KSÍ hafnar því að taka þátt í að þagga niður ofbeldismál

KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem því er hafnað að sambandið taki þátt í því að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Þar segir jafnframt að „dylgjum“ um slíkt sé alfarið vísað á bug.

Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Auglýsing

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands sendi frá sér yfir­lýs­ingu í dag, þar sem segir að sam­bandið geri „engar til­raunir til að þagga niður ofbeld­is­mál eða hylma yfir með ger­end­um.“ Þar segir jafn­framt að „dylgj­um“ um slíkt sé alfarið vísað á bug.

Yfir­lýs­ingin var send á fjöl­miðla undir yfir­skrift­inni „Að gefnu til­efni“ en lítið hefur heyrst úr her­búðum sam­bands­ins í kjöl­far þess að Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, kenn­ari við Borg­ar­holts­skóla og for­kona jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands, rit­aði aðsenda grein á Vísi og gagn­rýndi sam­bandið harð­lega.

Þar vís­aði hún til frá­sagnar ungrar konu af kyn­ferð­is­legu ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2010. Ger­end­urnir voru sagðir hafa verið lands­liðs­menn Íslands í fót­bolta. Þetta mál er ótengt máli lands­liðs­manns­ins Gylfa Þórs Sig­urðs­son­ar, sem þessa dag­ana sætir lög­reglu­rann­sókn í Englandi vegna meintra kyn­ferð­is­brota gegn barni.

„Fleiri frá­sagnir eru um lands­liðs­menn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kyn­ferð­is­legu og heim­il­is­of­beldi. Þetta virð­ist ekki hafa haft nein áhrif á vel­gengni þess­ara manna. Þeim er hampað og njóta mik­illa vin­sælda meðal þjóð­ar­inn­ar. Þögg­unin er alger, og KSÍ ber vita­skuld ábyrgð á henn­i,“ sagði meðal ann­ars í grein Hönnu Bjarg­ar, sem vakti mikla athygli.

Segja hvatt til aðkomu lög­reglu ef grunur sé um lög­brot

Í yfir­lýs­ing­unni í dag seg­ist KSÍ leggja áherslu á „fag­leg vinnu­brögð“ þegar fram komi „ábend­ingar eða kvart­anir um meint ofbeldi“ sem megi rekja til starf­semi innan hreyf­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

KSÍ hafnar því sem áður segir að sam­bandið taki þátt í því að þagga niður mál og vísar ásök­unum um slíkt á bug sem dylgj­um.

„Ef grunur er um lög­brot er ávallt hvatt til aðkomu lög­reglu­yf­ir­valda og eins er leitað aðstoðar hjá Sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­mála, sem er sér­fræð­ingur rík­is­ins í með­ferð slíkra mála,“ segir í yfir­lýs­ingu sam­bands­ins, sem seg­ist ekki geta tjáð sig um ein­stök mál „sem upp kunna að koma á opin­berum vett­vangi vegna trún­aðar og per­sónu­vernd­ar­mála.“

KSÍ seg­ist „ávallt til­búið til að gera bet­ur“ og að það víki sé er ekki undan „mál­efna­legri gagn­rýni á starf sam­bands­ins.“

„Því er sam­talið um ofbeld­is­mál mik­il­vægt og ábend­ingum sem eru til þess fallnar að bæta hag iðk­enda og áhuga­fólks um knatt­spyrnu vel tek­ið.“

Yfir­lýs­ing KSÍ í heild sinni

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) leggur áherslu á fag­leg vinnu­brögð þegar fram koma ábend­ingar eða kvart­anir um meint ofbeldi sem með einum eða öðrum hætti má rekja til starf­semi innan hreyf­ing­ar­inn­ar. Knatt­spyrnu­hreyf­ingin á Íslandi er fjöl­menn og eru skráðir iðk­endur um 30 þús­und. KSÍ hefur ríka hags­muni af því að sá mikli fjöldi sem starfar eða tekur þátt í starf­semi knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar hér á landi upp­lifi öryggi og vel­ferð í starfi sínu eða þátt­töku og sam­bandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.

Ef til­kynn­ingar um mál sem tengj­ast ein­elti eða ofbeldi (m.a. kyn­ferð­is­of­beldi) koma inn á borð sam­bands­ins er tryggt að þau fari í við­eig­andi ferli. Allir verk­ferlar slíkra mála hafa verið end­ur­bættir og hafði fyrsta bylgja #Metoo m.a. áhrif þar á. Jafn­rétt­is­á­ætlun og jafn­rétt­is­stefna sam­bands­ins hafa verið upp­færðar og er þar fjallað sér­stak­lega um kyn­ferð­is­legt ofbeldi. Þá hefur KSÍ staðið fyrir vinnu­stofu um kyn­ferð­is­of­beldi fyrir aðild­ar­fé­lög sín og bætt fræðslu um kyn­ferð­is­of­beldi inn í náms­efni þjálf­ara­mennt­un­ar.

Eins og gefur að skilja eru mál sem varða kyn­ferð­is­of­beldi vand­með­farin og kallar með­ferð þeirra á fag­leg, vönduð og ekki síður yfir­veguð vinnu­brögð. Ef grunur er um lög­brot er ávallt hvatt til aðkomu lög­reglu­yf­ir­valda og eins er leitað aðstoðar hjá Sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­mála, sem er sér­fræð­ingur rík­is­ins í með­ferð slíkra mála.

KSÍ getur ekki tjáð sig um ein­stök mál sem upp kunna að koma á opin­berum vett­vangi vegna trún­aðar og per­sónu­vernd­ar­mála. Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar til­raunir til að þagga niður ofbeld­is­mál eða hylma yfir með ger­end­um. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.

KSÍ er ávallt til­búið til að gera betur og víkur sér ekki undan mál­efna­legri gagn­rýni á starf sam­bands­ins. Því er sam­talið um ofbeld­is­mál mik­il­vægt og ábend­ingum sem eru til þess fallnar að bæta hag iðk­enda og áhuga­fólks um knatt­spyrnu vel tek­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent