Vandi Boeing teygir sig af þunga til Íslands

Kyrrsetning á Max vélum Boeing hefur veruleg áhrif á flugfélög sem gerðu ráð fyrir vélunum í leiðakerfum sínum. Icelandair er eitt þeirra. Ljóst er að félagið er í kappi við tímann, um að útvega vélar sem geta leyst Max af hólmi.

MGN+Boeing+737+Max.jpg
Auglýsing

Flug­slysin í Indónesíu, 29. októ­ber, og í Eþíóp­íu, 13. mars síð­ast­lið­inn, hafa dregið mik­inn dilk á eftir sér fyrir flug­iðn­að­inn sem ekki sér fyrir end­ann á enn­þá. Allir um borð í 737 Max vélum Lion Air og Ethi­opian Air­lines, sem hröp­uðu lét­ust. Sam­tals 346. 

Banda­ríski flug­véla­fram­leið­and­inn Boeing er nú að glíma við verstu og erf­ið­ustu vanda­mál sem félagið hefur glímt við í seinni tíma sögu fyr­ir­tæk­is­ins, sem spannar 103 ár. Fram­leiðslan hjá Boeing er í Renton í útjaðri Seatt­le, þar sem félagið var stofn­að. 

Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa tæp­lega 80 þús­und starfs­menn á svæð­inu og er talið að með marg­feld­is­á­hrifum félags­ins á svæð­inu séu allt að 250 þús­und störf tengd starf­semi Boeing. Það er stærsti vinnu­veit­and­inn og skákar þar 56 þús­und manna her­stöð, og síðan risa­vöxnum höf­uð­stöðvum Amazon og Microsoft, þar sem í dag starfa sam­tals yfir 90 þús­und manns. 

Auglýsing

Alvar­leg staða

Frum­nið­ur­stöður í rann­sóknum á flug­slys­unum benda til þess að galli hafi verið í hug­bún­aði í vél­un­um, sem teng­ist svo­nefndu MCAS-­kerfi, sem á að sporna gegn ofrisi.

Flug­mála­yf­ir­völd í Indónesíu kynntu frum­nið­ur­stöður - með fyr­ir­vara um að rann­sókn væri ekki lokið - í síð­ustu viku, og kom þá fram að flug­menn hefðu brugð­ist rétt við, og reynt að vinna gegn því að flug­vélin hefði tog­ast nið­ur. Allt kom fyrir ekki.

Þrátt fyrir að Boeing telji sig vita hvað kom upp, og hafi upp­fært hug­búnað og sé með fram­leiðslu­ferla til ítar­legrar skoð­un­ar, þá er komin upp veru­lega alvar­leg staða fyrir öll félög sem not­ast við Boeing vél­ar. 

Í stuttu máli lýsir vand­inn, sem kom­inn er upp sér svona: 

- Flug­slysin hafa leitt til þess að Boeing er til rann­sókn­ar, meðal ann­ars af alrík­is­lög­regl­unni FBI og banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Kafað er ofan í minnstu smá­at­riði í fram­leiðslu­ferl­inu, sem gætu hafa leitt til þess að vél­arnar hröp­uðu. Meðal ann­ars er nú verið að rann­saka skoðun á vél­unum á starf­stöð í Flór­ída, en þar gæti eitt­hvað hafa mis­farist, sam­kvæmt skjölum sem flug­mála­yf­ir­völd í Indónesíu hafa birt, sem leiddi til þess­ara hörmu­legu slysa. 

Frá vettvangi flugslyss í Eþíópíu, sem vélin hrapaði skömmu eftir flugtak.

- Alvar­leg­ustu hlið­ar­verk­anir slysanna - fyrir utan dauðs­föllin og áhrif á aðstand­endur þeirra sem lét­ust - er mikið högg í fram­leiðslu hjá Boeing. Þegar mest var í fyrra, þá komu 57 vélar úr fram­leiðslu­kerfum Boeing í mán­uði þar sem Max vél­arnar urðu til, en fram­leiðslan er nú komin niður í 42. Ástæðan er bann við notkun á Max vél­unum og kyrr­setn­ing þeirra, og óvissa um hvenær (og hvort) Max vél­arnar geti kom­ist í notkun hjá flug­fé­lög­um. Mörg flug­fé­lög hafa veðjað á Max vél­arnar í sínum leiða­kerf­um, og er Icelandair meðal ann­ars eitt þeirra. 

- Vonir standa til þess að Max vélar geti kom­ist í notkun síðar á árinu, og að banni verði aflétt, en það er óvissa sem ríkir um það. Þetta þýðir að flug­fé­lög þurfa að leita ann­arra leiða til að fylla upp í flota sinn. Mikil eft­ir­spurn hefur mynd­ast eftir leigu­vélum og fyr­ir­sjá­an­legt að hún muni vaxa mikið á næstu mán­uð­um. Þannig eru mörg flug­fé­lög í kappi við tím­ann, um að útvega vélar í flota sína til að geta staðið við þjón­ust­una sem í boði er sam­kvæmt skipu­lögðu leiða­kerf­i. 

- Boeing stendur frammi fyrir því að geta ekki afhent vél­ar, eins og um hefur verið samið, við fjölda flug­fé­laga. Hvort félagið muni þurfa að greiða bætur vegna þessa, á eftir að koma í ljós. Fyrir hag­kerfi þar sem ferða­þjón­usta er stór atvinnu­veg­ur, sem jafn­vel hefur kerf­is­lægt mik­il­vægi, þá getur þessi vandi Boeing verið veru­legt áhyggju­efni. Á Íslandi er ferða­þjón­usta langstærsti útflutn­ings­geir­inn með um 43 pró­sent gjald­eyr­is­tekna, og ljóst að mik­il­vægt verður fyrir Icelandair að leysa úr þessum vanda sem upp er kom­inn. 

Sam­dráttur - ekki sókn

Sam­kvæmt upp­færði flug­á­ætlun Icelandair miðar hún við að Boeing 737 MAX flug­vélar félags­ins verði kyrr­settar til 16. júní næst­kom­andi. Það verður að koma í ljós, hvort kyrr­setn­ing vél­anna mun falla úr gildi á þeim degi eða fyrr, en sú sviðs­mynd er allt eins lík­leg að vél­arnar verði kyrr­settar leng­ur. Vandi er um slíkt að spá.

Icelandair er í lykilhlutverki í íslensku efnahagslífi, ekki síst eftir fall WOW air.

Í til­kynn­ingu félags­ins frá því í gær, segir að „með þeim mót­væg­is­að­gerðum sem gripið hefur verið til með því að bæta leigu­vélum við flota félags­ins hefur tek­ist að tak­marka áhrifin á leið­ar­kerfið veru­lega.“ 

Félagið gekk frá leigu á tveimur Boeing 767 breið­þotum sem til­kynnt var um þann 1. apríl síð­ast­lið­inn, og til­kynnti síðan um leigu á þriðju vél­inni af gerð­inni 757-200, en hún er 184 sæta. Hún verður í rekstri frá 15. maí fram í lok sept­em­ber 2019.

Á tíma­bil­inu 1. apríl – 15. júní mun félagið fella niður um 3,6% af flug­ferðum sínum sem sam­svarar rúm­lega 100 ferðum á tíma­bil­inu, en rekja má þennan sam­drátt til vand­ans sem skap­ast hefur vegna Max vél­anna.

„Í flestum til­fellum er um að ræða flug til áfanga­staða þar sem fleiri en eitt flug eru í boði sama dag. Þrátt fyrir þessar ráð­staf­anir helst sæta­fram­boð félags­ins nán­ast óbreytt þar sem not­ast verður við Boeing 767 flug­vélar sem eru stærri en Boeing 737 MAX vél­arn­ar. Af þeim sökum er gert ráð fyrir óveru­legum áhrifum á heild­ar­fjölda fluttra far­þega á tíma­bil­in­u,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá hefur Icelandair ákveðið að hætta við flug til Cleveland í Banda­ríkj­unum og Hali­fax í Kanada á þessu ári. Það skýrist að hluta til af kyrr­setn­ingu MAX vél­anna en jafn­framt hafði áhrif á ákvörð­un­ina að stór hluti far­þega á fram­an­greinda staði eru skiptifar­þegar sem eru að ferð­ast milli N-Am­er­íku og Evr­ópu. Ákveðið var að færa fram­boðið yfir á áfanga­staði þar eft­ir­spurn er meiri eftir ferðum til og frá Íslandi, segir í til­kynn­ingu félags­ins frá því í gær. 

Veðjað á Max vél­arnar - Verður Air­bus inn í mynd­inni?

Icelandair hefur miðað sína þjón­ustu við notkun á Boeing vél­um, og segir meðal ann­ars á vef­síðu félags­ins, að Max vél­arnar falli vel að skipu­lagn­ingu félags­ins. „Eftir að 16 737 MAX 8 og 9 vélar bæt­ast í hóp­inn – en þær fyrstu munu koma til lands­ins snemma árs 2018 – verður flug­floti Icelandair sér­stak­lega vel til þess fall­inn að þjón­usta bæði Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku um ein­staka stað­setn­ingu okkar á Ísland­i,“ segir á vef félags­ins

Icelandair er að vissu leyti í kappi við tím­ann um að útvega vélar til að geta staðið við þá þjón­ustu sem félagið sel­ur, miðað við leiða­kerf­ið. Þó Boeing og Icelandair hafi lengi átt í far­sælu við­skipta­sam­bandi, þá gæti verið komin upp staða, þar sem félagið þarf að horfa annað - og þá helst til Air­bus - eftir flug­vél­u­m. 

Í til­kynn­ingum Icelandair til kaup­hallar sést að félagið er að reyna að leysa úr þessum vanda sem upp er kom­inn, eftir slysin hörmu­legu í Indónesíu og Eþíóp­íu, með aðeins fimm mán­aða milli­bil­i. 

Í lok árs í fyrra var eigið fé Icelandair um 55 millj­arðar króna en heild­ar­skuldir námu rúm­lega 900 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða um 110 millj­örðum króna. Mark­aðsvirði Icelandair hefur sveifl­ast mik­ið, frá degi til dags, á und­an­förnum mán­uð­um, en það nemur nú um 46 millj­örðum króna. 

Boeing er risi í banda­rísku efna­hags­lífi, en mark­aðsvirði þess nemur nú um 207 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 25 þús­und millj­örðum króna. Til sam­an­burðar nemur heild­ar­virði alls íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins um 1.200 millj­örðum króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar