Óvenjumikið fannst af klæðnaði í Bakkavík á Seltjarnarnesi

Ýmislegt rekur á land við Íslandsstrendur en Umhverfisstofnun sér um að safna rusli, flokka og fjarlægja, á sjö ströndum víðsvegar um landið. Hlutir tengdir sjávarútvegi og plast var algengasta ruslið í ár.

Vöktun stranda 2021 Mynd: Umhverfisstofnun
Auglýsing

Hlutir tengdir sjáv­ar­út­vegi og plast hefur verið algeng­asta ruslið sem finnst hefur við kerf­is­bundna vöktun stranda á Íslandi í ár. Í apríl fannst óvenju­mikið af klæðn­aði í Bakka­vík á Sel­tjarn­ar­nesi.

Þetta kemur fram á vef Umhverf­is­stofn­unar.

Plast­úr­gangur getur haft gríð­ar­legar afleið­ingar á sjáv­ar­lífið og geta líf­verur fest sig í gömlum net­um, tógum eða plast­film­um, kafnað eða étið ýmiss konar plast. Plast­úr­gang má finna um nær allan sjó og hefur hann borist til fjar­lægra staða eins og heim­skaut­anna og djúp­sjávar heims­haf­anna.

Auglýsing

Sjö vökt­un­ar­strandir víðs­vegar um landið

Til að fylgj­ast með þróun á magni og sam­setn­ingu þess rusls sem berst á strendur Íslands hefur Umhverf­is­stofnun valið ákveðin strand­svæði til reglu­legrar vökt­un­ar. Þar er allt rusl tínt og flokkað sam­kvæmt staðl­aðri aðferða­fræði, að því er fram kemur hjá stofn­un­inni.

Vökt­un­ar­strandir eru sjö tals­ins en nýlega bætt­ist við ströndin Ýsu­hvammur í nágrenni Reyð­ar­fjarðar en hún er sú eina á Aust­ur­landi. Samið hefur verið við Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands um að vakta strönd­ina þrisvar sinnum á ári. Starfs­maður Umhverf­is­stofn­unar aðstoð­aði starfs­menn Nátt­úru­stof­unnar við fyrstu vökt­un­ina.

Strandir í vöktun Umhverf­is­stofn­unar eru Surtsey, Bakka­vík á Sel­tjarn­ar­nesi, Búða­vík á Snæ­fells­nesi, Rauða­sand­ur, Reka­vík bak Höfn á Horn­strönd­um, Víkur á Skaga­strönd og Ýsu­hvamm­ur.

Vöktun í Surtsey 2021 Mynd: Umhverfisstofnun

Hluti af aðgerð­ar­á­ætlun OSPAR

Fram kemur hjá Umhverf­is­stofnun að þau hafi byrjað að vakta rusl á ströndum sum­arið 2016, sam­kvæmt aðferða­fræði og leið­bein­ingum frá OSPAR sem er samn­ingur um verndun haf­rýmis Norð­aust­ur-Atl­ants­hafs­ins.

Til­gangur vökt­un­ar­innar er að finna upp­runa rusls á strönd­um, hvaða flokkar rusls safn­ast mest fyr­ir, meta magn sem safn­ast fyrir yfir ákveðið tíma­bil og að fjar­lægja ruslið. Með vökt­un­inni upp­fyllir Ísland hluta af aðgerð­ar­á­ætlun OSPAR, um að draga úr skað­semi úrgangs í hafi og á strönd­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent