Athugasemd frá Samtökum iðnaðarins

Samtök iðnaðarins gera athugasemd við umfjöllun um afstöðu þeirra í leiðara sem birtist í síðustu viku á Kjarnanum.

Samtök iðnaðarins eru með skrifstofur í húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Samtök iðnaðarins eru með skrifstofur í húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auglýsing

Í grein rit­stjóra Kjarn­ans, Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, þar sem hann spyr hvort gefa eigi alþjóð­legum auð­hringjum orku­auð­lind­ina gætir mis­skiln­ings sem Sam­tök iðn­að­ar­ins vilja leið­rétta. 

Sam­tök iðn­að­ar­ins hafa ítrekað bent á að orku­verð til orku­sæk­ins iðn­aðar á Íslandi þurfi að vera sam­keppn­is­hæft enda mik­il­vægt að standa vörð um sam­keppn­is­hæfni orku­iðn­aðar á Íslandi. Sam­tökin benda á að líta þurfi til virð­is­keðj­unnar í heild sinni og að auk­inn sveigj­an­leika þurfi á raf­orku­mark­aði enda getur slíkur sveigj­an­leiki aukið sam­keppn­is­hæfni Íslands á þessu sviði. Verð raf­orkunnar eitt og sér er því ekki það eina sem líta þarf til. Orku­sæk­inn iðn­aður skilar þjóð­ar­bú­inu miklum verð­mætum og má í því sam­bandi nefna að inn­lendur kostn­aður áliðn­að­ar­ins nam 86 millj­örðum króna árið 2018, þar af voru kaup á vörum og þjón­ustu hér á landi 23 millj­arðar króna. Það gefur auga leið að hund­ruð fyr­ir­tækja njóta góðs af því. Þá eru raf­orku­kaup und­an­skilin en út frá með­al­verði má áætla að þau nemi hátt í 40 millj­örð­um. Þessu til við­bótar eru efna­hags­leg umsvif ann­arra stórnot­enda raf­orku eins og gagna­vera.

Það er því ekki rétt sem rit­stjór­inn skrifar að und­an­farið hafi „þessi heild­ar­sam­tök iðn­aðar á Íslandi, með yfir 1.400 fyr­ir­tæki og félög sjálf­stæðra atvinnu­rek­enda inn­an­borðs, tekið upp stefnu sem virð­ist mótuð af hags­munum nokk­urra alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja sem kaupa orku á Íslandi til að fram­leiða ál“. Þvert á móti hafa sam­tökin talað fyrir mik­il­vægi þess að virð­is­keðjan á íslenskum orku­mark­aði sé arð­bær fyrir alla sem á þeim mark­aði eru. Í raf­orku­stefnu sam­tak­anna, sem sam­þykkt var árið 2016 af stjórn SI þar sem saman koma full­trúar ólíkra greina iðn­að­ar, er meg­in­stefið að raf­orka fram­leidd á Íslandi sé nýtt til verð­mæta­sköp­unar inn­an­lands því öfl­ugur iðn­aður skapar störf og er und­ir­staða búsetu og vel­ferð­ar. Horft er til sam­eig­in­legra hags­muna íslensks iðn­aðar og ekki gerður grein­ar­munur á bygg­ing­ar­iðn­aði, fram­leiðslu­iðn­aði eða hug­verka­iðn­aði. Sam­keppn­is­hæft orku­verð gagnast öllum sem eru í rekstri, allt frá bak­ar­anum til stór­iðj­unn­ar. 

Auglýsing
Það er heldur ekki rétt sem rit­stjór­inn skrifar „…að íslenskir skatt­greið­endur afhendi alþjóð­legum stór­fyr­ir­tækjum græna orku undir mark­aðsvirð­i“. Því hafa sam­tökin aldrei haldið fram heldur að orku­verðið sé sam­keppn­is­hæft. Þegar spurt er hvort ein­stök aðild­ar­fé­lög Sam­taka iðn­að­ar­ins hafi hag að því að orku­verðið sé sam­keppn­is­hæft er svarið já en ekki nei. Það ætti öllum að vera ljóst að ef verðið er ekki sam­keppn­is­hæft til lengdar þá er full­víst að orku­sæk­inn iðn­aður leggst af á Íslandi, þannig virka mark­aðslög­mál­in.

Hins vegar er það rétt sem kemur fram í skrifum rit­stjór­ans að þau örfáu stór­iðju­fyr­ir­tæki sem hér starfa kaupa 80 pró­sent af allri orku sem við fram­leið­u­m. Í ljósi þessa ætti það að vera áhyggju­efni þegar eitt þess­ara fyr­ir­tækja til­kynnir um mögu­lega lokun starf­semi sinnar eða þegar stór gagna­ver hér á landi kjósa að byggja upp starf­semi í Sví­þjóð frekar en hér á landi þar sem sam­keppn­is­hæfni Sví­þjóðar á þessu sviði er meiri en Íslands. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar