„Fór þessa leið í stað­inn fyrir að svelta“

Kona sem neyddist til að selja vændi til margra ára stígur fram og segir sína sögu. Hún er mjög gagn­rýnin á þau úrræði sem standa fátæku fólki til boða hér á landi. „Ég sá enga aðra leið til að láta þessa hluti ganga upp.“

Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

„Ég var bara í mjög erf­iðum aðstæðum – og ég veit ekki einu sinni hvort hægt sé að kalla þetta val. En ég fór þessa leið í stað­inn fyrir að svelta.“

Þetta segir kona í sam­tali við Kjarn­ann en í ítar­legu við­tali við mið­il­inn greinir hún frá afleið­ingum þess að selja vændi og þeim erf­iðu fjár­hags­legu aðstæðum sem hún var í þegar hún tók ákvörð­un­ina – ef ákvörðun skyldi kalla. Hún vill ekki láta nafns síns get­ið.

Heilsu­­leysi, fátækt og brotin sjálfs­­mynd spil­uðu stóra rullu í því að hún leidd­ist út í vændi á sínum tíma. Hún segir frá því að hún hafi misst heils­una í banka­hrun­inu 2008 og í kjöl­farið hafi hún farið í end­­ur­hæf­ingu. Biðin á þeim tíma hafi verið 3 til 12 mán­uðir en konan bendir á að nú sé biðin enn lengri.

Auglýsing

„Á meðan þú ert að bíða eftir end­­ur­hæf­ing­­ar­úr­ræði þá er engin önnur inn­­koma í boði nema félags­­­þjón­ustan ef þú átt ekki maka. Og þar er fjár­­hags­að­­stoðin naumt skor­in; þetta er neyð­­ar­að­­stoð og ekki hugsuð þannig að hún eigi að duga í marga mán­uði. Þetta er hugsað sem tíma­bundið úrræð­i,“ segir hún og bætir því við að kerfið sé því miður þannig að margir þurfi að reiða sig á þetta neyð­­ar­úr­ræði í hálft ár, ár eða jafn­­vel leng­­ur.

­Konan segir að lítið sé eftir þegar búið er að borga húsa­­leigu en í hennar til­­­felli hafi hún átt með­­lag og húsa­­leig­u­bætur eft­­ir. Með­­lagið hafi þó farið í aðra reikn­inga og hluti af húsa­­leig­u­­bót­unum einnig. „Þá átti ég eftir ein­hverja tíu þús­und kalla til að lifa en þeir gátu verið fljótir að fara því á þessum tíma kost­aði tíu þús­und krónur að fylla á ísskáp­inn.“

Sér­stak­lega erfitt fyrir fólk með lítið bak­land

Konan var með barn á fram­­færi sínu og bendir hún á að hún hafi þurft að kaupa skóla­­mál­­tíð­ir, aðgang að frí­­stund og tóm­­stundum – og fleira fyrir barn­ið.

„Það er ekk­ert sjálf­­sagt að félags­­­þjón­ustan aðstoði með það og í mínu til­­­felli var það þannig að ég þurfti að lesa mér til um allan minn rétt, um allt sem mér var ekki sagt að fyrra bragði að ég gæti feng­ið.“

Hún segir að aðstæður sem þessar séu sér­­stak­­lega erf­iðar fyrir þau sem hafa lítið bak­land eða mæta skiln­ings­­leysi fjöl­­skyldu sinn­­ar. Hún greinir frá því að hún hafi skamm­­ast sín fyrir stöðu sína og að stundum hafi hún þurft að betla frá fjöl­­skyldu sinni 500 krónur í lán ef ein­hver átti til dæmis afmæli. „Þetta var mjög nið­­ur­lægj­and­i,“ segir hún.

„Ég sá enga aðra leið til að láta þessa hluti ganga upp“

Konan er mjög gagn­rýnin á þau úrræði sem standa fátæku fólki til boða. „Kerfið er þannig byggt upp að ef ég vinn mér fyrir einni krónu þá er sú króna dregin af mér. Kerfið leyfir mér ekki að vinna þó ég myndi hafa pín­u­litla orku til þess. Þannig heldur kerfið manni niðri í sára­­fá­tækt og barn­anna þá í leið­inn­i.“

Hún seg­ist enga lausn hafa séð út úr þessum aðstæð­­um. Hún var ekki að fara á aftur á vinn­u­­mark­að­inn í bráð og heilsan var ekki að lag­­ast. Því hafi hún enga aðra leið séð út úr fjár­­hags­vand­ræð­unum nema að selja vændi. „Ég sá enga aðra leið til að láta þessa hluti ganga upp.“

Þá hafi hún jafn­­framt haft mikla áfalla­­sögu að baki áður en hún varð óvinn­u­­fær. „Ég hafði meðal ann­­ars orðið fyrir nauðgun sem ung­l­ingur og bjó við heim­il­is­of­beldi bæði sem barn og full­orð­in. Þannig var ég mjög brot­in, með lága eða enga sjálfs­­mynd og ekki með get­una til að setja mörk í sam­­skiptum við hitt kyn­ið.“

Gat ekki ímyndað sér afleið­ing­arnar

Konan segir að hún hefði aftur á móti ekki getað ímyndað sér afleið­ing­­arnar af því að stunda vændi. „Ég gat ekki ímyndað mér að vændi myndi valda mér þeim skaða sem það gerði. Þess vegna ákvað ég frekar að fara í vændi frekar en að selja til dæmis dóp,“ segir hún.

Fólk kann að hafa ákveðnar hug­­myndir um „vænd­is­­kon­una“ – hvernig henni líður og hvað hún gengur í gegn­­um. Konan seg­ist vera af þeirri kyn­slóð sem ólst upp við kvik­­mynd­ina Pretty Woman með Juliu Roberts og Ric­hard Gere í aðal­­hlut­verk­­um. Þar segir frá ríkum við­­skipta­jöfri sem kaupir vænd­is­­þjón­­ustu frá ungri konu og fella þau hugi saman á end­an­­um. Hann verður í raun hvíti prins­inn á hest­inum sem bjargar henni úr aðstæð­un­­um.

Þessi heimur er fegraður gríð­­ar­­lega í kvik­­mynd­inni, að mati kon­unn­­ar, og þrátt fyrir að hún hafi gert sér grein fyrir því áður en hún fór að stunda vændi þá óraði hana ekki fyrir afleið­ing­unum á sínum tíma.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent