Loðnan og loðin svör

Magnús Jónsson veðurfræðingur segir að það sé umhugsunarefni að enginn skuli spyrja spurninga um hvað sé að gerast í hafinu.

Auglýsing

„Ef fram kemur stór þorsk­stofn verður að minnka loðnu­veið­ar.“

Þessa dag­ana er mikið rætt um loðnu eða rétt­ara sagt loðnu­leysi. Rann­sókna­skip og nokkur fiski­skip sigla fram og til baka um íslensku fisk­veiði­lög­sög­una og telja loðnu­lóðn­ingar á mæli­tækjum sín­um. Síðan nota starfs­menn Hafró í landi þessi gögn til að reikna úr stofn­stærð og vísi­tölur loðn­unnar og bera síðan nið­ur­stöð­urnar saman við heima­til­búna og síbreyti­lega afla­reglu. Allt kemur fyrir ekki og framundan virð­ist vera rautt hættu­stig í loðnu­litlu haf­inu og því stefnir í aðra afla­lausu loðnu­ver­tíð­ina í röð hér við land.

Það er að mínu mati umhugs­un­ar­efni að eng­inn skuli spyrja spurn­inga um hvað sé að ger­ast í haf­inu. Einna helst er talað um að hækkun sjáv­ar­hita (sem að vísu hefur lækkað síðan 2012) og hinar ógn­væn­legu lofts­lags­ham­farir séu að gera út af við loðnu­stofn­inn. En er endi­lega víst að loðnu­leysi sé bara tengt nátt­úr­unni og breyti­leika í henni? Getur ekki einnig verið að aðgerðir okkar og ákvarð­anir í landi eigi hér ein­hvern hlut að máli?

Sam­spil stofna og veiða

Í ítar­legu við­tali sem Morg­un­blaðið átti við Hjálmar heit­inn Vil­hjálms­son fiski­fræð­ing þ. 13. des­em­ber 1995 sagði hann m.a. „Ef fram kemur stór þorsk­stofn verður að minnka loðnu­veið­ar.“ Í sama við­tali kom fram að 30-50% af fæðu þorsks­ins á árs­grund­velli væri loðna. Síð­ari tíma rann­sóknir hafa þrengt þetta bil og nú er almennt talað um að loðnan sé 37-40% af árlegri fæðu þorsks­ins.

Auglýsing
Á síð­asta ári kom fram hjá Haf­rann­sókn­ar­stofnun að í haf­inu umhverfis Ísland synti nú  stærsti þorsk­stofn sem komið hefði fram í 60 ár og væri hann um 1.300 þús­und tonn, var­lega áætl­að. Eitt­hvað þarf slíkur stofn af fæðu og miðað við að þorsk­ur­inn éti 2-3% af þyngd sinni á dag er ekki fjarri lagi að þessi mynd­ar­legi þorsk­stofn þurfi a.m.k. 10.000.000 (10 millj­ón­ir) tonna af æti á ári ef hann á að halda hold­um. Ef 40% af fæðu þorsk­stofns­ins er loðna þarf þessi stofn því að gleypa í sig um 4 millj­ónir tonn af henni á ári hverju, ef hún er þá á annað borð til í sjón­um. Því er mér alger­lega fyr­ir­munað að skilja eft­ir­far­andi setn­ingu úr nýlegu rann­sókna­riti Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar  um stofn­mat og líf­fræði loðnu: „Að með­al­tali hefur (ár­legt) át þorsks, ýsu og ufsa af loðnu verið metið um 150 þús­und tonn.“ 

Vel þekkt er meðal sjó­manna að þorskur étur næstum allt sem að kjafti hans kem­ur, ekki síst sína minni bræður og syst­ur. Það ætti því ekki að koma á óvart að ýmsir fæðu­teg­undir þorsks aðrar en loðnan hafi líka látið á sjá á und­an­förnum árum. Í þessu ljósi er fróð­legt að velta því fyrir sér hvaðan aðrir réttir á mat­seðli þorsks­ins en loðna, þ.e. um 60% eða um 6 millj­ónir tonna eru fengn­ir. Getur t.d. ekki verið sam­band milli til­vistar þessa risa þorsk­stofns og loðnu­skorts­ins og jafn­vel hruns í mörgum öðrum nytja­stofn­um? Á síð­ustu árum hefur rækju­stofn­inn hrunið (inn­fjarða­stofn­arnir alger­lega horfn­ir), sömu­leiðis hum­ar­inn, síld­in, hörpu­disk­ur­inn og lúð­an. Jafn­vel karf­inn er líka á nið­ur­leið. Til eru mynd­bönd af inn­volsi  úr maga þorsks sem sýna að allt að fimm smá­þorska eða allt að 50 rækjur geta verið í maga eins fiskjar. 

Ábyrg fisk­veiði­stefna og óskeikul ráð­gjöf? 

Sam­kvæmt almennri umræðu erum við með ábyrg­ustu fisk­veiði­stefnu í víðri ver­öld og ráð­gjöfin svo var­fær­in, nákvæm og vís­inda­leg að það jarðar við sér­visku, afneitun eða heimsku að bera brigður á ein­hvern hluta henn­ar. Af þessum ástæðum heyr­ist varla nokkur sjó­maður ræða þessi mál opin­ber­lega. Hins vegar veit ég eftir að hafa stundað strand­veiðar síð­ast­liðin átta sumur að van­traust og van­trú á ráð­gjöf og rann­sókn­ar­að­ferðir við sjáv­ar­nytjar hér við land er mjög útbreidd meðal sjó­manna.  

Ekki verður ekki annað séð en að ennþá sé hver og einn fiski­stofn rann­sak­aður og mældur án þess að til­lit sé tekið til sam­spil hina ýmsu stofna og meg­in­stefnan sé að byggja upp alla fiski­stofna sam­tím­is. Í við­tali við Ólaf Kar­vel Páls­son fiski­fræð­ing í Fiski­fréttum 1. apríl 2015 setti hann fram þá skoðun að vist­kerf­is­rann­sóknir og sam­spil stofna hafi alla tíð haft allt of lítið vægi hjá Haf­rann­sókna­stofnun og alls ekki for­gang. Nán­ast öll fjár­hags­leg geta stofn­un­ar­innar færi í að mæla stofn­stærð með taln­ingu, dýpt­ar­mæl­islóðn­ingum og röllum af ýmsu tagi. Á þeim grund­velli og með notkun á til­vilj­un­ar­kenndum afla­reglum reikn­uðu menn sig síðan fram til ráð­gef­andi talna um árlegan kvóta hverrar teg­und­ar.

Loka­orð

Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé kom­inn tími til að end­ur­skoða stefn­una og jafn­vel gera til­raun­ir. Er það t.d. sjálf­gefið að friða þurfi 400 þús. tonn af loðnu þegar þorsk­ur­inn einn étur 4 millj­ónir tonna? Er það líka sjálf­gefið að alltaf eigi að nota 20% afla­reglu á þorskinn hvort sem stofn­inn mælist 600 þús. tonn eða 1.300 tonn? Hver er skýr­ing á því að rækju­stofn­ar, hum­ar­inn, síldin og fleiri stofnar hafa verið á stöðugri nið­ur­leið það sem af er þess­ari öld, þrátt fyrir að til­lögum og ráð­gjöf hafi verið fylgt út í hörgul? Og hefur það aldrei komið til greina að end­ur­skoða kvóta­kerfið í ljósi þess að það grund­vall­að­ist í upp­hafi á því að við Ísland væri einn þorsk­stofn en síð­ari tíma rann­sóknir hafa sýnt fram á að við landið eru margir tugir stað­bund­inna stofna?

Höf­undur er veð­ur­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar