Fjármálaráð segir stjórnvöld í „spennitreyju eigin stefnu“

Fjármálaráð segir í nýbirtri álitsgerð að lög um opinber fjármál heimili ekki að stefnumið fjármálastefnu um afkomu og skuldir séu brotin.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

„Að öllu virtu virð­ast stjórn­völd hafa lent í spenni­treyju eigin stefnu hvað varðar afkomu­mark­mið. Stjórn­völd eru komin í þessar ógöngur vegna verk­lags og fram­vindu í stefnu­mörk­un­inn­i.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í álits­gerð fjár­mála­ráðs um fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árin 2020 til 2024 sem dag­sett er 7. apríl síð­ast­lið­inn.

Þar segir enn fremur að fjár­mála­ráð hafi  ít­rekað varað við að slík staða gæti komið upp. „Lögin um opin­ber fjár­mál heim­ila ekki að stefnumið fjár­mála­stefnu um afkomu og skuldir séu brot­in. Við­brögð við því eru skýr. Lögin heim­ila ekki end­ur­skoðun stefn­unnar nema grund­vall­ar­for­sendur bresti. Hér ganga hin geir­negldu stefnumið gegn grunn­gild­un­um. Lögin taka ekki á því.“

Auglýsing

Í álits­gerð­inni segir að það sé umhugs­un­ar­efni að stjórn­völd virð­ast leggja sig fram um að sýna að hinar tölu­settu fjár­mála­reglur stand­ist, en minna fari fyrir umfjöllun í fjár­mála­á­ætlun um ótölu­settar fjár­mála­reglur „sem veita einar leið­sögn og for­skrift um fram­vindu opin­berra fjár­mála ef í harð­bakk­ann slær“.

Grunn­gildi og fjár­mála­reglur

Fjár­mála­ráð er ráð óháðra sér­fræð­inga skipað af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Í því sitja Gunnar Har­alds­son for­mað­ur, Asgeir Brynjar Torfa­son, Þór­hildur Hans­dóttir Jetzek og Axel Hall vara­for­mað­ur.

Um er að ræða fimmtu álits­gerð fjár­mála­ráðs, sem hefur það hlut­verk að leggja mat á hvort stefnu­mörkun stjórn­valda bygg­ist á fimm fyrir fram ákveðnum grunn­gildum og hvort sett mark­mið sam­ræm­ist tölu­legum skil­yrðum eins og þau birt­ast í settum fjár­mála­regl­um. Grunn­gildin eru sjálf­bærni, var­færni, stöð­ug­leiki, festa og gagn­sæi. Fjár­mála­regl­urnar eru þrjár og eft­ir­far­andi:

  • Afkomu­regla: Að heild­ar­jöfn­uður yfir fimm ára tíma­bil sé ávallt jákvæður og árlegur halli ávallt undir 2,5 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu.
  • Skulda­regla: Að heild­ar­skuld­ir, að frá­töldum líf­eyr­is­skuld­bind­ingum og við­skipta­skuldum og að frá­dregnum sjóðum og bankainn­stæðum séu lægri en nemur 30 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu.
  • Skulda­lækk­un­ar­regla: Ef skulda­hlut­fallið er hærra en 30% af vergri lands­fram­leiðslu skal sá hluti sem umfram er lækka að með­al­tali á hverju þriggja ára tíma­bili um að minnsta kosti fimm pró­sent.

Eitt lengsta hag­vaxt­ar­skeið sög­unnar

Í álits­gerð­inni segir að efna­hags­lífið um þessar mundir sé statt á einu lengsta hag­vaxt­ar­skeiði frá lýð­veld­is­stofn­un, eða að veðra­brigði séu fram undan sam­kvæmt spám. Þá hafi „at­burða­rás að und­an­förn­u“, sem lík­ast til er gjald­þrot WOW air, bætt þar í og aukið óvissu.

Fjár­mála­ráð segir að í þessu sam­hengi sé mik­il­vægt að skulda­staða rík­is­sjóðs sé góð þegar efna­hags­á­föll ríða yfir þannig að búið hafi verið í hag­inn fyrir hið óvænta. „Hvað það varðar standa stjórn­völd nú styrkum fót­um. Lögin um opin­ber fjár­mál tak­marka við­brögð stjórn­valda við hinu ófyr­ir­séða og fjár­mála­stefnan varðar veg­inn ásamt grunn­gildum og tölu­settum afkomu- og skulda­regl­um. Stjórn­völd hafa túlkað það svo að saman myndi þessar reglur fjár­mála­regl­ur, ótölu­settar ann­ars vegar og tölu­settar hins veg­ar. Hingað til hafa stjórn­völd litið svo á að fjár­mála­regl­urnar væru jafn­settar þó að sú túlkun birt­ist ekki í fram­lagðri fjár­mála­á­ætl­un.“

Breyt­ingar eiga að koma fram „eins fljótt og kostur er“

Í álits­gerð­inni segir svo að langvar­andi efna­hags­vandi sé eitt en skörp óvænt áföll eru ann­að. „Ef grund­vall­ar­for­sendur fjár­mála­stefnu bresta eða fyr­ir­sjá­an­legt er að þær muni bresta vegna efna­hags­á­falla, þjóð­ar­vár eða ann­arra aðstæðna sem óger­legt er að bregð­ast við með til­tækum úrræðum eiga stjórn­völd að leggja fram breyt­ingar á fjár­mála­stefn­unni eins fljótt og kostur er.“

Við slík til­vik er heim­ilt að víkja tíma­bund­ið, eða í allt að þrjú ár frá hinum tölu­settu fjár­mála­regl­um, afkomu­reglum og skulda­regl­um. Fjár­mála­ráð skal þá veita Alþingi umsögn sína um til­lög­una og hvort full­gilt til­efni sé til end­ur­skoð­unar á gild­andi stefnu. „Sam­kvæmt þessu er þetta síð­asta úrræðið ef allt annað þrýt­ur, líkt og höf­uð­rof­inn í raf­magns­töfl­unni slær út við álag sem taflan þolir ekki. Þá er enn fremur ljóst að hinar tölu­settu fjár­mála­reglur eru við þessar aðstæður ekki jafn­settar hinum ótölu­settu fjár­mála­regl­um, þ.e. grunn­gild­un­um.“

Stjórn­völd geta þannig snúið af braut þegar það reyn­ist þeim nauð­syn­legt en hin breytta leið þarf alltaf að markast af því sem varð til þess að stefnan fór for­görð­um. Breyt­ing­arnar verða því þeim mun meiri eftir því sem vand­inn er meiri. „Aðrir þættir eiga ekki að hafa áhrif á breytta stefnu. Við­fangs­efnið verður þá að stuðla að jafn­vægi að nýju í efna­hags­málum án þess að sjálf­bærni opin­berra fjár­mála sé varpað fyrir róða eða öðrum grunn­gild­um. End­ur­skoðun fjár­mála­stefnu er því vanda­samt verk­efni og gríð­ar­lega mik­il­vægt að vandað sé til verka ef svo óheppi­lega vill til að beita þurfi því þraut­ar­úr­ræð­i.“

Spenni­treyja hvað varðar afkomu­mark­mið

Fjár­mála­ráð kemst að þeirri nið­ur­stöðu, að öllu virtu, að stjórn­völd hafi lent í „spenni­treyju eigin stefnu hvað varðar afkomu­mark­mið. Stjórn­völd eru komin í þessar ógöngur vegna verk­lags og fram­vindu í stefnu­mörk­un­inni. Fjár­mála­ráð hefur ítrekað varað við að slík staða gæti komið upp. Lögin um opin­ber fjár­mál heim­ila ekki að stefnumið fjár­mála­stefnu um afkomu og skuldir séu brot­in. Við­brögð við því eru skýr. Lögin heim­ila ekki end­ur­skoðun stefn­unnar nema grund­vall­ar­for­sendur bresti. Hér ganga hin geir­negldu stefnumið gegn grunn­gild­un­um. Lögin taka ekki á því.“

Það sé umhugs­un­ar­efni að stjórn­völd virð­ast leggja sig fram um að sýna að hinar tölu­settu fjár­mála­reglur stand­ist en fjalli minna um ótölu­settu fjár­mála­regl­urnar sem veiti einar leið­sögn og for­skrift um fram­vindu opin­berra fjár­mála ef í harð­bakk­ann slær.

Ekkert nýtt úr gömlu
Ekkert lát er á mótmælum almennings í Alsír. Eftir að forsetinn lét af völdum hefur reiði mótmælenda beinst að ráðherrum og öðrum valdamönnum.
Kjarninn 21. apríl 2019
Basil hassan
Dani undirbjó mörg hryðjuverk
Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.
Kjarninn 21. apríl 2019
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn.
Skert aðgengi fyrir flóttafólk að íslensku menntakerfi
Af 82 flóttamönnum sem tóku þátt í þarfagreiningu Rauða krossins í Reykjavík eru einungis 5% í námi, en 43% eiga í erfiðleikum með að komast í nám.
Kjarninn 20. apríl 2019
Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar