Ríkasta eitt prósentið tók til sín 82 prósent af nýjum auð í fyrra

42 ríkustu einstaklingar heims eiga nú jafn mikið og þeir 3,7 milljarðar mannkyns sem eiga minnst. Níu af hverjum tíu í hópi hinna ofurríku eru karlar og ríkasta eitt prósentið á nú meira en allir hinir til samans.

Nánast allir sem teljast ofurríkir eru karlmenn..
Nánast allir sem teljast ofurríkir eru karlmenn..
Auglýsing

Alls fór 82 pró­sent af öllum auð sem varð til í heim­inum á árinu 2017 til rík­asta eitt pró­sent íbúa hans. Sá helm­ingur mann­kyns sem á minnst fékk ekk­ert af við­bót­ar­auð sem varð til á síð­asta ári í sinn hlut. Nýjar tölur frá Credit Suisse sýna að 42 rík­ustu ein­stak­lingar heims eiga nú jafn mikið og þeir 3,7 millj­arðar manna sem eiga minnst. Rík­asta pró­sent heims­ins á meira en hin 99 pró­sent hans til sam­ans. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam um mis­skipt­ingu auðs, sem gerð var opin­ber í gær.

Í skýrsl­unni kemur fram að millj­arða­mær­ingum hafi aldrei fjölgað jafn mikið og í fyrra, þegar einn nýr slíkur varð til á tveggja daga fresti. Sam­tals voru þeir sem áttu einn millj­arð dali eða meira 2.043 um síð­ustu ára­mót.

Alls jókst auður millj­arða­mær­inga um 762 millj­arða dala á árinu 2017, eða um 78.486 millj­arða íslenskra króna. Þessi við­bót­a­r­auður einn saman myndi duga til að binda sjö sinnum endi á fátækt í heim­in­um, sam­kvæmt mati Oxfam.

Í skýrsl­unni segir enn fremur að hættu­leg og illa borguð störf fjöld­ans greiði fyrir yfir­gengi­legan auð hinna fáu. Konur séu í verstu stör­f­unum og að nán­ast allir hinna ofur­ríku séu karl­menn, eða níu af hverjum tíu.

Auglýsing
Oxfam segir að rík­is­stjórnir þurfi að skapa jafn­ari sam­fé­lög með því að for­gangs­raða vel­ferð venju­legra launa­manna og smærri mat­væla­fram­leið­enda í stað þess að for­g­ans­raða í þágu hinna ríku og valda­miklu.

Auður hinna efna­meiri vex mun hraðar en hinna

Í skýrsl­unni segir að á tíma­bil­inu 2006 til 2015 hafi auður venju­legs launa­fólks auk­ist um tvö pró­sent á ári á meðan að auður millj­arða­mær­inga í heim­inum auk­ist um 13 pró­sent á ári, eða sex sinnum hraðar en auður launa­fólks­ins.

Þar er tekið dæmi af rík­asta manni Níger­íu, sem þénar nægi­lega háar vaxta­greiðslur af eignum sínum á ári til að leysa um tvær millj­ónir sam­landa sinna úr fátækt. Í Indónesíu eiga fjórir rík­ustu menn lands­ins meira en þær 100 millj­ónir íbúa þess sem eiga minnst. Þrír rík­ustu menn Banda­ríkj­anna eiga meiri auð en sá helm­ingur þjóð­ar­innar sem á minnst, um 160 millj­ónir manns. Í Bras­ilíu myndi ein­stak­lingur sem þénar lág­marks­laun þurfa að vinna í 19 ár til að þéna það sem ein­stak­lingur sem til­heyrir 0,1 pró­sent rík­asta hluta lands­ins þénar á einum mán­uði.

Ríku verða rík­ari á Íslandi

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber að mis­skipt­ing auðs hafi haldið áfram að aukast á Íslandi á árinu 2016. Í lok þess árs áttu þær rúm­lega 20 þús­und fjöl­skyldur sem til­heyra þeim tíu pró­sentum þjóð­ar­innar sem eiga mest eigið fé – eignir þegar skuldir hafa verið dregnar frá – 2.062 millj­arða króna í hreinni eign. Alls átti þessi hópur 62 pró­sent af öllu eigin fé í land­inu. Eigið fé hans jókst um 185 millj­arða króna á árinu 2016. Eigið fé hinna 90 pró­sent lands­manna jókst á sama tíma um 209 millj­arða króna. Það þýðir að tæp­lega helm­ingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á á árinu 2016 fór til tíu pró­sent efna­mestu fram­telj­end­anna.

Björgólfur Thor Björgólfsson er eini Íslendingurinn sem kemst á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dölum talið. Á síðasta lista tímaritsins sat hann í 1.116 sæti yfir ríkustu menn heims með eignir upp á 1,8 milljarð dala, eða 186 milljarða króna.Frá árinu 2010 og til loka árs 2016 tvö­fald­að­ist eigið fé Íslend­inga. Í lok árs 2010 var það 1.565 millj­arðar króna en var 3.343 millj­arðar króna í lok árs 2016. Ef horft er ein­ungis í krónu­tölur þá má sjá að eignir efstu tíundar þjóð­ar­innar hafi auk­ist úr 1.350 millj­örðum króna í 2.062 millj­arða króna á tíma­bil­inu, eða um 712 millj­arða króna. Því fór 40 pró­sent af öllum krónum sem urðu til í nýju eigin fé frá lokum árs 2010 og fram til loka árs 2016 til þeirra tíu pró­sent fjöl­skyldna sem eiga mest á hverjum tíma fyrir sig.

Van­met­inn auður

Virði eigna þessa hóps er reyndar van­met­inn. Þessi hópur á nefni­lega nær öll verð­bréf lands­ins í eigu ein­stak­linga, eða 86 pró­sent slíkra. Í tölum Hag­stof­unnar er þær fjár­mála­legu eignir sem telj­ast til hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lögum á nafn­virði, eign­ar­skatts­frjáls verð­bréf, stofn­sjóðs­eign og önnur verð­bréf og kröf­ur. Og í töl­unum eru þau metin á nafn­verði, ekki mark­aðsvirði, sem er mun hærra. Alls á tíu pró­sent rík­asti hluti lands­manna verð­bréf, m.a. hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lögum eða skulda­bréf, sem metin eru á 383,4 millj­arða króna á nafn­virði. Hin 90 pró­sent þjóð­ar­innar eiga verð­bréf sem metin eru á 62,2 millj­arða króna að nafn­virði. Þessi skipt­ing hefur hald­ist að mestu eins á und­an­förnum árum. Í lok árs 2010 átti efsta tíund lands­manna líka 86 pró­sent allra verð­bréfa.

Virði verð­bréfa í eigu Íslend­inga hækkað um 23 millj­arða króna að nafn­virði á árinu 2016. Þar af hækk­uðu bréf rík­ustu tíu pró­sent þjóð­ar­innar um 21,8 millj­arða króna. Því fór um 95 pró­sent af allri virð­is­aukn­ingu verð­bréfa til rík­ustu tíundar Íslend­inga á árinu 2016.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar