Ríkasta eitt prósentið tók til sín 82 prósent af nýjum auð í fyrra

42 ríkustu einstaklingar heims eiga nú jafn mikið og þeir 3,7 milljarðar mannkyns sem eiga minnst. Níu af hverjum tíu í hópi hinna ofurríku eru karlar og ríkasta eitt prósentið á nú meira en allir hinir til samans.

Nánast allir sem teljast ofurríkir eru karlmenn..
Nánast allir sem teljast ofurríkir eru karlmenn..
Auglýsing

Alls fór 82 pró­sent af öllum auð sem varð til í heim­inum á árinu 2017 til rík­asta eitt pró­sent íbúa hans. Sá helm­ingur mann­kyns sem á minnst fékk ekk­ert af við­bót­ar­auð sem varð til á síð­asta ári í sinn hlut. Nýjar tölur frá Credit Suisse sýna að 42 rík­ustu ein­stak­lingar heims eiga nú jafn mikið og þeir 3,7 millj­arðar manna sem eiga minnst. Rík­asta pró­sent heims­ins á meira en hin 99 pró­sent hans til sam­ans. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam um mis­skipt­ingu auðs, sem gerð var opin­ber í gær.

Í skýrsl­unni kemur fram að millj­arða­mær­ingum hafi aldrei fjölgað jafn mikið og í fyrra, þegar einn nýr slíkur varð til á tveggja daga fresti. Sam­tals voru þeir sem áttu einn millj­arð dali eða meira 2.043 um síð­ustu ára­mót.

Alls jókst auður millj­arða­mær­inga um 762 millj­arða dala á árinu 2017, eða um 78.486 millj­arða íslenskra króna. Þessi við­bót­a­r­auður einn saman myndi duga til að binda sjö sinnum endi á fátækt í heim­in­um, sam­kvæmt mati Oxfam.

Í skýrsl­unni segir enn fremur að hættu­leg og illa borguð störf fjöld­ans greiði fyrir yfir­gengi­legan auð hinna fáu. Konur séu í verstu stör­f­unum og að nán­ast allir hinna ofur­ríku séu karl­menn, eða níu af hverjum tíu.

Auglýsing
Oxfam segir að rík­is­stjórnir þurfi að skapa jafn­ari sam­fé­lög með því að for­gangs­raða vel­ferð venju­legra launa­manna og smærri mat­væla­fram­leið­enda í stað þess að for­g­ans­raða í þágu hinna ríku og valda­miklu.

Auður hinna efna­meiri vex mun hraðar en hinna

Í skýrsl­unni segir að á tíma­bil­inu 2006 til 2015 hafi auður venju­legs launa­fólks auk­ist um tvö pró­sent á ári á meðan að auður millj­arða­mær­inga í heim­inum auk­ist um 13 pró­sent á ári, eða sex sinnum hraðar en auður launa­fólks­ins.

Þar er tekið dæmi af rík­asta manni Níger­íu, sem þénar nægi­lega háar vaxta­greiðslur af eignum sínum á ári til að leysa um tvær millj­ónir sam­landa sinna úr fátækt. Í Indónesíu eiga fjórir rík­ustu menn lands­ins meira en þær 100 millj­ónir íbúa þess sem eiga minnst. Þrír rík­ustu menn Banda­ríkj­anna eiga meiri auð en sá helm­ingur þjóð­ar­innar sem á minnst, um 160 millj­ónir manns. Í Bras­ilíu myndi ein­stak­lingur sem þénar lág­marks­laun þurfa að vinna í 19 ár til að þéna það sem ein­stak­lingur sem til­heyrir 0,1 pró­sent rík­asta hluta lands­ins þénar á einum mán­uði.

Ríku verða rík­ari á Íslandi

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber að mis­skipt­ing auðs hafi haldið áfram að aukast á Íslandi á árinu 2016. Í lok þess árs áttu þær rúm­lega 20 þús­und fjöl­skyldur sem til­heyra þeim tíu pró­sentum þjóð­ar­innar sem eiga mest eigið fé – eignir þegar skuldir hafa verið dregnar frá – 2.062 millj­arða króna í hreinni eign. Alls átti þessi hópur 62 pró­sent af öllu eigin fé í land­inu. Eigið fé hans jókst um 185 millj­arða króna á árinu 2016. Eigið fé hinna 90 pró­sent lands­manna jókst á sama tíma um 209 millj­arða króna. Það þýðir að tæp­lega helm­ingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á á árinu 2016 fór til tíu pró­sent efna­mestu fram­telj­end­anna.

Björgólfur Thor Björgólfsson er eini Íslendingurinn sem kemst á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dölum talið. Á síðasta lista tímaritsins sat hann í 1.116 sæti yfir ríkustu menn heims með eignir upp á 1,8 milljarð dala, eða 186 milljarða króna.Frá árinu 2010 og til loka árs 2016 tvö­fald­að­ist eigið fé Íslend­inga. Í lok árs 2010 var það 1.565 millj­arðar króna en var 3.343 millj­arðar króna í lok árs 2016. Ef horft er ein­ungis í krónu­tölur þá má sjá að eignir efstu tíundar þjóð­ar­innar hafi auk­ist úr 1.350 millj­örðum króna í 2.062 millj­arða króna á tíma­bil­inu, eða um 712 millj­arða króna. Því fór 40 pró­sent af öllum krónum sem urðu til í nýju eigin fé frá lokum árs 2010 og fram til loka árs 2016 til þeirra tíu pró­sent fjöl­skyldna sem eiga mest á hverjum tíma fyrir sig.

Van­met­inn auður

Virði eigna þessa hóps er reyndar van­met­inn. Þessi hópur á nefni­lega nær öll verð­bréf lands­ins í eigu ein­stak­linga, eða 86 pró­sent slíkra. Í tölum Hag­stof­unnar er þær fjár­mála­legu eignir sem telj­ast til hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lögum á nafn­virði, eign­ar­skatts­frjáls verð­bréf, stofn­sjóðs­eign og önnur verð­bréf og kröf­ur. Og í töl­unum eru þau metin á nafn­verði, ekki mark­aðsvirði, sem er mun hærra. Alls á tíu pró­sent rík­asti hluti lands­manna verð­bréf, m.a. hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lögum eða skulda­bréf, sem metin eru á 383,4 millj­arða króna á nafn­virði. Hin 90 pró­sent þjóð­ar­innar eiga verð­bréf sem metin eru á 62,2 millj­arða króna að nafn­virði. Þessi skipt­ing hefur hald­ist að mestu eins á und­an­förnum árum. Í lok árs 2010 átti efsta tíund lands­manna líka 86 pró­sent allra verð­bréfa.

Virði verð­bréfa í eigu Íslend­inga hækkað um 23 millj­arða króna að nafn­virði á árinu 2016. Þar af hækk­uðu bréf rík­ustu tíu pró­sent þjóð­ar­innar um 21,8 millj­arða króna. Því fór um 95 pró­sent af allri virð­is­aukn­ingu verð­bréfa til rík­ustu tíundar Íslend­inga á árinu 2016.

Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar