EPA

Tilvistarkrísa hins góða neytanda

Plastið er orðið tákn þeirrar umhverfisvár sem íbúar jarðarinnar glíma við og hefur gríðarleg vitundarvakning átt sér stað á síðustu misserum og árum. Með miklu upplýsingaflæði geta ákvarðanir þeirra sem vilja vera meðvitaðir neytendur flækst fyrir þeim; hvað skal versla og í hverju á að bera það heim. Svo er spurning hvort þetta skipti yfirhöfuð einhverju máli í stóra samhenginu?

Í flóknum heimi hraðra breyt­inga getur reynst erfitt að fóta sig sem neyt­andi – og hlýtur fólk að velta því fyrir sér hver áhrif þeirra eigin neyslu og lifn­að­ar­hátta séu. Plast­notkun hefur orðið ákveðin tákn­mynd þeirra vanda­mála sem mann­kynið stendur frammi fyrir og ekki er óal­gengt að rekast á myndir af urð­un­ar­stöðum fullum af plast­pok­um, maga sjáv­ar­dýra útbelgda af plast­úr­gangi og fuglum með kippuplast fast um háls­inn með fréttum eða póstum á sam­fé­lags­miðl­um. Raun­veru­leik­inn vekur því ugg og ákveð­innar við­horfs­breyt­ingar gætir varð­andi umhverf­is­vernd og lofts­lags­mál á síð­ustu árum.

Margar spurn­ingar vakna þegar að því kemur að ákveða hvernig best sé að snúa þess­ari þróun við – er það til að mynda ein­ungis stjórn­valda og fyr­ir­tækja að setja lög og reglur fyrir fólk að fylgja eða getur hver og ein mann­eskja haft sín áhrif? Við flóknum vanda­málum eru oft flókin svör og er plast­vand­inn eitt þeirra vanda­mála. Ein skila­boð sem neyt­endur hafa fengið er að sleppa því að kaupa plast­poka í versl­unum og nota papp­írs- eða fjöl­nota poka í stað­inn til að bera vör­urnar heim. Þetta virð­ist þó ekki vera svo ein­falt þegar fleiri þættir eru skoð­aðir eins og kolefn­is­spor pokanna og þegar kostir og ókostir þeirra eru bornir saman byrja málin að flækj­ast.

Tekur allt að því þús­und ár að grotna nið­ur 

Ekki er auð­velt að svara því hvort papp­írs­pokar eða plast­pokar séu umhverf­is­vænni, eða þá fjöl­nota pok­ar. Banda­ríska blaðið The New York Times fjall­aði um málið í mars síð­ast­liðnum og þar er bent á að plast­pokar, sem grotna margir ekki niður fyrr en að árhund­ruðum lokn­um, geti skapað mikið úrgangs­vanda­mál. Hins vegar útheimti fram­leiðsla papp­írs­poka meiri orku og útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, sem sé ekki gott út frá lofts­lags­breyt­ing­um.

End­ur­nýt­an­legir pokar geti þannig verið ágætis mála­miðlun ef passað er upp á þá og þeir not­aðir mik­ið. Það sem sett sé í pok­ann hafi þó á end­anum meiri áhrif á umhverfið en hvaða teg­und af poka not­aður sé.

Vand­inn við plast­pok­ana er sá að þeir enda iðu­lega á rusla­haug­unum og aðeins örlít­ill hluti þeirra er nokkurn tím­ann end­urunn­inn. Meiri­hluti þeirra er því urð­að­ur, þar sem það getur tekið þá allt að því þús­und ár að grotna nið­ur. Jafn­framt fylgir plast­pok­anum sá galli að hann er léttur og fýkur auð­veld­lega út í nátt­úr­una og veldur þar miklum skaða.

Plast var uppgötvað í kringum aldamótin 1900 og varð strax mikilvægur staðgengill fyrir vörur sem gerðar voru úr dýrum, til að mynda horn, skjaldbökuskeljar og fleira. Plast kemur við sögu í lífi flestra á hverjum degi og er hluti af nánast öllum okkar daglegum athöfnum, bæði heima við og í vinnu. Vörur úr plasti geta verið vörur sem auka öryggi okkar eins og öryggishjálmar- og gleraugu, auk barnabílstóla. Margar vörur sem auðvelda líf okkar eru úr plasti til dæmis umbúðir utan um matvæli, tölvur, farsímar og burðarpokar. Einnig er plast í vörum sem hafa skemmtanagildi eins og leikföng, sjónvörp og annað.

Til að framleiða plast er að mestu leyti notuð olía og jarðgas en einnig efni eins og kol, sellulósi, gas og salt. Eiginleikar plasts eru þeir að endingartími þess er yfirleitt nokkuð mikill. Plast er slitsterkt svo það hverfur ekki eða eyðist heldur brotnar í smærri og smærri plasthluta í náttúrunni, kallað örplast. Plast er það létt efni að það flýtur. Það getur þar af leiðandi borist um hundruð kílómetra í vötnum og höfum og valdið þannig skaða langt frá upprunastað sínum. Gríðarstórir flákar af plasti hafa þegar myndast í Kyrrahafi, Atlantshafi og Indlandshafi þar sem hafstraumar hafa borið það. Það er síðan fast í þessum gríðarstóru hringstraumum sem þar eru.

Notkunartími einnota plasts er mjög stuttur því einnota umbúðum er hent um leið og búið er að drekka vatnið, kaffið, borða brauðið, ávextina og fleira. Að meðaltali er talið að hver plastpoki sé notaður í um tuttugu mínútur og endi síðan í ruslinu eða úti í náttúrunni.

Á Íslandi er magn umbúðaplastúrgangs um 40 kílógrömm á hvern íbúa á hverju ári eða alls á Íslandi um 13.000 tonn á ári. Þegar talað er um umbúðaplast er átt við allt umbúðaplast sem tengist lífi einstaklings, heimili, skóli, vinna. Endurvinnsla á umbúðaplasti er aðeins um 11 til 13 prósent á Íslandi. Ekki eru til góðar heildartölur fyrir annað plast sem ekki er skilgreint sem umbúðir og er til að mynda í raftækjum, leikföngum, húsgögnum og slíku.

Heimild: Umhverfisstofnun

Papp­írs­pok­inn ekki galla­laus 

Papp­írs­pok­inn er ekki heldur galla­laus þrátt fyrir að grotna hraðar niður en plast­pok­inn. Í grein The New York Times er bent á að þegar litið er hlut­ina út frá útblæstri þá séu papp­írs­pok­arnir mun verri en plast­pok­arn­ir. Þó svo að papp­írs­pokar séu úr trjám, sem séu tækni­lega séð end­ur­nýj­an­leg auð­lind, þá útheimti tals­vert meiri orku að búa til kvoðu og fram­leiða papp­írs­poka en að búa til einnota plast­poka úr olíu.

Árið 2011 gerði Umhverf­is­stofnun Bret­lands rann­sókn á líf­tíma mis­mun­andi poka­teg­unda þar sem horft var til hvers ein­asta fram­leiðslu­þátt­ar. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­innar þarf að að end­ur­nota papp­írs­poka að minnsta kosti þrisvar til að umhverf­is­á­hrifin verði jafn­mikil og af því að nota plast­poka úr pólý­etý­leni einu sinni. Og ef plast­pokar eru not­aðir end­ur­tekið þá koma þeir enn betur út.

Auð­veld­ara er að end­ur­vinna og jarð­gera papp­írs­poka heldur en plast­poka en nið­ur­staða bresku rann­sókn­ar­innar var sú að jafn­vel þessar aðgerðir höfðu lítið að segja í stóra sam­heng­inu. Papp­írs­pokar koma út sem lak­ari kostur út frá lofts­lags­breyt­ing­um, nema þeir séu not­aðir oft.

Fjöl­nota pokar sjálf­bærir ef not­aðir oft 

Sama breska rann­sóknin skoð­aði líka fjöl­nota poka, sem og þyngri og end­ing­ar­betri plast­pokar eða bómull­ar­pok­ar. Nið­ur­staðan var sú að þessir pokar eru aðeins sjálf­bærir ef þeir eru not­aðir oft. Fram­leiðsla bómull­ar­poka er þannig engan veg­inn kostn­að­ar­laus. Bómull­ar­ræktun útheimtir mikla orku, land­svæði, áburð og skor­dýra­eitur og getur valdið alls kyns umhverf­is­á­hrif­um, allt frá útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda til nit­ur­meng­unar í renn­andi vatni.

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var sú að neyt­andi þyrfti að end­ur­nýta bómull­ar­pok­ann sinn 131 sinni til að hafa minni áhrif á hlýnun jarðar en léttur plast­poki sem er aðeins not­aður einu sinni. Svo er það breyti­legt eftir fram­leið­endum hvort nota þyrfti hina end­ing­ar­betri plast­poka fjórum eða allt að ell­efu sinnum til að bæta fyrir þau lofts­lags­á­hrif sem fram­leiðsla þeirra kostar umfram hina einnota.

Hvað er kolefnisspor?

Kolefnisspor vöru og þjónustu segir okkur hversu mikill útblástur gróðurhúsalofttegunda fylgir framleiðslu og notkun þeirra. Því minna sem kolefnissporið er, því minni áhrif hefur varan eða þjónustan á loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. Kolefnisspor orkuframleiðslu er yfirleitt mælt í losun á koltvísýringsígildum á framleidda orkueiningu, eða sem grömm af CO2 á hverja kílówattstund raforku og varma.

Losun gróðurhúsalofttegunda er jafnan mæld í koltvísýringsígildum. Það á líka við um kolefnissporin sem eru einfaldur og skýr mælikvarði á hversu mikil gróðurhúsaáhrif felast í ákveðinni afurð, framleiðsluferli eða framleiðslustað. Áhugavert er að reikna út kolefnisspor sitt og þannig gera sér betur grein fyrir því hvaða þættir í hinu daglega lífi hafa mest áhrif. Á þann hátt geta fyrirtæki og einstaklingar fundið leiðir til þess að minnka kolefnisspor sín og kolefnisjafna þau.

Plast­poka­frum­varpið fyrst og fremst tákn­ræn aðgerð 

Mælt hefur verið fyrir frum­varpi á Alþingi til laga um breyt­ingu á lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varnir sem varðar notkun burð­ar­poka. Lagt er til í frum­varp­inu að frá og með 1. júlí næst­kom­andi verði óheim­ilt að afhenda alla burð­ar­poka, þar með talið burð­ar­poka úr plasti, án end­ur­gjalds á sölu­stöðum vara og skuli gjaldið vera sýni­legt á kassa­kvitt­un. Frá og með 1. jan­úar 2021 verði síðan óheim­ilt fyrir versl­anir að afhenda burð­ar­poka úr plasti, hvort sem er með eða án gjalds. Bannið sjálft á þannig við um plast­poka en ekki burð­ar­poka úr öðrum efn­um.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hefur sagt plast­poka­frum­varpið fyrst og fremst vera tákn­ræna aðgerð, því hún snerti líf okkar allra. Hann bendir á að vand­inn sé víð­tækari, því vör­urnar sem fólk ber heim í plast­pok­unum séu einnig iðu­lega í plast­um­búð­um. Enn fremur bendir hann á að um þriðj­ungi mat­væla í heim­inum sé hent, þannig að því megi segja að þriðj­ungur inni­halds pokans muni enda í rusl­inu. Þannig sé plast­poka­frum­varpið ein­ungis lít­ill hluti af „stóra plast­vand­an­um“.

Að auki tók ráð­herr­ann á móti til­lögum í haust sem kveða meðal ann­ars á um að setja úrvinnslu­gjald á plast­um­búðir til þess að reyna að draga úr þeim eins og hægt er. Jafn­framt komu fram til­lögur um að sam­ræma og skylda flokk­un. Guð­mundur Ingi telur það grund­vall­ar­at­riði í nútíma­sam­fé­lagi að fólk fari betur með hluti og að úrgangur sé nýttur sem hrá­efni í frek­ari fram­leiðslu og til verð­mæta­sköp­un­ar.

„Við þurfum fyrst og fremst að huga að því hvernig við getum tak­markað sem mest það sem fer inn í keðj­una, þannig að úrgang­ur­inn verði minni. En við verðum einnig að nýta hann eins vel og við get­um. Við Íslend­ingar höfum verið svo­lítið hrædd við að tala um neyslu,“ segir Guð­mundur Ingi og rifjar upp orð­ræð­una fyrir hrunið 2008. „Ef ein­hver sagði orðið græðgi þá var það eitt­hvað sem ekki mátti taka sér í munn því þá var maður ekki maður með mönn­um. Maður var algjör tuð­ari og aft­ur­halds­segg­ur; að hamla fram­förum og allt þetta. En ég held að við séum komin á aðeins annan stað núna og það er algjör­lega nauð­syn­legt að sam­band okkar og neysl­unnar sé end­ur­skoð­að.“

Líf­ræna baðmullin ver­st 

Guðni Elísson Mynd: Skjáskot/RÚVÞegar við færum okkur yfir í stóru spurn­ing­arnar varð­andi regl­ur, neyslu og val neyt­enda þá spyrja margir sig hvort aðgerðir á borð við plast­poka­bannið skipti máli í stóra sam­heng­inu við lofts­lags­mál. Guðni Elís­son, pró­fessor í bók­mennta­fræði við Háskóla Íslands, hefur rann­sakað lofts­lags­mál til fjölda ára og segir hann í sam­tali við Kjarn­ann að stutta svarið við þeirri spurn­ingu sé nei.

„Það mætti hugs­an­lega flækja þetta frekar og segja að ef plast­poka­bann yrði að almennri reglu um allan heim þá værum við í raun að skapa nýjan vanda vegna þess að heild­ar­um­hverf­is­á­hrifin af plast­poka­fram­leiðslu eru miklu minni en til dæmis af papp­írs­pok­um, svo við tölum ekki um fjöl­nota burð­ar­poka úr baðm­ull. Sam­kvæmt skýrslu sem danska umhverf­is- og mat­væla­ráðu­neytið lét vinna eru papp­írs­pokar 40 sinnum frek­ari á nátt­úru­legar auð­lindir en plast­pokar og taupok­arnir 7000 til 20000 sinnum verri. Verst er líf­ræna baðmull­in, því hún kallar ein­fald­lega á orku­frek­ari fram­leiðslu, meira pláss, o.s.frv.,“ segir hann.

Ef við tryggðum það að öllu plasti væri fargað eftir kúnstarinnar reglum ættu allir fremur að nota plastpoka en til dæmis fjölnota burðarpoka úr baðmull.

Reglan ætti að vera að nota hvern einnota poka þrisvar, fjórum sinn­um. „Ef við not­uðum alla plast­poka nokkrum sinnum og förg­uðum þeim rétt væri hægt að tvö- til þre­falda töl­urnar frá danska umhverf­is­ráðu­neyt­inu. Og það má árétta að í dönsku skýrsl­unni er gert ráð fyrir að plastið sé brennt í lokin sem er ekk­ert endi­lega besta leið­in,“ segir hann.

Getur skapað falska umhverf­is­vit­und 

Guðni bendir á að kost­ur­inn við plast­poka­bannið geti verið sá að það veki fólk til vit­undar um umhverf­is­málin en ef eina nið­ur­staðan sé sú að við fyllum taupok­ana okkar af sama ákaf­anum og áður sé þetta sýnd­ar­gjörn­ing­ur, sem skapi falska umhverf­is­vit­und. Aðal­at­riðið sé að minnka neyslu, draga úr löng­un­inni til að fylla alla poka af dóti sem vel hægt er að lifað án. „En auð­vitað er þetta flókn­ara en svo að hægt sé að svara þessu í svona stuttu máli og þarf að slá alls kyns varnagla.“

Þegar Guðni er spurður út í þá tog­streitu sem mynd­ast getur milli umhverf­is­sjón­ar­miða og lofts­lags­mála þá segir hann að lofts­lags­málin séu auð­vitað umhverf­is­vernd­ar­mál og plast­notkun sé hnatt­rænn vandi. „En auð­vitað breyt­ast áhersl­urnar eftir því sem við víkkum sjón­deild­ar­hring­inn, frá til dæmis stað­bund­inni land­vernd yfir í spurn­ingar um almennar aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Þannig eru margir land­vernd­ar­sinnar umhverf­is­sóðar og um leið brjóta þeir gegn því landi sem þeir segj­ast ætla að vernda. Margir sem láta sig vernd hálend­is­ins varða eru til dæmis með risa­vaxin sót­spor og taka þannig beinan þátt í eyð­ingu lands­ins sem þeir hafa svarið að verja.“

Hann telur að ekki sé hægt að kalla sig umhverf­is­vernd­ar­sinna og taka á engan hátt ábyrgð á sótsporum sínum eins og þurfi að gera með því að tak­marka flug og kjöt­neyslu. „Mér hefur sýnst áherslan vera sú að tryggja að land­inu sé ekki breytt í ein­hvers konar fram­leiðslu­land og leggja til dæmis fremur áherslu á þjón­ustu. Fara frá stór­iðju yfir í túrisma.“ Engu sé breytt með því að horfa á þetta gamla við­horf sem sé því miður allt of ráð­andi.

„En ef rúmur millj­arður flýgur á hverju ári heims­horna á milli til þess að „njóta“ breytir hann jörð­inni á stór­tæk­ari hátt en nokkur uppi­stöðu­lón myndu t.d. gera, þótt vissu­lega auðgi menn líf sitt líka með ferða­lög­um. Túrismi er stór­iðja skyn­fær­anna og hann er var­inn af djúp­stæðri þörf eftir neyslu, upp­lif­unum og auð­vitað af skilj­an­legri þörf fyrir að kom­ast út úr nærum­hverf­inu. Íslensk umhverf­is­vernd­ar­stefna hefur fók­userað allt of mikið á það að breyta Íslandi úr fram­leiðslu­svæði yfir í stað þar sem neysla og upp­lifun fer fram. Land­vernd var t.d. styrkt af flug­fé­lag­inu Wow air sem er í raun erfitt að skilja ef við skil­greinum Land­vernd sem umhverf­is­vernd­ar­sam­tök,“ segir Guðni.

Flug skilur eftir sig gríðarlega stórt kolefnisspor.

Plast vand­ræða­vara 

Elva Rakel Jónsdóttir Mynd: Skjáskot/RÚVElva Rakel Jóns­dótt­ir, sviðs­stjóri hjá Umhverf­is­stofn­un, segir að með­vit­und varð­andi þessi mál megi ekki tak­markast við burð­ar­pok­ann. En þrátt fyrir það lítur hún svo á að litlu aðgerð­irn­ar, á borð við plast­poka­bann­ið, skipti einnig gríð­ar­legu máli. „Því ef við ráðum ekki við litlu aðgerð­irnar þá ráðum við heldur ekki við þær stóru,“ segir Elva en hún telur að ekki þurfi sér­stak­lega að rök­ræða bann­ið, það sé borð­leggj­andi.

Hún segir enn fremur að plast sé vand­ræða­vara, því bæði hafi það sínar góðu og slæmu hlið­ar. Plast sé stöðugt efni og létt í flutn­ingi og því gott hvað það varðar en ein­stak­lega óhent­ugt þegar það er notað ein­ungis einu sinni. „Við þurfum að breyta sölu­hegðun þannig að ekki séu til boða allar þessar umbúð­ir,“ segir Elva. „Vanda­málið er að við ofnotum plastið og fram­leiðum einnota vör­ur. Við þurfum að búa til vörur sem end­ast.“

Elva bendir jafn­framt á að plast sé for­senda þess sam­fé­lags sem við búum við í dag. Það sé notað í hinum ýmsu raf- og örygg­is­tækjum og gagn­ist vel þegar það er nýtt með skyn­sömum hætti.

Vandamálið er að við ofnotum plastið og framleiðum einnota vörur. Við þurfum að búa til vörur sem endast.
Wiki Commons

Sam­göng­ur, matur og vörur með mestan útblást­ur 

Jukka Heinonen, pró­fessor við umhverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræði­deild, hefur kannað hvernig neyslu­drifið kolefn­is­spor Íslend­inga dreif­ist um heims­byggð­ina. Í rann­sókn Jukka frá árinu 2017 kemur fram að við útreikn­ing á kolefn­is­spori neyslu íslenskra heim­ila hafi gögn um útgjöld þeirra meðal ann­ars verið tengd við erlendan gagna­banka um vist­spor landa. Í ljós kom að með­al­ár­skolefn­is­spor vegna neyslu íslenskra heim­ila reynd­ist áþekkt því sem ger­ist meðal þjóða Evr­ópu­sam­bands­ins – þrátt fyrir sér­stöðu Íslands í orku­mál­um. Sam­göng­ur, matur og vörur voru þeir flokkar sem voru ábyrgir fyrir stærstum hluta útblást­urs íslenskra heim­ila.

Jukka Heinonen Mynd: HÍRann­sóknin sýndi einnig að um 71 pró­sent útblást­urs heim­ila var vegna inn­fluttra vara og reyn­ist útblást­urs­byrðin vegna neyslu íslenskra heim­ila mest í þró­un­ar­ríkj­um. „Nið­ur­stöð­urnar sýna að þörf er á víð­tæk­ari nálgun á útreikn­ingi á útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en áður auk þess sem stefnu­mótun verður að taka mið af hon­um, bæði á Íslandi og ann­ars staðar í heim­in­um. Rann­sóknin getur því nýst til fram­tíðar fyrir vel­meg­andi þjóðir sem vinna að lág­mörkun útblást­ur­s,“ sagði Jukka þegar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar voru kynntar á sínum tíma.

Íslenskt sam­fé­lag býr við ákveðna lág-kolefna tál­sýn 

Jukka segir í sam­tali við Kjarn­ann að rann­sóknin eigi enn vel við í dag. „Ís­lenskt sam­fé­lag „út­vistar“ meiri­hluta los­unar og býr við ákveðna lág-kolefna tál­sýn. Þetta á jafn­vel enn betur við í Reykja­vík, þar sem lítil fram­leiðsla á sér stað. Borgin til­kynnir mjög litla losun en áhrif hennar eru mjög mikil í alþjóð­legum sam­an­burð­i.“

Jukka bendir á að mat­væli séu stór hluti af losun Íslend­inga og eru þau í reynd í öðru sæti á eftir sam­göng­um. „Þessi losun á sér stað að mestum hluta utan land­stein­anna og í flutn­ingi mat­væl­anna til Íslands. Á Íslandi fer fram kjöt­fram­leiðsla, sem losar mikið sama hvar. Það er algengur mis­skiln­ingur að til dæmis íslenska lambið sé á ein­hvern hátt fram­leitt sjálf­bært þar sem raunin er sú að lofts­lags­á­hrifin eru ótengd stað­bundnum aðstæðum á Ísland­i.“

Hann telur að kolefn­is­spor vegna mat­væla myndi minnka til muna með græn­met­ismið­uðu matar­æði og sér­stak­lega með stað­bund­inni græn­met­is­fram­leiðslu sem kæmi í stað­inn fyrir kjöt­fram­leiðslu.

Frétta­skýr­ingin birt­ist einnig í nýjasta tölu­blaði Mann­lífs

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar