„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“

Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.

Kona Mynd: Pexels/Hakeem James Hausley
Auglýsing

„Ég dæmi ekki konur sem selja sig en ég dæmi karl­ana sem kaupa kon­urn­ar; á meðan hel­vítis eft­ir­spurnin er þá er fram­boð. Mér finnst að það þurfi að fræða karl­menn um vændi, hvað það er og hvaða áhrif það hef­ur.“

Þetta segir ein konan sem deilir reynslu sinni af því að hafa verið í vændi í nýrri bók Bryn­hildar Björns­dóttur Venju­legar konur – Vændi á Íslandi sem kom út í dag.

Í bók­inni ræðir Bryn­hildur við sex íslenskar konur sem hafa verið í vændi, venju­legar konur sem bera reynslu sína ekki utan á sér en lýsa hræði­lega erf­iðum aðstæðum í vænd­inu. Jafn­framt fjallar höf­undur um fyr­ir­bærið vændi í sögu og menn­ingu, lítur yfir íslenska fjöl­miðlaum­fjöllun um vændi og lýsir hug­mynda­fræði­legum átökum í tengslum við laga­setn­ingu.

Auglýsing

Venju­legar konur sem eiga skilið að njóta virð­ingar

Þá ræðir Bryn­hildur við fag­fólk sem vinnur með þolendum vændis – full­trúa Stíga­móta og Bjark­ar­hlíð­ar, auk lög­regl­unn­ar, og birtir ný talna­gögn um afleið­ingar vænd­is. Loks er kast­ljós­inu varpað á kaup­endur og ræðir hún við einn slík­an. Bókin er rituð að frum­kvæði og í sam­vinnu við Evu Dís Þórð­ar­dótt­ur, brota­þola vændis og bar­áttu­konu.

Í bók­inni kemur fram að engin þess­ara kvenna beri for­tíð sína utan á sér. „Þetta eru allt venju­legar konur sem falla inn í fjöld­ann. Sumar hafa náð að byggja upp líf eftir vænd­ið, sem þær eru sáttar við, aðrar eru enn í því ferli.“ Höf­undur bendir á að konur sem verða fyrir vændi séu ekki frá­brugðnar öðrum konum hvað varðar þrá, drauma, vonir og lang­an­ir. „Þetta eru venju­legar konur sem eiga skilið að njóta jafn mik­illar virð­ingar og við­ur­kenn­ingar á mennsku sinni hjá sam­ferða­fólki sínu og allar aðrar kon­ur.“

„Ógeðs­lega erfitt ferli“ að vinna úr svona reynslu

Ein konan segir að oft reyni á mörkin í þessum aðstæð­um. „Ég er mjög með­virk og rosa­lega léleg í að standa með sjálfri mér, sér­stak­lega þegar ég er augliti til auglitis við ein­hvern, ég á auð­veld­ara með það gegnum tölvu eða síma.“ Seinna í frá­sögn­inni greinir hún frá því að hennar lang­anir og vilji hafi ekki verið til umræðu við vændis­kaup­in, hún hafi verið ein­hverra þús­und­kalla virði og það „var allt og sum­t“.

Önnur segir að svona sam­skipti snú­ist ekki um kyn­líf. „Þau snú­ast um stjórn. Þetta líður kannski út eins og kyn­líf og virkar eins og kyn­líf en er svo langt frá því að vera það. Kyn­líf er í grunn­inn nánd og traust og ánægja, en vændi er ekk­ert af þessu, alla­vega ekki frá mínum sjón­ar­hóli.“ Þetta snú­ist um stjórn og við­skipti sem báðir tapa á.

Hún seg­ist jafn­framt ekki eiga nógu mörg orð yfir hvað það „er ógeðs­lega erfitt ferli að vinna úr svona reynslu“.

„Ég hélt að í vænd­inu væri ég í mik­illi sjálfs­styrk­ingu en í stað­inn fór ég í þver­öf­uga átt, yfir í mis­notkun og valda­leysi. Ég barð­ist mjög lengi við þetta, þessa ógeðis­til­finn­ingu á sjálfri mér, sem ég veit núna að á engan rétt á sér. Ég hataði þennan hluta af lífi mínu en ég hata ekki sjálfa mig.“

Alveg á hreinu hver ræður – Hvenær sem var gat „eitt­hvað hræði­legt“ komið fyrir

Margar kon­urnar tala um hug­takið „stjórn“. Ein segir að alveg sama hvernig hún ætl­aði að telja sér trú um að hún gæti bara valið sér kúnna og þá væri allt æðis­legt þá hafi það þó aldrei verið raun­veru­leik­inn. „Svo var það líka þannig að um leið og ég hitti menn­ina var ég búin að missa stjórn­ina. Þarna var ég búin að semja við ein­hverja mann­eskju um að sofa hjá fyrir pen­ing og mér fannst ég aldrei geta hætt við. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef ég hefði ein­hvern tíma sagt að ég treysti mér bara ekki í þetta, ég þorði aldrei að láta á það reyna.“

Hún segir enn fremur að eng­inn stundi vændi af áhuga á kyn­lífi. Með því að taka pen­ing­ana „ertu búin að sam­þykkja ein­hvers konar sam­skipti sem eiga ekk­ert skylt við kyn­líf“.

Hún segir að menn­irnir hafi ekki verið ógn­andi en þó hafi ekk­ert farið milli mála hver réði. „Þeir voru ekki endi­lega eitt­hvað með kass­ann frammi, þessir menn, eða að sýna ein­hverja valda­til­burði. En það var alveg á hreinu hver réði. Þeir borg­uðu mér og þar af leið­andi stjórn­uðu þeir ferl­inu, og hvenær sem var gat eitt­hvað hræði­legt komið fyrir og ég hafði enga stjórn á því.“

„Þegar ég byrjaði í vændinu sá ég ekki fyrir mér að það hefði afleiðingar á líf mitt fimmtán árum seinna,“ segir einn viðmælandinn.

Aðeins síðar í frá­sögn­inni segir hún að henni hafi liðið svo illa á þessu tíma­bili að hún sá sér ekki fært að halda áfram að lifa, „það var bara spurn­ing um hvenær ég ætl­aði að drepa mig“.

Hún segir að ekki sé hægt að afmá fót­spor vænd­is­ins og að það geti haft gríð­ar­legar afleið­ingar á lífið seinna meir. „Þegar ég byrj­aði í vænd­inu sá ég ekki fyrir mér að það hefði afleið­ingar á líf mitt fimmtán árum seinna.“

Hrædd við karl­menn eftir alla þessa reynslu

Önnur kona lýsir einnig þessum afleið­ing­um. Hún segir að vændið venj­ist ekki og verði bara verra með tím­an­um. „Ég man ekki eftir fyrsta skipt­inu, og þetta urðu að lokum svo ógeðs­lega margir karl­menn að þetta rennur allt saman í eitt.“

Hún seg­ist aldrei hafa haft neitt vald inni í aðstæð­unum til að segja nei eða skoðun á því sem menn­irnir gerðu. „Ég átti bara að upp­fylla óskir þeirra. Ein­staka maður vildi reyndar fá að vita hvað ég vildi gera og þá fékk ég bara sjokk og sagði: „Ertu að spyrja mig?““

Þá greinir hún frá því að vændið hafi gert það að verkum að hún er hrædd við karl­menn. „Ég er aldrei með karl­kyns lækna og á vinnu­stöðum þarf ég alltaf að venj­ast karl­mönnum í kringum mig og sann­færa sjálfa mig um að þeir séu ekki að fara að gera mér neitt. Og ég get ekki hugsað mér að eign­ast karl­kyns maka.“

„Mér fannst hrein­lega eins og ég væri að nauð­ga“

Í bók­inni segir frá því að erfitt sé að fá vændis­kaup­endur til að tjá sig um reynslu sína en einn karl­maður tjáir sig þó. Hann hafi keypt vændi erlendis þegar hann var um þrí­tugt. Hann hafi í fyrstu litið á þetta sem ævin­týri sem hann lang­aði til að prófa en fljót­lega hafi upp­lifunin snú­ist upp í and­hverfu sína.

„Ég sé sjálfan mig við það sem ég er að gera og ég bara ein­hvern veg­inn missti allt og hugs­aði með mér: Nei, þetta gengur ekki! Mér fannst hrein­lega eins og ég væri að nauð­ga, og ekki bara henni, líka sjálfum mér! Og vildi bara kom­ast út eins fljótt og hægt væri.“

Hann segir að þessi upp­lifun sitji mjög djúpt í hon­um. Hann hafi verið kom­inn í aðstæður sem hann ætl­aði sér ekki að vera í og að hann hafi upp­lifað að hann væri að gera eitt­hvað sem ætti að vera heil­agt á milli fólks sem er ást­fang­ið, eða alla­vega gott fyrir alla. „En í stað­inn var þetta allt saman afskap­lega sorg­legt og ég hef ekki enn þann dag í dag getað skilið til­finn­ing­una almenni­lega. En ég veit að stór hluti var upp­götv­unin á neyð hennar sem ég var að mis­nota og að fatta að ég var ein­hver sem gat gert það. Og það var mikil sjálfs­fyr­ir­litn­ing sem fylgdi þeirri upp­götv­un, eins og ég hafi verið mis­not­aður af sjálfum mér og ger­sam­lega gengið yfir mín eigin mörk.“ Hann segir að þetta sé ein af hans verstu upp­lif­un­um.

Mað­ur­inn telur að í grunn­inn séu margir karl­menn sama sinnis og hann – hafi fundið fyrir þess­ari vondu til­finn­ingu í slíkum sam­skiptum en hafi kannski bægt henni frá sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent