Bára Huld Beck

Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum

Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt. Kjarninn hitti Guðmund Inga Guðbrandsson til þess að spyrja hann út í þetta krefjandi starf, loftslagsmálin og sýn hans á umhverfisvernd, fiskeldi og margt fleira.

Ein stærsta áskor­unin sem mann­kynið stendur frammi fyrir eru þær breyt­ingar sem hafa orðið og eru fyr­ir­séðar vegna lofts­lags­mála. Vanda­málið er ekki nýtt af nál­inni en umræðan hefur sprungið út síð­ustu ár, sem og með­vit­und fólks um hvað gera skuli til að sporna við þeirri þróun sem á sér stað. 

En er nóg að gert?

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son ákvað að taka slag­inn þegar honum bauðst að taka við emb­ætti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra fyrir einu og hálfu ári sem utan­þings­ráð­herra fyrir Vinstri græn. Hann er með BSc próf í líf­fræði frá Háskóla Íslands og masters­gráðu í umhverf­is­fræðum frá Yale háskóla í Banda­ríkj­un­um. Hann var fram­kvæmda­stjóri Land­verndar á árunum 2011 til 2017 en starf­aði áður við rann­sóknir í vist- og umhverf­is­fræðum við Háskóla Íslands og við alþjóða­mál og rann­sóknir hjá Land­græðslu rík­is­ins, svo eitt­hvað sé nefnt.

En hvernig hefur verið að stíga úr störfum fyrir Land­vernd yfir í ráðu­neytið og stjórn­mál­in? „Ja, ég sagði ekki nei við þessu,“ segir hann og kím­ir. „Mér fannst þetta alveg frá­bært tæki­færi og ég gerði mér grein fyrir því, og geri enn, að ég mun ekki ná að gera allt sem ég myndi vilja gera. Bæði vegna þess að það er ekki víst að ég nái póli­tískri sam­stöðu um það en líka vegna tíma­skorts.“

Ég nenni ekki að velta mér allt of mikið upp úr fortíðinni. Það er bara að ganga til verka og koma hlutunum áfram.

Á síð­ustu árum hafa verk­efnin hlað­ist upp í umhverf­is­mál­un­um, að sögn Guð­mundar Inga. „Áður en ég kom í ráðu­neytið þá horfði ég til þeirra hluta sem mér fannst ég vera búinn að bíða lengi eftir að myndu ger­ast. Eitt af því var aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um, að ég tali nú ekki um að hafa hana fjár­magn­aða. Annað var að auka nátt­úru­vernd og við­hald íslenskrar nátt­úru sem snýr bæði að því að frið­lýsa stærri svæði – eins og Mið­há­lend­is­þjóð­garð­inn sem ég held að sé gríð­ar­legt efna­hags­legt tæki­færi – sem og aðgerðir í plast­málum sem er stórt umhverf­is­mál sem fær miklu meiri athygli núna. Ég vil að Íslend­ingar skipi sér í fremstu röð þar,“ segir hann.

Guð­mundur Ingi telur því starfið vera frá­bært tæki­færi sem hann sé mjög þakk­látur fyrir og hann ætli að nota tím­ann eins vel og hann get­ur. „Ég nenni ekki að velta mér allt of mikið upp úr for­tíð­inni. Það er bara að ganga til verka og koma hlut­unum áfram,“ segir hann.

Finnur fyrir von­leysi rétt eins og hver annar

Umtöluð skýrsla milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar í heim­inum kom út í októ­ber síð­ast­liðn­um. Í henni kemur fram að ríki heims hafi aldrei átt jafn langt í land með að upp­fylla mark­mið sín í lofts­lags­mál­um. Magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda heldur áfram að aukast í and­rúms­loft­inu og hita­stig jarðar heldur áfram að hækka. Skýrslan sýnir fram á að ríki heims hafa ekki gripið til nægi­legra ráð­staf­ana til þess að mark­miðið náist um að hiti á jörð­inni fari ekki yfir 1,5 gráður að jafn­aði.

Í skýrsl­unni segir enn fremur að ríki heims þurfi að þre­falda aðgerðir sínar til þess að hægt verði að halda hita­stigi á jörð­inni innan við tvær gráð­ur, miðað við stöð­una nú. Til þess að hita­stigið fari ekki yfir 1,5 gráður þurfi ríkin að auka þær fimm­falt.

Guðmundur Ingi situr sem utanþingsráðherra á Alþingi fyrir VG.
Bára Huld Beck

Þegar ráð­herr­ann er spurður út í per­sónu­leg við­brögð við skýrsl­unni þá svarar hann um hæl að auð­vitað sé hann ein­ungis mann­leg­ur. „Ég finn alveg fyrir von­leysi rétt eins og hver ann­ar. Ég er umhverf­is­fræði­mennt­aður og þá gengur maður í gegnum einn stóran sál­fræði­tíma. Vegna þess að þú byrjar að læra um vanda­málin og það tekur langan tíma, því þau eru mörg og víð­feðm. Svo lærir maður hvers konar lausnir og stjórn­tæki við höfum til þess að takast á við þessi vanda­mál. Maður má ekki gef­ast upp áður en komið er í þann hluta. Og ég er á þeim stað núna að vinna við að hugsa í lausnum og fram­kvæma þær. En ég tel mjög mik­il­vægt að maður geri sér grein fyrir umfangi við­fangs­efn­is­ins – hvort sem þú vilt kalla það vanda­mál eða áskor­un,“ segir hann.

Þrátt fyrir þetta þá seg­ist Guð­mundur Ingi vera þannig gerður að hann líti svo á að verk­efnin séu spenn­andi og skemmti­leg og trúir hann að þau að muni færa Íslend­inga í rétta átt.

Margt jákvætt verið að gera

Guð­mundur Ingi segir enn fremur að margt jákvætt sé gert í lofts­lags­mál­unum – bæði inn­an­lands og erlendis – en engu að síður sé þetta risa­vaxið verk­efni. „Það er ekk­ert annað í boði en að vera jákvæður og hrinda verk­efn­unum í fram­kvæmd hverju af öðru. Það er sú veg­ferð sem við byrj­uðum á í haust og hún heldur áfram. Ég get alveg sagt það að ég var búinn að bíða í mörg ár eftir að fá fjár­magn­aða aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum en hún hefur aldrei komið fram áður. Þannig að það eitt og sér er ákveð­inn sigur fyrir umhverfið okk­ar.“

Hann telur að auð­vitað hefði verið æski­legt að byrjað hefði verið fyrr. „Það sem er þó svo mik­il­vægt er að við náum ein­hvern veg­inn að koma þessum málum á þann stað að ekki komi bakslag og allt verði eins og áður var,“ segir hann.

Vildi veita fyr­ir­tækjum aðlög­un­ar­tíma

Guð­mundur Ingi mælti í lok jan­úar síð­ast­liðnum fyrir frum­varpi til laga um breyt­ingu á lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varnir sem varðar notkun burð­ar­poka. Lagt er til í frum­varp­inu að frá og með 1. júlí næst­kom­andi verði óheim­ilt að afhenda alla burð­ar­poka, þar með talið burð­ar­poka úr plasti, án end­ur­gjalds á sölu­stöðum vara og skuli gjaldið vera sýni­legt á kassa­kvitt­un.

Frá og með 1. jan­úar 2021 verði síðan óheim­ilt fyrir versl­anir að afhenda burð­ar­poka úr plasti, hvort sem er með eða án gjalds. Bannið sjálft á þannig við um plast­poka en ekki burð­ar­poka úr öðrum efn­um.

Eftir að frum­varpið var lagt fram vökn­uðu spurn­ingar um af hverju plast­poka­bannið tæki ekki gildi þegar í stað. Guð­mundur Ingi segir ástæð­una vera til að veita fyr­ir­tækjum aðlög­un­ar­tíma.

Breytt hugsun varð­andi fram­leiðslu, neyslu og úrgang

Guð­mundur Ingi seg­ist leggja áherslu á þrennt í sínu starfi. Í fyrsta lagi séu það lofts­lags­breyt­ing­arn­ar, í öðru lagi neysla, sóun og úrgangs­mál og í þriðja lagi vernd og varð­veisla fjöl­breyti­leika í lands­lagi, jarð­minjum og líf­ríki; þ.m.t. vernd víð­erna og þess sem sér­stakt er á Íslandi.

Fyrsta skrefið var stigið í fyrra þegar lofts­lags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar voru kynntar og í ár var áherslan lögð á plast­mál­in. Guð­mundur Ingi segir að mark­miðið sé að nálg­ast neyslu- og úrgangs­mál og sóun­ar­mál með heild­stæðum hætti undir hatti hins svo­kall­aða hringrás­ar­hag­kerf­is. Hann telur um breytta hugsun vera að ræða hvernig horft sé á fram­leiðslu, neyslu og úrgang.

Plastmálin eru þar að mínu mati eitt af forgangsmálum, matarsóun er annað og svo það að hvetja til nýsköpunar og ná utan um að nýta hlutina betur og lengur en við gerum.

„Í stað­inn fyrir – eins og þetta er í meg­in­at­riðum í dag – að eitt­hvað sé fram­leitt, síðan sé þess neytt og svo verði til ein­hver úrgang­ur, og þar með bara hættum við og losum okkur með ein­hverjum hætti við úrgang­inn; urðum hann, brennum hann, o.s.frv. – í stað­inn fyrir að hafa þetta línu­legt þá búum við til hring þannig að á þessum stigum kerf­is­ins séum við alltaf að huga að því að nýta sem best það sem fer inn og reyna að nýta það einnig sem fer út með ein­hverjum hætti þannig að hlið­ar­af­urð­ir, afgangar og slíkt sé notað sem hrá­efni í frek­ari fram­leiðslu í stað þess að henda því. Hringrás­ar­hag­kerfið gengur út á þetta,“ segir hann.

Þetta þýði að huga verði betur að fram­leiðslu, sem og neyslu og síðan að því hvernig úrgangur er með­höndl­að­ur. „Plast­málin eru þar að mínu mati eitt af for­gangs­mál­um, mat­ar­sóun er annað og svo það að hvetja til nýsköp­unar og ná utan um að nýta hlut­ina betur og lengur en við gerum,“ segir hann.

Plast­poka­frum­varpið fyrst og fremst tákn­rænt

Til þess að inn­leiða þetta hringrás­ar­kerfi eru stjórn­völd að taka upp hinar ýmsu reglu­gerðir frá Evr­ópu­sam­band­inu. „Árið í ár fer svo í að kort­leggja þetta og nálg­ast málin út frá þess­ari heild­rænu sýn. Og síðan að byrja á aðgerð­um, því þær er nú alltaf það sem hrinda þarf í gang sem allra allra fyrst. Við munum koma með ein­hverjar breyt­ingar á lögum í haust en það má segja að frum­varpið með plast­pok­ana sé hluti af þessu. Það er þó bara ein aðgerð af mörgum í plast­mál­un­um,“ segir Guð­mundur Ing­i.  

Hann segir plast­poka­frum­varpið fyrst og fremst tákn­ræna aðgerð, því hún snerti líf okkar allra. Hann bendir á að vand­inn sé víð­tækari, því vör­urnar sem fólk ber heim í plast­pok­unum séu einnig iðu­lega í plast­um­búð­um. Enn fremur bendir hann á að um þriðj­ungi mat­væla í heim­inum sé hent, þannig að því megi segja að þriðj­ungur inni­halds pokans muni enda í rusl­inu. Þannig sé plast­poka­frum­varpið ein­ungis lít­ill hluti af „stóra plast­vand­an­um“.

Bára Huld Beck

Hrædd við að tala um neyslu

Til við­bótar við þetta tók ráð­herr­ann á móti til­lögum í haust sem kveða meðal ann­ars á um að setja úrvinnslu­gjald á plast­um­búðir til þess að reyna að draga úr þeim eins og hægt er. Jafn­framt komu líka fram til­lögur um að sam­ræma og skylda flokk­un. Guð­mundur Ingi telur það vera grund­vall­ar­at­riði í nútíma­sam­fé­lagi að fólk fari betur með hluti og að úrgangur sé nýttur sem hrá­efni í frek­ari fram­leiðslu og til verð­mæta­sköp­un­ar.

„Við þurfum fyrst og fremst að huga að því hvernig við getum tak­markað sem mest það sem fer inn í keðj­una, þannig að úrgang­ur­inn verði minni. En við verðum einnig að nýta hann eins vel og við get­um. Við Íslend­ingar höfum verið svo­lítið hrædd við að tala um neyslu,“ segir Guð­mundur Ingi og rifjar upp orð­ræð­una fyrir hrunið 2008. „Ef ein­hver sagði orðið græðgi þá var það eitt­hvað sem ekki mátti taka sér í munn því þá var maður ekki maður með mönn­um. Maður var algjör tuð­ari og aft­ur­halds­segg­ur; að hamla fram­förum og allt þetta. En ég held að við séum komin á aðeins annan stað núna og það er algjör­lega nauð­syn­legt að sam­band okkar og neysl­unnar sé end­ur­skoð­að.“

Lofts­lags­skýrslan hristi upp í fólki

Þegar Guð­mundur Ingi er spurður hvort þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin hefur kynnt í lofts­lags­málum séu nægar þá svarar hann um hæl og segir að sá pakki hafi verið settur fram sem fyrsta skref. „Það var alveg ljóst að við tæki nán­ari grein­ing á þeim aðgerðum sem þar eru lagðar fram. Og þetta var sett í sam­ráðs­gátt til að athuga hvað fólki fynd­ist um þær,“ segir hann.

Nú sé unnið úr þessum umsögnum og tekin inn atriði eins og fyrr­nefnd skýrsla milli­ríkja­nefndar SÞ um lofts­lags­mál. Í því sam­hengi bendir hann á að skýrslan hafi gengið lengra en gengur og ger­ist. „Hún hristi upp í fólki og gerði það mót­tæki­legra,“ segir hann en ráð­herr­ann telur að margir hafi sýnt lofts­lags­málum meiri áhuga og athygli síðan skýrslan kom út.

Það sem bíður Íslend­inga alþjóð­lega sé í fyrsta lagi að fara inn í sam­eig­in­legar aðgerðir Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins. „Ein­fald­lega vegna þess að Evr­ópu­sam­bandið hefur verið leið­andi í þessum málum eins og Norð­menn. Og með því að semja við sam­bandið að vera með í þeirra sam­eig­in­lega mark­miði um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda þá teljum við okkur frekar geta verið með þeim sem mest gera. Það veitir okkur aðhald og aðstoð,“ segir hann og bendir á smæð Íslands í þessu sam­hengi.  „Þá tökum við upp ákveðnar reglu­gerðir frá þeim sem hjálpa okkur til að þess að halda utan um þetta allt sam­an. Ég tel það mjög mik­il­vægt,“ segir Guð­mundur Ingi.

Tekur allt tíma – verðum að byrja strax

Ráð­herr­ann bendir á að rík­is­stjórnin hafi sett fram tvö megin flagg­skip til að takast á við lofts­lags­mál­in. Í fyrsta lagi sé um að ræða grund­vall­ar­kerf­is­breyt­ingu sem felur í sér að draga úr meng­andi inn­fluttu jarð­efna­elds­neyti – bens­íni og olíu – í vega­sam­göngum og hætta að lokum að nota það. Í öðru lagi að auka bind­ingu kolefnis úr and­rúms­lofti með land­græðslu og skóg­rækt, og að draga úr losun frá fram­ræstu landi með end­ur­heimt vot­lend­is.

„Það er ekki síður mik­il­vægt að byrja á því strax til þess að við eigum meiri líkur á því að ná mark­miði okkar um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040. Það tekur nefni­lega tíma að safna koltví­sýr­ingnum saman í jarð­vegi og í gróðr­in­um,“ segir hann en verk­efnið telur hann vera mjög spenn­andi. Nú vinni stjórn­völd sér­stak­lega að útfærslu þess­ara tveggja flagg­skipa og muni þau kynna frek­ari aðgerðir seinna á þessu ári.

Einn biti í einu

Í grein Guð­mundar Inga sem birt­ist á Kjarn­anum í byrjun febr­úar síð­ast­lið­ins fjall­aði hann um plast­­vand­ann en hann sagði vand­ann vera stóran og að hann yrði að taka alvar­­lega. Hann líkti vanda­mál­inu við að borða fíl, þar sem það væri nú ærið verk­efni. Og hvernig borðar maður fíl? Nú, með því að taka einn bita í einu. Hann lítur svo á að plast­poka­frum­varpið sé einn slíkur biti – aðgerð sem virkjar fólk með beinum hætti við að hugsa um lausnir án plasts.

Þannig erum við smátt og smátt að éta fílinn. En þá er svo ofboðslega mikilvægt að stjórnvöld séu ekki þau einu sem éta fílinn heldur þurfum við öll að hjálpast að við að borða þessa bita.

Annar biti sé að stofna svo­kall­aðan lofts­lags­sjóð en honum er fyrst og fremst ætlað að setja fjár­magn í nýsköpun fyrir lofts­lagsvæna tækni og starf­semi. Stjórn lofts­lags­sjóðs var skipuð þann 14. febr­úar síð­ast­lið­inn en hlut­verk sjóðs­ins er að styðja við nýsköp­un­ar­verk­efni á sviði lofts­lags­mála meðal ann­ars með því að styrkja þró­un­ar­starf og rann­sóknir á sviði lofts­lagsvænnar tækni­þró­unar og nýsköp­unar á Íslandi og verk­efni er lúta að rann­sókn­um, kynn­ingu og fræðslu um áhrif lofts­lags­breyt­inga.

Enn annar biti sem Guð­mundur Ingi segir að búið sé að taka með mennta­mála­ráðu­neyt­inu er að auka fræðslu og þekk­ingu um lofts­lags­mál í skól­um. „Þannig erum við smátt og smátt að éta fíl­inn. En þá er svo ofboðs­lega mik­il­vægt að stjórn­völd séu ekki þau einu sem éta fíl­inn heldur þurfum við öll að hjálp­ast að við að borða þessa bita,“ segir hann. Þannig sé hægt að ná árangri.

Ákveðin mála­miðlun farin

Aðspurður hvort verið sé að gera nóg varð­andi þessi mál þá svarar hann að hann geti nátt­úru­lega ekki full­yrt um það. „En það eru hvatar í kerf­inu sem hafa skilað sér í vexti sem er jákvætt. Á móti kemur að það þarf til dæmis líka að passa að ekki verði of ódýrt að nýta bensín og dísil­bíla. Einnig þarf að verð­leggja notkun á bens­íni og olíu og til þess höfum við hækkað kolefn­is­skatt. Það má alveg deila um það; kannski mætti hann vera hærri? Ég er þeirrar skoð­unar að hann mætti vera hærri. En hér var ákveðin mála­miðlun gerð,“ segir hann.

Guð­mundur Ingi telur að Íslend­ingar hefðu þurft að koma fyrr inn með sterkum hætti í lofts­lags­mál­in. „Maður sér ekki árangur „einn, tveir og þrír“ vegna þess að það tekur tíma að umbylta þessum kerf­um. Í skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna er einmitt bent á að lít­ill tími sé til stefnu og er ég hjart­an­lega sam­mála því. En það er einnig mik­il­vægt að við sjáum að stefnt sé í rétta átt og að los­unin fari að minnka hratt. Það er ekki ásætt­an­legt að hún sé ennþá að aukast eins og í vega­sam­göng­um. Þess vegna ein­beitum við okkur svona rosa­lega að því.“

Maður sér ekki árangur „einn, tveir og þrír“ vegna þess að það tekur tíma að umbylta þessum kerfum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er einmitt bent á að lítill tími sé til stefnu og er ég hjartanlega sammála því.
Guðmundur Ingi kynnti aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í september síðastliðnum.
Bára Huld Beck

Hvati til að gera starf­semi umhverf­is­vænni

Guð­mundur Ingi seg­ist jafn­framt vera í við­ræðum við stærstu fyr­ir­tækin sem menga hvað mest hér á landi, á borð við álverin og flug­fé­lögin sem eru í allt öðru kerfi en íslenska ríkið ber ábyrgð á. Þar á hann við alþjóð­leg kerfi þar sem fyr­ir­tæki fá ein­ungis úthlutað ákveðnum heim­ild­um. „Ef sú heim­ild er ekki nóg – og dugar ekki upp í meng­un­ina hjá þeim – þá þurfa þau að kaupa auka heim­ild­ir. Pott­ur­inn minnkar og minnkar eftir því sem árin líða þannig að þau fá færri og færri ókeypis heim­ildir sem þýðir að þau þurfa að borga meira og meira. Það skapar hvata fyrir þau til að gera starf­sem­ina umhverf­is­vænni og draga úr los­un­inni frekar en að kaupa los­un­ar­heim­ild­ir,“ segir hann. Þó við­ur­kennir hann að það sé í sumum til­fellum tækni­lega erfitt en í öðrum auð­veld­ara. „Þetta á að hvetja fyr­ir­tækin til þess að hugsa tím­an­lega út í þessi mál.“

Hann tekur Hell­is­heiða­virkjun sem dæmi. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, setti reglur árið 2010 um losun á brenni­steins­vetni sem varð til þess að fyr­ir­tækið þurfti annað hvort að fjár­festa í mjög dýrum hreinsi­bún­aði eða þróa aðrar aðferðir með ein­hverjum hætti. „Þau fóru í Car­bFix-verk­efnið sem gengur út á það að brenni­steins­vetni er dælt niður í berg­lög þar sem það krist­all­ast. Einnig er koltví­sýr­ingi dælt nið­ur. Á árinu 2017 los­uðu þau sig við 34 pró­sent af lofts­lagsút­blæstr­inum hjá sér niður í jarð­lög þar sem þau krist­all­ast í berg­lög­um. Það er ekk­ert sem bendir til þess að það gufi upp – heldur séu efnin bara þar. Kostn­að­ur­inn við þetta hjá þeim er sam­bæri­legur við verðið á los­un­ar­heim­ild­unum sem þessi fyr­ir­tæki, eins og álverin og flug­fé­lög­in, þurfa að kaupa. Fyrir álver­in, sem eru með útblástur út um stromp, þá er í raun­inni kom­inn ákveð­inn hvati fyrir þau að dæla efn­unum ofan í jörð. Vissu­lega þurfa þau bor­holu en þá fer þetta að verða mögu­leiki fyrir þau vegna þess að kerfið er alltaf að herða að þeim og verðið á los­un­ar­heim­ildum hækk­ar.“

Guð­mundur Ingi telur að ekki sé rétt að líta svo á að fyr­ir­tæki á Íslandi geri ekki neitt eins og sumir myndu hugs­an­lega halda fram. Hann seg­ist hafa átt í sam­tali við þau – kallað þau á fund til sín og hvatt þau til þess að koma í þetta stóra verk­efni sem varðar kolefn­is­hlut­leysi 2040. „Því stjórn­völd geta það ekki án þess­ara fyr­ir­tækja. Þau eru stórir aðilar í þessu stóra sam­heng­i,“ segir hann. Mjög vel hafi verið tekið í þessar hug­myndir og segir Guð­mundur Ingi að verið sé að móta stefnu um hvernig hægt sé að standa fyrir því að fyr­ir­tæki setji sér mark­mið rétt eins og stjórn­völd.

Horfir líka á hlut­ina út frá efna­hags- og sam­fé­lags­legri vídd

Hvernig er það að vera umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra þegar hags­munir rekast á, til að mynda hag­vaxt­ar­töl­ur, ferða­mennska og lofts­lags­mál? Guð­mundur Ingi seg­ist reyna að horfa á hlut­ina ekki ein­ungis út frá umhverf­is­vídd sjálf­bærrar þró­unar heldur líka út frá efna­hags­legri og sam­fé­lags­legri vídd. „Það er alveg ljóst að túrism­inn er mjög mik­il­væg atvinnu­grein fyrir Íslend­inga. Hann hefur einnig aukið mjög vit­und Íslend­inga – og þeirra sem hingað heim­sækja okkur – á nátt­úruperlunni Ísland, sem síðan skilar sér í auk­inni kröfu um nátt­úru­vernd. Á sama tíma og við heyrum fréttir af því þá er of mikið álag á suma staði vegna ferða­manna og eru stað­irnir margir hverjir í hætt­u,“ segir hann.  

Það eru einhverjir staðir þar sem við viljum frekar takmarka fjöldann sem kemur vegna þess að við viljum ekki eyðileggja þetta náttúrulega yfirbragð.
Birgir Þór Harðarson

Til þess að sporna við eyði­legg­ingu ferða­manna­stað­anna er verið að takast á við vanda­málið í stjórn­kerf­inu, að sögn Guð­mundar Inga. Árið 2016 hafi tekið í gildi lög sem búa til ramma utan um það hvernig hægt sé að takast á við þetta og nú hafi í fyrsta sinn verið sett fjár­magn í mála­flokk­inn, en um fjórir millj­arðar hafi komið auka­lega inn í verk­efnið á árunum 2019 til 2023.

Hann segir að ýmiss konar við­brögð megi greina við þessum fyr­ir­byggj­andi aðgerð­um. „Þá ætlum við til dæmis að leggja stíga og koma upp sal­ern­is­að­stöðu þar sem þess er þörf. Einnig ein­beitum við okkur að frið­lýstum svæðum fyrst og fremst. Við notum þessa pen­inga í aukna land­vörslu; bæði til að fræða um nátt­úr­una og líta eftir umgengni og öðru slíku. Þannig að mjög jákvæðir hlutir eru að ger­ast þarna núna með auknu fjár­fram­lag­i.“

„En ég hef líka litið til þess í þessu sam­hengi að við verðum ekki endi­lega að byggja alls staðar upp inn­viði. Það eru ein­hverjir staðir þar sem við viljum frekar tak­marka fjöld­ann sem kemur vegna þess að við viljum ekki eyði­leggja þetta nátt­úru­lega yfir­bragð,“ segir Guð­mundur Ingi en hann hefur jafn­framt lagt áherslu á að inn­viðir þurfi að falla að lands­lagi. Ekki sé sama hvernig þessum hlutum sé hátt­að.

„Þá komum við líka að þessu sem ég hef lagt mjög ríka áherslu á og teng­ist nátt­úru­vernd­inni. Það er þessi líf­fræði­lega fjöl­breytni sem við verðum að huga að. Fjöl­breytni jarð­fræð­innar og jarð­minja en mjög hefur gengið á víð­ernin á síð­ustu árum og ára­tug­um,“ segir hann. Nú vinni hann að því að koma á Mið­há­lend­is­þjóð­garði en þar eru stærstu víð­ern­is­svæði Íslands. Hann hefur beðið Nátt­úru­fræði­stofnun um að koma með til­lögur að því hvaða víð­erni á Íslandi eigi að frið­lýsa og nú bíður hann eftir svör­um.

Herðubreið
Bára Huld Beck

Íslend­ingar líta á víð­ernin sem sjálf­sagðan hlut

Guð­mundur Ingi bendir á að fyrir Íslend­ingum séu víð­ernin sjálf­sögð. „Við sjáum fyrir okkur víð­áttu sem er með litlum inn­gripum manns­ins en þetta er bara allt öðru­vísi í hinni þétt­býlu Mið-­Evr­ópu,“ segir hann. Banda­ríkin og Kanada eigi slík víð­erni en á Íslandi sé þetta samt sem áður sér­stakt. „Við verðum að byggja á þess­ari sér­stöðu og við eigum að varð­veita hana,“ segir hann.

Auk mið­há­lendis­verk­efn­is­ins kall­aði hann eftir til­lögum um hvað Nátt­úru­fræði­stofnun teldi að eigi að vernda af linda­svæðum sem einnig eru mjög merki­leg á Íslandi. „Við erum með mjög stór linda­svæði á borð við Þing­valla­vatn og Suð­urá og Svartá í Þing­eyj­ar­sýslu sem rennur út í Skjálf­anda­fljót.“

Einnig er Ísland mjög fossa­ríkt land og rifjar Guð­mundur Ingi það upp þegar hann bjó á Sri Lanka í tvo mán­uði en hann seg­ist hafa verið mjög spenntur fyrir því að fara í þjóð­garð þar í landi. „Þar var aðal­að­drátt­ar­aflið foss en ég gekk næstum því fram hjá honum vegna þess að þetta voru eig­in­lega bara flúð­ir. Þá gerir maður sér grein fyrir því hvað við erum með magn­aða fossa,“ segir hann og hlær.

Fisk­eldið ógn við laxa­stofna

Eitt sem honum finnst sér­stak­lega vert að nefna, en heyrir ekki undir hans ráðu­neyti, eru villtir laxa­stofn­ar. „Þeir eru gríð­ar­lega verð­mæt auð­lind hér á landi. Reyndar eru ferskvatns­fiskar á Íslandi mjög merki­leg auð­lind vegna þess að mjög fáar teg­undir eru hér en aftur á móti eru búsvæðin fjöl­breytt. Sem þýðir það að sumar af þessum teg­undum hafa þró­ast með ótrú­legum hætti á ein­ungis þessum 10.000 árum frá því að ísöld lauk og þær námu hér land,“ segir hann en sem dæmi um þetta nefnir hann fisk í Þing­valla­vatni þar sem fjögur afbrigði eru til af bleikju vegna þess að fisk­ur­inn hefur þró­ast genat­ískt að mis­mun­andi aðstæð­um, fæðu og búsvæð­um.

„Lax­inn okkar er líka merki­legur en mis­mun­andi stofnar eru eftir land­svæð­um. Þannig að erfða- og líf­fræði­lega er lax­inn okkar mik­il­væg­ur, bæði út frá nátt­úr­unni og nátt­úru­vernd. Og laxa­stofnum – eða Atl­ants­haf­s­lax­inum – þess­ari teg­und sem finnst hér, hefur víða hnign­að. Bæði í Evr­ópu og á aust­ur­strönd Amer­íku. Ekki alls stað­ar, en víða. Á Íslandi hefur tek­ist ágæt­lega að varð­veita og við­halda þeim vegna þess að við erum með ágæt­is­kerfi til þess. En þá kemur inn þessi ógn sem fisk­eldið er,“ segir hann.

Hags­munir rekast á

Ráð­herr­ann spyr hvernig Íslend­ingar ætli að láta þetta hvort tveggja ganga upp. Þarna stang­ist hags­munir fisk­eld­is­fyr­ir­tækja – sem og hags­munir land­eig­enda – á við nátt­úru­vernd. Að hans mati er gríð­ar­lega mik­il­vægt að fara var­lega í þessum efn­um. „Ég sé þetta þannig fyrir mér að fisk­eldið þurfi að þró­ast á næstu 10 til 15 árum í þá átt að ekki verði um neina erfða­blöndum að ræða. Það kallar á breyttar aðferðir við lax­eld­ið,“ segir hann.

Guð­mundur Ingi telur þetta vera mikið hags­muna­mál – og gríð­ar­legt nátt­úru­vernd­ar­mál. „Og ég myndi vilja sjá þetta þannig að atvinnu­veg­inum væri gef­inn ákveð­inn tímara­mmi til að aðlaga sig að þessum breyt­ing­um. Og á sama tíma væru hvatar fyrir fyr­ir­tækin að þró­ast í þessa átt. Þetta er stóra myndin í þessu.“

Fisk­eld­is­lög­gjöfin er ekki á borði ráð­herr­ans en að hans mati þarf að nálg­ast þau mál með þessum hætti. „Mér finnst það líka sam­ræm­ast við stjórn­ar­sátt­mál­ann sem kveður á um að þróa eigi fisk­eldi með til­liti til sem minnstrar áhættu fyrir líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika villtra stofna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal