Setja spurningamerki við Boeing flugflotann

Margvísleg áhrif af kyrrsetningunni á 737 Max vélunum frá Boeing, í kjölfar tveggja flugslysa, eru nú komin fram. Flugmenn hjá Southwest flugfélaginu spyrja sig af því hvers vegna er veðjað jafn mikið á Boeing og raun ber vitni.

Icelandair flugvél
Auglýsing

Í umfjöllun Seattle Times er vitnað til minn­is­blaðs frá fundi sam­taka flug­manna hjá Sout­hwest, þar sem spurn­inga­merki er sett við það að floti félags­ins sé alveg bund­inn við Boeing. Með kyrr­setn­ingu 737 Max véla er komin upp mikil áhætta í rekstri félags­ins, sem ekki er ljóst enn hvernig verður leystur að fullu. Auk þess gætir mik­illar óánægju hjá flug­mönnum fyrir slæma þjón­ustu frá Boeing, og ófull­nægj­andi upp­lýs­inga­gjaf­ar.

Flug­­slysin í Indónesíu, 29. októ­ber, og í Eþíóp­­íu, 13. mars síð­­ast­lið­inn, hafa dregið mik­inn dilk á eftir sér fyrir flug­­iðn­­að­inn sem ekki sér fyrir end­ann á enn­þá. Allir um borð í 737 Max vélum Lion Air og Ethi­opian Air­lines, sem hröp­uðu lét­ust. Sam­tals 346. 

Frum­n­ið­­ur­­stöður í rann­­sóknum á flug­­slys­unum benda til þess að galli hafi verið í hug­­bún­­aði í vél­un­um, sem teng­ist svo­­nefndu MCAS-­­kerfi, sem á að sporna gegn ofrisi.

Auglýsing

Flug­­­mála­yf­­ir­völd í Indónesíu kynntu frum­n­ið­­ur­­stöður - með fyr­ir­vara um að rann­­sókn væri ekki lokið - fyrr í mán­uð­in­um, og kom þá fram að flug­­­menn hefðu brugð­ist rétt við, og reynt að vinna gegn því að flug­­­vélin hefði tog­­ast nið­­ur. Allt kom fyrir ekki.

Air­bus, getur það ver­ið?

Flug­menn Sout­hwest eru sagðir á fundi hafa rætt um hvort það sé til­efni fyrir félagið að horfa annað eftir flug­vélum heldur en til Boeing, og þá einkum til Air­bus. 

Þó þetta virð­ist vera rök­rétt umræða, í ljósi stöð­unnar sem upp er kom­in, þá þykja þetta vera mikil tíð­indi, þar sem tryggð­ar­sam­band Sout­hwest við 737 vélar Boeing teygir sig aftur til 1971. Ef Sout­hwest færi að horfa annað en til Boeing eftir vél­um, þá gæti það haft keðju­verk­andi áhrif á flug­iðn­að­inn og aðra við­skipta­vini Boein­g. 

Boeing er í vanda vegna 737 Max vélanna.

Icelandair er eitt margra flug­fé­laga sem glímir við áhrifin af því að 737 Max vél­arnar hafa verið kyrr­settar og notkun á þeim bönn­uð, á meðan rann­sókn á flug­slys­unum stendur yfir. Félagið hefur þegar tekið 3 Max vélar úr umferð og hefur nú leigt þrjár vélar í stað­inn. 

Sam­­kvæmt upp­­­færðri flug­­á­ætlun Icelandair miðar hún við að Boeing 737 MAX flug­­­vélar félags­­ins verði kyrr­­settar til 16. júní næst­kom­andi. Það verður að koma í ljós, hvort kyrr­­setn­ing vél­anna mun falla úr gildi á þeim degi eða fyrr, en sú sviðs­­mynd er allt eins lík­­­leg að vél­­arnar verði kyrr­­settar leng­­ur. Vandi er um slíkt að spá, eins og fjallað var um í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans 11. apríl síð­ast­lið­inn.

Icelandair hefur veðjað á Max vél­arnar í sínu leiða­kerfi og hefur sagt að þegar allt er komið úr píp­unum hjá Boeing, til afhend­ingar hjá Icelanda­ir, þá verði Max vél­arnar 16 tals­ins og muni henta vél til að þjón­usta leiða­kerfið til Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku, eins og það er orðað á vef félags­ins.

Alvar­­leg­­ustu hlið­­ar­verk­­anir slysanna - fyrir utan dauðs­­föllin og áhrif á aðstand­endur þeirra sem lét­ust - er mikið högg í fram­­leiðslu hjá Boeing í Renton í útjaðri Seattle. Þar starfa um 80 þús­und starfs­menn.

Þegar mest var í fyrra, þá komu 57 vélar úr fram­­leiðslu­­kerfum Boeing í mán­uði þar sem Max vél­­arnar urðu til, en fram­­leiðslan er nú komin niður í 42. 

Ástæðan er bann við notkun á Max vél­unum og kyrr­­setn­ing þeirra, og óvissa um hvenær (og hvort) Max vél­­arnar geti kom­ist í notkun hjá flug­­­fé­lög­­um. 

Mikil áhrif á Ísland

Þessi vandi Boeing getur haft mikil áhrif á land eins og Ísland, sem fær 43 pró­sent af útflutn­ings­tekjum sínum frá ferða­þjón­ust­u. 

Sókn­ar­leikur hjá Icelanda­ir, sem kynntur var stjórn­völdum í aðdrag­anda falls WOW air, virð­ist ekki í kort­un­um, eins og mál standa nú. 

Frekar er mik­ill varn­ar­leikur framund­an, þar sem félagið mun þurfa á því að halda að ná að end­ur­nýja flot­ann með hag­kvæmum hætti, án þess að leiða­kerfið drag­ist saman eða þjón­usta félags­ins versni. 

Í versta falli verður tölu­verður sam­dráttur í þjón­ustu félags­ins, vegna þess hve vandi Boeing vegna kyrr­setn­ingar Max véla, er orð­inn umfangs­mik­ill. En það verður að koma í ljós hvernig tekst að greiða úr þess­ari stöð­u. 

Í lok árs í fyrra var eigið fé Icelandair 55 millj­arðar og skuldir félags­ins 110 millj­arð­ar. Und­an­farnir mán­uðir hafa verið félag­inu erf­iðir og tap­aði það 6,8 millj­örðum króna á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins í fyrra. Ljóst er að fyrstu mán­uðir árs­ins hafa einnig verið erf­ið­ir, en upp­gjör vegna þess tíma­bils hefur ekki verið kynnt enn. 

Mark­aðsvirði Icelandair er um 45 millj­arðar króna, en félagið lækk­aði um 2,65 pró­sent í dag. 

Mark­aðsvirði Boeing er 220 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða um 26 þús­und millj­arðar króna, en mark­aðsvirði Sout­hwest er 28,7 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða um 3.400 millj­arðar króna. Það er upp­hæð sem nemur um þre­földu mark­aðsvirði allra skráðra félaga á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar