Fjármálaráð segir stjórnvöld í „spennitreyju eigin stefnu“

Fjármálaráð segir í nýbirtri álitsgerð að lög um opinber fjármál heimili ekki að stefnumið fjármálastefnu um afkomu og skuldir séu brotin.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

„Að öllu virtu virð­ast stjórn­völd hafa lent í spenni­treyju eigin stefnu hvað varðar afkomu­mark­mið. Stjórn­völd eru komin í þessar ógöngur vegna verk­lags og fram­vindu í stefnu­mörk­un­inn­i.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í álits­gerð fjár­mála­ráðs um fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árin 2020 til 2024 sem dag­sett er 7. apríl síð­ast­lið­inn.

Þar segir enn fremur að fjár­mála­ráð hafi  ít­rekað varað við að slík staða gæti komið upp. „Lögin um opin­ber fjár­mál heim­ila ekki að stefnumið fjár­mála­stefnu um afkomu og skuldir séu brot­in. Við­brögð við því eru skýr. Lögin heim­ila ekki end­ur­skoðun stefn­unnar nema grund­vall­ar­for­sendur bresti. Hér ganga hin geir­negldu stefnumið gegn grunn­gild­un­um. Lögin taka ekki á því.“

Auglýsing

Í álits­gerð­inni segir að það sé umhugs­un­ar­efni að stjórn­völd virð­ast leggja sig fram um að sýna að hinar tölu­settu fjár­mála­reglur stand­ist, en minna fari fyrir umfjöllun í fjár­mála­á­ætlun um ótölu­settar fjár­mála­reglur „sem veita einar leið­sögn og for­skrift um fram­vindu opin­berra fjár­mála ef í harð­bakk­ann slær“.

Grunn­gildi og fjár­mála­reglur

Fjár­mála­ráð er ráð óháðra sér­fræð­inga skipað af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Í því sitja Gunnar Har­alds­son for­mað­ur, Asgeir Brynjar Torfa­son, Þór­hildur Hans­dóttir Jetzek og Axel Hall vara­for­mað­ur.

Um er að ræða fimmtu álits­gerð fjár­mála­ráðs, sem hefur það hlut­verk að leggja mat á hvort stefnu­mörkun stjórn­valda bygg­ist á fimm fyrir fram ákveðnum grunn­gildum og hvort sett mark­mið sam­ræm­ist tölu­legum skil­yrðum eins og þau birt­ast í settum fjár­mála­regl­um. Grunn­gildin eru sjálf­bærni, var­færni, stöð­ug­leiki, festa og gagn­sæi. Fjár­mála­regl­urnar eru þrjár og eft­ir­far­andi:

  • Afkomu­regla: Að heild­ar­jöfn­uður yfir fimm ára tíma­bil sé ávallt jákvæður og árlegur halli ávallt undir 2,5 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu.
  • Skulda­regla: Að heild­ar­skuld­ir, að frá­töldum líf­eyr­is­skuld­bind­ingum og við­skipta­skuldum og að frá­dregnum sjóðum og bankainn­stæðum séu lægri en nemur 30 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu.
  • Skulda­lækk­un­ar­regla: Ef skulda­hlut­fallið er hærra en 30% af vergri lands­fram­leiðslu skal sá hluti sem umfram er lækka að með­al­tali á hverju þriggja ára tíma­bili um að minnsta kosti fimm pró­sent.

Eitt lengsta hag­vaxt­ar­skeið sög­unnar

Í álits­gerð­inni segir að efna­hags­lífið um þessar mundir sé statt á einu lengsta hag­vaxt­ar­skeiði frá lýð­veld­is­stofn­un, eða að veðra­brigði séu fram undan sam­kvæmt spám. Þá hafi „at­burða­rás að und­an­förn­u“, sem lík­ast til er gjald­þrot WOW air, bætt þar í og aukið óvissu.

Fjár­mála­ráð segir að í þessu sam­hengi sé mik­il­vægt að skulda­staða rík­is­sjóðs sé góð þegar efna­hags­á­föll ríða yfir þannig að búið hafi verið í hag­inn fyrir hið óvænta. „Hvað það varðar standa stjórn­völd nú styrkum fót­um. Lögin um opin­ber fjár­mál tak­marka við­brögð stjórn­valda við hinu ófyr­ir­séða og fjár­mála­stefnan varðar veg­inn ásamt grunn­gildum og tölu­settum afkomu- og skulda­regl­um. Stjórn­völd hafa túlkað það svo að saman myndi þessar reglur fjár­mála­regl­ur, ótölu­settar ann­ars vegar og tölu­settar hins veg­ar. Hingað til hafa stjórn­völd litið svo á að fjár­mála­regl­urnar væru jafn­settar þó að sú túlkun birt­ist ekki í fram­lagðri fjár­mála­á­ætl­un.“

Breyt­ingar eiga að koma fram „eins fljótt og kostur er“

Í álits­gerð­inni segir svo að langvar­andi efna­hags­vandi sé eitt en skörp óvænt áföll eru ann­að. „Ef grund­vall­ar­for­sendur fjár­mála­stefnu bresta eða fyr­ir­sjá­an­legt er að þær muni bresta vegna efna­hags­á­falla, þjóð­ar­vár eða ann­arra aðstæðna sem óger­legt er að bregð­ast við með til­tækum úrræðum eiga stjórn­völd að leggja fram breyt­ingar á fjár­mála­stefn­unni eins fljótt og kostur er.“

Við slík til­vik er heim­ilt að víkja tíma­bund­ið, eða í allt að þrjú ár frá hinum tölu­settu fjár­mála­regl­um, afkomu­reglum og skulda­regl­um. Fjár­mála­ráð skal þá veita Alþingi umsögn sína um til­lög­una og hvort full­gilt til­efni sé til end­ur­skoð­unar á gild­andi stefnu. „Sam­kvæmt þessu er þetta síð­asta úrræðið ef allt annað þrýt­ur, líkt og höf­uð­rof­inn í raf­magns­töfl­unni slær út við álag sem taflan þolir ekki. Þá er enn fremur ljóst að hinar tölu­settu fjár­mála­reglur eru við þessar aðstæður ekki jafn­settar hinum ótölu­settu fjár­mála­regl­um, þ.e. grunn­gild­un­um.“

Stjórn­völd geta þannig snúið af braut þegar það reyn­ist þeim nauð­syn­legt en hin breytta leið þarf alltaf að markast af því sem varð til þess að stefnan fór for­görð­um. Breyt­ing­arnar verða því þeim mun meiri eftir því sem vand­inn er meiri. „Aðrir þættir eiga ekki að hafa áhrif á breytta stefnu. Við­fangs­efnið verður þá að stuðla að jafn­vægi að nýju í efna­hags­málum án þess að sjálf­bærni opin­berra fjár­mála sé varpað fyrir róða eða öðrum grunn­gild­um. End­ur­skoðun fjár­mála­stefnu er því vanda­samt verk­efni og gríð­ar­lega mik­il­vægt að vandað sé til verka ef svo óheppi­lega vill til að beita þurfi því þraut­ar­úr­ræð­i.“

Spenni­treyja hvað varðar afkomu­mark­mið

Fjár­mála­ráð kemst að þeirri nið­ur­stöðu, að öllu virtu, að stjórn­völd hafi lent í „spenni­treyju eigin stefnu hvað varðar afkomu­mark­mið. Stjórn­völd eru komin í þessar ógöngur vegna verk­lags og fram­vindu í stefnu­mörk­un­inni. Fjár­mála­ráð hefur ítrekað varað við að slík staða gæti komið upp. Lögin um opin­ber fjár­mál heim­ila ekki að stefnumið fjár­mála­stefnu um afkomu og skuldir séu brot­in. Við­brögð við því eru skýr. Lögin heim­ila ekki end­ur­skoðun stefn­unnar nema grund­vall­ar­for­sendur bresti. Hér ganga hin geir­negldu stefnumið gegn grunn­gild­un­um. Lögin taka ekki á því.“

Það sé umhugs­un­ar­efni að stjórn­völd virð­ast leggja sig fram um að sýna að hinar tölu­settu fjár­mála­reglur stand­ist en fjalli minna um ótölu­settu fjár­mála­regl­urnar sem veiti einar leið­sögn og for­skrift um fram­vindu opin­berra fjár­mála ef í harð­bakk­ann slær.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar