Auglýsing

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands og leið­togi hins frjálsa heims – eins og Barack Obama kall­aði hana á fundi sem hann átti með henni, skömmu eftir en hann hætti sem for­seti – er að fara hætta í starfi sínu, áður en langt um líð­ur. Hún hefur verið kansl­ari frá árinu 2005.

Hún hefur á ferli sínum talað skýrt fyrir alþjóða­sam­vinnu, sam­einaðri Evr­ópu, og mik­il­vægi þess að þjóðir tak­ist í sam­ein­ingu á við áskor­anir nútím­ans. 

Eitt af því sem tala má um sem hápunkt á hennar ferli, var þegar hún beitti sér fyrir því að opna Þýska­land – á víð­sjár­verðum tím­um, árið 2015. Þá sam­þykktu stjórn­völd að taka við einni milljón flótta­manna, sem flestir komu frá víg­völlum í Sýr­landi, Líbíu og nágrenni, með við­komu í flótta­manna­búð­u­m. 

Auglýsing

Hún hefur síðan þurft að verja þessa ákvörðun af alefli, en grunn­rök­semdin hjá henni voru mann­úð­ar­á­stæð­ur. 

Spenna á landa­mærum ríkja í Aust­ur-­Evr­ópu – ekki bara við Þýska­land – var það sem ástæða var til að ótt­ast. 

Ekki eru nema 25 ár síðan Balkanskaga­stríð­inu lauk, en á undra­skömmum tíma – á árunum 1990 til 1995 – voru 200 þús­und manns lát­in, og millj­ónir á flótta í Evr­ópu, án þess að alþjóða­sam­fé­lagið hafi gripið inn nægi­lega snemma.

Flókið mál

Í fyrstu voru tug­þús­undir af þessum fjölda sem kom til Þýska­lands á umferð­ar­eyj­um, í tjald­búðum og víða á opnum svæðum í borg­um, þar sem pláss var að finna. 

Síðan var farið skipu­lega í að reyna að hjálpa flótta­mönn­unum að koma undir sig fót­un­um. Sumir fóru aftur til síns heima, en flestir – aldrei allir samt – í miklu betri stöðu en þeir voru fyr­ir. Aðrir hafa verið áfram í Þýska­landi og reynt að byggja upp nýtt líf. 

Það væri mikil ein­föld að halda því fram, að það væri auð­velt að fram­kvæma svona og án hnökra. 

Merkel taldi að Þýska­land hefði sið­ferða­lega skyldu í þessum efn­um, og byggð­ist opn­unin á henni. Vissu­lega „raskaði þetta ró” margra, og hafði víða mikil áhrif – félags­leg, póli­tísk og efna­hags­leg – en lík­lega mun það aldrei koma fylli­lega í ljós, hversu mik­il­væg þessi ákvörðun var. 

Mögu­lega afstýrði hún blóð­ugum átökum í Evr­ópu en það eitt er ljóst, að hún bjarg­aði mörgum manns­lífum og var mik­il­væg yfir­lýs­ing um að vest­rænar þjóðir geta lagt mikið af mörkum til að hjálpa þeim sem minna mega sín. 

4.500 flótta­menn til Íslands?

Hlut­falls­lega er þetta eins og að íslensk stjórn­völd myndu ákveða, að taka við 4.500 flótta­mönnum – hratt og örugg­lega. Hvernig haldið þið að sú ákvörðun myndi falla í kramið hjá Íslend­ingum og ekki síst bak­landi stjórn­mála­flokk­anna? Ekki er víst að það yrði auð­velt að takast á við það. 

Sé mið tekið af því hvernig spil­ast hefur úr stöðu mála í Þýska­landi, frá því að landið var opnað fyrir einni milljón flótta­manna, þá er ekki hægt að segja annað en staðan sé um margt góð.

Atvinnu­leysi mælist nú 3,1 pró­sent, en til sam­an­burðar er atvinnu­leysi á Íslandi um 5 pró­sent og með­al­talið í Evr­ópu er nú 6,3 pró­sent, og hefur reyndar lækkað hratt á und­an­förnum árum, ekki síst í Suð­ur­-­Evr­ópu. 

Hag­vaxt­ar­horfur í Evr­ópu eru ekki sér­stak­lega góðar – stöðnun er í kort­unum á næstu tveimur árum, sam­kvæmt spám, sem er sam­bæri­legt við það sem Seðla­banki Íslands telur að sé framundan hér á land­i. 

Stöndum saman

Oft er lítið rætt um grund­vall­ar­stefnu­málin hjá Merkel – sam­einuð Evr­ópu. Það er lyk­il­at­riði að hafa stórt sam­eig­in­legt mynt­svæði. Evru­ríkin eru nú 19, af 27 aðild­ar­ríkjum ESB, en þeim fækk­aði um eitt með útgöngu Breta 31. jan­ú­ar. 

Hvernig ætli að það hefði ver­ið, í fjár­málakrepp­unni, að hafa 28 mynt­svæði innan álf­unnar í gjald­miðla­stríði, þar sem hver þjóð fyrir sig hefði reynt að verð­leggja mynt sína þokka­lega gagn­vart Banda­ríkja­dalnum til að ná við­spyrnu í gang efna­hags­mála? Ætli það hefði verið góður vísir að friði og yfir­vegun í erf­iðum aðstæð­um?

Dæmi nú hver fyrir sig.

Í alþjóða­væddum heimi virð­ist það ekki alltaf til vin­sælda fallið í stjórn­mál­um, að tala fyrir ein­beittri stefnu fyrir sam­vinnu ríkja, í víðum skiln­ingi. Þar á meðal í inn­flytj­enda- og flótta­manna­mál­um. Merkel hefur gert það og beitt sér fyrir lausnum, og von­andi mun ein­hver taka við kefl­inu þegar hún stígur af svið­in­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari