn­­­ar­­for­­mann Festi.

Auk þess nefndi hún á nafn giftan mann, einka­­­þjálf­­­ar­ann Arnar Grant, sem hún átti í ást­­­ar­­­sam­­­bandi við og fékk hana til að koma á þann stað sem meint brot fóru fram.

Færslan var síðar tekin niður af Instagram en hluti hennar er enn aðgeng­i­­­legur á Twitt­er-­­­síðu Vítal­­­íu. Þar voru nöfn mann­anna hins vegar ekki birt. Þar segir meðal ann­­­ars að henni hafi verið ráðið frá „því að segja frá og leita lengra vegna þess að aðilar þessir eru valda­­­miklir í sam­­­fé­lag­inu og allir fjöl­­­skyld­u­­­menn“.

Vildu engu svara

Skjá­­­skot af frá­­­­­sögn Vítalíu fóru sem eldur í sinu um íslenskt sam­­­fé­lag. Í stórum hópum var fátt annað rætt í margar vikur á eftir en hvar þetta mál stæði. Ekk­ert var hins vegar fjallað um málið í fjöl­mið­l­um, þrátt haft hafi verið sam­­­band við menn­ina fjóra, meðal ann­­­ars frá blaða­­­manni Kjarn­ans. Við­brögðin voru eng­in. Þeir svör­uðu ekki.

Málið tók á sig nýja mynd þegar Vítalía steig fram hjá Eddu og greindi frá meintu ofbeldi.

Allir þrír stigu til hliðar úr ábyrgð­­ar­­stöðum eftir að fjöl­miðlaum­­fjöllun um málið birt­ist. Eini sem hefur tjáð sig opin­ber­­lega er Hregg­viður Jóns­­son en hann sagði í yfir­­lýs­ingu sinni: „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjöl­mið­l­­­­um. Það er afar þung­­­­bært að heyra um hennar reynslu.“

Hregg­viður sagð­ist jafn­­framt líta þetta mál alvar­­­­legum augum og þrátt fyrir að hann hefði „ekki gerst brot­­­­legur við lög“ þá myndi hann stíga til hliðar úr stjórn Ver­­­itas og stjórnum tengdra fyr­ir­tækja „til að raska ekki þeirra mik­il­vægu starf­­­­sem­i“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent