Mynd: Bára Huld Beck

Tekjur Reykjavíkurborgar vegna fasteignaskatta aukast þrátt fyrir að skattprósentan lækki

Reykjavíkurborg fékk rúmlega tveimur milljörðum krónum meira í innheimta fasteignaskatta í fyrra þrátt fyrir að hafa lækkað fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um tíu prósent og aukið afslætti aldraðra og öryrkja. Alls greiddu borgarbúar 18,4 milljarða króna í fasteignaskatta.

Reykja­vík­ur­borg inn­heimti 18,4 millj­arða fast­eigna­skatta á síð­asta ári. Það var rúmum tveimur millj­örðum krónum meira en á árinu 2017. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi borg­ar­innar sem birtur var í gær.

Þrátt fyrir að hafa lækkað fast­eigna­skatta í fyrra þá hafa tekjur vegna þeirra, ann­ars vegar fast­eigna­gjöld vegna íbúð­ar- og atvinnu­hús­næðis og hins vegar lóða­leiga, auk­ist.

Ástæðan er ein­fald­lega sú að fast­eigna­verð í höf­uð­borg­inni hefur hækkað mikið og þar sem álagn­ingin er hlut­fall af fast­eigna­mati þá fjölgar krón­unum sem fast­eigna­eig­endur í Reykja­vík borga þrátt fyrir að skatt­pró­sentan hafi lækk­að.

Tekjur Reykja­vík­ur­borgar af fast­eigna­sköttum voru þannig 11,6 millj­arðar króna árið 2013 og hafa því hækkað um 58,6 pró­sent frá því ári. Frá árs­byrjun 2013 hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 77 pró­sent.

Jákvæður rekstur síð­ustu ár

Í árs­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar kemur fram að rekstr­ar­hagn­aður A-hluta henn­ar, þess hluta sem rek­inn er fyrir skatt­tekj­ur, hafi verið 4,7 millj­arðar króna í fyrra. Það er svipuð nið­ur­staða og var árið áður, þegar afkoman var jákvæð um tæpa fimm millj­arða króna. Árið 2016 var líka hagn­að­ur, upp á 2,6 millj­arða króna.

Árið 2015 var A-hlut­inn rek­inn með 13,6 millj­­arða króna tapi. Ástæða þess var að líf­eyr­is­skuld­bind­ingar borg­­ar­innar juk­ust um 14,6 millj­­arða króna á árinu 2015 vegna nýrra trygg­inga­fræð­i­­legra for­­sendna. Þær voru allar gjald­­færðar á því ári.

Í fjár­­hags­á­ætl­­un Reykja­vík­­­ur­­borgar fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir að borg­­ar­­sjóður skili 3,6 millj­­arða afgangi á þessu ári.

Sveit­­­ar­­­fé­lög lands­ins eru með tvo meg­in­­­tekju­­­stofna. Ann­­­ars vegar rukka þau útsvar, sem er beinn skattur á tekjur sem rennur til þess sveit­­­ar­­­fé­lags sem við­kom­andi býr í. Hins vegar rukka þau fast­­­eigna­skatt.

Slík gjöld eru aðal­­­­­lega tvenns kon­­­ar. Ann­­­ars vegar er fast­­­eigna­skattur (0,18 pró­­­sent af fast­­­eigna­mati á íbúð­­­ar­hús­næði og 1,65 pró­­­sent af fast­­­eigna­mati á atvinn­u­hús­næði) og hins vegar lóð­­­ar­­­leiga (0,2 pró­­sent af lóða­mati á íbúð­­­ar­hús­næði og eitt pró­­­sent af lóða­mati á atvinn­u­hús­næð­i). Auk þess þurfa íbúar að greiða sorp­­­hirð­u­­­gjald og gjald vegna end­­­ur­vinnslu­­­stöðva sem hluta af fast­­­eigna­­­gjöldum sín­­­um.

Fast­­eigna­skattur á íbúð­­ar­hús­næði var lækk­­aður um tíu pró­­sent á árinu 2017 úr 0,20 í 0,18 pró­­sent. Auk þess voru afslættir aldr­aðra og öryrkja af slíkum gjöldum aukn­­ir. Í sátt­­mála þess meiri­hluta í borg­­ar­­stjórn Reykja­vík­­ur sem tók við völdum í  júní 2018 kom fram að til standi að lækka fast­­eigna­skatta á atvinn­u­hús­næði á kjör­­tíma­bil­inu úr 1,65 pró­­sentum í 1,60 pró­­sent. Það hefur þó enn ekki verið gert.

Lægri skatt­pró­senta en meiri tekjur

Á síð­ustu árum hafa fast­eigna­skattar skipað æ stærri sess í þeim tekjum sem Reykja­vík­ur­borg afl­ar. Árið 2013 námu tekjur borg­ar­innar vegna þeirra 11,6 millj­örðum króna. Sú skatt­heimta skil­aði því 6,8 millj­örðum krónum minna í kass­ann það árið en í fyrra.

Á milli áranna 2017 og 2018  juk­ust tekjur vegna fast­eigna­skatta um tæp­lega 2,1 millj­arð króna. Það þýðir að hlut­falls­leg hækkun milli ára er 12,7 pró­sent þrátt fyrir að skatt­pró­sentan hafi lækk­að.

Katrín Atla­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, lagði fram til­lögu í borg­ar­stjórn síðla árs í fyrra um að lækka fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði úr 1,65 pró­sent í 1,60 pró­sent. Sú til­laga var felld með atkvæðum borg­ar­full­trúa meiri­hlut­ans í Reykja­vík, sem sam­anstendur af ­Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Pírata og Við­reisn­ar. Sam­kvæmt stefnu meiri­hlut­ans stendur þó til að lækka skatta á atvinnu­hús­næði niður í 1,6 pró­sent fyrir lok kjör­tíma­bils­ins, sem lýkur árið 2022.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar