KSÍ hafnar því að taka þátt í að þagga niður ofbeldismál

KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem því er hafnað að sambandið taki þátt í því að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Þar segir jafnframt að „dylgjum“ um slíkt sé alfarið vísað á bug.

Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Auglýsing

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands sendi frá sér yfir­lýs­ingu í dag, þar sem segir að sam­bandið geri „engar til­raunir til að þagga niður ofbeld­is­mál eða hylma yfir með ger­end­um.“ Þar segir jafn­framt að „dylgj­um“ um slíkt sé alfarið vísað á bug.

Yfir­lýs­ingin var send á fjöl­miðla undir yfir­skrift­inni „Að gefnu til­efni“ en lítið hefur heyrst úr her­búðum sam­bands­ins í kjöl­far þess að Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, kenn­ari við Borg­ar­holts­skóla og for­kona jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands, rit­aði aðsenda grein á Vísi og gagn­rýndi sam­bandið harð­lega.

Þar vís­aði hún til frá­sagnar ungrar konu af kyn­ferð­is­legu ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2010. Ger­end­urnir voru sagðir hafa verið lands­liðs­menn Íslands í fót­bolta. Þetta mál er ótengt máli lands­liðs­manns­ins Gylfa Þórs Sig­urðs­son­ar, sem þessa dag­ana sætir lög­reglu­rann­sókn í Englandi vegna meintra kyn­ferð­is­brota gegn barni.

„Fleiri frá­sagnir eru um lands­liðs­menn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kyn­ferð­is­legu og heim­il­is­of­beldi. Þetta virð­ist ekki hafa haft nein áhrif á vel­gengni þess­ara manna. Þeim er hampað og njóta mik­illa vin­sælda meðal þjóð­ar­inn­ar. Þögg­unin er alger, og KSÍ ber vita­skuld ábyrgð á henn­i,“ sagði meðal ann­ars í grein Hönnu Bjarg­ar, sem vakti mikla athygli.

Segja hvatt til aðkomu lög­reglu ef grunur sé um lög­brot

Í yfir­lýs­ing­unni í dag seg­ist KSÍ leggja áherslu á „fag­leg vinnu­brögð“ þegar fram komi „ábend­ingar eða kvart­anir um meint ofbeldi“ sem megi rekja til starf­semi innan hreyf­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

KSÍ hafnar því sem áður segir að sam­bandið taki þátt í því að þagga niður mál og vísar ásök­unum um slíkt á bug sem dylgj­um.

„Ef grunur er um lög­brot er ávallt hvatt til aðkomu lög­reglu­yf­ir­valda og eins er leitað aðstoðar hjá Sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­mála, sem er sér­fræð­ingur rík­is­ins í með­ferð slíkra mála,“ segir í yfir­lýs­ingu sam­bands­ins, sem seg­ist ekki geta tjáð sig um ein­stök mál „sem upp kunna að koma á opin­berum vett­vangi vegna trún­aðar og per­sónu­vernd­ar­mála.“

KSÍ seg­ist „ávallt til­búið til að gera bet­ur“ og að það víki sé er ekki undan „mál­efna­legri gagn­rýni á starf sam­bands­ins.“

„Því er sam­talið um ofbeld­is­mál mik­il­vægt og ábend­ingum sem eru til þess fallnar að bæta hag iðk­enda og áhuga­fólks um knatt­spyrnu vel tek­ið.“

Yfir­lýs­ing KSÍ í heild sinni

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) leggur áherslu á fag­leg vinnu­brögð þegar fram koma ábend­ingar eða kvart­anir um meint ofbeldi sem með einum eða öðrum hætti má rekja til starf­semi innan hreyf­ing­ar­inn­ar. Knatt­spyrnu­hreyf­ingin á Íslandi er fjöl­menn og eru skráðir iðk­endur um 30 þús­und. KSÍ hefur ríka hags­muni af því að sá mikli fjöldi sem starfar eða tekur þátt í starf­semi knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar hér á landi upp­lifi öryggi og vel­ferð í starfi sínu eða þátt­töku og sam­bandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.

Ef til­kynn­ingar um mál sem tengj­ast ein­elti eða ofbeldi (m.a. kyn­ferð­is­of­beldi) koma inn á borð sam­bands­ins er tryggt að þau fari í við­eig­andi ferli. Allir verk­ferlar slíkra mála hafa verið end­ur­bættir og hafði fyrsta bylgja #Metoo m.a. áhrif þar á. Jafn­rétt­is­á­ætlun og jafn­rétt­is­stefna sam­bands­ins hafa verið upp­færðar og er þar fjallað sér­stak­lega um kyn­ferð­is­legt ofbeldi. Þá hefur KSÍ staðið fyrir vinnu­stofu um kyn­ferð­is­of­beldi fyrir aðild­ar­fé­lög sín og bætt fræðslu um kyn­ferð­is­of­beldi inn í náms­efni þjálf­ara­mennt­un­ar.

Eins og gefur að skilja eru mál sem varða kyn­ferð­is­of­beldi vand­með­farin og kallar með­ferð þeirra á fag­leg, vönduð og ekki síður yfir­veguð vinnu­brögð. Ef grunur er um lög­brot er ávallt hvatt til aðkomu lög­reglu­yf­ir­valda og eins er leitað aðstoðar hjá Sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­mála, sem er sér­fræð­ingur rík­is­ins í með­ferð slíkra mála.

KSÍ getur ekki tjáð sig um ein­stök mál sem upp kunna að koma á opin­berum vett­vangi vegna trún­aðar og per­sónu­vernd­ar­mála. Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar til­raunir til að þagga niður ofbeld­is­mál eða hylma yfir með ger­end­um. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.

KSÍ er ávallt til­búið til að gera betur og víkur sér ekki undan mál­efna­legri gagn­rýni á starf sam­bands­ins. Því er sam­talið um ofbeld­is­mál mik­il­vægt og ábend­ingum sem eru til þess fallnar að bæta hag iðk­enda og áhuga­fólks um knatt­spyrnu vel tek­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent