Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Auglýsing

Stjórn KSÍ hefur sam­þykkt að haft sé að leið­ar­ljósi það meg­in­við­mið, þegar mál ein­stak­linga eru til með­ferðar hjá rann­sókn­ar- eða ákæru­valdi og/eða sam­skipta­ráð­gjafa vegna meintra alvar­legra brota, að þá skuli við­kom­andi stíga til hliðar í hlut­verki sínu hjá KSÍ á meðan með­ferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dóm­ara, þjálf­ara, leik­menn, for­ystu­menn, starfs­menn og aðra þá sem eru innan KSÍ.

Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag.

Þar segir að á fundi stjórnar KSÍ þann 19. maí síð­ast­lið­inn hafi verið rætt um skýrslu starfs­hóps KSÍ og við­brögð KSÍ. Einnig hafi verið rætt um skýrslu starfs­hóps ÍSÍ um verk­ferla, vinnu­brögð og við­mið í íþrótta­hreyf­ing­unni.

Auglýsing

Málið var rætt á fund­inum en frek­ari umræðu var frestað til fram­halds­fundar stjórnar 23. maí en á þeim fundi var álykt­unin sam­þykkt og tekur hún strax gildi

„Stjórn KSÍ mun ræða önnur atriði í drög­unum áfram og mun jafn­framt óska eftir aðkomu laga- og leik­reglna­nefnd­ar. Stjórn KSÍ leggur mikla áherslu á að vandað sé til verka og að málið sé áfram unnið af ábyrgð, fag­mennsku og yfir­veg­un,“ segir á vef sam­bands­ins.

„Ég sem þjálf­ari vinn bara undir þessum verk­regl­um“

Arnar Þór Við­ars­son þjálf­­ari karla­lands­liðs Íslands í knatt­­spyrnu til­­kynnti fyrr í dag leik­­manna­hóp­inn fyr­ir þrjá leiki gegn Ísra­el og Alban­íu og vin­átt­u­lands­­leik gegn San Mar­ínó sem fram fara 2. til 13. júní næst­kom­andi.

Hann segir í sam­tali við fot­bolt­i.­net að það hafi verið léttir að fá ramma frá stjórn­inni til að fara eftir við ákvörðun um það hverjir væru í lið­inu.

„Það hefur ekki verið skemmti­legt að þurfa sigla fram­hjá ákveðnum hlut­um. Aron Einar fellur enn undir þess­ari ákvörðun stjórn­ar. Ég sem þjálf­ari vinn bara undir þessum verk­regl­um," bætti Arnar við í sam­tali við fot­bolta.­net.

Kærir nið­ur­­­fell­ingu hér­aðs­sak­­sókn­­ara

Hér­aðs­sak­­sókn­­ari lét mál Arons Ein­­ars Gunn­ars­sonar og Egg­erts Gunn­þórs Jóns­son­ar, þar sem sem þeir voru sak­aðir um hópnauðgun árið 2010, niður falla fyrr í mán­uð­inum en málið var umtalað í fjöl­miðlum á sínum tíma.

Kon­an sem kærði knatt­­spyrn­u­­menn­ina tvo fyr­ir hópnauðgun síð­ast­liðið haust hef­ur aftur á móti kært nið­ur­­­fell­ingu hér­aðs­sak­­sókn­­ara. Þetta stað­festi Ómar Smára­­son, yf­ir­­maður sam­­skipta­­deild­ar KSÍ, að lokn­um fjöl­miðla­fundi í höf­uð­stöðvum sam­­bands­ins rétt í þessu. Mbl.is greinir frá.

Höfðu upp­lýs­ingar um ofbeldi en svör­uðu með vill­andi hætti

Skýrsla nefndar sem Íþrótta­­sam­­band Íslands (ÍSÍ) skip­aði til að gera úttekt á við­brögðum og máls­­­með­­­­­ferð KSÍ vegna kyn­­­ferð­is­of­beld­is­­­mála sem tengd­ust leik­­­mönnum í lands­liðum Íslands var birt í des­em­ber í fyrra. Þar kom meðal ann­­ars fram að KSÍ hefði fengið upp­­lýs­ingar um meinta hópnauðgun tveggja lands­liðs­­manna fyrir ell­efu árum síðan í byrjun júní á síð­asta ári. Eftir til­­kynn­ingu þar um frá starfs­­manni sam­­bands­ins, tengda­­móður þol­and­ans, var meðal ann­­ars rætt við annan ger­and­ann. Samt ákvað KSÍ að hlíta ráð­­legg­ingu almanna­­tengsla­­fyr­ir­tækis og svara fyr­ir­­spurnum fjöl­miðla um málið með vill­andi hætt­i.

Að mati nefnd­­­ar­innar mátti til sanns vegar færa að yfir­­­lýs­ing­­­arnar hefðu borið með sér ákveðin merki þögg­un­­­ar- og nauð­g­un­­ar­­menn­ing­­ar, þar sem því var í reynd hafnað í yfir­­­lýs­ing­unum að mál kvenn­anna hefðu komið til vit­undar KSÍ.

Guðni Bergs­­­­son sagði í yfir­­­­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í kjöl­farið að hann hefði borið ábyrgð á við­brögðum sam­­­­bands­ins, vegna þeirra ofbeld­is­­­­mála sem komu upp í for­­­­mann­s­­­­tíð hans. Sömu sögu væri að segja um miðlun upp­­­­lýs­inga til fjöl­miðla og almenn­ings. „Þar hefði ég getað gert bet­­­­ur.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent