Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Auglýsing

Stjórn KSÍ hefur sam­þykkt að haft sé að leið­ar­ljósi það meg­in­við­mið, þegar mál ein­stak­linga eru til með­ferðar hjá rann­sókn­ar- eða ákæru­valdi og/eða sam­skipta­ráð­gjafa vegna meintra alvar­legra brota, að þá skuli við­kom­andi stíga til hliðar í hlut­verki sínu hjá KSÍ á meðan með­ferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dóm­ara, þjálf­ara, leik­menn, for­ystu­menn, starfs­menn og aðra þá sem eru innan KSÍ.

Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag.

Þar segir að á fundi stjórnar KSÍ þann 19. maí síð­ast­lið­inn hafi verið rætt um skýrslu starfs­hóps KSÍ og við­brögð KSÍ. Einnig hafi verið rætt um skýrslu starfs­hóps ÍSÍ um verk­ferla, vinnu­brögð og við­mið í íþrótta­hreyf­ing­unni.

Auglýsing

Málið var rætt á fund­inum en frek­ari umræðu var frestað til fram­halds­fundar stjórnar 23. maí en á þeim fundi var álykt­unin sam­þykkt og tekur hún strax gildi

„Stjórn KSÍ mun ræða önnur atriði í drög­unum áfram og mun jafn­framt óska eftir aðkomu laga- og leik­reglna­nefnd­ar. Stjórn KSÍ leggur mikla áherslu á að vandað sé til verka og að málið sé áfram unnið af ábyrgð, fag­mennsku og yfir­veg­un,“ segir á vef sam­bands­ins.

„Ég sem þjálf­ari vinn bara undir þessum verk­regl­um“

Arnar Þór Við­ars­son þjálf­­ari karla­lands­liðs Íslands í knatt­­spyrnu til­­kynnti fyrr í dag leik­­manna­hóp­inn fyr­ir þrjá leiki gegn Ísra­el og Alban­íu og vin­átt­u­lands­­leik gegn San Mar­ínó sem fram fara 2. til 13. júní næst­kom­andi.

Hann segir í sam­tali við fot­bolt­i.­net að það hafi verið léttir að fá ramma frá stjórn­inni til að fara eftir við ákvörðun um það hverjir væru í lið­inu.

„Það hefur ekki verið skemmti­legt að þurfa sigla fram­hjá ákveðnum hlut­um. Aron Einar fellur enn undir þess­ari ákvörðun stjórn­ar. Ég sem þjálf­ari vinn bara undir þessum verk­regl­um," bætti Arnar við í sam­tali við fot­bolta.­net.

Kærir nið­ur­­­fell­ingu hér­aðs­sak­­sókn­­ara

Hér­aðs­sak­­sókn­­ari lét mál Arons Ein­­ars Gunn­ars­sonar og Egg­erts Gunn­þórs Jóns­son­ar, þar sem sem þeir voru sak­aðir um hópnauðgun árið 2010, niður falla fyrr í mán­uð­inum en málið var umtalað í fjöl­miðlum á sínum tíma.

Kon­an sem kærði knatt­­spyrn­u­­menn­ina tvo fyr­ir hópnauðgun síð­ast­liðið haust hef­ur aftur á móti kært nið­ur­­­fell­ingu hér­aðs­sak­­sókn­­ara. Þetta stað­festi Ómar Smára­­son, yf­ir­­maður sam­­skipta­­deild­ar KSÍ, að lokn­um fjöl­miðla­fundi í höf­uð­stöðvum sam­­bands­ins rétt í þessu. Mbl.is greinir frá.

Höfðu upp­lýs­ingar um ofbeldi en svör­uðu með vill­andi hætti

Skýrsla nefndar sem Íþrótta­­sam­­band Íslands (ÍSÍ) skip­aði til að gera úttekt á við­brögðum og máls­­­með­­­­­ferð KSÍ vegna kyn­­­ferð­is­of­beld­is­­­mála sem tengd­ust leik­­­mönnum í lands­liðum Íslands var birt í des­em­ber í fyrra. Þar kom meðal ann­­ars fram að KSÍ hefði fengið upp­­lýs­ingar um meinta hópnauðgun tveggja lands­liðs­­manna fyrir ell­efu árum síðan í byrjun júní á síð­asta ári. Eftir til­­kynn­ingu þar um frá starfs­­manni sam­­bands­ins, tengda­­móður þol­and­ans, var meðal ann­­ars rætt við annan ger­and­ann. Samt ákvað KSÍ að hlíta ráð­­legg­ingu almanna­­tengsla­­fyr­ir­tækis og svara fyr­ir­­spurnum fjöl­miðla um málið með vill­andi hætt­i.

Að mati nefnd­­­ar­innar mátti til sanns vegar færa að yfir­­­lýs­ing­­­arnar hefðu borið með sér ákveðin merki þögg­un­­­ar- og nauð­g­un­­ar­­menn­ing­­ar, þar sem því var í reynd hafnað í yfir­­­lýs­ing­unum að mál kvenn­anna hefðu komið til vit­undar KSÍ.

Guðni Bergs­­­­son sagði í yfir­­­­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í kjöl­farið að hann hefði borið ábyrgð á við­brögðum sam­­­­bands­ins, vegna þeirra ofbeld­is­­­­mála sem komu upp í for­­­­mann­s­­­­tíð hans. Sömu sögu væri að segja um miðlun upp­­­­lýs­inga til fjöl­miðla og almenn­ings. „Þar hefði ég getað gert bet­­­­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Það er ekki talið svara kostnaði að fara í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum borgarstarfsmanna.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent