Loðnan og loðin svör

Magnús Jónsson veðurfræðingur segir að það sé umhugsunarefni að enginn skuli spyrja spurninga um hvað sé að gerast í hafinu.

Auglýsing

„Ef fram kemur stór þorsk­stofn verður að minnka loðnu­veið­ar.“

Þessa dag­ana er mikið rætt um loðnu eða rétt­ara sagt loðnu­leysi. Rann­sókna­skip og nokkur fiski­skip sigla fram og til baka um íslensku fisk­veiði­lög­sög­una og telja loðnu­lóðn­ingar á mæli­tækjum sín­um. Síðan nota starfs­menn Hafró í landi þessi gögn til að reikna úr stofn­stærð og vísi­tölur loðn­unnar og bera síðan nið­ur­stöð­urnar saman við heima­til­búna og síbreyti­lega afla­reglu. Allt kemur fyrir ekki og framundan virð­ist vera rautt hættu­stig í loðnu­litlu haf­inu og því stefnir í aðra afla­lausu loðnu­ver­tíð­ina í röð hér við land.

Það er að mínu mati umhugs­un­ar­efni að eng­inn skuli spyrja spurn­inga um hvað sé að ger­ast í haf­inu. Einna helst er talað um að hækkun sjáv­ar­hita (sem að vísu hefur lækkað síðan 2012) og hinar ógn­væn­legu lofts­lags­ham­farir séu að gera út af við loðnu­stofn­inn. En er endi­lega víst að loðnu­leysi sé bara tengt nátt­úr­unni og breyti­leika í henni? Getur ekki einnig verið að aðgerðir okkar og ákvarð­anir í landi eigi hér ein­hvern hlut að máli?

Sam­spil stofna og veiða

Í ítar­legu við­tali sem Morg­un­blaðið átti við Hjálmar heit­inn Vil­hjálms­son fiski­fræð­ing þ. 13. des­em­ber 1995 sagði hann m.a. „Ef fram kemur stór þorsk­stofn verður að minnka loðnu­veið­ar.“ Í sama við­tali kom fram að 30-50% af fæðu þorsks­ins á árs­grund­velli væri loðna. Síð­ari tíma rann­sóknir hafa þrengt þetta bil og nú er almennt talað um að loðnan sé 37-40% af árlegri fæðu þorsks­ins.

Auglýsing
Á síð­asta ári kom fram hjá Haf­rann­sókn­ar­stofnun að í haf­inu umhverfis Ísland synti nú  stærsti þorsk­stofn sem komið hefði fram í 60 ár og væri hann um 1.300 þús­und tonn, var­lega áætl­að. Eitt­hvað þarf slíkur stofn af fæðu og miðað við að þorsk­ur­inn éti 2-3% af þyngd sinni á dag er ekki fjarri lagi að þessi mynd­ar­legi þorsk­stofn þurfi a.m.k. 10.000.000 (10 millj­ón­ir) tonna af æti á ári ef hann á að halda hold­um. Ef 40% af fæðu þorsk­stofns­ins er loðna þarf þessi stofn því að gleypa í sig um 4 millj­ónir tonn af henni á ári hverju, ef hún er þá á annað borð til í sjón­um. Því er mér alger­lega fyr­ir­munað að skilja eft­ir­far­andi setn­ingu úr nýlegu rann­sókna­riti Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar  um stofn­mat og líf­fræði loðnu: „Að með­al­tali hefur (ár­legt) át þorsks, ýsu og ufsa af loðnu verið metið um 150 þús­und tonn.“ 

Vel þekkt er meðal sjó­manna að þorskur étur næstum allt sem að kjafti hans kem­ur, ekki síst sína minni bræður og syst­ur. Það ætti því ekki að koma á óvart að ýmsir fæðu­teg­undir þorsks aðrar en loðnan hafi líka látið á sjá á und­an­förnum árum. Í þessu ljósi er fróð­legt að velta því fyrir sér hvaðan aðrir réttir á mat­seðli þorsks­ins en loðna, þ.e. um 60% eða um 6 millj­ónir tonna eru fengn­ir. Getur t.d. ekki verið sam­band milli til­vistar þessa risa þorsk­stofns og loðnu­skorts­ins og jafn­vel hruns í mörgum öðrum nytja­stofn­um? Á síð­ustu árum hefur rækju­stofn­inn hrunið (inn­fjarða­stofn­arnir alger­lega horfn­ir), sömu­leiðis hum­ar­inn, síld­in, hörpu­disk­ur­inn og lúð­an. Jafn­vel karf­inn er líka á nið­ur­leið. Til eru mynd­bönd af inn­volsi  úr maga þorsks sem sýna að allt að fimm smá­þorska eða allt að 50 rækjur geta verið í maga eins fiskjar. 

Ábyrg fisk­veiði­stefna og óskeikul ráð­gjöf? 

Sam­kvæmt almennri umræðu erum við með ábyrg­ustu fisk­veiði­stefnu í víðri ver­öld og ráð­gjöfin svo var­fær­in, nákvæm og vís­inda­leg að það jarðar við sér­visku, afneitun eða heimsku að bera brigður á ein­hvern hluta henn­ar. Af þessum ástæðum heyr­ist varla nokkur sjó­maður ræða þessi mál opin­ber­lega. Hins vegar veit ég eftir að hafa stundað strand­veiðar síð­ast­liðin átta sumur að van­traust og van­trú á ráð­gjöf og rann­sókn­ar­að­ferðir við sjáv­ar­nytjar hér við land er mjög útbreidd meðal sjó­manna.  

Ekki verður ekki annað séð en að ennþá sé hver og einn fiski­stofn rann­sak­aður og mældur án þess að til­lit sé tekið til sam­spil hina ýmsu stofna og meg­in­stefnan sé að byggja upp alla fiski­stofna sam­tím­is. Í við­tali við Ólaf Kar­vel Páls­son fiski­fræð­ing í Fiski­fréttum 1. apríl 2015 setti hann fram þá skoðun að vist­kerf­is­rann­sóknir og sam­spil stofna hafi alla tíð haft allt of lítið vægi hjá Haf­rann­sókna­stofnun og alls ekki for­gang. Nán­ast öll fjár­hags­leg geta stofn­un­ar­innar færi í að mæla stofn­stærð með taln­ingu, dýpt­ar­mæl­islóðn­ingum og röllum af ýmsu tagi. Á þeim grund­velli og með notkun á til­vilj­un­ar­kenndum afla­reglum reikn­uðu menn sig síðan fram til ráð­gef­andi talna um árlegan kvóta hverrar teg­und­ar.

Loka­orð

Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé kom­inn tími til að end­ur­skoða stefn­una og jafn­vel gera til­raun­ir. Er það t.d. sjálf­gefið að friða þurfi 400 þús. tonn af loðnu þegar þorsk­ur­inn einn étur 4 millj­ónir tonna? Er það líka sjálf­gefið að alltaf eigi að nota 20% afla­reglu á þorskinn hvort sem stofn­inn mælist 600 þús. tonn eða 1.300 tonn? Hver er skýr­ing á því að rækju­stofn­ar, hum­ar­inn, síldin og fleiri stofnar hafa verið á stöðugri nið­ur­leið það sem af er þess­ari öld, þrátt fyrir að til­lögum og ráð­gjöf hafi verið fylgt út í hörgul? Og hefur það aldrei komið til greina að end­ur­skoða kvóta­kerfið í ljósi þess að það grund­vall­að­ist í upp­hafi á því að við Ísland væri einn þorsk­stofn en síð­ari tíma rann­sóknir hafa sýnt fram á að við landið eru margir tugir stað­bund­inna stofna?

Höf­undur er veð­ur­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar