Óvenjumikið fannst af klæðnaði í Bakkavík á Seltjarnarnesi

Ýmislegt rekur á land við Íslandsstrendur en Umhverfisstofnun sér um að safna rusli, flokka og fjarlægja, á sjö ströndum víðsvegar um landið. Hlutir tengdir sjávarútvegi og plast var algengasta ruslið í ár.

Vöktun stranda 2021 Mynd: Umhverfisstofnun
Auglýsing

Hlutir tengdir sjáv­ar­út­vegi og plast hefur verið algeng­asta ruslið sem finnst hefur við kerf­is­bundna vöktun stranda á Íslandi í ár. Í apríl fannst óvenju­mikið af klæðn­aði í Bakka­vík á Sel­tjarn­ar­nesi.

Þetta kemur fram á vef Umhverf­is­stofn­unar.

Plast­úr­gangur getur haft gríð­ar­legar afleið­ingar á sjáv­ar­lífið og geta líf­verur fest sig í gömlum net­um, tógum eða plast­film­um, kafnað eða étið ýmiss konar plast. Plast­úr­gang má finna um nær allan sjó og hefur hann borist til fjar­lægra staða eins og heim­skaut­anna og djúp­sjávar heims­haf­anna.

Auglýsing

Sjö vökt­un­ar­strandir víðs­vegar um landið

Til að fylgj­ast með þróun á magni og sam­setn­ingu þess rusls sem berst á strendur Íslands hefur Umhverf­is­stofnun valið ákveðin strand­svæði til reglu­legrar vökt­un­ar. Þar er allt rusl tínt og flokkað sam­kvæmt staðl­aðri aðferða­fræði, að því er fram kemur hjá stofn­un­inni.

Vökt­un­ar­strandir eru sjö tals­ins en nýlega bætt­ist við ströndin Ýsu­hvammur í nágrenni Reyð­ar­fjarðar en hún er sú eina á Aust­ur­landi. Samið hefur verið við Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands um að vakta strönd­ina þrisvar sinnum á ári. Starfs­maður Umhverf­is­stofn­unar aðstoð­aði starfs­menn Nátt­úru­stof­unnar við fyrstu vökt­un­ina.

Strandir í vöktun Umhverf­is­stofn­unar eru Surtsey, Bakka­vík á Sel­tjarn­ar­nesi, Búða­vík á Snæ­fells­nesi, Rauða­sand­ur, Reka­vík bak Höfn á Horn­strönd­um, Víkur á Skaga­strönd og Ýsu­hvamm­ur.

Vöktun í Surtsey 2021 Mynd: Umhverfisstofnun

Hluti af aðgerð­ar­á­ætlun OSPAR

Fram kemur hjá Umhverf­is­stofnun að þau hafi byrjað að vakta rusl á ströndum sum­arið 2016, sam­kvæmt aðferða­fræði og leið­bein­ingum frá OSPAR sem er samn­ingur um verndun haf­rýmis Norð­aust­ur-Atl­ants­hafs­ins.

Til­gangur vökt­un­ar­innar er að finna upp­runa rusls á strönd­um, hvaða flokkar rusls safn­ast mest fyr­ir, meta magn sem safn­ast fyrir yfir ákveðið tíma­bil og að fjar­lægja ruslið. Með vökt­un­inni upp­fyllir Ísland hluta af aðgerð­ar­á­ætlun OSPAR, um að draga úr skað­semi úrgangs í hafi og á strönd­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent