Athugasemd frá Samtökum iðnaðarins

Samtök iðnaðarins gera athugasemd við umfjöllun um afstöðu þeirra í leiðara sem birtist í síðustu viku á Kjarnanum.

Samtök iðnaðarins eru með skrifstofur í húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Samtök iðnaðarins eru með skrifstofur í húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auglýsing

Í grein rit­stjóra Kjarn­ans, Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, þar sem hann spyr hvort gefa eigi alþjóð­legum auð­hringjum orku­auð­lind­ina gætir mis­skiln­ings sem Sam­tök iðn­að­ar­ins vilja leið­rétta. 

Sam­tök iðn­að­ar­ins hafa ítrekað bent á að orku­verð til orku­sæk­ins iðn­aðar á Íslandi þurfi að vera sam­keppn­is­hæft enda mik­il­vægt að standa vörð um sam­keppn­is­hæfni orku­iðn­aðar á Íslandi. Sam­tökin benda á að líta þurfi til virð­is­keðj­unnar í heild sinni og að auk­inn sveigj­an­leika þurfi á raf­orku­mark­aði enda getur slíkur sveigj­an­leiki aukið sam­keppn­is­hæfni Íslands á þessu sviði. Verð raf­orkunnar eitt og sér er því ekki það eina sem líta þarf til. Orku­sæk­inn iðn­aður skilar þjóð­ar­bú­inu miklum verð­mætum og má í því sam­bandi nefna að inn­lendur kostn­aður áliðn­að­ar­ins nam 86 millj­örðum króna árið 2018, þar af voru kaup á vörum og þjón­ustu hér á landi 23 millj­arðar króna. Það gefur auga leið að hund­ruð fyr­ir­tækja njóta góðs af því. Þá eru raf­orku­kaup und­an­skilin en út frá með­al­verði má áætla að þau nemi hátt í 40 millj­örð­um. Þessu til við­bótar eru efna­hags­leg umsvif ann­arra stórnot­enda raf­orku eins og gagna­vera.

Það er því ekki rétt sem rit­stjór­inn skrifar að und­an­farið hafi „þessi heild­ar­sam­tök iðn­aðar á Íslandi, með yfir 1.400 fyr­ir­tæki og félög sjálf­stæðra atvinnu­rek­enda inn­an­borðs, tekið upp stefnu sem virð­ist mótuð af hags­munum nokk­urra alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja sem kaupa orku á Íslandi til að fram­leiða ál“. Þvert á móti hafa sam­tökin talað fyrir mik­il­vægi þess að virð­is­keðjan á íslenskum orku­mark­aði sé arð­bær fyrir alla sem á þeim mark­aði eru. Í raf­orku­stefnu sam­tak­anna, sem sam­þykkt var árið 2016 af stjórn SI þar sem saman koma full­trúar ólíkra greina iðn­að­ar, er meg­in­stefið að raf­orka fram­leidd á Íslandi sé nýtt til verð­mæta­sköp­unar inn­an­lands því öfl­ugur iðn­aður skapar störf og er und­ir­staða búsetu og vel­ferð­ar. Horft er til sam­eig­in­legra hags­muna íslensks iðn­aðar og ekki gerður grein­ar­munur á bygg­ing­ar­iðn­aði, fram­leiðslu­iðn­aði eða hug­verka­iðn­aði. Sam­keppn­is­hæft orku­verð gagnast öllum sem eru í rekstri, allt frá bak­ar­anum til stór­iðj­unn­ar. 

Auglýsing
Það er heldur ekki rétt sem rit­stjór­inn skrifar „…að íslenskir skatt­greið­endur afhendi alþjóð­legum stór­fyr­ir­tækjum græna orku undir mark­aðsvirð­i“. Því hafa sam­tökin aldrei haldið fram heldur að orku­verðið sé sam­keppn­is­hæft. Þegar spurt er hvort ein­stök aðild­ar­fé­lög Sam­taka iðn­að­ar­ins hafi hag að því að orku­verðið sé sam­keppn­is­hæft er svarið já en ekki nei. Það ætti öllum að vera ljóst að ef verðið er ekki sam­keppn­is­hæft til lengdar þá er full­víst að orku­sæk­inn iðn­aður leggst af á Íslandi, þannig virka mark­aðslög­mál­in.

Hins vegar er það rétt sem kemur fram í skrifum rit­stjór­ans að þau örfáu stór­iðju­fyr­ir­tæki sem hér starfa kaupa 80 pró­sent af allri orku sem við fram­leið­u­m. Í ljósi þessa ætti það að vera áhyggju­efni þegar eitt þess­ara fyr­ir­tækja til­kynnir um mögu­lega lokun starf­semi sinnar eða þegar stór gagna­ver hér á landi kjósa að byggja upp starf­semi í Sví­þjóð frekar en hér á landi þar sem sam­keppn­is­hæfni Sví­þjóðar á þessu sviði er meiri en Íslands. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar