Óvenjumikið fannst af klæðnaði í Bakkavík á Seltjarnarnesi

Ýmislegt rekur á land við Íslandsstrendur en Umhverfisstofnun sér um að safna rusli, flokka og fjarlægja, á sjö ströndum víðsvegar um landið. Hlutir tengdir sjávarútvegi og plast var algengasta ruslið í ár.

Vöktun stranda 2021 Mynd: Umhverfisstofnun
Auglýsing

Hlutir tengdir sjáv­ar­út­vegi og plast hefur verið algeng­asta ruslið sem finnst hefur við kerf­is­bundna vöktun stranda á Íslandi í ár. Í apríl fannst óvenju­mikið af klæðn­aði í Bakka­vík á Sel­tjarn­ar­nesi.

Þetta kemur fram á vef Umhverf­is­stofn­unar.

Plast­úr­gangur getur haft gríð­ar­legar afleið­ingar á sjáv­ar­lífið og geta líf­verur fest sig í gömlum net­um, tógum eða plast­film­um, kafnað eða étið ýmiss konar plast. Plast­úr­gang má finna um nær allan sjó og hefur hann borist til fjar­lægra staða eins og heim­skaut­anna og djúp­sjávar heims­haf­anna.

Auglýsing

Sjö vökt­un­ar­strandir víðs­vegar um landið

Til að fylgj­ast með þróun á magni og sam­setn­ingu þess rusls sem berst á strendur Íslands hefur Umhverf­is­stofnun valið ákveðin strand­svæði til reglu­legrar vökt­un­ar. Þar er allt rusl tínt og flokkað sam­kvæmt staðl­aðri aðferða­fræði, að því er fram kemur hjá stofn­un­inni.

Vökt­un­ar­strandir eru sjö tals­ins en nýlega bætt­ist við ströndin Ýsu­hvammur í nágrenni Reyð­ar­fjarðar en hún er sú eina á Aust­ur­landi. Samið hefur verið við Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands um að vakta strönd­ina þrisvar sinnum á ári. Starfs­maður Umhverf­is­stofn­unar aðstoð­aði starfs­menn Nátt­úru­stof­unnar við fyrstu vökt­un­ina.

Strandir í vöktun Umhverf­is­stofn­unar eru Surtsey, Bakka­vík á Sel­tjarn­ar­nesi, Búða­vík á Snæ­fells­nesi, Rauða­sand­ur, Reka­vík bak Höfn á Horn­strönd­um, Víkur á Skaga­strönd og Ýsu­hvamm­ur.

Vöktun í Surtsey 2021 Mynd: Umhverfisstofnun

Hluti af aðgerð­ar­á­ætlun OSPAR

Fram kemur hjá Umhverf­is­stofnun að þau hafi byrjað að vakta rusl á ströndum sum­arið 2016, sam­kvæmt aðferða­fræði og leið­bein­ingum frá OSPAR sem er samn­ingur um verndun haf­rýmis Norð­aust­ur-Atl­ants­hafs­ins.

Til­gangur vökt­un­ar­innar er að finna upp­runa rusls á strönd­um, hvaða flokkar rusls safn­ast mest fyr­ir, meta magn sem safn­ast fyrir yfir ákveðið tíma­bil og að fjar­lægja ruslið. Með vökt­un­inni upp­fyllir Ísland hluta af aðgerð­ar­á­ætlun OSPAR, um að draga úr skað­semi úrgangs í hafi og á strönd­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent